Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 13

Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 B 13 Slagur þriggja liða um enska meistaratitilinn - Man. Utd., Arsenal og Chelsea Ole Gunnar gerði fjögur mörk á ellefu mínútum MANCHESTER United, Arsen- al og Chelsea tryggðu öll stöðu sína á toppi ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina, en heldur virðist sem leikmönnum Aston Villa sé að fatast flugið. Stórtíðindi helgarinnar urðu í Skírisskógi þar sem leikmenn Manchest- er United hreinlega völtuðu yfir nýliðana í Nottingham Forest - höfðu gert átta mörk gegn einu áður en yfir lauk. Hetja dagsins var varamaður- inn Ole Gunnar Solskjaer, sem enn hélt uppteknum hætti og skoraði, nú fjögur á aðeins ellefu mínútna leikka- fla. íslendingar hafa að nýju eignast fulltrúa í deild þeirra bestu á Englandi; Arnar Gunnlaugsson lék lokamínút- urnar með Leicester sem beið lægri hlut á heimavelli fyrir Sheffield Wednesday. Leikur Nottingham Forest og Manchester United var ævin- týri líkastur, hreint frábær skemmtun sem bauð upp á gnægð marka og algjöra flugeldasýningu gestanna. Sem fyrr var framherj- aparið magnaða, Andy Cole og Dvvight Yorke, í eldlínunni framan af og gerðu þeir félagar sitt markið hvor. Heimamenn höfðu snemma lent undir, en náðu að jafna með góðu marki, 1:1. Eftir það stóð ekki steinn yfir steini og mörkunum hreinlega rigndi í öllum regnbog- ans litum. Undir lokin kom svo Norðmaðurinn Ole Gunnar Sol- skjær inn á íyrir Dwight Yorke og bætti heldur en ekki um betur - gerði fernu á lokamínútunum og tryggði hreint magnaðan útisigur toppliðsins og um leið stóran og tryggan nagla í kistu Nottingham liðsins í fallbaráttunni. Aldrei áður hefur unnist svo stór útisigur í ensku úrvalsdeildinni. Cole og Yorke hafa í sameiningu skorað gríðarlegan fjölda marka á leiktíðinni og enginn efast lengur um þá sem framherjapar nr. 1. Hins vegar hefur Ole Gunnar minnt svakalega á sig upp á síðkastið; ekki síst með eftirminni- legu sigurmarki á lokasekúndunum gegn Liverpool í bikarkeppninni á dögunum. Þá, eins og um helgina, kom hann inn á sem varamaður rétt undir lokin, en tókst engu að síður að stela senunni og verða hetja leiksins. „Staða okkar var orðin örugg og ég ákvað að leyfa honum að hreyfa sig,“ sagði Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, sem var alveg gáttaður á Norð- manninum unga í lok leiks. „Eg veit eiginlega ekki hvað skal segja. Þetta var hreint ótrúleg marka- skorun. Drengurinn hefur verið þolinmóður og á skilið að fá tæki- færi. Við leikum í bikamum í vik- unni gegn Fulham og kannski fær hann þá að vera með.“ F erguson sagði dásamlegt „vandamál" að hafa svo hæfa fram- herja í sínum herbúðum og gerði ekki lítið úr þætti þeirra Coles og Yorkes í leiknum, enda gerðu þeir fjögur mörk í sameiningu og tryggðu öruggan sigur. „Þeir léku frábærlega og ég var mjög sáttur. Þeir voru mjög ógnandi í leik sín- um.“ Ferguson var með nýjan aðstoð- armann sér við hlið í leiknum, Steve McClaren, sem áður var hjá Derby. Þeir urðu vitni að frábærri frammistöðu sinna manna, en mót- staðan að þessu sinni var raunar ekki mikil. Reuters PRUÐUR og stilltur; ítalinn Paolo di Canio var prúðmennskan uppmáluð þegar West Ham tók á móti Arsenal á laugardag. Di Canið hrinti dómara eftir að hafa litið rauða spjaldið fyrir viðskipti við Mart- in Keown, varnarmann Arsenal, fyrri á leiktíðinni, en nú fór vel á með þeim og Di Canio sést hér rétta Keown útrétta hjálparhönd viðstöddum til mikillar ánægju. Meistararnir á siglingu Þótt Manchester United sé kom- ið á toppinn og leiki skínandi vel, verður ekki sagt að önnur lið séu úr leik í baráttunni um meistaratit- ilinn. Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að Lundúnaliðin Chel- sea og Arsenal muni veita leik- mönnum United verðuga keppni á næstu vikum og mánuðum, ekki síst tvöfaldir meistarar Arsenal, sem virðast komnir á mikla sigl- ingu. Benda menn ekki síst á, að Manchesterliðið eigi íyrir höndum mjög erfiða törn í Meistaradeild- inni og það kunni að taka sinn toll í deildarleikjum. Chelsea vann fremur sannfær- andi sigur á Southampton, 1:0, á Brúnni, heimavelli sínum í Lund- únum. Markið gerði ítalski fram- herjinn Gianfranco Zola og var það sérlega glæsilegt; föst aukaspyrna af 25 m færi beint upp í markvink- ilinn. Mark Hughes, framherji Sout- hampton sem lengi lék með Chel- sea, hlaut hlýjar móttökur á gamla heimavellinum - áhangendur beggja liða hylltu hann ákaft í upp- hitun fyrir leikinn. Honum tókst þó ekki að komast á blað fyrir að- komuliðið, en var nærri því undir lokin er Marcel Desailly, franski varnarjaxlinn stórvaxni, bjargaði málum á elleftu stundu. Meistarar Arsenal unnu einnig sína viðureign, útileik í Lundúnum gegn West Ham á Upton Pai’k, 0:4. Sigurinn var afar sannfærandi og telja menn sig greina á ný þá meistaratakta sem einkenndu spilamennsku liðsins á síðustu leik- tíð. Hollendingarnir Dennis Berg- kamp og Marc Overmars gerðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik, en Nicolas Anelka og Ray Parlour bættu svo um betur í þeim síðari. ítalinn Paolo di Canio var í byrj- unarliði West Ham í fyrsta sinn síðan hann var keyptur frá Sheffi- eld Wednesday. Hann þótti ekki sýna neina snilldartakta, en þeim mun prúðari var hann og athygli vakti hve kurteis hann var við dómara leiksins sem og leikmenn Arsenal, ekki síst varnarmanninn Martin Keown. Það var einmitt eftir viðskipti við hann sem di Canio missti stjórn á skapi sínu og endaði með að hrinda dómara í grasið með heldur alræmdum hætti fyrr í vetur. Blaðran að springa? Aston Villa hefur lengst af leik- tíðinni verið í hópi efstu liða. Upp á síðkastið hefur liðið hins vegar gef- ið eftir í baráttunni og á laugardag steinlá það gegn Blackburn, 1:3 á heimavelli. Varnarmaðurinn Gareth Sout- hgate varð fyrir því óláni snemma leiks að gera sjálfsmark og staðan í leikhléi var 0:1 gestunum í vil. í seinni hálfleik bættu þeir Ashley Ward og David Dunn tveimur mörkum við en Julian Joachim minnkaði muninn fyrir Villa. Þetta var þriðji tapleikur Aston Villa í röð, en liðið lék án margra lykil- manna vegna meiðsla. Blackburn liðið hefur eflst til mikilla muna eftir að Brian Kidd tók við liðinu af Roy Hodgson. Bar- áttan virðist meiri en áður og nýir leikmenn hafa fallið vel inn í leik- skipulag Kidds, til að mynda væng- mennirnir Jason McAteer og Keith Gillespie. Michael Owen varð fyrstur til að komast á blað í 3:l-sigri Liver- pool á Middlesbrough. Leikurinn fór fram í Liverpool og voru heimamenn miklu betri, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Leikurinn var enda þegar unnin í leikhléi, því Norðmaðurinn Vegard Heggem bætti öðru marki við á 43. mínútu og aðeins örfáum andartökum síð- ar hafði fyrirliðinn Paul Ince bætt þriðja markinu við. Það var síðan Phil Stamp sem minnkaði muninn fyrir Middlesbrough fjórum mín- útum fyrir leikslok, en heima- menn höfðu þá leikið einum færri í ríflega tuttugu mínútur eftir að Dominic Matteo var rekinn af velli. ■ Úrslit / B14 ■ Staðan / B14 Rangers á öruggri siglingu RANGERS frá Glasgow sigla hraðbyri að skoska meist- aratitlinum eftir sannfær- andi 3:0-sigur á Dunfermline um helgina. Forysta þeirra á toppi skosku deildarinnar eru nú 12 stig og vandséð að stórliðið verði stöðvað úr þessu. Kilmarnock tapaði um helgina fyrir Aberdeen en heldur öðru sætinu - meist- arai’ Celtic koma þriðju eftir góðan 3:0-sigur á Hearts. Dunfermline situr sem fastast á botni skosku úrvals- deildarinnai’, en leikmenn Iiðsins náðu þó að velgja stjörnum stórliðsins nokkuð undir uggum á upphafsmín- útum leiks liðanna á sunnu- dag. Andrei Kanchelskis náði þó að brjóta ísinn eftir stundarfjórðung af seinni hálfleik með frábæru „ban- anamarki" yfir markvörðinn og í netið. Finnski framheijinn Jonatan Johansson bætti öðru marki við þremur mín- útum síðar og var síðan aft- ur á ferðinni undir leikslok. Hetja helgarinnar var þó sænski framlieijinn í meist- araliði Celtic, Henrik Lars- son, sem gerði þrennu gegn Hearts og er nú talinn líkleg- astur til að hljóta útnefning- una leikmaður ársins þar í landi. Dundee Utd., lið Sigurðar Jónssonar, beið lægri hlut fyrir St. Johnstone og er í næstneðsta sæti deildarinnar. ■ TOTTENHAM var sterkari aðil- inn í markalausu jafntefli við Coventry á White Heart Lane í Lundúnum. Bitleysi í framlínunni háði þó liðinu og þeir Les Ferdin- and og Steffen Iversen misnotuðu upplögð marktækifæri. Tottenham hefur nú leikið tíu leiki í röð án þess að tapa. ■ PERÚMAÐURINN Nolberto Solano var hetja Newcastle á laug- ardag er liðið sigraði Leeds United 0:1 á útivelli. Mark Solanos kom þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleik og fyrir vikið náði Newcastle fátíðum útisigri. ■ DERBY heldur ágætri stöðu sinni í deildinni, en komst þó í hann krappan á sunnudag á heimvelli gegn Everton. Miðvallarleikmað- urinn Nick Barmby kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og leit allt út fyrir fáséðan sigur Everton. Það breyttist þó í seinni hálfleik og fyr- ir því var ábyrgur framherjinn De- on Burton frá Jamaíka. Hann skoraði tvívegis fyrir Derby og fyr- ir vikið situr Everton sem fastast í fjórða neðsta sæti deildarinnar. ■ ROBERTO Baggio kom Intern- azionale yfir gegn Empoli, gerði stórkostlegt mark beint úr auka- spyrnu á löngu færi. ■ SVÍINN Kennet Andersson komst loks aftur á markareikning- inn með Bologna í 3:l-sigri á Bari. Svnnn hafði ekki skorað síðan i október. ■ DANINN Peter Knudsen hafði komið Bari yfir í leiknum, en Bologna náði að rétta úr kútnum með mörkum frá Guiseppi Signori, Andersson og Igor Kolyvanov.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.