Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 9
+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 B 9 BADMINTON Morgunblaðið/Golli Sýndi mikinn styrk Víkingi sýndi geysilega mikinn styrk þegar hann mætti Tryggva Nielsen í 'omas að verjast og lauma boltoanum yfir netið - og inn á gólfið hjá Tryggva. Elsa hefur setl stefnuna á ÓL í Sydney að er alltaf jafn gaman að fagna sigri í úrslitaleik - það breytist ekkert,“ sagði Elsa Nielsen, eftir að hún hafði lagt Brynju Pétursdóttur að velli í einliðaleik kvenna. Elsa fagnaði sínum sjöunda meistaratitli, varð fyrst meistari 1991 með því að leggja Þórdísi Edwald að velli, varð meistari fímm ár í röð, vann sjötta meist- aratitilinn 1998, einnig eftir úrslitaleik við Bi-ynju. Elsa sagði að Brynja hafi komið sterk til leiks í fyrsta leiknum og náð að vinna 13:12. „Brynja náði sér ekki á strik í öðr- um leiknum, sem ég vann létt 11:1. Ég byrjaði betur í oddaleiknum, komst yfir 4:0. Brynja náði að jafna 7:7, en ég var sterkari á endasprettinum og fagnaði sigri 11:9,“ sagði Elsa. Elsa, sem er nýbúin að eignast son, hef- ur ekki æft nema tvisvar til þrisvar í viku í vetur. Var það reynslan sem færði henni sigurinn nú? „Það má segja það. Ég er búin að vera lengur en Brynja í slagnum og þekki vel hvernig er að leika úrslita- leiki.“ Brynja fékk síðan að kynnast því hvernig er að fagna sigri, þar sem hún og Elsa urðu meistarar í tvíliðaleik; unnu Katrínu Atladóttur og Söru Jónsdóttur í úrslitaleik, 15:7 og 15:3. Þetta var sjötta árið í röð sem Elsa verður meistari í tvíliðaleik. Hún var meistari með Þórdísi Edwald 1994 og síðan með Vigdísi Ásgeirsdóttur 1995-1998. Elsa sagðist ekki vera á þeim buxunum að hætta að leika badminton - hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana í Sydney á næsta ári, en hún hefur tvisvar tekið þátt í ÓL, í Barcelona 1992 og Atlanta 1996. „Ef sá draumm- á að rætast kostar það nokkrar utanlandsferðir til að safna punktum í alþjóðlegum mótum. Einnig auknar æfingar. Við Bi-ynja verðum sam- an i þeirri baráttu," sagði Elsa. _Elsa segir að uppsveifla sé í badminton á Islandi. „Við sáum ungu strákana, Tom- as Viborg og Tryggva, leika til úrslita. Sveinn Sölvason og Þorsteinn Hængsson eru einnig góðir. Ungar stúlkur eru einnig á uppleið, eins og Sara Jónsdóttir og Katrín Atladóttir. Það er orðið miklu skemmtilegi-a að keppa nú, því að allir geta unnið alla - það er aðeins spuming um dagsform hver fer með sigur af hólmi. Arangur okkar I Evrópukeppninni sýnir það svart á hvítu að framtíðin er björt,“ sagði Elsa Nielsen. Broddi Kristjánsson um úrslitaleik karla í einliðaleik Tomas Viborg sýndi mikið keppnisskap „ÞAÐ var greinilegt að Tomas Viborg var of spenntur í byrjun leiksins. Hann sló knöttinn oft út fyrir völlinn og Tryggvi náði öruggri forystu, níu núll. Tryggvi naut þess að hann hefur leikið úrslitaleiki áður og þekkti umhverfið betur, en síðan missti hann dampinn og fór að klúðra mörgum einföldum boltum. Hann hefur fallið ofan í þessa gryfju áður og Tomas nýtti sér það og fagnaði sigri,“ sagði Broddi Kristjánsson, sem varð að sjá á eftir íslandsmeistaratitlinum í einliðaleik til Tomas Viborg Garðarssonar, en Broddi tapaði fyrir honum í undanúrslitum 17:15 og 15:10. Eftir að Tomas Viborg komst undir í úrslitaleiknum gegn Tryggva, 9:0 og 12:4, fór hann að bita frá sér og náði með miklu harðfylgi að jafna 12:12. Tryggvi komst yfir á ný, 14:12, en þá sagði Tomas Viborg hingað og ekki lengra, fagnaði sigri í fyrsta leikn- um, 17:14 og í öðrum leiknum, 15:9. Hann sýndi mikið keppnisskap og átti Tryggvi erfitt með að ráða við föst högg hans. „Tomas Viborg er mjög sterkur og höggfastur. Hann kunni að meta það að Tryggvi var að krossa of mikið, þannig að hann seldi oft annan helminginn á velhnum. Oft krossaði hann beint upp í forhönd- ina á Tomasi, þannig að hann þakk- aði fyrir sig og setti boltann beint niður á gólfið, eða droppaði boltan- um glæsilega rétt yfir netið. Tryggvi hefði átt að láta knöttinn ganga miklu meira beint, láta bolt- ann vinna með sér,“ sagði Broddi. Tomas Viborg vann þama sinn fyrsta íslandsmeistaratitil. Er hann arftaki Brodda? „Já, hann er einn af þeim. Það hefði ekki þurft að gerast mikið til að þessi úrslit hafi snúist við og Tryggvi fagnað sigri. Tomas kemur mjög sterkur til leiks og Tryggvi sýndi það að hann er að ná sér á strik. Það er ekkert víst að úrslitin hefðu farið svona ef mótið hefði farið fram um næstu helgi. Það geta allir unnið alla, við eigum marga jafna leik- menn sem gerir keppnina spenn- andi hjá okkur,“ sagði Broddi. Hvað segir hann um tapið fyiir Tomasi Viborg? „Ég var nokkuð stífur þegar ég mætti Tomasi í undanúrslitunum í morgun. Ég tók áhættu með að taka þátt í þremur greinum, einnig í tvíliðaleik og tvenndarleik á með- an Tomas tók aðeins þátt í einliða- leiknum. Það sat í mér í morgun, ég var stífur eftir gærdaginn - þegar ég tryggði mér rétt til að leika til úrshta í tviliða- og tvennd- arleik. Það voni margir leikir sem ég lék í gær. Ég tók þessa áhættu og verð að sætta mig við það að hafa ekki leikið til úrslita í einliða- leiknum.“ Hefði það ekki veríð réttara hjá þér að einbeita þér að einliðaleiknum? „Eflaust hefði það kannski verið skynsamlegra. Svo hefði maður kannski tapað hvort sem er. Þá hefði maður orðið sár að hafa ekki verið með í tvíliða- og tvenndar- keppninni.“ Guðmund- ! ur hljóp í skarðið i ÁRNI Þór Hallgrímsson, | sem hafði orðið fslands- meistari í tvíliðaleik með Brodda Kristjánssyni átta ár í röð, meiddist á læri á æfíngu fyrir meistaramót- ið, þegar vöðvi tognaði. Það varð til þess að Broddi kallaði á frænda sinn Guð- mund Adolfsson til að leika með sér. Þeir fögnuðu sigri, eins og þeir gerðu fyrir sautján árum - 1982. Á sunnudaginn unnu þeir frændur ungu strákana Svein Sölvason og Tryggva Nielsen í úrslitum 15:8 og 15:4. Broddi hefur sautján sinnum fagnað sigri í tví- liðaleik. Tvisvar með Jó- hanni Kjartanssyni (1980 og 1981), tvisvar með Guð- mundi (1982 og 1999), fimm sinnum með Þor- steini Páli Hængssyni (1984-1987 og 1990). Broddi hefur fagnað sigri tíu ár í röð. j Broddi ; meðfjórum j stúlkum BRODDI Kristjánsson fagnaði á ný meistaratitli í tvenndarleik, er hann og Dísa Harðardóttir unnu Þorstein Hængsson og Vig- dísi Ásgeirsdóttur í úrslita- leik 2:1 - 15:13, 5:13,13:11. Broddi, sem hefur níu sinn- um orðið meistari í tvennd- arleik, varð síðast meistari | með Elsu Nielsen 1996 og 1994. Þar áður varð hann meistari með Ásu Pálsdótt- ur 1992 og fímm ár í röð með Kristínu Magnúsdótt- ur, 1982-1986. Morgunblaðið/Golli ELSA Nielsen gaf ekkert eftir í úrslitaleiknum í einliðaleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.