Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Risastór gígur eftir loftstein undan Norður-Noregi * Kenningar Islend- ings um gígmynd- un staðfestar Jarðvisindamenn sem leitað hafa olíu í Barentshafí hafa fyrir tilviljun fundið einn stærsta gíg eftir loft- stein sem nokkru sinni hefur fundist í Evrópu. Er hann jafnframt einn sá stærsti í heiminum öllum og betur varð- veittur en nokkur ann- ar loftsteinsgígur. Steinar Þór Guðlaugs- son, jarðfræðingur á Orkustofnun, tók þátt í rannsóknunum og setti fyrstur fram kenning- una um gígmyndunina. I kjölfar sérstakra bor- ana í fyrrasumar hefur nú verið sannað að hann hafði rétt fyrir sér, að því er hann sagði í samtali við Morgunblaðið. Gígurinn, sem er 40 km í þver- mál, er á svonefndu Mjölnis-svæði undan Norður-Noregi og fannst þar fyrir tilviljun er borað var eftir olíu og gasi. Hann er talinn hafa myndast fyrir 150 milljónum ára eftir loftstein, sem var 900 metrar til þrír kílómetrar í þvermál og skall til jarðar á 30.000 kílómetra hraða. ,Ég var lektor við Óslóarháskóla á þessum tíma og kom að rannsókn- unum. í borkjarna, sem var tekinn 50 km frá gígnum, fannst mér vera að finna ótvíræðar vísbendingar um gígmyndun. I honum var irridíum og kvarts sem virtist ummyndað eftir höggbylgju," sagði Steinar. Ekki voru allir sammála Steinari Þór og töldu aðrir jarðfræðingar að um saltsteinsmyndun væri að ræða eða neðanjarðareldfjall. ,En það var svo endanlega skorið úr um þetta eftir að loks varð orðið við óskum félaga minna og borað niður í keil- una sem stendur upp úr gígnum miðjum. í kjarnanum sem þá fékkst komu í ljós afskaplega undarlegar bergtegundir og vísbendingar um mjög trufluð setlög til marks um miklar hamfarir,“ sagði Steinar. Þótti nú sýnt að um gíg eftir loftstein væri að ræða, svipaðan Chicxulub-gígnum í Mexíkó, sem varð til fyrir 65 milljónum ára með þeim afleiðingum að risaeðlur dóu út á jörðinni og um 75% allra lífvera. Kjarninn, sem náðist í fyrrasumar, er 121 metra langur. Er hann sagður vera jarðfræði- legur dýrgripur sakir þess að í honum er bæði að finna sýni úr gígnum og rykinu og grjótinu sem féll til jarðar við hann að loknum árekstri loftsteinsins. Uppgötvunin á eftir að leiða til mikilla umhverfisrannsókna „Það sem gerir þennan loftsteina- gíg svo frábrugðinn öðrum sem vit- að er um á jörðinni er hversu vel hann er varðveittur á 300 metra dýpi. í honum er líka úrfellið úr honum, en það fékkst staðfest með borkjarnanum frá í fyrra. Og má því búast við að í gang fari nú miklar rannsóknir á umhverfisáhrifum loft- steinsins. Þegar hann skall á jörð- inni breyttist hreyfiorkan í varma- orku sem verið hefur milli 500.000 og ein milljón megatonn af TNT, en það er meiri sprengikraftur en allra kjarnorkusprengna sem smíðaðar hafa verið,“ sagði Steinar Þór. Gígurinn fær íslenskt nafn í stað norsks Steinar sagðist í upphafi hafa komið með tillögu um að gígurinn yrði kallaður Mjölnir éftjr hamri Þórs. ,Ég lagði til að nafnið yrði rit- að upp á norrænu, eða gammel- norsk, Mjölnir í stað Mjolner, eins og gert væri á nýnorsku. Ég hef svo nýlega fengið fregnir frá Noregi af þýí að sérstök örnefnanefnd, sem fjallar um jarðfræðilegar nafngiftir í Noregi, hefði samþykkt það.“ Steinar Þór Guðlaugsson Unk-Belt rnm-0027 Morgunblaðið/Kristinn ISAFOLDARHUSIÐ í Austurstræti hefur verið tekið niður, spýtu fyrir spýtu, og sett í geymslu þar til það verður reist á ný við Aðalstræti 10. Isafoldarhúsið horfið úr Austurstræti ÍSAFOLDARHÚSIÐ við Aust- urstræti 8-10, þar sem Morg- unblaðið var eitt sinn til húsa, hefur verið hlutað í sundur og komið fyrir í gámi til geymslu. Að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minja- verndar, sem sér um verkið, er gert ráð fyrir að hafist verði handa við endurreisn hússins á lóðinni við Aðalstræti 10 í byrj- un næsta mánaðar og að lokið verði frágangi að utan í októ- ber nk. Sem næst upprunanum Þorsteinn sagði að húsinu hefði verið breytt verulega frá upprunalegri mynd á undan- förnum árum og m.a. mikið tekið af burðarvirkjum á neðstu hæð. „Reyndar voru menn að velta því fyrir sér að taka efri hæðirnar af um tíma og flytja í einu lagi en þegar upp var staðið kom í ljós að besta, ódýrasta og faglegasta leiðin væri að taka húsið niður spýtu fyrir spýtu og endur- byggja á nýjum stað,“ sagði hann. Húsið verður reist á ný í sem næst upprunalegri mynd í Aðal- stræti, en þegar Björn Jónsson, einn af stofnendum Morgun- blaðsins, reisti húsið var prent- smiðjan á neðstu hæð en sjálfur bjó hann á efri hæðunum. í end- urreistu húsi er gert ráð fyrir um 135 fermetra íbúð í risi og á hæðinni verða skrifstofur en á fyrstu hæð og í kjallara verða verslanir og verða verslunar- gluggar eins og voru um tíma á þeirri hlið sem snýr að Aðal- stræti. „Við svona nýtum okkur stað- reyndir úr sögu hússins til þess að laga það að því sem við þurf- um og viljum ná fram, en karakter hússins mun halda sér,“ sagði Þorsteinn. Framhlið og suðurgafl verða timbur- klædd með samskonar klæðn- ingu og áður var, en upphaf- lega var húsið klætt járni á tveimur hliðum og timbri á þeim hliðum sem sneru að al- menningi. Að sögn Þorsteins verður ibúðin í risi seld en skrifstofu- og verslunarrýmið leigt út. Uppbygging flug- vallar í Skerjafírði Umhverf- isþættir skoðaðir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarverkfræðingi og skipulagsstjóra að skoða helstu umhverfisþætti og umhverfisá- hiif, sem samhliða væru upp- byggingu flugvallar í Skerjafirði og íbúðabyggðar í Vatnsmýri í þeirri frumúttekt, sem borgar- ráð hefur falið þeim að vinna að. A fundi borgarráðs í gær kom fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks um að láta fara fram umhverfismat vegna hugmynda um flutning Reykja- víkui’flugvallar á landfyllingu í Skerjafirði. Jafnframt að unnið yrði umhverfismat vegna mögu- legrar uppbyggingar íbúða- hverfis í Vatnsmýri. í bókun borgarstjóra segir að á þessu stigi sé ekki forsenda fyrir umhvei'fismati á flugvallai’- framkvæmdum í Skerjafirði en lagt ja&framt til að borgarverk- fræðingi og skipulagsstjóra yrði falið að skoða helstu umhverfis- þætti í þeirri frumúttekt sem þeim hefur verið falið að vinna. Utandagskrárumræða á Alþingi um samdrátt f rækjuveiðum Stjórnvöld mæti vanda útgerðanna EINAR K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, var málshefj- andi utandagskráramræðu á Al- þingi í gær um samdrátt í rækju- veiðum og hvatti sjávarútvegsráð- herra m.a. til þess að bregðast við þeim vanda sem nú steðjaði að út- gerðum með rækjukvóta vegna þessa. Benti hann m.a. á heimild ráðherra tii þess, samkvæmt ní- undu grein laganna um stjórn fisk- veiða, að halda eftir ákveðnu afla- magni til ráðstöfunar handa þeim útgerðum sem yrðu fyrir mestum tekjumissi vegna skertra aflaheim- iida í rækju, ekki síst þeirra sem í senn yrðu íyrir skerðingu á afla- heimildum í innfjarðar- og úthafs- rækju, eins og dæmi væru um með- al annars við Húnaflóa. Fleiri þingmenn, þar á meðal nokkrir þingmenn Vestfjarða, tóku undir þá áskorun að stjórnvöld beittu sér fyrir aðgerðum til þess að draga úr áhrifum aflabrests í rækjuveiðum á útgerðir og byggð- arlög. Sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Páisson, benti m.a. á að ákvörðun um að minnka áður útgefinn rækju- kvóta á þessu fiskveiðiári um þriðj- ung hefði verið tekinn að höfðu samráði við samtök útvegsmanna og sjómanna. Hann tók undir þau sjónarmið að vissulega steðjaði vandi að ýmsum í umræddri at- vinnugrein en taldi þó að ekki væri hægt, á þessu stigi málsins, að svara því hvort níundu grein fisk- veiðistjórnunarlaganna yrði beitt með áðurnefndum hætti á næsta fiskveiðiári. Því yrði fyrst hægt að svara þegar niðurstöður ráðgefandi aðila lægju fyrir og ákvarðanir yrðu teknar um heildarafla í einstaka tegundum á vori komanda. Einar K. Guðfinnsson fór í fram- sögu sinni yfir stöðu mála vegna samdráttar í rækjuveiðum og vinnslu og benti á að einstök byggð- arlög og heil svæði væru nú orðin afar háð þessari atvinnugrein. Slak- ur árangur við rækjuveiðamar hefði bókstaflega kippt fótunum undan rækjuútgerð víða um land. Fjöl- mörg skip hefðu hætt veiðum og hráefnisöflun því snarlega dregist saman. Auk þess benti hann á að áhrif minnkandi rækjuveiði væru mikii á þjóðarhag. Heiidarátflutn- ingsverðmæti rækju hefðu á síðasta ári verið um 11 milljarðar ki-óna og hefði þá minnkað um 700 milljónir króna frá árinu áður. „Hér er því um að ræða mikil verðmæti. Þýðing þessarar greinar er á hinn bóginn allstaðbundin og ljóst að fyrir ein- stök fyrirtæki, starfsfólk og byggð- arlög em áhrifin af minnkandi veiði afar alvarleg.“ Þá sagði Einar að margir væru þeimar skoðunar að ákvörðun núna á miðju fiskveiðiári um að skerða aflaheimildirnar um þriðjung myndi ekki hafa nein áhrif á heildarveið- ina. „Einungis verði um að ræða til- færslur milli útgerða sem eru með aflaheimildir í rækju. Þannig eru til dæmi um skip sem hafa þegar leigt frá sér allar sínar aflaheimildir í rækju. Skerðing á útgefnu afla- marki nú um þriðjung hefur sáralít- il áhrif á þessi skip.“ Einar sagði hins vegar að ein- stakar útgerðir væru í þeirri stöðu að hafa lagt mikla áherslu á að nýta sínar heimildir til þess að afla hrá- efnis til vinnslu hér innanlands. „Ég þekki dæmi um slíkar útgerðir sem nú þurfa að leigja til sín aflaheimild- ir í rækju frá skipum sem ekki sjá sér hag í því að nýta sínar heimildir. Skerðing á þriðjungi aflamarks í rækju nú á miðju fiskveiðiárinu mun því hafa það í för með sér að fjármagn færist á milli einstakra út- gerða, en vafasamt má telja hvort það hefur nokkur áhrif á heildar- veiðina." Aflinn ekki yfír 30 þúsund lestir Sjávarátvegsráðherra benti á að það hefði komið á óvart hve seint aflasamdrátturinn í rækjuveiðum hefði komið fram. „Mikil umskipti hafa verið í útbreiðslu þorsks norð- anlands sl. tvö ár og enginn vafi á að aukin þorskgengd á svæðinu ræður hér mestu, bæði aukið arðrán þorsks á rækju, en einnig er hugs- anlegt að þorskurinn tvístri rækj- unni og minnki veiðanleika hennar. Þá er hugsanlegt að hitastig sjávai' norðalands sl. þrjú ár kunni að hafa haft áhrif á útbreiðslu þorsks og rækju.“ Ráðherra sagði síðar aðspurður að miðað við afiabrögð að undan- förnu væri ekki líklegt að aflinn færi mikið yfir þrjátíu þúsund lestir það sem eftir væri af fiskveiðiárinu. „En þetta er auðvitað ógerlegt að segja fyrir með nokkurri vissu og það ræðst auðvitað mjög af því hver afli á sóknareiningu verður á kom- andi mánuðum,“ sagði hann meðal annars og lauk máli sínu á því að segja að erfitt væri að svara því nú hvort níundu grein fiskveiðistjórn- unarlaganna yrði beitt á næsta ári. Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknai'flokks, sagði m.a. í þessum umræðum að íyllsta ástæða væri fyrir stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða til að draga úr áhrifum samdráttar í rækjuveiðum og að ekki mætti bíða með aðgerðir fram á næsta fiskveiðiár. Fleiri þingmenn tóku undir það að brýnt væri að stjórnvöld gripu til að- gerða í þessum málum. Þeir voru Einar Oddur Kristjánsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, Sighvatur Björgvinsson, þingmaður jafnaðar- manna, Kristján Pálsson, Sjálfstæð- isflokki, Össur Skarphéðinsson, þingflokki jafnaðarmanna, og Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.