Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Garðar við æfingar hjá Leeds og Rangers GARÐAR Bergmann Gunnlaugs- son, bróðir knattspyrnumannanna Arnars og Bjarka, hefur dvalið við æfingar hjá enska knattspyrnulið- inu Leeds. Garðar, sem verður 16 ára í næsta mánuði og leikur með 3. flokki IA, hefur æft með unglinga- liði Leeds og 19 ára leikmönnum þess frá því á þriðjudag í síðustu viku. Garðar átti að leika með ung- lingaliði Leeds gegn unglingaliði Nottingaham Forest á sunnudag. Gunnlaugur Sölvason, faðir Garðars, sagði að Kenny Moyes, umboðsmaður Arnars, hefði haft milligöngu um að Garðar fengi að æfa með Leeds. Moyes kom honum að við æfingar hjá Glasgow Ran- gers í fyrra og óskaði þá félagið eft- ir að fá hann aftur til sín. Gert var ráð fyrir að Garðar færi til félags- ins í dag og yrði fram á fimmtudag. Guðjón í Belgíu GUÐJÓN Þórðarson, landsliðs- þjálfari karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, er staddur í Belgíu til að fylgjast með íslenskum knatt- spyrnumönnum. Guðjón fylgdist með Arnari Viðarssyni í leik með Lokeren, sem sigraði Wasterlo 3:0 í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á laugardag. Guðjón sagði að Arnar hefði spilað allan leikinn. Guðjón kvaðst gera ráð fyrir að sjá leik Genk og Sint-Truiden í bik- arkeppninni í kvöld. Með Genk leika synir Guðjóns: Þórður, Bjarni og Jóhannes. Guðjón, sem einnig hefur fylgst með íslenskum knatt- spymumönnum á æfingamóti á La Manga á Spáni undanfarnar vikur. Leikur Arsenal og Sheff. Utd. endurtekinn ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, hefur heimilað að ieikur Arsenal og Sheff. Utd í ensku bikarkeppninni verði endurtekinn. Arsenal sigraði SheiT. Utd 2:1 í 5. umferð bikarkeppninnar 13. febníar. Marc Overmars skor- aði sigurmarkið með umdeild- um hætti og bauð Arsenal Sheff. Utd. að endurtaka leikinn. Enska knattspyrnusambandið hafði samþykkt að leikurinn yrði háður að nýju, en FIFA tók málið hins vegar til skoðunar. Hafði Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, hótað að draga lið sitt úr bikarkeppninni ef FIFA kæmist að þeirri niður- stöðu að ieikurinn yrði ekki endurtekinn. Arsenal var á móti hótað háum (jársektum ef liðið yrði dregið úr keppninni. FIFA tók ákvörðun um að breyta ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins og verður hann liáður á Highbury í Lundúnum í kvöld. KEILA / ISLANDSMEISTARAMOT EINSTAKLINGA Morgunblaðið/Kristinn FREYR Bragason og Sólveig Guðmundsdóttir, íslandsmeistarar einstaklinga í keilu 1999. Bræðurnir börðust til þrautar SÓLVEIG Guðmundsdóttir og Freyi- Bragason, Keilufélagi Reykjavíkur, urðu um helgina ís- landsmeistarar einstaklinga í keilu, en síðasti hluti mótsins fór fram í keilusalnum í Mjódd. Um leið unnu þau sér inn þátttökurétt á Evrópu- bikarmót landsmeistara sem fram fer í ísrael í byrjun september. Keppni í meistaraflokki karla var spennandi á milli Freys, bróður hans, Jóns Helga og Jónasar Guð- mundssonar og hafði Freyr sigur, fékk 9.343 stig eða 199,6 að meðal- tali í 46 leikjum. Jónas fékk 92.59 stig, 198,9 að meðaltali og Jón Helgi 9.262 stig, 198,5 að meðaltali. Freyr vann Jón bróður sinn í tvö- fóldum úrslitaleik með 414 stig á móti 389. Þetta er í fyrsta skipti sme Freyr vinnur Islandsmeistara- titilinn en Jón Helgi vann 1993 og 1997. Sigur Sólveigar var öruggari. Hún hlaut 8.373 stig sem gerir 178,1 stig að meðaltali í 46 leikjum. í öðru sæti varð íslandsmeistari síðasta árs, Elín Óskarsdóttir, fékk 8.235 stig, 176,3 stig að meðaltali og Ragna Matthíasdóttir varð þriðja með 8.228 stig, 176 stig að jafnapi. Höskuldur Höskuldsson varð ís- landsmeistari i 1. flokki með 6.508 stig, sem gerir 185,4 stig að jafnaði. Sólveig vann Elínu örugglega í úrslitaleik með 426 stigum gegn 325 stigum Elínar sem gekk óvenjuilla og fékk mikið af glennum í fyrri hluta leiksins. SUND / HEIMSBIKARMOT I PARIS Örn Arnarson fann til eymsla í öxl og varð að hætta keppni í París Vonum að þetta sé ekki alvarlegt ÖRN Arnarson, SH, hafnaði í þriðja sæti í 100 metra baksundi á heimsbikarmóti sem fram fór í París um helgina. Örn synti á 54,32 sekúndum, en íslandsmet hans frá Evrópumeistaramót- inu í Sheffield í desember er 53,71 sekúnda. Örn fann fyrir eymslum í öxl á sunnudaginn og keppti ekki. „Það voru tals- verð vonbrigði að hann gat ekki verið með i 200 metra baksundinu á sunnudaginn, en við vildum ekki taka neina áhættu og ákváðum því að draga hann úr keppni,“ sagði Brian Marshall, þjálfara Arnar. I rian sagði of snemmt að segja I til um hversu alvarleg meiðsli Arnar væru en hann sagði þau ekki lýsa sér ósvipað þeim er hrjáðu sundmanmnn síðastliðið sumar og ollu honum talsverðum óþægindufn um tíma. IVEg vona að meiésfin séu ekki eins alvarleg og í l'yira og þau stafi fyekar af mildu álagi sem Örn hefur verið undir síðustu vikur, en um leið og við koraum heim hittum við lækni á vegum ÍSÍ og látum hann greina þetta og ráðleggja okkur hvað best sé að gera,“ sagði Marhail ennfremur. „Fyrst og fremst held ég að þetta séu álags- meiðsli.“ Marshall sagðist vera ánægður með árangur Ai-nar í 100 metra baksundinu. „Hann var yngstur þeirra sem voru í úrslitum og það er vitað mál að eldri sundmenn eru sterkari í þessari grein. Við leggjum meiri áherslu á 200 metra baksundið og í þeirri grein liggja möguleikar Amar eins og mál standa nú.“ Sigurvegári varð Franck Esposito, Frak-kiandi, á 53,63 sekúndum og annað sætið hreppti Bretinn Martin Harris & 54,09. Lára hrund Bjargardóttir, SH, komst í úrslit í 100 metra fjór- sundi á síðari keppnisdegi. í und- anrásum synti hún á 1.04,90 mín- útum og var þriðjung úr sekúndu frá eigin meti sem hún setti í Glas- gow um síðustu helgi. í úrslitum náði hún sér ekki á strik og synti á 1.05,86. Eigi að síður er þessi tími vel undir fyrra meti í greininni. Þá varð Lára í 27. sæti í 100 metra skriðsundi á 58,93 sekúndum, í 11. sæti í 200 metra fjórsundi á 2.21,23 og í 18. sæti 200 metra skriðsundsins á 2.04,05 mín. „Lára er orðin þreytt eftir langa æfinga- og keppnistörn svo ég tel að ár- angur hennar sé alveg viðunandi," sagði Brian. Elín Sigurðardóttir, SH, varð í 9. sæti í 50 metra skriðsundi á 26,30 sekúndum og var hársbreidd frá úrslitum, um leið er þefta ann- ar besti árangur sem Elín nær á ferlinum í þessári grein. J 100 metra flugsundi kom Elín tuttug- asta og önnur í mark á. 1.05,95 mínútum. Elín ætlaði sér síðan um of í 50 metra flugsundi þar sem hún hafði hug á að sauma nærri meti Eydísar Konráðsdóttur, Keflavík, Elín þjófstartaði og var dæmd úr leik. Halldóra Þorgeirsdóttir synti 200 metra bringusund á 2.43,44,50 metra bringusund á 35,41 sekúndu og varð í 16. sæti. Þá hreppti hún 20. sætið í 50 metra flugsundi á 30,82 sek. Halldóra synti einnig 100 metra bringusund á 1.14,73, varð í 26. sæti og 1 18. sæti í 200 metra fjórsundi á 2.30,07. „Hall- dóra synti betur núna en á Glas- gow-mótinu fyrir viku þannig að hún kemur reynslunni ríkari úr þessari ferð,“ sagði Brian þjálfari. „Elín var óheppin í 50 metra flugsundinu, en í heild góð, er bjai-tsýn og mér líst svo á að hún eigi eftir að synda vel á íslands- meistaramótinu eftir þrjár vjkur,“ sagði Marshall ennfremur. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, setti stúlknamet í 100 metra fjór- sundi, synti á 1.05,61 og bætti met Láru Hrundar sem var 1.06,59. Kolbrún varð í 10. =sæti. Þá varð hún tuttugasta í 100 metra skrið- sundi á 58,23 sek. Einnig varð hún í 17. sæti í 200 metra baksundi á 2.20,43, í 9. sæti í 50 metra baksundi á 30,14 sek., og í 19. sæti 50 metra skriðsundsins á 26,85 sek. Ólafur skoraði tólf mörk FLENSBORG sigraði Lenigo í stórslag helgarinnar í þýska handknattleiknum, 22:20, eftir að staðan í hálfleik var 13:8, Flens- borg í vil. Þar með eru Flens- borgarar komnir með 3ja stiga forystu og ætti þetta hálfdanska lið sem hefur 5 danska landsliðs- menn auk Danans Erik Veje Rassinussen, þjálfara, innan sinna vébanda að vera nokkuð öruggt með meistaratitilinn. Það yrði fyrsti titill Flensborgar í sögunni en borgin sem félagið kemur frá iiggur sem kunnugt er alveg við landamæri Danmerkur og er fjöldinn allur af Dönum sem sækja heimaleiki liðsins. Christi- ansen hornamaður gerði 5 mörk fyrir Flensborg, og Morten Bjerre 4, en fyrir Lemgo var Daniel Stephan yfirburðamaður með 9 mörk. Wuppertal lék mjög vel gegn slöku liði Minden sem var án fjög- urra fastamamia. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Wupperlai sem færðist fjær botninum og ætti að vera nokkuð öruggt um að þurfa ekki að fara í aukaleiki um fall í 2. deild. Aðeins eitt lið fellur beint úr 1. deildinni en næst neðsta liðið þarf að spila aukaleik við næstefsta lið úr annaðhvort norður- eða suðurriðli annarrar deildar. Þetta er vegna íjölgunar liða úr 16 í 18 lið. fslendingatríóið lék að venju vel og voru lykiimemi liðsins. Norðmaðurinn Stig Rasch sýndi loksins góðan leik, var markahæstur með 6 mörk. Valdi- mar Grúnsson gerði 4, Dagur Sig- urðsson 3 og Geir Sveinsson 2. Ólafur Stefánsson átti stórleik fyrir Magdeburg og gerði 12 mörk, þar af 7 úr vítum. Hann var besti maður vallarins í sigri Magdeburg á siöku liði Wallau Massenheim Frankfurt, 30:21. Gummersbach gerði góða ferð til Nettelstedt og sigraði óvænt 24:33. Nettelstedt sem hefur leik- ið vel að undanförnu hefur greinilega vanmetið Gummers- bach því nokkra leikmenn vant- aði í liðið vegna meiðsla, m.a. markvörðinn snjalla Steinar Ege. Kóreumaðurinn Yoon var að venju markahæstur, Gummers- bach með 10 mörk en Króatinn Mikulic skoraði 11 fyrir Nettel- stedt og eru þessar tvær vinstri- handar skyttur markahæstar í þýsku deildinni. Dutenhofen sigr- aði lið Niederwurzbach 31:25. Grosswallstadt vann öruggan sigur á TUSEM Essen, 29:20, en Essen hefur leikið injög vel að undanförnu. Páll Þóróifsson gerði 1 mark fyrir Essen. Rodman DENNIS Rodinun, körfuknad- leiksniaðurinn skrautlegi, til- kynnti í gær að hann heföi ákveðið að leika méð Los Ang- eles Lakers í NBA-deildinni í vetur. „Ég mun skrifa undir samning við Lakers i kvöld,“ sagði Rodman, fyri-verandi leikmaður Chicago Bulls, í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.