Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Hittir best þegar maður hugsar ekki „ÉG VEIT ekki hvernig mér leið þegar boltinn var á leiðinni ofan í körfuna því það var enginn tími til að hugsa - þetta var síðasta skotið í leiknum og maður hittir oft best þegar maður hugsar sem minnst,“ sagði Hermann Hauksson, sem skoraði þriggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru til leiksloka og jafnaði svo að framlengja varð leikinn. „En ég vissi að við myndum vinna leikinn þegar boltinn fór ofan í körfúna og við sýndum frábæran karakter í Iokin. Eflaust voru allir búnir að afskrifa okkur eins og Friðrik þjálfari sagði í Iokin en við vorum ekki búnir að því og erum meistarar í dag.“ Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflvíkinga Dómaramir guggnuðu í lokin Við köstuðum frá okkur sigrin- um í lokin, við bara hættum að sækja að körfunni og ævintýraleg heppni gekk í lið með Njarðvíking- um þar sem hvert skot þeirra rataði rétta leið og fráköstin komu í þeirra hendur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvík- inga. „í lokin féllum við í þá gryfju að vera ekki nógu sókndjarfir.“ Töldu þið kannski að sigurínn væi'i í höfn? „Já, ef til vill er það hluti skýr- ingarinnar." Sigurður var hins vegar afar ósáttur við dómgæslu Leifs Garð- arssonar og Kristins Albertssonar þegar 15 sekúndur voru eftir, stað- an 88:85, og brotið var á Birgi Erni Birgissyni, leikmanni Keflavíkur, er hann var að geysast upp leikvöll- inn með knöttinn. „Birgir fékk högg í andlitið og dómararnir sáu ekki ástæðu til þess að dæma ásetningsvillu. Síðan þegar út í framlenginguna var komið var dæmd ásetningsvilla á okkur fyrir mun vægara brot. Að mínu mati var það mjög stór villa hjá dómur- unum að dæma ekki ásetningsvillu þegar brotið var á Birgi og í raun- inni það sem endanlega fór með leikinn hjá okkur úr því sem komið var. Það var fáranlegt hjá þeim að dæma ekki ásetningsvillu, alveg fáranlegt,“ endurtók Sigurður og lagði þunga áherslu á orð sín. „Það sáu það allir aðrir sem voru á leikn- um að þarna var um ásetningsvillu að ræða og í raun furðulegt að tveir reyndustu dómarar okkar skuli hafa guggnað á því að dæma hana á þessum tímapunkti." Sigurður segir að eftir að Falur Harðarson fór út af með 5 villur, undir lok fyrri hálfleiks, hafi brodd- ur farið í sóknarleik sinna manna, enda Falur leikið vel, einkum í síð- ari hálfleik. Aðalatriðið er hins veg- ar það að ég er mjög óánægður með mitt lið og að það hafi látið Njarðvíkinga komast inn í leikinn á lokakaflanum þegar við áttum að vera með fulla stjóm á leiknum." Morgunblaðið/Golli DAMON Johnson, Keflavík, stekkur hátt upp og nær að verja skot Friðriks Stefánssonar, Njarðvik, í bikarúrslitaleiknum sögulega. Gunnar Einarsson (13) er einnig til varnar, en í baksýn er Njarðvík- ingurinn Brenton Birmingham. ÞAÐ urðu ævintýraleg umskipti á síðustu andartökum bikarúr- slitaleiks Keflavíkur og Njarðvíkur. Þegar 1,20 mínútur voru eft- ir virtist sem Keflvíkingar hefðu sigurinn í hendi sér, staðan 85:77. Þá snerust vopnin svo sannarlega í höndum þeirra og Njarðvíkingum gekk allt í hag. Til þess að kóróna allt saman jafnaði Hermann Hauksson leikinn, 88:88, þegar hálf sekúnda var eftir. Þannig knúði hann fram framlenginu fyrir baráttuglatt lið íslandsmeistaranna, sem létu ekki þar við sitja heldur létu kné fylgja kviði og innsigluðu fimmta bikarmeístaratitil Njarðvík- inga, lokatölur 102:96. Keflvíkingar gengu hnípnir af leikvelli, lái þeim hver sem vill, enda höfðu þeir spilað illa úr góðri BMBBm stöðu. Þeir misstu ívar leikstjórnanda sinn, Benediktsson Fal Harðarson, af leikvelli með 5 villur þegar skammt var eftir og þar með fór ákveðnin úr sóknarleiknum, menn gerðust værukærir og ætluðu að halda fengnum hlut. I slíkri stöðu á jafn leikreynt lið og Keflavíkurliðið að vita betur, ekki hvað síst er þeir mæta næstu nágrönnum sínum - þeim má aldrei rétta litla fingurinn. Einhvern veginn virtist sigurinn ætla að hafna hjá Keflvíkingum, þeir höfðu haft forystuna lengst af síðari hálfleik og héldu Njarðvík- ingum í greipum sér. Hinum síðar- nefndu gekk illa að nýta færi sín og voru skrefinu á eftir. Á lokamínút- unni féll hins vegar allt þeim meg- in, tvö þriggja stiga skot rötuðu of- an í og þrjú vítaköst Teits Örlygs- sonar. Síðasti möguleiki Keflvík- inga til þess að innsigla sigurinn kom 15 sekúndum fyrir leikslok. Brotið var á Birgi Erni Birgissyni á miðjum eigin vallarhelmingi, fyrir leikmann að sjá virtist sem um ásetningsbrot væri að ræða hjá leikmanni Njarðvíkur. Dómarar leiksins, Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson, töldu svo ekki vera og KelMkingar fengu aðeins tvö vítaskot. Ef dómaramir hefðu talið að um ásetningsbrot væri að ræða hefðu Keflvíkingar fengið boltann á nýjan leik, hvernig sem vítaskotin hefðu farið. Kristjáni Guðlaugssyni, sem kom inn á sem varamaður fyrir Birgi sem fékk blóðnasir, brást bogalistin í báðum vítaskotunum. Lokakaflinn var æv- intýri líkastur þar sem Hermann var hetjan að lokum. Njarðvíkingar komu sem grenj- andi ljón til leiks, vörn þeirra var mjög góð og þeim tókst að loka fyr- ir skyttur Keflavíkurliðsins sem gerðu t.d. aðeins tvær þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Damon John- son var fylgt stíft eftir og náði sér ekki á strik og gerði aðeins 11 stig í fyrri hlutanum. Honum óx hins vegar ásmegin í þeim síðari. Byi-junin var sem köld vatnsgusa framan í leikmenn Keflavíkur, eftir rúmlega 5 mínútna leik voru þeir 11:3 undir. Þá tóku þeir leikhlé og skipulögðu leik sinn upp á nýtt. Það bar tilætluð áhrif og þeir gerðu 10 stig í röð áður en Njarðvíkingar náðu að svara fyrir sig. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks er óhætt að segja ð liðin hafi skipst á um að hafa forystuna, hvorugu tókst að stinga hitt af og frumkvæðið var heldur Njarðvíkur megin. I hálfleik voru Njarðvíkingar þremur stigum yfir, 41:38. Njarðvíkingar voru sterkari framan af fyrri hálfleik en náðu samt aldrei meira en sex stiga for- ystu, 58:52. Þá fór sóknarleikur Keflavíkur loks af stað með Fal og Damon fremsta í flokki. Fimm þriggja stiga körfur á stuttum kafla um miðbik hálfleiksins lögðu granninn að forystunni sem þeir héldu allt þar til vopnin snérust í höndum þeirra. Njarðvíkingar virt- ust engin svör hafa og ekki bætti úr skák þegar hinn sterld Friðrik Stefánsson varð að fara af leikvelli þegar nærri fimm mínútur voru eftir með fimm villur, eftir heldur klaufalega fimmtu villu fyrir sókn- arbrot. Körfuknattleikurinn er hins veg- ar margslungin íþrótt og bikarúr- slitaleikir sem þessi eru skýrasta dæmið um það. Frábær leikur sem tók óvænta en skemmtilega stefnu fyrir hluta áhorfenda með tilheyr- andi spennu og gleði. Enn einu sinni var það undirstrikað að ekki má slaka á fyrr en lokaflautið hefur heyrst því það er allt hægt í körfuknattleik. Falur var lengst af góður hjá Keflvíkingum og var sú kjölfesta sem liðið mátti ekki við að missa, þrátt fyrir að það hafi yfir að ráða leikreyndum mönnum. Birgir Örn lék mjög vel, jafnt í vörn sem sókn, var sívinnandi og ósérhlífinn. Damon vantaði 'einhvern neista ; sem hann hefur oft haft í úrslita- I leikjum, kannski ætluðust menn til of mikils af honum minnugir úr- slitaleiksins í Eggjabikarnum fyrr á tímabilinu. Eftir á að hyggja má velta því fyrir sér hvort lið sem hefur leik- mann eins og Teit Örlygsson innan sinna vébanda geti tapað úrslitaleik sem þessum. Nú minnti Teitur enn einu sinni á þá staðreynd að hann k er fremstur meðal jafningja hér á | landi í þessari íþrótt. Hann lék leik- inn frá upphafi til enda, gríðarlega einbeittur jafnt í vörn sem sókn, lét ekki bugast við mótlætið heldur hertist ef eitthvað var, hvatti félaga sína áfram, skapaði möguleika fyrir þá og skoraði ófá stigin. Brenton Birmingham átti ágæt- an leik og lét ekki stemmninguna trufla sig. Þrátt fyrir að um tíma gengi honum ýmislegt í mót lét t hann ekki deigan síga og hélt áfram ótrauður. Friðrik Ragnarsson J sýndi enn einu sinni hversu mikil- vægur hann er Njarðvíkurliðinu, sannur leiðtogi liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.