Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 42

Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRIÐS Uinsjón: Arnúr G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni MÁNUDAGINN 8. febrúar hófst sveitakeppni Félags eldri borgara í Rvík. 12 sveitir eru skráðar til leiks og er það metþátt- taka. Að tveim umferðum loknum er staðan þessi, 16 spila leikir: Sveit Óláfs Ingvarssonar 49 Siglósveitin 39 Sveit Alberts Þorsteinssonar 38 Sveit Margrétar Margeirsdóttur 38 Fimmtudaginn 11. febrúar 1999 spiluðu 24 pör Mitchell. Úrslit urðu þessi: N/S: Sigurleifur Guðjónss. - Oliver Kristóferss. 258 Þórólfur Meyvantss. - Eyjólfur Halldórss. 236 Halla Ólafsdóttir - Magnús Halldórsson 231 A/V: Júlíus Guðmundsson - Rafn Kristjánsson 241 Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 235 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 233 Meðalskor 216 Bridsfélag Kópavogs 5. og 6. umferð í aðalsveita- keppni félagsins voru leiknar sl. fimmtudag. Bestu kvöldskor náði sveit Júlíusar Snorrasonar 47 stig. Staða efstu sveita eftir 6 umferðir Sveit Júlíusar Snorrasonar 111 Sveit Magnúsar Aspelund 107 Sveit ekki Ragnars 106 „í sveit Júlíusar Snorrasonar spila auk hans: Omar Jónsson, Guðni Sigurbjömsson, Björn Hall- dórsson og Björgvin Víglundsson." Keppnin heldur áfram fimmtu- daginn 18. febrúar og spila- mennska hefst kl. 19:30. Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópa- vogi. Bikarkeppni á Reykjanesi Dregið hefir verið í fjögurra liða úrslitum í bikarkeppni Reykjaness. Sveit Jóhannesar Sigurðssonar spilar gegn sveit Sigurðar Ivars- sonai’ og sveit Svölu Pálsdóttur spilar við sveit Högna Friðjónsson- ar. Leikjunum á að vera lokið fyrir 25. marz nk. Heldur þú að % Hvíflaukur sé nóg ? g NATEN 1 ________- er nóg /_5 Aðsendar greinar á Netínu vÁ>mbl.is _/KLLTAf= e/TTH\V\£J /Sf'ÝTT Velina Laugavegi 4, sími 551 4473. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson LJÓSBRÁ Baldursdóttir stjórnarmaður í Bridssambandi íslands afhenti sigursveitinni verðlaunin. Frá vinstri eru Barnet Shenkin, Zia Mahmood, Steve Garner og Ralph Katz. Atjándu Bridshátíðinni lauk á mánudag Zia yann Flugleiðabik- arinn í sjöunda sinn BRIDS Hótel Loftleiðir SVEIT Pakistanans Zia Ma- hmood vann býsna öruggan sigur á Flugleiðamótinu í sveitakeppni sem lauk á mánudagskvöld og er þetta í sjöunda sinn í 18 ára sögu mótsins sem nafn Zia er letrað á Flugleiðabikarinn. Að þessu sinnu spiluðu með Zia Skotinn Barnet Shenkin, sem oft hefur spilað í breskum landsliðum en býr nú í Bandaríkjunum. Sveit- arfélagar þeirra voru Ralph Katz og Steve Garner, sem eru kunnir spilarar í Bandaríkjunum. Zia og félagar byrjuðu ekki sérlega vel og töpuðu m.a. í 2. umferð fyrir ís- lenskri sveit undir stjórn Dóru Axelsdóttur, 9-21. Þegar Zia þakkaði fyrir sig í mótslok að venju sagði hann að þær Anna ívarsdóttir og Guðrún Oskarsdótt- ir, sem voru andstæðingar hans í leiknum, hefðu vakið sérstaka at- hygli sína fyrir vandaða spila- mennsku. Orugg slemma Þegar sex umferðum af 10 var lokið á sunnudagskvöld höfðu Zia og félagar þó náð forustunni ásamt sveit Lars Blaksets frá Danmörku, en með honum spiluðu Knud bróðir hans, Klaus Christi- ansen og Frederik Bjerregaard. Á hæla þeirra komu nokkrar ís- lenskar sveitir, þar á meðal sveit Þriggja frakka og sveit Þróunar sem fékk það erfiða verkefni að spila við Danina, norska landsliðið og Zia á mánudeginum. Sveitin hélt jöfnu gegn Norðurlandasveit- unum en varð að lúta í lægra haldi gegn Zia sem fór með sterka stöðu í síðustu umferðina þegar þeir mættu Norðmönnunum en í norsku sveitinni spiluðu Tor Hel- ness, Jon Egil Furunes, Erík Sæ- lensminde og Boye Brogeland. Zia byrjaði vel og þeir Shenken sögðu m.a. örugga slemmu í þessu spili: HJÖRDÍS Eyþórsdóttir og Ásmundur Pálsson endurnýjuðu félags- skapinn við bridsborðið um helgina en þau voru í hópi sterkustu bridspara á íslandi fyrir nokkrum árum áður en Hjördís fluttist til Bandaríkjanna. Á myndinni spila þau við Norðmennina Boye Brogeland og Erik Sælensminde. Norður * ÁK * KD87 * 3 * DG864 Vestur Austur * 1087532 * D96 v 942 v Á1063 * 87 ♦ 962 * K2 * 1074 Suður * G4 v G5 * ÁKDG1054 *Á3 Zia og Shenkin sátu NS gegn Sælensminde og Brogeland. Vestur Norður Austur Suður 1 tígull pass 2 lauf pass 3 tíglar pass 3 hjörtu pass 4 lauf pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 lauf pass 6 tíglar/ Sagnirnar eru nokkuð einfaldar. Zia lýsti þéttum tígullit með 3 tígl- um og spurði síðan um ása eftir fyrirstöðusagnir. Slemman var ör- ugg í suður því sú hönd var vernd- uð gegn laufaútspili. Við hitt borð- ið spiluðu Norðmennirnir geim. Úm tíma var Zia 30 stigum yfir en í síðustu spilunum snéru Norð- mennirnir leiknum við og skoruðu látlaust. Leiknum lauk með sigri Norðmannanna, 18-12, en þótt Danirnir ynnu sinn leik náðu þeir Zia og félögum ekki. Þetta var lokastaðan: 1. Zia Mahmood 195 2. Lars Blakset 189 3. Norégur 183 4-5. Landsbréf 178 Strengur 178 6-7. Þröstur Ingimarsson 177 Grandi hf. 177 8. SamvinnuferiSir Landsýn 176 9. JOKER 173 10-11. Málninghf. 171 Dröfn Guðmundsdóttir 171 Þátttakendur í sveitakeppninni voru nokkru færri að þessu sinni en á undanfömum árum, en 80 sveitir voru skráðar til leiks. Þar munaði því að mun færri þátttak- endur voru frá Bandaríkjunum en oft áður. Allt fór hið besta fram og gi-einilegt að starfsfólk Bridssam- bandsins er orðið mjög þjálfað í að sjá um mót af þessari stærð. Stef- anía Skai'phéðinsdóttir var móts- stjóri og Sveinn R. Eiríksson var yfirkeppnisstjóri. Guðm. Sv. Hermannsson Capelle la Grande „ Helgi Ass með- al efstu manna SKAK F r a k k 1 a n d CAPELLE LA GRANDE 13._21. febrúar 1999 ÞRÍR íslenskir stórmeistarar taka um þessar mundir þátt í afar sterku og fjölmennu skákmóti í Ca- peHe la Grande í Frakklandi. Mótið hófst laugardaginn 13. febrúar og þremur umferð- um er lokið. Helgi Áss Grét- arsson er efstur íslendinganna með 214 vinning og er í sjötta sæti ásamt öðrum, en keppendur eru 612. Árangur hans í íýrstu um- ferðunum er þessi: Helgi Áss - Vladimir Malakhov (SM 2.557) 1-0 Helgi Áss - Semen Dvoirys (SM 2.562) ^ V2-V2 Helgi Áss - Ruth Sheldon (AM 2.265) 1-0 Hannes Hlífar Stefánsson er með 2 vinninga. Hann vann í fyrstu umferð, en gerði síðan tvö jafntefli. Helgi Olafsson er með IV2 vinning, hefur unnið eina skák, gert eitt jafntefli og tapað einni. Þrátt fyrir mikinn keppenda- fjölda hafa einungis fimm skák- menn unnið fyrstu þrjár skákirnar. Meistaramót Hellis 1999 Meistaramót Hellis 1999 hófst mánudaginn 15. febrúar. Mótið er óvenju sterkt auk þess sem kepp- endur hafa aldrei verið fleiri. Keppendur á mótinu eru 26, þar af 7 með yfir 2.000 skákstig. Jón Viktor Gunnarsson, nýbakaður Skákmeistari Reykjavíkur og Hraðskákmeistari Reykjavíkur, er stigahæstur keppenda með 2.475 stig. Sigurbjörn Björnsson sem varð jafn Jóni Viktori á Skák- þingi Reykjavíkur tekur einnig þátt í mótinu. Stigahæstur Hellis- manna er Björn Þorfinnsson, sem hefur orðið Skákmeistari Hellis undanfarin tvö ár og gerir nú at- lögu að titlinum í þriðja skipti. Helsti keppinautur hans um titil- inn að þessu sinni er Davíð Kjart- ansson. Lítið var um óvænt úrslit í fyrstu umferð: Jón V. Gunnarsson - Jóhann Ingvason 1-0 Sigurbjörn Björnss. - Kjartan Guð- mundss. 1-0 Stefán Kristjánsson - Kristján Ö. Elíasson 1-0 Björn Þorfinnsson - Bjarni Magn- ússon 1-0 Davíð Kjartansson - Ólafur í. Hanness. V2-V2 O.S.fl’V. Meistaramót Hellis er liður í hinni nýju Bikarkeppni í skák sem Taflfélag Garðabæjar, Taflfélag Kópavogs, Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagið Hellir og Skákfélag Hafnarfjarðar standa fyrir. Heild- arverðlaun í Bikarkeppninni eru 150.000 kr. auk verðlauna sem veitt eni í hverju móti fyrir sig. Auk að- alverðlaunanna verða góð peninga- verðlaun í flokki skákmanna undir 2.000 stigum, í kvennaflokki og í unglingaflokki. Næsta umferð á Meistaramóti Hellis verður tefld miðvikudaginn 17. febrúar og hefst hún kl. 19:30. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson Helgi Áss Grétarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.