Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 24

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 24
Þættir um Samband íslenskra samvinnufélaga á Stöð 2 Morgunblaðið/Halldór Draumur eins er martröð annars Annar þátturinn um SÍS-veldió er á dagskrá 20. apríl og lokaþátturinn hinn 27. sama mánaóar. Dóra Ósk Halldórsdóttir spjallaði við Viðar Vík- ingsson sem sá um dagskrárgerðina og Jón Þór Hannesson, forstjóra Saga-film, sem framleióir þættina. STÓRVELDIÐ SÍS sem trónir yfir atvinnusögu íslands á þessari öld á upphaf sitt aö rekja til bæjarins Yztafells I Köldukinn áriö 1902. í fyrsta þættinum sem sýndur var 13. apríl var upphaf Sambandsins rakið og ástæður fyrir stofnun þess tíundaðar. Sagan var rekin fram að síðari heims- styrjöldinni og sýnt hvernig samvinnuhugsjóninni óx fisk- ur um hrygg. í öörum þættin- um er fjallað um blómatíma Sambandsins frá síðari heimsstyrjöld allt fram á 9. áratuginn. Á þessu tímabili var SÍS óumdeilanlega ríki í ríkinu og teygði anga sína inn í alla króka samfélagsins. I lokaþættinum er síöan fjallað um hvernig þessi mikli 1ýnr- tækjarisi varð illa úti í breyttu viðskiptaumhverfi. - Hver var kveikjan að þessari þéttaröö um Sam- þand íslenskra samvinnufé- urspeglar íslandssögu 20. aldarinnar. Fyrirtækið er sér á parti vegna þess hversu gífur- leg áhrif það hafði, ekki ein- ungis á atvinnusögu, heldur einnig á hugmynda-, efna- hags- og stjórnmálasögu landsins í gegnum Framsókn- arflokkinn. Það á rætur í sjálfsbjargarviðleitni bænda, en verður á endanum fyrir- tæki sem teygir sig nánast yf- ir á öll svið íslensks þjóðlífs," bætir Viðar við. Talsverður styr stóð um Sambandiö og voru menn ekki á eitt sáttir um þetta við- skiptaform. Andstæðingar Framsóknarflokksins héldu uppi mikilli gagnrýni og segir Viðar aö reynt sé af megni að draga fram bæði sjónarhorn þeirra sem fylgdu Samband- inu að málum og þeirra sem gagnrýndu fý'rirtækiö. „Við reynum að gera þessa mynd af Sambandinu lifandi. Sam- JÓN Þór Hannesson og Viðar Víkingsson fyrir framan áfengis- verslunina í Austurstræti en þar var fyrsta kjörbúð Reykjavíkur til húsa. EIN af fjölmörgum auglýsingum Sambandsins. laga? „Jón Þór Flannesson, for- stjóri Saga Film, fékk hug- myndina og sótti um og fékk styrk til Menningarsjóös út- varpsstööva. Ásgeir Friðgeirs- son blaðamaöur safnaði upp- lýsingum um SlS og tók við- töl, en talað er við fjölda fólks sem á einn eða annan hátt tengist sögu fyrirtækis- ins. Ég samdi endanlegt handrit og þulartexta og bjó þættina í sjónvarpsbúning," segir Viðar Víkingsson kvik- myndagerðarmaður. „Saga Sambandsins spann- ar nánast alla öldina og end- vinnumenn voru duglegir að gera áróðurs- og fræðslu- myndir um samvinnuhreyfing- una og óspart er vitnaö í þær myndir. Þær lýsa vel tíöarand- anum og við höfum lagt höf- uðáherslu á að endurskapa það andrúmsloft sem var í þjóðfélaginu fyrr á öldinni. Tal- að er við marga sem ýmist stóðu í eldlínunni fyrir Sam- bandið eða tengdust því á annan hátt og einnig er talað við andstæöinga Sambands- ins. Þaö sem er draumur eins er martröð annars." - Við hverja er rætt? „Meðal annarra lýsir Erlend- ur Einarsson, fv. forstjóri SÍS, því hvernig Sambandið var fulltrúi hreyfingar sem stór hluti landsmanna setti bæði traust sitt á og hafði áhrif á gegnum lýöræðisskipulag fyr- irtækisins. Jón Sigurðsson, hagfræöingur og fyrrverandi skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst, dregur upp mynd af samvinnuhreyfingunni sem „hugsjón í vinnufötum." Sig- urður Jónsson, bóndi á Ysta- felli, lýsir hug bænda sem treystu sínu kaupfélagi en höfðu efasemdir um Sam- bandiö. Magnús Óskarsson, fyrrverandi borgarlögfræðing- ur, og Jakob F. Ásgeirsson blaðamaöur eru hins vegar fulltrúar þeirra sem draga t efa að SÍS hafi haft heilla- vænleg áhrif í íslensku þjóð- félagi," segir Viðar. „En Viðar nálgast efniö mjög skemmtilega," segir Jón Þór „og um leið og efniö er vissulega fræðandi er það einnig sett fram á skemmti- legan máta. „Sambands- húmornum" eru gerð skil og m.a. er talaö viö Stuömann- 24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.