Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 25
LISTIR
Orð utan
um heiminn
í VILLTUM leik, olía á léreft.
„ Skógargangau
LEIKLIST
Leikfélag Mennta-
s k ö I a n s v i ð II a ni r a li 1 í ð
NÁTTÚRUÓPERAN
Handritshöfundur (í samvinnu við
leikhópinn): Andri Snær Magnason.
Leikendur: Jón G. Þórðarson, Jón G.
Ólafsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Anna
Sigurðardóttir, Ásthildur Erlings-
dóttir, Dröfn Birgisdóttir, Elísabet
Gunnarsdóttir, Eyrún Eggertsdóttir,
Eyvindur Karlsson, Guðný Jónsdótt-
ir, Heba Harðardóttir, Helga Ólafs-
dóttir, Hrafnhildur Þórólfsdóttir,
Kristín Kristjánsdóttir, Magnea
Valdemarsdóttir, Níels Gislason, Ósk-
ar Þráinsson, Ragnheiður Björgvins-
dóttir, Salka Guðmundsdóttir, Snorri
Sigurðsson, Særós Björnsdóttir, Una
Lorenzen, Vala Ómarsdóttir, Yrsa
Gylfadóttir. Leikstjóri: Harpa Arnar-
dóttir. Danshöfundur: Ólöf Ingólfs-
dóttir. Ljósahönnuður: Egill Ingi-
bergsson. Leikmynd: Halldór Arnar
Úlfarsson. Sviðsstjórn: Ingibjörg
Birgisdóttir. Tónlistarstjórn og höf-
undar tónlistar: Gunnar Örn Tynes,
Örvar Þ. Smárason Frumsýning í há-
tíðasal Menntaskólans við Hamrahlið,
13. febrúar.
í AFBYGGÐU túni æskumanns-
ins Baldurs liggur einn trosnaður
vöndull í dreifinni og hefur ekki
slitnað enn: leitin að samastað í orð-
inu, kennileiti í tvístraðri veröld.
Þessi þráður heldur Náttúruóper-
unni saman en varla þó, því ákefð
höfunda andspænis ofgnótt og
ásælni nútímans er slík að óskyld
atriði hraukast í tyrðla og teygja á
línulaga hugsun áhorfandans og
sveifla henni stundum eins og
baggaböndum.
Hér er leikrænni þríeiningar-
hyggju kastað út fyrir garð og í
staðinni þyrlast áreiti MTV um allt í
flekkjunum: myndbitar, hughrif,
óreiða. Þannig hverfist nútíminn um
(ef hann er þá til), og það er áttlaus
gusturinn af honum sem höfundur,
leikstjóri, leikendur, tónlistarmenn
og starfsmenn allir þessarar sýn-
ingar takast á við.
Þetta er mögnuð áskorun, en
hópurinn tekur henni af djörfung,
hugkvæmni, leikandi léttleika og
glettilega þroskuðu innsæi. Og það
sem meira er, hópnum tekst að
binda efnið og koma því í hlöðu, þótt
baggarökin liggi víða eftir. En hver
ætti ekki fullt í fangi með slíka
sprettu?
Höfundur Náttúruóperunnar,
Andri Snær Magnason, á marga
góða spretti í slægjunni. Hann er
snöggur með orfið, fimur vel og
hnýtur sjaldan í þýfinu. Leikstjór-
inn, Harpa Arnardóttir, hefur unnið
verk sitt yfirleitt skipulega og af
næmi fyrir því heillega í kraðakinu:
einstök atriði fljúga yfir sviðið eins
og skuggarákir af skýi og ljá fram-
vindunni framvindu um leið og þau
stöðva hana, en slík er mótsögnin í
þyrilveruleikanum þar sem inntakið
hefur runnið saman við myndbirt-
ingu sína og er orðið hún.
Hugmyndaóperan er leikur að
hugmyndum og skynjun. Hún er
auðugt verk sem þarf meiri gerjun.
í þessu verki felast ómældir leik-
rænir túlkunarmöguleikar, og þótt
leikstjórinn hafí ekki reytt af því
allan hroðann, verður það eftir-
minnilegt þeim sem sjá, og ærið efni
í hlöðu til umhugsunar.
Öllum þeim sem standa að
þessarri sýningu óska ég til ham-
ingju, jafnt leikendum sem hljóð-
færaleikurum, búningahönnuðum
og ljósamönnum. Þeir hafa tekið
þátt í því að skilja nútímann með
því að skapa hann. Og þyki sumum
líkingamálið á þessari umsögn
fornt, þá vil ég benda þeim ágætu
lærdóms- og listamönnum í MH á
það að framtíðin leynist í fortíðinni,
og að öll staðsetningartólin fyrir nú-
tímann er að finna í forðanum sem
mannskepnan safnar sér til vetrar.
Og hver veit nema þar, í rykug-
um ylnum, þétt ofan á stálinu, lúri
orðið. Eins og lóa.
Guðbrandur Gíslason
Þýskar
kvikmyndir
í Goethe-
Zentrum
GOETHE-Zentrum myn sýna sjö
þýskar kvikmyndir tíunda áratug-
arins og verða þær sýndar annan
hvem fimmtudag fram til 20. maí í
stofnuninni, Lindargötu 46. Fyrsta
myndin „Das Leben ist eine
Baustelle" frá árinu 1997 verðu
sýnd fimmtudaginn 18. febrúar kl.
20.30. Þar segir frá ringulreiðinni í
lífi æskufólks í Berlín í lok 20. ald-
arinnar.
I mars verða tvær myndir sýnd-
ar: „Rossini“ frá árinu 1997 og
„Der Papagei" frá árinu 1992. I
apríl verða til sýningar myndirnar
„Mutter Courage" frá árinu 1995
og „Auf Wiedersehen Amerika" og
í maí verða sýndar myndirnar
„Jenseits der Stille" frá árinu 1996
og spennumyndin „Ein Richter in
Angst“ frá árinu 1996.
Engin myndanna hefur verið
sýnd áður hérlendis, segir í frétta-
tilkynningu. Kvikmyndimar era á
snældum en verður varpað á sýn-
ingartjald með skjávarpa. Allar
myndirnar nema sú síðasta era
með enskum texta. Aðgangur að
sýningunum er ókeypis.
-------------
Sýning um
heimspeki
í SALARKYNNUM Alliance
Frangaise, Austurstræti 3, verður
opnuð þriðji hluti sýningarinnar 50
ár í franskri heimspeki í dag, mið-
vikudag, kl. 20.30. Fyrstu hlutarnir
tveir vora sýndir árið 1997 og 1998.
Sýninguna má skoða eina sér og er
hún byggð upp sem ein heild. Egill
Arnarson útskýrir sýninguna. Egill
stundaði nám í heimspeki við há-
skólann í Rennes. Hann mun tala á
frönsku og íslensku.
Sýningin er opin alla daga frá kl.
15-18 og er á frönsku.
MYMPLIST
Listhnsið Fulil
MÁLVERK
DOMINIQUE AMBROISE
Opið vika daga frá 10-18. Laugar-
daga 10-17. Sunnudaga 14-17. Til
21. febrúar. Aðgangur ókeypis.
DOMINIQUE Ambroise er
franskfædd kona sem stundað hef-
ur myndlistarnám í ýmsum skólum
í Frakklandi, en lauk meistara-
gráðu í Toronto, Kanada, 1984, og
er nú búsett hér á landi. Hún hefur
haldið 10 einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýninga í Kanada,
Evrópu og Asíu, ásamt því að hafa
sýnt einu sinni aður hérlendis og.
þá í listhúsinu Úmbru 1994. Ann-
ars hefur vettvangur athafna henn-
ar helst verið í Kanada, og bregður
þar nafninu Toronto oftast fyrir.
Sýning Ambroise í listhúsinu Fold
samanstendur af 16 olíumálverkum
flestum meðalstórum og gengur hún
út frá draumkenndu myndefni, sem
hefur með skóg og lifanir í skógi að
gera. Afmörkuðum Ijóðrænum
draumi sem endui-tekur sig í
nokkrum tilbrigðum, andliti, íkom-
um og hendi, ásamt því að fuglum,
svínum og dádýram bregður fyrir í
einstaka mynd. Þá gengur keimlíkur
litaskali eins og rauður þráður gegn-
um sýninguna alla og samanstendur
aðallega af gulum tilbrigðum ásamt
jarðlitum í bland. Þetta telst mynd-
hverf hlustun fyrirbæra náttúrunnar
en hér í afar einslitu formi, þótt rétt-
læta megi vinnubrögðin með vísun
til tímanna og postmódemismans.
En lengra gengur samlíkingin ekki
því naumast mun listakonan geta
talist liðtæk í sveit þeima jafnvel
þótt tækninni sýnist nokkuð ábóta-
vant sem virðist íþrótt hjá slíkum. í
þessu tilfelli má það þó frekar skrif-
ast á nokkurt óþol sem merkist að
baki vinnubragðanna ásamt tregðu
við yfirlegur og átök við dýpri lífæð-
ar myndflatarins. En einmitt þegar
slíkt gerist nær hún markverðustum
árangri eins og í myndunum, Tjöm-
in, (7), sem býr yfir sálrænu innsæi
og hugþekkum einfaldleika, og enn
frekar, í villtum leik, (8) sem tví-
mælalaust ber í sér mestu hreyfing-
una og hnitmiðuðustu myndbygging-
una.
Bragi Ásgeirsson
OTTI OG OMURLEIKI
LEIKLIST
S k i; m iii I i li ú s i rt
EINÞÁTTUNGAR
Höfundur: Bertolt Brecht. Þýðandi:
Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjóri:
Erlingur Gislason. Búningar: Andr-
ea Oddsteinsdóttir. Ljós: Jóhann
Bjarni Pálmason. Leikmunir: Sigur-
jón Jóhannsson. Leikarar: Eiríkur
Guðmundsson, Grímur Helgi Gísla-
son, Guðlaug María Bjarnadóttir,
Hjalti Rögnvaldsson, Ingibjörg Þór-
isdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og
Þórir Steingrímsson. Þriðjudagur
16. febrúar.
BERTOLT Brecht skrifaði
Deutschland - ein Greuelmárchen
seinna kallað Furcht und Elend des
Drittes Reiches, leikverk í 27 þátt-
um (í heildarútgáfunni 24), eftir að
hann yfirgaf Þýskaland Hitlers.
Þættirnir eru margir afar stuttir og
hefur alltaf verið valið úr við upp-
setningu verksins. Verkið var fyrst
sýnt í París 1938 (undir heitinu
99%) og vakti athygli í Bandaríkj-
unum undir heitinu The Private
Life of the Master Race.
Hér rötuðu þrír af fjórum lengstu
þáttunum á fjalimar í uppsetningu
Grímu í leikfór um landið sumarið
1967 og voru þá nefndir Ótti og
eymd Þriðja ríkisins. I tilefni af ný-
liðinni eitt hundrað ára ártíð
Brechts hefur Erlingur Gíslason
valið sömu þrjá þættina til flutn-
ings. Gyðingakonan er þeirra
þekktastur, var t.d. ofinn inn í leik-
ritið Hátíð eftir Max Tabor sem
flutt var af útskriftarárgangi Leik-
listarskólans fyrir tveimur árum.
Það sem tengir þættina er annars
vegar hinn þrúgandi ótti og ömur-
leiki sem einkennir þá alla og er
áberandi í þessari sýningu og hins
vegar formáli í bundnu máli og
kvæði til kynningar á hverjum
þætti fyrir sig, sem er sleppt hér.
Það er því vel hægt að fallast á skil-
greininguna „einþáttungar" sem er
notuð hér og nú, enda eðli verksins
vegna tækur möguleiki.
Þessir þættir leyna á sér og eru
skrifaðir af mikilli list. Þarna not-
færir Brecht sér firnavel þá tækni
að láta áhorfandann geta í eyðurn-
ar og fylla inn í með ímyndunarafl-
inu það sem er látið ósagt. Þáttur-
inn um gyðingakonuna (Die júd-
ische Frau) ber af, enda engu orði
ofaukið og Guðlaug María Bjarna-
dóttir sýnir fagmannlega þá reiði
og vonbrigði sem vel stæð yfir-
læknisfrú upplifir við að vera hafn-
að af samfélaginu, vinum, vensla-
fólki og loks eiginmanninum, sem í
meðfórum Hjalta Rögnvaldssonar
lét sem ekkert sérstakt væri á
seyði og gekk í allar þær gildrur
sem eiginkonan hafði búið honum í
huganum.
Ottinn við mögulegar sögusmett-
ur er sameiginlegt þema í tveimur
síðari þáttunum, Spæjaranum (Der
Spitzel) og Krítarkrossinum (Das
Kreidekreuz). Það skýtur kannski
skökku við að það ríki sem bjó
Brecht bestan starfsgrundvöll
skyldi hafa komist lengst í per-
sónunjósnum, þ.e. Austur-Þýska-
land sáluga. En að sjálfsögðu var
þar stuðst við reynsluna af Þriðja
ríkinu og þessir þættir koma þess-
um ótta vel til skila.
I Spæjaranum er sagt frá fjöl-
skyldulífi í skugga alræðisríkisins.
Hjalti Rögnvaldsson og Steinunn
Ólafsdóttir magna upp örvænt-
ingu hjónanna sem gruna soninn
um græsku. Grímur Helgi Gísla-
son sýnir einstakt öryggi að vanda
sem drengurinn, sem á það sam-
eiginlegt með vinnukonunni, sem
leikin er af Ingibjörgu Þórisdótt-
ur, að vita ekkert af þeim ógnum
sem steðja að hjónunum sem gerir
þáttinn áhrifameiri en ella.
Lokaþátturinn lýsir heimsókn
SA-manns í hjúahóp á mektarheim-
ili. Þórir Steingrímsson leikur af
miklu öryggi þann sem valdið hefur
og Hjalti Rögnvaldsson er einstak-
lega laginn við að koma atvinnuleys-
ingjanum sem lætur ekki ná taki á
sér til skila. Ingibjörg Þórisdóttir og
Eiríkur Guðmundsson voru vel með
á nótunum í litlum hlutverkum elda-
busku og bílstjóra en Steinunn
Ólafsdóttir náði ekki að skapa trú-
verðuga mynd af stofustúlkunni,
þótt hún ætti góða spretti.
I heild er sýningin nostursam-
lega unnin, bæði leikstjórn og ljósa-
hönnun, og búningar og leikmunir
einstaklega vel valdir. Sýninguna
einkennir sterkur leikur og það er
gaman að sjá þarna gamalkunnug
andlit leikara sem sýna að þeir
halda list sinni lifandi þó að langt
kunni að verða á milli hlutverka.
Formáli Þorvarðar Helgasonar
leggur ekkert nýtt til málanna og
er honum ofaukið.
Sveinn Haraldsson
í
TÖLVUBÓKflDftGftft
15-2 0 febrýar 0,4
IX « ^
|“7Ti Af því tilefni höfum við pantað fjöldann allan af nýjum titlum
Ef þú átt ekki heimangengt er WIVW.boksala.ÍS
I V/| einföld og örugg leið til að nálgast mörg þúsund bókatitla.
Iftsl
25-70% afsláttur
bókAbL/tudeiNt^
Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími: 5700 777