Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Old frá upphafi
skipulegrar skóg-
ræktar hér á landi
Eitt hundrað ár eru liðin á þessu ári frá
upphafi skipulegrar skógræktar á íslandi.
>»
I tilefni afmælisársins efna Skógræktar-
félag Islands og Skógrækt ríkisins til
hátíðarhalda með margvíslefflim hætti.
MARKMIÐ hátíðarhaldanna er
að vekja at.hygli almennings á
skdgrækt og þeim skógarsvæðum
sem þann hefur frjálsan aðgang
að. Á kynningarfundi sem Skóg-
rækt ríkisins og Skógræktarfélag
íslands efndu til í gær kom fram
að dagskrá afmælisársins væri
margþætt. I sumarbyijun verður
gefínn út sameiginlegur kynning-
arbæklingur með yfirliti yfír þau
skóglendi sem almenningur hefur
aðgang að til útivistar og dvalar.
Að sðgn Huldu Valtýsdóttur,
formanns Skógræktarfélags Is-
Iands, eru samningar við Félag
íslenskra hljómlistarmanna langt
komnir og mun félagið Ieggja
fram krafta sína í tilefni afmælis-
ins á Skógardögum, sem verða
sérstaklega tileinkaðir tónlist,
sem og öðrum atburðum afmælis-
ársins.
Upphaf skógræktar
á Islandi
Það var danskur skipstjóri,
Carl Hartvig Ryder, sem átti
frumkvæðið að skipulegri skóg-
rækt á Islandi árið 1899, þegar
hann og félagar hans hófust
handa á spildu sem þeir fengu út-
hlutað á eystri barmi Almanna-
gjár, en Furulundurinn, eins og
reiturinn er nefndur, er talinn
marka tímamót í sögu skógrækt-
ar á íslandi.
Islendingar tóku framtak
Ryders til fyrirmyndar og tími
verka og athafna tók við. Árið
1907 voru fyrstu skógræktarlög-
in sett og sama ár var Skógrækt
ríkisins stofnuð. Áriö 1930 var
Skógræktarfélag íslands stofnað
og hefur lialdið uppi áróðri og
fræðslu og staðið fyrir gróður-
setningu æ síðan. I dag eru með-
Morgunblaðið/Kristinn
SKÓRGRÆKT ríkisins og Skógræktarfélag íslands efndu til fundar f gær vegna 100 ára afmælis skipulegrar
skógræktar á þessu ári. Frá vinstri má sjá Magnús Jóhannesson, varaformann Skógræktarfélags íslands,
Sigríði Jóhannsdóttur, sem situr í stjórn félagsins, Ólaf Oddsson, kynningarfulltrúa Skógræktar ríkisins,
Huldu Valtýsdóttur, formann Skógræktarfélags Islands, Brynjólf Jónsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfé-
lags Islands, Gunnar Má Hauksson og Guðmund Gíslason, frá Búnaðarbankanum, sem er einn af samstarfsað-
ilum Skógræktarfélags íslands.
limir í aðildarfélögum Skógrækt-
arfélags íslands um 7.000 og
fjölgar árlega. Samstarf félagsins
og Skógræktar ríkisins frá upp-
hafí verið mikið og farsælt, að
sögn Iluldu. Ólafur Oddsson,
kynningarfulltnii Skógræktar
ríkisins, tók í sama streng og
sagði að án dyggs stuðnings fé-
Iagsins hefði Skógrækt ríkisins
eflaust ekki náð þeim árangri
sem hún hefur náð til þessa.
Um 60 milljónum plantna hefur
verið plantað á öldinni á
12-15.000 hektara svæði. Helm-
ingi þessara planta var plantað á
þessum áratug, að sögn Ólafs.
„Upphaflegt markmið var að fá
almenning til þess að taka þátt í
skógrækt og mér sýnist að það
hafi verið að takast nú á undan-
förnum árum,“ sagði Ólafur á
fundinum í gær.
Skógardagar og
útgáfa bókar
Þann 26. júní verður efnt til
hátíðarsamkomu á Þingvöllum
sem Skógrækt ríkisins, forsætis-
ráðuneytið og Þingvallanefnd
standaað. Helgina 17.-18. júlí
halda Skógrækt ríkisins og Skóg-
ræktarfélag Islands sameiginleg-
an skógardag undir yfirskriftinni
Skógurinn - auðlind og unaðs-
reitur.
Aðalfundur Skógræktarfélags
Islands verður haldinn á Laugar-
vatni 6.-8. ágúst og verður til-
einkaður afmælisárinu. I tengsl-
um við fundinn verður afhjúpað-
ur minnisvarði í Haukadalsskógi
til minningar um störf Hákonar
Bjarnasonar, fyrrverandi skóg-
ræktarstjóra.
16. október verður haldin sam-
eiginleg ráðstefna um fortíð og
framtíð skógræktar á íslandi og
einnig verður gefin út bók á ár-
inu um sögu skógræktar á ís-
landi, og er Sigurður Blöndal,
fyrrverandi skógræktarsljóri, rit-
sljóri hennar.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Ný samningalota innan Alþjóðaviðskiptastofimnarinnar að hefjast
Viðræður undirbunar
með stofnun nefndar
Jóhanna Sigurðar-
dóttir um skipan
talsmanns
Samfylkingarinnar
Geri út af
fyrir sig
enga at-
hugasemd
JÓHANNA Sigurðardóttir al-
þingismaður, sem er efst á fram-
boðslista Samfylkingarinnar í
Reykjavík, segist ekki eiga
neina aðild að ákvörðun um tals-
mann Samfylkingarinnar í kosn-
ingunum í vor. Þetta sé fyrst og
fremst ákvörðun sem stofnanir
flokkanna taki og telji nauðsyn-
legt að skipa sér talsmann með
þessum hætti. „Eg geri út af fyr-
ir sig enga athugasemd við það.
Ég óska bara Margréti alls góðs
í þessu hlutverki að vera tals-
maður flokkanna fram að kosn-
ingum,“ sagði Jóhanna ennfrem-
ur.
Aðspurð hvort hún liti ekki
þannig á að eðlilegt hefði verið
að hún yrði þessi talsmaður í
ljósi góðs árangurs hennar í
prófkjörinu 1 Reykjavík sagði
hún að það væri ekkert eðlilegra
að hún yrði þessi talsmaður en
Margrét. Hún hefði hins vegar
alveg eins átt að koma til greina,
en henni fyndist þessi niður-
staða alveg í lagi.
Eðlilegra að hafa
nánara samráð
„Það sem skiptir mig máli er
að Samfylkingin sigri í vor og
verði leiðandi afl í næstu ríkis-
stjórn og ég sem leiðtogi í
Reykjavík ætla auðvitað að gera
mitt til þess að svo verði. Það
eina sem ég hef við þetta að at-
huga er að mér hefði þótt eðli-
legra og betri vinnubrögð að það
hefði verið haft nánara samráð
um þessa ákvörðun. Mér hefði
þótt vænt um það, en þetta er
niðurstaðan. Við það lifí ég eins
og aðrir,“ sagði Jóhanna enn-
fremur.
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt
tillögu Halldórs Ásgrímssonar utan-
ríkisráðherra um að ísland hefji nú
þegar undirbúning að þátttöku í
nýrri samningalotu innan Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar. Sett verður
á stofn nefnd undir forsæti utanrík-
isráðuneytisins sem í eiga sæti full-
trúar allra ráðuneyta.
Nýrri samningalotu innan Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar verður
ýtt úr vör á ráðherrafundi aðildar-
ríkjanna í Bandaríkjunum í lok þessa
árs. Talið er að sú samningalota
standi yfir í a.m.k. þrjú ár.
„Það verða mörg mjög viðamikil
og erfíð verkefni í þessari lotu. Það
sem verður erfiðast af öllu er endur-
skoðun á landbúnaðarsamningi Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar með
það fyrir augum að draga úr hömlum
í milliríkjaviðskiptum með landbún-
aðarafurðir og auka markaðsaðgang
{'eirra. Öll aðildarríkin, þar á meðal
sland, skuldbundu sig í lok síðustu
samningalotu, sem lauk 1994, að
semja um þetta mál í næstu samn-
ingalotu," sagði Halldór.
Mörg erfið mál
Halldór sagði að aðrir málaflokkar
yrðu einnig fyrirferðarmiklir í þess-
um samningum. I því sambandi
nefndi hann lækkun á tollum á iðnað-
arvörum, þar með talið sjóvai-afurð-
um, endurskoðun samninga um
þjónustuviðskipti og höfundar- og
hugverkaréttindi. Hann sagði að
gera mætti ráð fyrir að þar yrðu til
umfjöllunar mál eins og flutninga-
þjónusta, sérfræðingaþjónusta,
frjáls flutningur fólks, heilbrigðis-
þjónusta, menntamál, fjármálaþjón-
usta og fjarskiptaþjónusta.
Halldór sagði ljóst að eitt mikil-
vægasta málið í þessum samningum
yrði sambandið milli viðskipta og um-
hverfis. Fjallað yrði um sjálfbæra
þróun og skynsamlega nýtingu end-
urnýjanlegra orkulinda. Hann sagði
að þarna gæti skapast einstakt tæki-
færi fyrir Island að hafa áhrif vegna
reynslu okkar á þessu sviði. Halldór
sagði ekki ólíklegt að í þessum við-
ræðum kæmi einnig til umfjöllunar
samningur, sem var á vettvangi
OECD, um viðskipti og fjárfestingar.
Klakahöll
við Goðafoss
Laxamýri - Mikil hálka og
klakamyndanir hafa verið í
Suður-Þingeyjarsýslu í vetur og
enn hylja svell tún og bflvegi
þótt ís sé farinn af vegum með
bundnu slitlagi. Við Goðafoss
hefur fossúðinn myndað mikla
klakahöll og er vissara að gæta
sín vel á útsýnisstaðnum við
fossinn.
---------------
Lögreglan undrast
kvartanir
bifreiðarstjóra
„Var sinnt
eins og
skot“
LÖGREGLAN í Reykjavík, sem
Sigurður Ólafsson bifreiðarstjóri
kvartaði undan vegna seinagangs
aðfaranótt laugardags, þegar
drukkinn farþegi stal leigubíl hans
fyrir utan lögreglustöðina á Hverf-
isgötu, undrast mjög kvartanir Sig-
urðar. Sigurður sagðist hafa beðið
a.m.k. í fimm mínútur eftir að varð-
stjórinn sinnti erindi sínu, en lög-
reglan segir á móti, að það sem
fyrir Sigurði hafi verið mínútur
hafi í raun verið sekúndur.
„Honum var sinnt alveg eins og
skot,“ sagði Geir Jón Þórisson að-
stoðaiyfirlögregluþjónn. „Þetta
gerist allt á sömu mínútunni. Mað-
urinn kemur inn, tilkynnir atvikið,
það eru kallaðir lögreglumenn til
aðstoðar til að fara út í bílinn, mað-
urinn [Sigurður] fer út og kemur
aftur strax og segir að bíllinn sé
farinn. Lögreglan sér á eftir bíln-
um og lögreglubíll, sem var að fara
út úr portinu hóf eftirfór strax og
tilkynnti bílinn, þannig að það var
ekki hægt að gera þetta hraðar,“
sagði Geir Jón.
Leigubfll Sigurðar fannst síðan
talsvert skemmdur við Valsheimil-
ið að Hlíðarenda nokkru síðar.