Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR PRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 B 11 Morgunblaðið/Golli GUNNAR Berg Viktorsson fékk eins og aðrir Framarar óblíðar móttökur hjá varnarmönnum Hauka á sunnudaginn. Hér er hann að sleppa í gegn en Sturla Egilsson er til varnar. Æðibunugangur á Akureyri Stefán Þór Sæmundsson skrífar Leikur KA og Gróttu/KR á Akureyri sl. sunnudagskvöld var stórfurðulegt afbrigði af íþrótt þeirri er nefn- ist handbolti í dag- legu tali. Oft líktist þetta skipulagslaus- um eltingarleik með brennheitan bolta þar sem engar ákveðnar reglur giltu og þeir stóðu sig best sem gátu hlaupið lengst með boltann án þess að missa hann. KA-menn höfðu bet- ur í þessum leik og unnu sannfær- andi, 32:26. Þeir virðast hafa náð sér á strik á ný og stefna nú á gott sæti í úrslitakeppninni. Róð- urinn þyngist hins vegar hjá Gróttu/KR. Flumbrugangurinn sem var á fyrstu mínútum leiksins, bæði hjá leikmönnum og dómurum, reyndist vera annað og meira en upphafs- hrollur. Sjaldan hafa sést jafn- margar misheppnaðar sendingar í einum leik og allt úði og grúði af mistökum. Grótta/KR mætti til leiks í búningum Þórs, erkifjenda KA, en varla skýrir það gang leiks- ins. KA-menn voru 1-3 mörkum yf- ir í fyrri hálfleik gegn framliggj- andi vöm gestanna og staðan í leikhléi var 15:13. Mikið var skorað þrátt fyrir öll mistökin, enda mark- varsla lítil. Seinni hálfleikur var enn skraut- legri, stöðug hlaup og læti. Gest- irnir gengu enn framar í vörninni, tóku Lars Walther úr umferð á tímabili en síðustu mínúturnar var vöm þeirra öll komin fram undir miðju. Það var hins vegar sama hvað liðið reyndi, KA-menn voru 3- 6 mörkum yfir allan hálfleikinn og virtust mun sterkari. Á síðustu 10 mínútunum var leikurinn hrein hörmung, leikleysa og vitleysa sem afleitir dómarar stýrðu út og suð- Stutt á milli hlát- urs og i grál ts STUTT er á tnilli hláturs og gráts eins og Framarar fengu að reyna í Hafnarfirði á sunnudaginn er þeir, einum fleiri þegar mínúta var til leiksloka, reyndu ótímabært skot - nóg til að Haukar geystust upp í hraðaupphlaup og Ketil Ellertsen skoraði sigurmark Hauka, 27:26, þegar sekúnda var eftir. Fyrir vikið vippuðu Haukar sér í fimmta sæti deildarinnar og þó að Fram sitji eftir sem áður í þriðja sætinu, minnkaði ískyggilega bilið á næstu lið, nú þegar úrslitakeppnin fer að bresta á. Þorsteinsson skrífar Vörn Fram var ekki árennileg með Oleg Titov, Andrei Astafejv og Gunnar Berg Viktorsson í broddi ■ fylkingar. Haukar Stefán komust lítt áleiðis og Stefánsson sóknarleikurinn var skrifar mistækur svo að þeir einsettu sér að bæta það upp með öflugum varnarleik en það ekki bet- ur en svo að Fram hafði 8:3 forystu eftir miðjan fyrri hálfleik - þrátt fyr- ir að Jónas Stefánsson í marki Hauka verði allt hvað af tók. Þá snerist taflið líka við þvi áður en flautað var til leikhlés höfðu Hafn- firðingar náð yfirhöndinni, 11:10. Síðari hálfleikm- var mikill barning- ur þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna og mikil taugaspenna einnkenndi leikinn en eftir dairaðar- dans á síðustu mínútunum fögnuðu Haukar sigri. „Við vissum að vörnin yrði að standast álagið og lögðum mesta áherslu á að loka fyrir sendingar inná línuna til Titov og koma í veg fyrir hraðaupphlaup þein-a,“ sagði Þorkell Magnússon, sem hélt Hauk- um á floti framan af. „Það gekk samt ekki í byrjun og getur verið að ófar- irnar í Mosfellsbænum þegar við misstum annað stigið hafi skapað spennu en við vorum staðráðnir í að bæta fyrir það - gerðum vel einum færri þegai- ein mínúta og Fram í sókn er við snerum taflinu við enda hefði ekki gengið að fara í frí með tap á bakinu. Nú er hver leikur úr- slitaleikur og allt getur gerst.“ Jónas mai-kvörður og Einar Gunnarsson voru líka góðii- auk þess sem kemp- urnar Óskar Ármannsson og Halldór Ingólfsson tóku af skarið í lokin þeg- ar spennan var sem mest. „Við klúðruðum þessu sjálfir," sagði Björgvin Björgvinsson, sem átti góðan leik fyrir Fram ásamt Sebastian Alexandersyni og Oleg Titov. „Eftir góða byrjun fórum við að slaka á og spila óskynsamlegan sóknai-leik og það var vitleysa hjá okkur í lokin að halda ekki boltanum og fá að minnsta kosti annað stigið. Við verðum nú að spá alvarlega í hvar við ætlum okkur að vera þegar kemur að úrslitakeppninni því eins og staðan er getur brugðið til beggja vona hvort við náum heimaleikjum." ^ IR-sigur í Austurbergi IR-ingar komu sér vel fyrir í átt- unda sæti 1. deildar er liðið lagði FH-inga 21:18 í Austurbergi í sveiflu- ■■■■■■ kenndum leik. FH- G,s/' ingar sitja hins vegar í níunda sæti deildar- innar og eiga erfitt verkefni fyrir höndum _ef hðið ætlar sér í úrslitakeppnina. IR-ingar hófu leikinn betur og áttu FH-ingar lítið svar við markvörslu Hrafns Mar- geirssonar. Heimamenn héldu for- ystu fram undir miðjan seinni hálf- leik. Þá tóku FH-ingar við sér, tókst að komast yfir og höfðu tveggja marka forystu í hálfleik. FH-ingai- hófu seinni hálfleikinn betur og komust í þriggja marka for- ystu, en með góðri markvörslu og mikilli baráttu í vöm náðu ÍR-ingar að komast aftur inn í leikinn og skora fimm mörk í röð. Þegar um 10 mínút- ur voru eftir af síðari hálfleik voru IR-ingar komnir með tveggja marka forystu. Áttu FH-ingar ekkert svar við leik ÍR-inga og þegar yfir lauk var munurinn á liðunum þrjú mörk. Kristján Arason, þjálfai-i FH, sagði að tapið fyrir IR hefði verið mikið rot- högg. „Sóknarleikur liðsins brást í seinni hálfleik hvað eftir annað, leik- menn misnotuðu upplögð tækifæri eða höfðu ekki þolinmæði til þess að ljúka sóknum.“ Kristján sagði Ijóst að FH-liðið ætti erfitt verkeftii fyrir höndum ef leikmenn þess ætluðu sér að komast í úrslitakeppnina. „Liðið verður að minnsta kosti að sýna betri sóknarleik til þess að vinna þá leiki sem eru eftir í deildarkeppninni." FH leikur gegn Aftureldingu í úr- slitum bikarkeppni HSI um næstu helgi og sagði Kristján að hann yrði að skvetta vatni á leikmenn sína til þess að vekja þá úr rotinu. „Það skiptir máli að nýta það tækifæri að fá að spila úrslitaleik í bikarkeppni því þá skiptir staðan í deildinni engu máli,“ sagði Kristján. Kristján Halldórsson, þjálfari ÍR, var ánægður í leikslok. Hann sagði að sigurinn hefði mikla þýðingu fyrir liðið og taldi að það væri komið með annan fótinn í úrslitakeppnina. „Við vorum seinir í gang en um leið og vörnin small saman og markverðirn- ir fóru að verja var aldrei spurning hvar sigurinn lenti. Þá skipti heima- völlurinn miklu máli eins og svo oft áður í vetur.“ Hjá ÍR-ingum voru Hrafn Mar- geirsson og Hallgrímur Jónasson, markverðir, í aðalhlutverki og vörðu samtals 20 skot. Þá sýndi Finnur Jó- hannsson mikla bai-áttu í vörn ÍR- inga og varði ófáa bolta frá sóknar- mönnum FH-inga. Hjá FH-ingum bar mest á Val Arnarsyni og Guð- mundi Pedersen. Magnús Amarson varði vel í fyrri hálfleik en aðeins tvö skot í seinni hálfleik. ur. Rauðu spjöldin fóru á loft en virkuðu aðeins sem olía á eld. Ein- ar B. Árnason í Gróttu/KR var sér- staklega eldfimur. Fáeina ljósa punkta má nefna í þessum leik. Hjá Gróttu/KR var hann reyndar aðeins einn; lagleg langskot hins unga Aleksanders Petersons. Þá sýndi Gylfi Gylfa- son ágæt tilþrif. Heldur voru þær fleiri ljósglæturnar hjá heima- mönnum. Jóhann G. Jóhannsson blómstraði í seinni hálfleik og skoraði þá öll sín 7 mörk á fjöl- breyttan hátt. Lars Walther var traustur að vanda og gerði einnig 7 mörk. Sverrir Björnsson var góður í fyrri hálfleik en datt niður í þeim seinni. Vörn KA var sterk á köflum og góð barátta í Erlingi Kristjánssyni, sem aldrei stendur við gefin loforð um að vera hætt- ur. Hann fauk reyndar þrisvar út af fyrir tilþrif sín. í heild var þetta varla marktækur leikur, svo und- arlegur var hann, en það er ljóst að KA-menn hafa ekki sagt sitt síðasta. ■ Urslít / B14 ■ Staðan / B14 FOLK ■ JÓN KARL Björnsson vítaskytta var markahæstur Hauka í sigurleik á Fram á sunnudaginn. Hann kom einungis inn á þegar Haukar fengu vítaköst. Hann tók níu vítaköst, og skoraði úr sjö vítaskotum en tvisvar sá Sebastian Alexanderson við hon- um. Þess á milli slakaði Jón Karl á og dundaði við að klæða sig í og úr æfingagallanum. ■ PETR Bnumruk, vamarjaxl Hauka, verður seint sakaður um að gefa eftir í vöminni og á því fékk Framarinn Magnús Arnar Arn- grímsson að kenna. Petr stökk út úr vörninni og rak hendurnar fram- an í hann og fékk fyrir vikið tveggja mínútna brottvísun en mótmælti því hástöfum. ■ FRAMARAR fengu aukakast við miðlínu um leið og flautað var til leikhlés. Haukamenn stilltu upp vamarvegg og Framarar afþökk- uðu aukakastið. ■ NJÖRÐUR Árnason lék ekki með félögum sínum í Fram á móti Haukum á sunnudaginn því hann tók út leikbann. ■ EINAR Gunnarsson úr Haukum fékk högg í andlitið á upphafsmínút- um leiksins við Fram og þurfti að huga að sárum hans inni í búnings- klefa. Einar sagðist fyrst hafa feng- ið bolta í andlitið og síðan neglur svo að hann hruflaðist. Eftir sigur- leik fannst honum þetta smávægi- legt og brá á leik þegar hann hvatti menn til að klippa neglur fyrir svona leiki - jafnvel táneglur. ■ GUNNAR Andrésson skoraði 8 mörk, þar af 1 úr vítakasti er lið hans Ámicitia frá Ziirich tapaði 27:19 fyrir Kadetten Scaffhausen í svissnesku 1. deildinni í handknatt- leik um helgina. Gunnar hefur því alls skoraði 35 mörk í fimm leikjum í síðar hluta deildarkeppninnar og er markahæstur. ■ JÚLÍUS Jonasson var með 6 mörk er St.Otmar vann Endingen, 22:20 í svissneska handknattleikn- um. St. Otmar er í 2. sæti deildar- innar en Amicitia er í sjöunda og næst neðsta sæti. ■ HRVOJE Horvat þjálfari Will- statt sem Gústaf Bjarnason og Magnús Sigurðsson leika með í suð- urhluta 2. deildai’ þýska handknatt- leiksins hefur framlengt samning sinn við félagið til vorsins 2001. Horvat hefur verið þjálfari Willstatt sl. tvö ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.