Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
í DAG
Blaðberar Morgun-
blaðsins sviptir
desemberuppbot
Frá Tjörva Bjarnasyni:
UMRÆÐA um réttindi og skyldur
blaðbera er nú loksins hafin. Of
lengi hefur sundurleitur hópur
blaðbera staðið hljóður meðan
vinnuveitendumir hafa verið ein-
ráðir um kaup
okkar og kjör. I
nýútkomnu blaði
Vinnuverndar er
einmitt vakin at-
hygli á því að við
erum án kjara-
samnings og
njótum ekki
sömu réttinda
og annað vinn-
andi fólk. Við er-
um láglaunahópur og margir ung-
lingar sinna þessum störfum.
Raddir þeirra sem kvarta eru ekki
háværar en nú er lag að koma
hagsmunamálum blaðbera í um-
ræðuna. Margt hefur breyst á und-
anfómum árum, má þar nefna
vinnutíma, þyngd og magn blaða,
lífeyrissjóðsgreiðslur og skatta svo
fátt eitt sé nefnt.
Það sem rekur mig út á ritvöll-
inn er sú breyting sem gerð var á
launakerfi blaðbera á Morgunblað-
inu nú á haustdögum.
Glansbæklingar
og fylgiblöð
Tjörvi
Bjarnason
Lesendur Morgunblaðsins hljóta
að hafa tekið eftir hve auglýsinga-
og fylgiblöðum hefur fjölgað und-
anfama mánuði. Út úr blaðinu
hrynja glansbæklingar og fylgiblöð
kostuð af hinum ýmsu fyiirtækjum
í landinu. Þetta hefur gjörbreytt
starfi okkar blaðbera. Blaðið hefur
þyngst til muna auk þess sem því
er oft deilt í tvo hluta sem gerir
dreifinguna seinlegri. Samfara
aukinni þykkt reynist torveldara
að koma blaðinu inn um lúgur
áskrifenda sem auðveldar ekki
starf blaðberans. Þetta lengir
vinnutímann og eykur erfiðið.
Það liggur í augum uppi að fyrir
þetta ber að borga hærra kaup.
Fáir era tilbúnir að bæta við sig
vinnustundum en þiggja sömu laun
fyrir og áður. Stjórnendur Morg-
unblaðsins áttuðu sig á þessu núna
í desember og hönnuðu nýtt launa-
kerfi. Blaðberum var sent bréf og
ákvörðun fyrirtækisins tilkynnt.
Kerfið byggist á því að borgað er
aukalega eftir þyngdarflokkum.
Mér leist vel á þessar tillögur og
fagnaði því að nú myndi hagur okk-
ar batna. Ég fékk greiddar 4.717-
krónur vegna aukablaða í desem-
bermánuði þegar auglýsingaflóðið
var sem mest. Þetta þýðir 17%
hærri tekjur. En þess ber að gæta
að skv. nýja kerfinu er aðeins verið
að greiða fyrir aukna vinnu því að
þegar blaðið er hvað þykkast tekur
það mig 26% lengri tíma að koma
blaðinu í hús.
Hin hliðin
á krónunni
En Adam var ekki lengi í Para-
dís. Þegar nær dró jólum kom í Ijós
að Morgunblaðið hafði ákveðið að
fella niður jólauppbót sem hefur
verið föst þau 8 ár sem ég hef borið
út. Þegar ég byrjaði vora auglýs-
ingabæklingar og fylgiblöð ekki til
trafala. Launauppbót desember-
mánaðar var 50% af föstum blað-
beralaunum (innheimta er ekki tek-
in með) og í mínu tilfelli hefði hún
átt að vera 7.737- fyrir síðasta ár.
Það er rangt að jólauppbótin hafi
alltaf verið hugsuð sem greiðsla
fyrir aukablöð og auglýsingar. Hér
áður vora auglýsingarnar ekki eins
íþyngjandi og nú og blaðið kom
nær alltaf út í einu lagi. Þá var
starfið mun auðveldara og ekki
vandkvæðum bundið að koma
blaðabunkum fyrir í blaðburðar-
kerrunni eins og nú er.
Það er ekkert nema kjaraskerð-
ing að fella desemberappbótina
niður, hún var hluti af okkar kjör-
um hér áður fyrr. Blaðberar era á
launaskrá hjá Morgunblaðinu eins
og aðrir starfsmenn þess og eiga
því rétt á því að komið sé fram við
þá sem slíka. Fá ekki aðrir starfs-
menn blaðsins launauppbót í des-
ember, þ.e. kjarasamningsbundna
desemberuppbót auk afkomubón-
uss? Eða er þeim boðin yfirvinna
til að mæta auknum útgjöldum í
jólamánuðinum?
Blaðberar hlunnfarnir
Mér finnst lítil reisn yfir því að
Morgunblaðið skuli vera að spara
með því að fella niður desemberg-
reiðsluna. Aukagreiðslur vegna
fylgiblaða koma ekki í stað jóla-
uppbótai-innar. Svo mikið veit ég
að tekjumar hjá blaðinu hafa stór-
aukist og ekki þætti mér ólíklegt
að árið 1998 hafi verið metár í
hagnaði. Blaðberar eiga því aug-
ljósan rétt á að njóta aukinna
tekna Morgunblaðsins því sannar-
lega hefur vinnuframlag þeirra
aukist í takt við allt auglýsingaflóð-
ið.
TJÖRVIBJARNASON,
blaðb'eri og háskólanemi.
Aths. áskriftarstj.
Morgunblaðið hefur nýlega
skýrt frá með hvaða hætti launa-
kjör era í blaðburði. Eins og þar
kom fram njóta blaðberar allra
sömu réttinda og aðrir launþegar
landsins í sambandi við orlof, veik-
indi, tryggingamál og lífeyrissjóð.
Síðastliðið vor var tekin í notkun
vélasamstæða sem gerði Morgun-
blaðinu kleift að setja efni inn í að-
alblaðið og dreifa því með. Þetta
varð til þess að blaðið varð þyngra
og erfiðara í dreifingu. Til að koma
til móts við blaðbera var á síðasta
ári tekin upp sú aðferð við greiðslu
blaðberalauna að vigta hvert ein-
tak sem fór í dreifingu.
Þegar síðastliðin þrjú ár era at-
huguð þar sem blaðstærð jókst
meira en á áram þar á undan, vora
aukagreiðslur fyrir blaðburð oftast
greiddar í desember. Það er hins
vegar misskilningur hjá bréfritara
að þessar greiðslur hafi verið ein-
hvers konar jólauppbót. Árið 1996
var greidd uppbót vegna aukablaða
í október og desember. Árið 1997
var greidd aukagreiðsla vegna árs-
ins í desember. Árið 1998 var
greidd uppbót í júlí og frá og með
september var svo tekið upp nýtt
fyrirkomulag eins og áður segir.
Reynt var að hafa nýju álags-
greiðsluna það ríflega að hún kæmi
vel til móts við breytingu á blað-
burðinum. Reynslan sýnir að þetta
hefur tekist, þvi á þeim 5 mánuðum
sem kerfið hefur verið reynt hafa
álagsgreiðslur verið í heildina
hærri en áður. Einnig er um rétt-
látari uppgjörsmáta að ræða þar
sem tillit er tekið til umfangs og
álags alla mánuði ársins.
Við geram okkur ljóst mikilvægi
starfa blaðbera okkar og höfum
þau mál í skoðun á hverjum tíma.
Stjörnuspá á Netinu mbl.is
/\LLTAf= GITTHVAÐ A/ÝT7—“
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hvar fást gömlu,
góðu sóparnir?
ÞÓTT ekki sé ástæða til
verulegra kvartana þá
verð ég nú samt að segja
að mér finnst íslenskum
burstagerðarmönnum hafa
farið aftur í seinni tíð. Sú
var tíðin þegar fólk sópaði
gólfin sín að rykið og hvað
eina, sem verið var að
þrífa, lenti skilyrðislaust í
fægiskúffunni. Nú til dags
situr meira eftir í hárum
sópsins, ef hár má kalla, en
það sem fægiskúffan fær í
sinn hlut. Senniega er
ástæðan sú að hár sópanna
eru nú orðið framleidd úr
plastkenndum efnum, sem
bæði hafa góða viðloðunar-
hæfileika og þola illa
bleytu, en áður fyrr gæti
ritari trúað að iðnaður
þessi hafi notað t.d. hross-
hár eða eitthvað ennþá
fullkomnara og betra.
Gaman væri ef bursta-
gerðarmenn gætu gefið
viðhlítandi skýringar á
þessu fyrirbæri og áhuga-
vert væri að vita hvort
nokkurs staðar sé nú til
dags mögulegt að fá gömlu
góðu sópana.
Einn ganiall.
Rússnesk-íslensk
vasaorðabók!
hefði slíka undir höndum
og vildi láta hana. Nánari
upplýsingar gefur Sigur-
jón í síma 855 4747.
Sammála leigjanda
ÉG VIL taka undir það
sem sagt var í Velvakanda
um að fá Jón Kjartansson í
Þjóðarsálina til að svara
fyrir okkur leigjendur.
Annar leigjandi.
Tapað/fundið
Svartur jakki tekinn
í misgripum
LAUGARDAGINN 25.
janúar tók einhver í mis-
gripum svartan jakka á
Wunderbar. Viðkomandi
er vinsamlega beðinn að
hafa samband í síma
565 7481.
Gleraugu tekin
í misgripum
í VERSLUN á Tunguvegi
tók kona gleraugu í mis-
gripum. Þessi kona var á
brúnleitum Volvo-bíl. Ef
hún hefur áttað sig á mis-
tökunum þarf hún að koma
þessu til skila í verslunina
eða hringja í síma
581 2210.
Gullarmband týndist
ÞANNIG er mál með vexti
að ég er að leita að rúss-
nesk-íslenskri vasaorða-
bók. Ég er búinn að Ieita
víða en ekki fundið. Þætti
mér vænt um ef einhver
GULLARMBAND,
munstraður hringur, sem
hægt er að loka og opna,
týndist síðast í nóvember
eða byrjun desember sl.
Þeir sem hafa orðið arm-
bandsins varir hafi vin-
samlegast samband í síma
560 1051 eða 555 2862.
Handkiæði tekið
í misgripum
SÁ SEM tók handklæði
merkt: Ásmundur í mis-
gripum á sundmóti Skalla-
gríms helgina 13.-14. febr-
úar vinsamlegast hringi í
síma 552 5886.
Nokia GSM-sími
týndist
NOKIA GSM-sími týndist
aðfaranótt laugardagsins
6. febrúar, líklega í leigubfl
eða í Gljúfraseli. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 567 0443.
Lyklakippa týndist
á Laugavegi
LYKLAKIPPA (sem er
fisklíkneski úr stáli) týnd-
ist hjá Laugavegi 66 eða að
Snorrabraut sl. mánudag
milli kl. 14-15. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
551 1581.
Dýrahald
Tryggur frá Ferjukoti
er týndur
HUNDURINN Tryggur
frá Ferjukoti við Hvítá í
Borgarfirði er týndur.
Hann hvarf frá heimili
sínu síðdegis laugardaginn
6. febrúar sl. og hefur ekki
sést síðan. Tryggur er 7
mánaða gulbrúnn íslensk-
ur hundur með hvita
bringu og hvíta blesu og
sokka. Þrátt fyrir mikla
leit hefur Tryggur ekki
fundist og er hans sárt
saknað. Er jafnvel óttast
að einhver hafi tekið
hvolpinn upp í bfl sinn.
Þeir sem kunna að hafa
orðið hans varir eru vin-
samlega beðnir um að láta
vita í síma 437 0082 eða
896 0082.
Óska eftir
íslenskum hvolpi
ÓSKA eftir hvolpi, íslensk-
um blönduðum, brúnum og
hvítum. Helst tík. Upplýs-
ingar í síma 424 6709.
Páfagaukur í óskilum
BLÁR páfagaukur flaug
inn um glugga í Möðrufelli
í Breiðholti. Eigandi getur
spurt um hann í síma
698 2828.
SKAK
IIiiisjóii Margcir
Pétursson
RÚSSAR skutu nýlega á
minningarmóti um
stórmeistarann
vinsæla Efim Gell-
er sem lést fyrir
áramótin. Staðan
kom upp á mótinu
sem haldið var í
Moskvu fyrr í þess-
um mánuði:
M. Kobalija (2.535)
hafði hvítt og átti
leik gegn A. Koro-
tylev (2.440).
31. Da7! - Dxa7
32. Hxc8+ - Bd8
33. Hcxd8+ - Ke7
34. Hxg8 - e5
35. g4 og svartur gafst upp.
Mótið er liður í rússnesku
bikarkeppninni og urðu
tveir jafnir og efstir, þeh-
Kobalija sem vann þessa
skák og Alexander Ru-
stemov með 7'h v. af 9
mögulegum.
HVÍTUR leikur og vinnur.
COSPER
ÉG kemst því miður ekki til þín á sunnudaginn, ég fótbrýt
mig nefnilega á laugardaginn.
Víkverji skrifar...
RÁFALDLEGA hafa talsmenn
Landssíma Islands hf. stagast á
því að GSM-kerfið eigi að ná til höf-
uðborgarsvæðisins alls og enginn
blettur eigi að vera sambandslaus.
Vinur Víkverja á oft og tíðum leið
um Kópavoginn og liggur þá gjarn-
an í símanum. Á Álfhólsveginum ek-
ur hann hins vegar undantekning-
arlaust inn í svæði, sem líkja má við
Bermúda-þríhyminginn illræmda,
og hverfa þar símtöl fyrirvaralaust
út í bláinn. Það kann að vera erfitt
að gangast við breyttri heimsmynd,
en það hlýtur hins vegar að vera
kominn tími á að fallast á að Kópa-
vogur heyrir höfuðborgarsvæðinu
til, hversu þvert sem mönnum er
það um geð. Sama mun vera uppi á
teningnum þegar ekið er eftir
Kleppsvegi, skammt frá Kleppi, að
þá slitna símtöl óforvarandis. Hvers
vegna Kleppsvegurinn telst ekki
vera á höfuðborgarsvæðinu er ráð-
gáta.
XXX
EITT er það þegar sambandið
slitnar í miðju símtali þegar bú-
ið er að lýsa yfir því að maður eigi
að geta talað út í eitt. Hitt er þegar
svarar alls ekki eins og oft vill
brenna við þegar hringt er í talsam-
band við útlönd. Víkverji hefur
margsinnis orðið öldungis hvumsa
þegar hringt hefur út hjá talsam-
bandinu í stað þess að svar fengist.
Það er eins og Landssíminn lumi
ekki einu sinni á þeirri einfóldu
tækni að geta látið svara símtölum
þannig að viðskiptavinurinn geti
beðið þess á línunni að röðin komi
að honum.
xxx
FÉLAGI Víkverja var farþegi í
flugvél á leið til Reykjavíkur frá
Sauðárkróki þegar slokknaði á
hreyfli hennar rétt eftir flugtak á
mánudag. Hann sagði að sér hefði
ekki verið rótt þegar hann sá annan
hreyfilinn standa kyrran og velti
fyrir sér hvað hefði gerst ef slokkn-
að hefði á hreyflinum aðeins fyrr.
Hann kvaðst ekki vera í nokkrum
vafa um að það hefði verið hárrétt
ákvörðun flugstjórans að halda
áfram að hækka flugið áður en hann
reyndi að ræsa hreyfilinn, en óneit-
anlega hefði það verið léttir þegar
hann fór í gang á ný.
Sami maður lenti í svipuðu atviki
fyrir um 15 árum. Þá var hann að
fljúga frá Akureyri áleiðis til
Vopnafjarðar þegar annar hreyflll
tveggja hreyfla vélar stöðvaðist
vegna bilunar og hrapaði vélin í átt
til jarðar áður en tókst að rétta
hana af. Vélin var sem betur fer
komin yfir Vaðlaheiðina og tókst að
lenda henni áfallalaust eftir að
henni hafði verið snúið við til Akur-
eyrar. Slökkvilið og sjúkraflutn-
ingamenn voru hins vegar í við-
bragðsstöðu á flugvellinum þegar
þetta gerðist.
Kvaðst félagi Víkverja ekki flug-
hræddur, en hefði hann þó hafa ill-
an bifur á að fljúga með litlum vél-
um, hvað sem sagt væri um að þær
væru öruggari en stórar vélar.