Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 16
SKIÐI / HEIMSMEISTARAMOTIÐ I ALPAGREINUM
Reuters
ÞÆR tryggðu sér verðlaunapeninga í bruni - Michaela Dorfmeistar, Renate Götschl, sigurvegari, og Stefanie Schuster.
■ PERNILLA Wiberg frá Svíþjóð
sigraði í alpatvíkeppninni á HM í
Vail og var það fjórði heimsmeist-
aratitill hennar á sigursælum ferli.
Hún vann í stórsvigi á HM 1991 og
svigi og tvíkeppni 1996.
■ BRUNO Kernen frá Sviss náði
bestum tíma í bruni tvíkeppninnar í
gær, en seinni hlutinn, svigið fer
fram í dag. Kjetil Andre Ámodt var
með næst besta tímann og Lasse
Kjus þriðja.
■ HERMANN Maier sleppti því að
keppa í tvíkeppni á heimsmeistara-
mótinu því hann ætlar að einbeita
sér að stórsviginu sem fram fer á
fóstudag. Hann hefur þegar unnið
brun og risasvig og setur stefnuna á
þriðja HM-gullið í stórsviginu.
■ KJETIL Andre Ámodt er núver-
andi heimsmeistari í tvíkeppni, sigr-
aði í Sestriere 1997 og getur því
varið titil sinn nú. Það er aðeins
einn skíðamaður, Marc Girardelli,
sem hefur unnið þrisvar í tvíkeppni
á HM.
■ MARIO Reiter frá Austurríki er
talinn sá eini sem geti ógnað sigri
Norðmannanna Lasse Kjus og
Kjetils Andre Ámodts í alpatvík-
eppninni á HM. Reiter kom mjög á
óvart með því að næla sér í gullið í
tvíkeppninni á ÓL í Nagano fyrra
og eins nældi hann í bronsið á HM
1997.
■ ÍSLENSKU keppendumir á HM
unglinga í göngu í Austurríki voru
aftarlega í 30 km göngu með frjálsri
aðferð á sunnudag. Baldur Ingvars-
son frá Akureyri varð í 75. sæti og
Árni Gunnarsson, Olafsfirði, næst-
ur á eftir, í 76. sæti. Sigurvegari
var Jussi Ylimáki frá Finnlandi,
sem gekk á 1:18.29,1 klst. og var
14,33 mínútum á undan Baldri og
15,18 mín. á undan Árna. 82 kepp-
endur af 88 luku keppni.
Einokun aust-
urrísku stúlkn-
anna í bruni
AUSTURRÍSKA skíðafólkið hélt á sunnudag áfram að
safna að sér verlaunum á heimsmeistaramótinu í
Alpagreinum sem nú stendur yfir í Vail í Colorado í
Bandaríkjunum. Austurríki hefur nú hlotið 10 af þeim
fimmtán verðlaunapeningum sem í boði hafa verið til
þessa. Af 57 þjóðum sem eiga keppendur á mótinu
hafa aðeins Noregur, Frakldand og Svíþjóð hlotið
verðlaun auk Austurríkis. Á sunnudaginn urðu
austurrískar stúlkur í fjórum efstu sætunum í bruni og
hefur það aldrei gerst áður á HM.
Renate Götschl var fremst austurrísku kvennanna á
sunnudaginn og bætti þar með þriðju verðlaunum
sínum í safnið, því fyrr hafði hún nælt sér í silfur í
risasvigi og tvíkeppni. „Eg veit ekki hvers vegna við
náðum svona góðum árangri. Eg held að skýringarnar
séu mjög margar,“ sagði Götschl. „Æfingarnar í
sumar gengu mjög vel og samkeppnin er mikil í
Iandsliðinu. Við búum einnig við mjög góðar aðstæður
og þjálfarar liðsins eru frábærir. Við höfum ekki gert
neitt sérstakt eða öðruvísi en önnur landslið, bara
æfum og gerum mikið af því,“ sagði heimsmeistarinn.
Goetschl, sem var með rásnúmer 22, fór ekki vel af
stað og var töluvert á eftir löndu sinni, Michaelu
Dorfmeister, í millitíma. En hún setti allt á fulla ferð í
neðri hluta brautarinnar og það nægði til sigurs. Hún
var 0,15 sek. á undan Dorfmeister og 0,17 á undan
Stefanie Schuster sem varð þriðja. Alexandra
Meissnitzer, sem er efst í heimsbikarkeppninni,
hafnaði í þriðja sæti, aðeins 0,10 sek. á eftir Sehuster.
„Þetta er búið að vera frábært heimsmeistaramót fyrir
mig,“ sagði Götschl. „Ég er komin með þrenn verðlaun
og þau síðustu voru gull. Ég hefði ekki getað farið
fram á meira fyrirfram og þetta var einnig stór sigur
fyrir Austurríki,“ sagði hún.
Heimsmeistarinn í bruni frá síðasta HM í Sestriere
1997, Hilary Lindh frá Bandaríkjunum, var ekki með
vegna þess að hún hefur lagt skíðin á hilluna og það
sama hefur landa hennar Picabo Street, sem vann á
HM 1996, gert.
engum líkur
Austum'ski skíðakappinn Her-
mann Maier er engum líkur.
Hann sýndi enn einu sinni hversu
gríðarlega sterkur hann er með því
að næla sér í heimsmeistaratitilinn
í bnini karla á HM í Vail í Colorado
í Bandaríkjunum á laugai-daginn.
Þetta voru önnur gullverðlaun hans
á mótinu því hann sigraði einnig í
fyrstu greininni, risasvigi - deildi
þá gullinu með Norðmanninum
Lasse Kjus. Maier, eða múrarinn,
var tvöfaldur Olympíumeistaii frá
Nagano og nú tvöfaldur heims-
meistari í Vail og á möguleika á
þriðja HM-gullinu í stórsviginu
sem fram fer á fóstudag.
Maier varð að deila gullinu með
Kjus í risasviginu, en hann var
staðráðinn í að hirða það einn í
bruninu. Kjus var sá eini sem veitti
honum einhverja keppni, var 0,30
sek. á eftir og síðan kom Kjetil
Andre Ámodt í þriðja sæti, 0,26
sek. á eftir Kjus. Með sigrinum er
Maier kominn á stall með löndum
sínum, Patrick Otrlieb, sem vann
brunið á HM 1996 og Harti Weir-
ather sem vann 1982. Þessir þrír
eru einu Austurríkismennirnir sem
státa af heimsmeistaratitli í bruni
síðustu 20 árin.
Ein besta ferð mín
„Þetta var ein besta ferð sem ég
hef átt í brunkeppni á ferlinum,“
sagði Maier eftir sigurinn. „Þetta
var ótrúleg ferð. Ég lyfti höfðinu
aðeins einu sinni alla leið niður til
að vindmótstaðan yrði sem minnst.
Ég var reyndar heppinn að detta
ekki þegar ég fór fullharkalega ut-
an í eitt hliðið. Gullið er það sem
allir sækjast eftir og það er nú
mitt.“
Maier fór niður tveimur sætum á
eftir Ámodt, sem var þá með besta
tímann. Kjus fór næstur á eftir
Maier, sem beið með að fagna þar
til Norðmaðurinn var kominn í
markið. „Maier hefur náð frábærri
ferð og sigur hans er því sann-
gjam,“ sagði Kjus eftir að hann
kom í markið í öðra sæti. Hann
hefur verið með kvef undanfarna
daga og hefur j)að sjálfsagt haft
einhver áhrif. „Eg hefði ekki getað
gert betur en þetta og er ánægður
með silfrið."
Ámodt sáttur
Ámodt sagðist sáttur við brons-
ið, en hann hefur nú unnið 12 verð-
laun á heimsmeistaramóti og
Olympíuleikum á ferlinum. Hann
þarf aðeins að vinna ein verðlaun
til viðbótar til að jafna met Marc
Girardellis frá Lúxemborg, sem
vann 13 verðlaun á þessum tveimur
stórmótum.
■ Úrslit/ B15
I Schwarzenegger um Maier:
Hinn raun-
verulegi
„Tortímandi“
; LEIKARINN kunni, Amold Schwarzen-
egger, var meðal áhorfenda að bruni karla
á HM í Vail á laugardaginn og fagnaði sigri
landa síns, Hermanns Maiers. „Hermann þú
* ert greinilega hinn raunverulegi „Tortím-
andi (Hermanitor),“ sagði Schwarzenegger
við Maier um leið og hann óskaði honum til
hamingju með gullið.
Schwarzenegger sagði að Hermann Mai-
er hefði tortímt ljallinu. „Vegna þess að ég
er austurrískur er ég mjög stoltur af
1 frammistöðu hans í bmninu. Ég er ánægð-
3 ur að hafa fengið að deila gleðinni með
] honum. Hann keyrði niður fjallið á ofsa-
I hraða og það var mjög áhrifaríkt að fylgj-
ast með honum,“ sagði leikarinn.
„Ég talaði ekki við Schwarzenegger fyr-
1 ir keppnina, en ég vissi að hann fylgdist
\ með í endamarkinu. Það var mér mikill
i heiður að vita af honum og ræða við liann
eftir keppnina,“ sagði Maier.
Móðir Maiers, Gertrude, stóð í markinu
ásamt Petm unnustu Maiers og þótti sonur-
inn fara fullhratt niður. „Ég var mjög
hrædd vegna þess að hann tók mikla
áhættu og fór hraðar en nokkm sinni,“
t sagði móðir hans. „Ég var hrædd vegna
■ þess að það fór illa síðast þegar hann tók
þessa áhættu í Nagano fyrir ári síðan.
Hann ætlaði sér sigur í Nagno eins og
; núna, en það sem hann hafði núna umfram
Nagano var heppnin,“ sagði hún.
ENGLAND: 111 222 2X2 2X21
ITALIA: 2X1 1 1 X 121 1 1 XX