Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR1999 B 3 ÍÞRÓTTIR NA HUÐ? HIVEA hoilv NIVI A I'IRMING I.OTION 1 R N'i' 1 1 RAKAKRl M S1 M I R l’ROAO 111 AD AUKA S 11 NN1 i IKA IIUOARINNAR Morgunblaðið/Júlíus ÞÓREY Edda Elísdóttir stökk yfir 4,20 m. FlRMING BODY LOTION WlTH L1POSOMF.S Increases skin eiaslicity m fASlAXM 1 'fnmvmwi í ■ - Þjálfari Perugia hættur ILARIO Castagrier, þjálfari Perugia, sem leikur í fyrstu deild ítölsku knattspyrn- unnar, sagði starfí sínu lausu á mánudag. Kvaðst hann uppgefinn á afskipta- semi Luciano Gaucci, for- seta félagsins. í uppsagnarbréfí Casta- gner, sem sent var til ANSA-fréttastofunnar, sakaði hann forsetann um að skapa óþarfa spennu innan herbúða félagsins, sem hefði haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. Castagner sagði að ákvörðun sín um að hætta starfi hjá Perugia væri endanleg. Undir stjórn þjálfarans komst Perugia í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar á síðasta tímabili. Liðið hóf keppnistímabilið í vetur vel, en heldur hefur hallað undan fæti síðustu vikur og hefur liðið tapað fyrir Udi- nese, AC Milan og Juvent- us. Perngia tapaði 0-3 fyrir Lazio siðastliðinn sunnu- dag. Liðið er nú í 13. sæti ítölsku fyrstu deildarinnar, nokkrum sætum fyrir ofan liðin í fallsætum. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Þórey Edda bætir sig verulega í Gautaborg ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, stökk 4,20 metra á frjálsíþróttamóti í Gautaborg á laugardaginn og fór með sigur af hólmi. Um leið bætti Þórey sinn fyrri árangur í greininni um 6 cm, en alls hefur hún þar með bætt 20 cm við sinn besta árangur innanhúss það sem af er keppnistímbil- inu. Um leið náði Þórey lágmarki fyrir heimsmeistaramótið innanhúss sem haldið verður í Japan fyrstu helgi marsmánað- ar. Vala Flosadóttir, ÍR, hafði náð lágmarkinu 4,20 metrar í fyrra. Vala tók einnig þátt í mótinu í Gautaborg, en náði sér ekki á strik að þessu sinni, fór aðeins yfir byrjunarhæð, 3,84 metra. Þá keppti Bima Bjömsdóttir, hlaupari úr FH, einnig á mót- inu og gerði tilraun til þess að bæta 22 ára gamalt íslandsmet Lilju Guðundsdóttur, ÍR, í 800 metra hlaupi innanhúss, 2.09,7 mín. Þrátt fyrir að Bimu tækist vel upp í hlaupinu tókst henni ekki að bæta metið, hljóp á 2.10,11 mín. Bima ætlar að gera aðra tilraun við met- ið á sænska meistaramótinu um næstu helgi. Vala, Þórey og Jóhannes Már Marteinsson keppa annað kvöld á móti í Malmö, stúlkurnar í stangar- stökki en pilturinn í 60 metra hlaupi. Ólafur fimmti í Svíþjóð Ólafur Guðmundsson, fjölþraut- arkappi frá Selfossi, varð í 6. sæti í sjöþraut á Opna sænska meistara- mótinu í fjölþrautum sem fram fór í Karlstad um helgina. Ólafur hlaut 5.486 stig og var 41 stig frá sínu besta. Bjami Traustason, FH, var einnig á meðal keppenda í sjö- þrautinni og varð í 9. sæti með 5.036 stig. Alls luku 12 af 15 kepp- endur þrautinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Bjami lýkur keppni í sjöþraut. „Ég hefði gjaman viljað sjá Ólaf ná betri árangri þar sem ég veit að hann er í góðri æfingu,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Ólafs Guð- mundssonar. „Þetta var svona nokkuð slétt og fellt,“ bætti Gísli við. Sigui’vegari sjöþrautarinnar var Norðmaðurinn Tom Erik 01- sen, hlaut 5.897 stig og Svíinn Henrik Dagárd varð annar með 5.859 stig. Heimamaðurinn Mich- ael Hoffer varð þriðji með 5.811 stig. „Dagárd er allur að koma til eftir nokkurra ára erfitt tímabil vegna meiðsla, það má því fast- lega reikna með honum í keppni þeirra bestu í sjöþrautinni á HM og í tugþrautarmótum sumars- ins,“ sagði Gísli ennfremur. Dagárd er fyrrverandi Norður- landamethafi í sjöþraut, hann á best 6.143 stig frá árinu 1994. Jón Arnar bætti síðan Norðurlanda- met hans á HM í París 1997, (6.145) og ennfrekar á Evrópu- meistaramótinu í Valencia í fyrra, 6.170 stig. Ólafur hljóp 60 metra hlaup á 7,16 sekúndu, stökk 7,04 metra í langstökki, vai-paði kúlu 14,12 metra, stökk 1,97 metra í hástökki, hljóp 60 metra grindahlaup á 8,35, stökk 4,18 metra í stangarstökki og hljóp loks 1.000 metrana á 2.47,89 mínútum. Arangur Bjarna í sömu greinum var 7,19 - 6,65 -10,70, 2,00 - 8,42 - 3,98 - 2.59,84. ■ Urslit / B14 KORFUKNATTLEIKUR Bjarni og Brynjar hætta hjá ÍA Ijami Magnússon og Brynjar fSigurðsson, sem leikið hafa með LA í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur, leika ekki meira með hðinu á yfirstandandi keppnistímabili í kjölfar þess að fé- lagið sagði upp samningum við þá í liðinni viku. „Körfuknattleiksdeild IA á í verulegum frjárhagserfið- leikum svo ekki sé fastar að orði kveðið og því var okkur nauðugur sá kostur að segja upp samningum við tvo af þeim þremur leikmönn- um sem hafa fengið greitt fyrir að leika með okkur,“ sagði Sigurður Sverrisson, formaður körfuknatt- leiksdeildar IA, í gær. „Við gerðum samninga við þá í haust og vonuð- umst til að geta staðið við þá en þegar það varð ljóst að svo yrði ekki sögðum við þeim upp. Það er að okkar mati heiðarlegri leið en að vera með samninga sem við getum ekki staðið við. Leikmönnunum vai- hins vegar frjálst að leika með okk- ur áfram en þeir völdu þann kost að hætta strax. Ég skil Brynjar vel því hann stundar nám í Iþrótta- kennaraskólanum á Laugarvattni. Hann taldi sig ekki geta farið á milli Akraness og Laugarvatn þrisvar í viku án ferðastyrksins frá okkur,“ saðgi Sigurður ennfremur. Sigurður sagði fjárhagsvanda deildarinnar vera að stórum hluta vegna skulda fyrri ára. Núverandi stjóm hefði tekist að grynnka verulega á skuldunum en ætti enn langt í land að ná hreinu borði. „Þá er því ekki að leyna að vændræði okkar með erlenda leikmenn hafa einnig tekið sinn toll,“ sagði Sig- urður en nú er fimmti erlendi leik- maður í herbúðum liðsins frá því keppni í úrvalsdeildinni hófst í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.