Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRIÐS Uinsjón: Arnúr G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni MÁNUDAGINN 8. febrúar hófst sveitakeppni Félags eldri borgara í Rvík. 12 sveitir eru skráðar til leiks og er það metþátt- taka. Að tveim umferðum loknum er staðan þessi, 16 spila leikir: Sveit Óláfs Ingvarssonar 49 Siglósveitin 39 Sveit Alberts Þorsteinssonar 38 Sveit Margrétar Margeirsdóttur 38 Fimmtudaginn 11. febrúar 1999 spiluðu 24 pör Mitchell. Úrslit urðu þessi: N/S: Sigurleifur Guðjónss. - Oliver Kristóferss. 258 Þórólfur Meyvantss. - Eyjólfur Halldórss. 236 Halla Ólafsdóttir - Magnús Halldórsson 231 A/V: Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánsson 241 Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 235 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 233 Meðalskor 216 Bridsfélag Kópavogs 5. og 6. umferð í aðalsveita- keppni félagsins voru leiknar sl. fimmtudag. Bestu kvöldskor náði sveit Júlíusar Snorrasonar 47 stig. Staða efstu sveita eftir 6 umferðir Sveit Júlíusar Snorrasonar 111 Sveit Magnúsar Aspelund 107 Sveit ekki Ragnars 106 „í sveit Júlíusar Snorrasonar spila auk hans: Omar Jónsson, Guðni Sigurbjömsson, Björn Hall- dórsson og Björgvin Víglundsson." Keppnin heldur áfram fimmtu- daginn 18. febrúar og spila- mennska hefst kl. 19:30. Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópa- vogi. Bikarkeppni á Reykjanesi Dregið hefir verið í fjögurra liða úrslitum í bikarkeppni Reykjaness. Sveit Jóhannesar Sigurðssonar spilar gegn sveit Sigurðar Ivars- sonai’ og sveit Svölu Pálsdóttur spilar við sveit Högna Friðjónsson- ar. Leikjunum á að vera lokið fyrir 25. marz nk. Heldur þú að % Hvíflaukur sé nóg ? g NATEN 1 ________- er nóg /_5 Aðsendar greinar á Netínu vÁ>mbl.is _/KLLTAf= e/TTH\V\£J /Sf'ÝTT Velina Laugavegi 4, sími 551 4473. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson LJÓSBRÁ Baldursdóttir stjórnarmaður í Bridssambandi íslands afhenti sigursveitinni verðlaunin. Frá vinstri eru Barnet Shenkin, Zia Mahmood, Steve Garner og Ralph Katz. Atjándu Bridshátíðinni lauk á mánudag Zia yann Flugleiðabik- arinn í sjöunda sinn BRIDS Hótel Loftleiðir SVEIT Pakistanans Zia Ma- hmood vann býsna öruggan sigur á Flugleiðamótinu í sveitakeppni sem lauk á mánudagskvöld og er þetta í sjöunda sinn í 18 ára sögu mótsins sem nafn Zia er letrað á Flugleiðabikarinn. Að þessu sinnu spiluðu með Zia Skotinn Barnet Shenkin, sem oft hefur spilað í breskum landsliðum en býr nú í Bandaríkjunum. Sveit- arfélagar þeirra voru Ralph Katz og Steve Garner, sem eru kunnir spilarar í Bandaríkjunum. Zia og félagar byrjuðu ekki sérlega vel og töpuðu m.a. í 2. umferð fyrir ís- lenskri sveit undir stjórn Dóru Axelsdóttur, 9-21. Þegar Zia þakkaði fyrir sig í mótslok að venju sagði hann að þær Anna ívarsdóttir og Guðrún Oskarsdótt- ir, sem voru andstæðingar hans í leiknum, hefðu vakið sérstaka at- hygli sína fyrir vandaða spila- mennsku. Orugg slemma Þegar sex umferðum af 10 var lokið á sunnudagskvöld höfðu Zia og félagar þó náð forustunni ásamt sveit Lars Blaksets frá Danmörku, en með honum spiluðu Knud bróðir hans, Klaus Christi- ansen og Frederik Bjerregaard. Á hæla þeirra komu nokkrar ís- lenskar sveitir, þar á meðal sveit Þriggja frakka og sveit Þróunar sem fékk það erfiða verkefni að spila við Danina, norska landsliðið og Zia á mánudeginum. Sveitin hélt jöfnu gegn Norðurlandasveit- unum en varð að lúta í lægra haldi gegn Zia sem fór með sterka stöðu í síðustu umferðina þegar þeir mættu Norðmönnunum en í norsku sveitinni spiluðu Tor Hel- ness, Jon Egil Furunes, Erík Sæ- lensminde og Boye Brogeland. Zia byrjaði vel og þeir Shenken sögðu m.a. örugga slemmu í þessu spili: HJÖRDÍS Eyþórsdóttir og Ásmundur Pálsson endurnýjuðu félags- skapinn við bridsborðið um helgina en þau voru í hópi sterkustu bridspara á íslandi fyrir nokkrum árum áður en Hjördís fluttist til Bandaríkjanna. Á myndinni spila þau við Norðmennina Boye Brogeland og Erik Sælensminde. Norður * ÁK * KD87 * 3 * DG864 Vestur Austur * 1087532 * D96 v 942 v Á1063 * 87 ♦ 962 * K2 * 1074 Suður * G4 v G5 * ÁKDG1054 *Á3 Zia og Shenkin sátu NS gegn Sælensminde og Brogeland. Vestur Norður Austur Suður 1 tígull pass 2 lauf pass 3 tíglar pass 3 hjörtu pass 4 lauf pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 lauf pass 6 tíglar/ Sagnirnar eru nokkuð einfaldar. Zia lýsti þéttum tígullit með 3 tígl- um og spurði síðan um ása eftir fyrirstöðusagnir. Slemman var ör- ugg í suður því sú hönd var vernd- uð gegn laufaútspili. Við hitt borð- ið spiluðu Norðmennirnir geim. Úm tíma var Zia 30 stigum yfir en í síðustu spilunum snéru Norð- mennirnir leiknum við og skoruðu látlaust. Leiknum lauk með sigri Norðmannanna, 18-12, en þótt Danirnir ynnu sinn leik náðu þeir Zia og félögum ekki. Þetta var lokastaðan: 1. Zia Mahmood 195 2. Lars Blakset 189 3. Norégur 183 4-5. Landsbréf 178 Strengur 178 6-7. Þröstur Ingimarsson 177 Grandi hf. 177 8. SamvinnuferiSir Landsýn 176 9. JOKER 173 10-11. Málninghf. 171 Dröfn Guðmundsdóttir 171 Þátttakendur í sveitakeppninni voru nokkru færri að þessu sinni en á undanfömum árum, en 80 sveitir voru skráðar til leiks. Þar munaði því að mun færri þátttak- endur voru frá Bandaríkjunum en oft áður. Allt fór hið besta fram og gi-einilegt að starfsfólk Bridssam- bandsins er orðið mjög þjálfað í að sjá um mót af þessari stærð. Stef- anía Skai'phéðinsdóttir var móts- stjóri og Sveinn R. Eiríksson var yfirkeppnisstjóri. Guðm. Sv. Hermannsson Capelle la Grande „ Helgi Ass með- al efstu manna SKAK F r a k k 1 a n d CAPELLE LA GRANDE 13._21. febrúar 1999 ÞRÍR íslenskir stórmeistarar taka um þessar mundir þátt í afar sterku og fjölmennu skákmóti í Ca- peHe la Grande í Frakklandi. Mótið hófst laugardaginn 13. febrúar og þremur umferð- um er lokið. Helgi Áss Grét- arsson er efstur íslendinganna með 214 vinning og er í sjötta sæti ásamt öðrum, en keppendur eru 612. Árangur hans í íýrstu um- ferðunum er þessi: Helgi Áss - Vladimir Malakhov (SM 2.557) 1-0 Helgi Áss - Semen Dvoirys (SM 2.562) ^ V2-V2 Helgi Áss - Ruth Sheldon (AM 2.265) 1-0 Hannes Hlífar Stefánsson er með 2 vinninga. Hann vann í fyrstu umferð, en gerði síðan tvö jafntefli. Helgi Olafsson er með IV2 vinning, hefur unnið eina skák, gert eitt jafntefli og tapað einni. Þrátt fyrir mikinn keppenda- fjölda hafa einungis fimm skák- menn unnið fyrstu þrjár skákirnar. Meistaramót Hellis 1999 Meistaramót Hellis 1999 hófst mánudaginn 15. febrúar. Mótið er óvenju sterkt auk þess sem kepp- endur hafa aldrei verið fleiri. Keppendur á mótinu eru 26, þar af 7 með yfir 2.000 skákstig. Jón Viktor Gunnarsson, nýbakaður Skákmeistari Reykjavíkur og Hraðskákmeistari Reykjavíkur, er stigahæstur keppenda með 2.475 stig. Sigurbjörn Björnsson sem varð jafn Jóni Viktori á Skák- þingi Reykjavíkur tekur einnig þátt í mótinu. Stigahæstur Hellis- manna er Björn Þorfinnsson, sem hefur orðið Skákmeistari Hellis undanfarin tvö ár og gerir nú at- lögu að titlinum í þriðja skipti. Helsti keppinautur hans um titil- inn að þessu sinni er Davíð Kjart- ansson. Lítið var um óvænt úrslit í fyrstu umferð: Jón V. Gunnarsson - Jóhann Ingvason 1-0 Sigurbjörn Björnss. - Kjartan Guð- mundss. 1-0 Stefán Kristjánsson - Kristján Ö. Elíasson 1-0 Björn Þorfinnsson - Bjarni Magn- ússon 1-0 Davíð Kjartansson - Ólafur í. Hanness. V2-V2 O.S.fl’V. Meistaramót Hellis er liður í hinni nýju Bikarkeppni í skák sem Taflfélag Garðabæjar, Taflfélag Kópavogs, Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagið Hellir og Skákfélag Hafnarfjarðar standa fyrir. Heild- arverðlaun í Bikarkeppninni eru 150.000 kr. auk verðlauna sem veitt eni í hverju móti fyrir sig. Auk að- alverðlaunanna verða góð peninga- verðlaun í flokki skákmanna undir 2.000 stigum, í kvennaflokki og í unglingaflokki. Næsta umferð á Meistaramóti Hellis verður tefld miðvikudaginn 17. febrúar og hefst hún kl. 19:30. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson Helgi Áss Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.