Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 26
Ork í Tékklandi
Skólastelpa
brennd á báli
Ævi og örlög Jóhönnu af Örk eru efni-
vióur dýrustu sjónvarpsmyndar sem
gerð hefur verió. Börkur Gunnarsson
fylgdist meó tökum í Prag og talaói
vió aóalleikarana LeeLee Sobieski
og Peter Strauss
RÉTT -fyrir utan Prag í Tékklandi
á sléttu við Kozarovice er búið
að reisa miklar tjaldbúðir við
eystri endann en við þann
vestri gnæfir nýreistur kastali
sem ku líkjast kastala í Frakk-
landi sem Jóhanna af Örk leiddi
her sinn gegn á 15. öld.
Á sléttunni ríða á annað
hundrað riddarar í fullum her-
klæðum og undirbúa árás. Það
hefur rignt mikið í Tékklandi
undanfarna daga og forin nær
hestum upp fyrir hófa. Veriö er
að framleiöa tveggja þátta
myndaröö (bandarísk-kanadísk
framleiðsla) um ævi og enda-
lok Jóhönnu af Örk sem fékk
vitrun frá æðri máttarvöldum
þegar hún var unglingur og var
sett fyrir franska herinn í bar-
áttunni við Englendinga í hund-
rað ára stríöinu á 15. öld.
Hún vann frækilega sigra,
en féll loks í hendur Englend-
inga og var brennd á báli fyrir
trúvillu. En seinna var hún
gerð aö dýrlingi af páfanum í
Róm. Fjárhagsáætlun til kvik-
myndagerðarinnar hljóöar upp
á 25 milljónir dollara eða hátt
á annan milljarö íslenskra
króna og er þetta dýrasta sjón-
varpsmynd sem gerö hefur ver-
ið. Enda eru mörg hundruð
hestar og yfir 3 þúsund auka-
leikarar notaöir í sumum bar-
dagasenunum og að sjálf-
sögðu flestir klæddir í miðalda-
herbúninga.
FLESTIR DEYJA í DAG
Þá eru ótaldir þeir kastalar
og virki sem reist hafa verið og
filmukostnaður (myndin er tek-
in á 35 mm filmu) og þær sex
kvikmyndavélar sem í erfiðustu
tökunum eru allar í notkun.
Vegna ömurlegra aðstæðna
sem hafa myndast vegna rign-
inga er veriö að koma öllum
bílum af svæðinu þar sem þeir
festast ítrekað og valda töfum
á tökum. í stað þess að nota
bíl ríöur leikstjórinn (Christian
Duguay) á hesti eins og herfor-
ingi um svæðiö og hrópar skip-
anir sínar í lúður. Hann er
reyndar hæstánægður með að-
stæðurnar, að hans mati hjálp-
ar forarsvaöið til við sjónræna
hliö myndarinnar. En þeirtæp-
lega átta hundruð leikarar,
sem eru á tökustaö þennan
dag, eru ekki eins ánægðir.
Það er allhvasst og kuldinn
er of mikill þótt hann sé ekki
nógu mikill til að frysta jarð-
veginn. Handan kastalans er
halli þar sem nokkur hundruð
þreyttir og kaldir aukaleikarar
hafa safnast saman í kringum
tunnur sínar og þeim er leyfi-
legt að kveikja bál til að halda
á sér hita. Þarna mega hinir
ensku riddarar frá 15. öld,
kappklæddir í brynjur og með
sverð í hendi, reykja Winston
Lights, drekka kók og boröa
pítsur. Að sögn leikstjórans
verða þeir flestir að deyja í dag
svo aö tökurnar verði ekki á
eftir áætlun.
Einn kvikmyndatökumanna
hristir hausinn og segir: „Ég
veit ekki hvaö þeir borga þeim,
en það er örugglega ekki þess
virði," enda híma þeir mestan
hluta dagsins í hallanum og
bíða eftir að fá flensu eöa vera
kallaöir í tökur. En eins og
þekkt er fer meirihluti vinnu-
dagsins í að bíða og vera til
taks þegar kalliö kemur. Það
er tiltölulega algengt að stór
vestræn framleiðsluverkefni
séu flutt til Tékklands þar sem
er ódýrt vinnuafl. Kynningarfull-
trúi verkefnisins viðurkennir að
það, ásamt því að landslagiö
hér hentar myndinni vel, hafi
vegiö þyngst í þeirri ákvörðun
að kvikmynda hana í Tékk-
landi.
SKORTUR
Á KVENHETJUM
Það hafa áöur veriö gerðar
myndir um Jóhönnu af Örk,
frægust er líklega sú sem
Ingrid Bergman lék aðalhlut-
verkið í. En jafnan hefur Jó-
hanna af Örk verið leikin af
leikkonu sem hefur verið kom-
in hátt á þrítugsaldurinn en nú
bregður svo við að sett er í
hlutverkið stúlka sem er á
sama aldri og Jóhanna af Örk
var þegar hún hóf herferð sína.
Leelee Sobieski sem leikur aö-
alhlutverkiö er aðeins 16 ára
gömul en er með fimm ára
leikferil að baki. Önnur hlut-
verk eru í höndum fólks eins
og Peters O'Toole, Jacqueline
Bissett, Chads Willetts og Pet-
ers Strauss.
En hvað veldur þessum nýtil-
komnu vinsældum Jóhönnu af
Örk? Þetta er nefnilega ekki
eina myndin sem veriö er aö
gera um hana; á sama ttma er
Luc Besson aö taka upp kvik-
mynd um þennan dýrling frá
15. öld. „Hugsanlega er skort-
ur á kvenhetjum á markaðn-
um," segir kynningarfulltrúinn.
„Þaö er rétt að það er athyglis-
verð tilviljun að tvö stór verk-
efni um hana eru sett í gang á
sama tíma."
Og við horfum á Leelee
Sobieski, 16 ára unglings-
stúlku, leiða nokkur hundruð
manna riddaralið fullorðinna
karlmanna til árásar á Eng-
lendingana, sem þegar hafa
fengið sinn síöasta smók og
26