Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 46

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 46
Elskunnar logandi bál - Lust och fágring stor, ('95) Frumsýningar M Vel leikin, stýrð 1 9 0g skrifuð l $ þroskasaga um fyrstu kynni 15 ára unglings (Thomas Viderberg), af unað- semdum ástarinnar, sem hér em að vísu forboðnar. Því hún, (Marika La- gercrantz) er kennslukonnan hans, rösklega tuttugu ámm eldri og harðgift í ofanálag. Ekki fyrir klámhunda þó eró- tísk sé heldur alvarleg og gamsöm og heiðarleg lýsing á þessum geðslegu tímamótum Eini Ijóðurinn að La- gercrantz er alltof ungleg og Widerberg of fullorðinslegur. Bíórásin, 21.04. I Am a Fugitive From a Chain Gang, ('32) Sígild mynd um ófullkomið dómskerfi, ójöfnuð og ranglæti sem leiða til dapurlegra örlaga. Paul Muni leikur mann sem er saklaus dæmdur fyrir morð og áhorfendur fylgjast með því hvernig aðstæðurnar umturna honum til hins verra. Þessi flötur á málinu þótti byltingarkenndur á fjórða ártugnum, en myndin hefur ætíð nóg fram að færa. TNT, 25.04. Lúðrasveit verkalýðsins - Brassed Off, ( 96) U Ung kona blæs nýju lífi í lúðra- * sveitina og fátæka og svartsýna íbúa í afsetnum námabæ. Góður hljóðfæraleikari getur gert kraftaverk, er niðurstaðan. Notaleg og mannleg bresk nýbylgjumynd. Tara Fitzgerald, Pete Postlethwait, Ewan McGregor. Sýn, 17.04. Nijinsky, ('80) U Sjálfsævisöguleg mynd um * raunalegt Iffshlaup stórdansar- ans, um og eftir aldamótin síðustu. VMG segir myndina góða og vel leikna af George de la Pena í titil- hlutverkinu og Alan Bates sem elsk- hugi hans í stormasömu lífi. Forvitni- leg. Stöð 2, 25.04. Óttalaus - Fearless, ('93) Að öllu jöfnu hrífst ég af því sem þeir gera, leikstjórinn Peter Weir og leikarinn Jeff Bridges. Þessi fárán- lega mynd um eftirhreytur flugslyss er undantekning. Þrátt fyrir mannskapinn sló hún aldrei á rétta strengi. Efnið og persónurnar ótrúverðugar, framvindan skrýtin og nokkrir óþolandi leikarar é (þ.á.m. Rosie Perez og Tom Hulce), bæta ekki úr skák. RUV, 24.04 Rauður - Rouge, ('94) U Takmörkuð tjáskipti einstaklinga * í samtímanum er viðfangsefni Kieslowskis í síðustu myndinni í þrí- eykinu sem hann kenndi við frönsku fánalitina. Iréne Jacob og Jean Louis Trintignant leik firna vel tískusýningar- stúlku og dómara á eftirlaunum, sem tengjast ólíklegum vinaböndum í hrá- slagalegum heimi. Bíórásin, 27.04. Savage Messiah, (72) j Ein af hinum persónulegu æði- 9 bunumyndum Kens Russell um hugðarefni hans; gengna, Evrópska 20. aldar listamenn. Að þessu sinni franska málarann Gaudier, sem 18 ára tók upp samband við Pólverjann Sophie Brzeska, sem var 20 árum eldri. Maltin segir myndina í rösku meðallagi. TNT, 26.04 Synd og skömm - Baby of Macon, ('93) / Forvitnileg, búningamynd um * stöðu konunnar á 17. Öld, er því miður yfirborðsdkennd og innihaldsrýr. Margir em á öðm máli, menn hata eða elska þessa fáséðu mynd frá Peter Greenaway. Bíórásin, 24.04. Sæmd - Gloiy, ('89) jl, Sannsöguleg, magnþrungin v mynd um hetjulega baráttu þeldökkrar hersveitar í þrælastríðinu, séða með augum Norðurríkjamanns- ins sem þjálfaði hann til afreksverka. Margföld Óskarsverðlaunamynd, m.a. fyrir framlag leikaranna Denzel Wash- ington og Jane Alexanderog stórfeng- lega kvikmyndatöku Freddie Frances. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Leik- stjóri Edward Zwick. RUV, 16.04. Vandalaus verk - Five Easy Pieces, (70) ji, Ein af "myndum" áttunda ára- *F tugarins, með sterkum frá- hvarfseinkennum frá þeim sjöunda. Jack Nicholson slær í gegn sem fyrr- um upprennandi konsertpíanisti frá menningarheimili, sem snýr baki við fortíðina. Gerist farandverkamaður við olíuborun um árabil uns ræturnar kalla á hann. Hárfín persónusköpun og þjóðfélagsskoðun sem lýsir gapinu á milli ólíkra stétta þar sem Nichol- son, Karen Black, Billy "Green" Bush og Susan Anspach túlka ólíkar per- sónur af innlifun. Sígild. RUV, 18.04. Við rætur eldfjallsins - Under the Volcano, ('84) jj, Það á við að hinsti dagurinn í lífi 9 fyllibyttu (Albert Rnney), mennta- manns og ræðismanns hans hátignar í Mexíkó, ber uppá Alraheilagramessu - dag hinna dauðu. Kona hans (J. Bis- set) er þó komin til hans aftur og reyn- ir með hjálp bróður hans að stöðva þennan virðulega drykkjurút á hraðferð hans til glötunar. Huston gerði það sem flestir töldu ógerlegt, að filma þetta kunna verk Lowrys. Handritið er bókmenntalegt en fumlaus leikstjóm og afburða leikur Rnneys gera mynd- ina að eftirminnilegri sorgarsögu um fagra drauma, sokkna í tequila og sjálfseyðingarhvöt, svo sterka að jafn- vel ástin fær engu áorkað. Sýn, 30.04. The White Cliffs of Dover, ('45) / Lagið alkunna úr myndinni, stapp- 9 aði stálinu í Bandamenn í glímu þeirra við andskota sína hinumegin við Ermasundið í seinna stríði. Það heldur, öðru fremur, nafni þesssarar klúta- myndar á lofti. Irene Dunne leikur Bandan'ska konu sem giftist Breta sem fellur í fyrra stn'ði, sonur þeina í því seinna. Þn'r klútar. TNT, 22.04. QMMMNMYNDIR j Hans hátign Royal Flash, (75) Vel mönnuð bún- ingamynd um ífléttu sem Ottó Bis- mark (Oliver Reed) setur upp svo skelmi nokkrum (Malcolm McDowell), takist að krækja sér í hagkvæmt kvonfang (Britt Ekland). Þrátt fyrir mannval (Alan Bates, Lion- el Jeffries, Joss Ackland), og óað- finnanlegt útlit, þá nær þessi ærsla- leikur frá Viktoríutímunum aldrei umtalsverðu flugi. Sýn, 23.04. í klemmu - Grídlock'd, ('97) U Tupac Shakur og Tim Roth gera * meðalmynd góða með sannfær- andi gamanleik sem fíklar og tónlist- armenn sem vilja fara á snúruna. Það reynist erfiðara í New York en Njarð- víkunum. Sýn, 22.04. Kokkteill - Cocktail, ('88) / Feykivinsæl og jafn ómerkileg 9 rómatísk gamanmynd um tilvist- arkreppu barþjóna. Sem í þessu til- felli eru álíka merkileg og hvert annað barsnakk. Efnið sem dugði þessu hanastéli til vinsældanna erTom Cru- ise. Bryan Brown, Elzabeth Shue. Stöð 2, 17.04. Meðeigandinn - The Associate, ('96) / Gamansöm og alvarleg ádeila á 9 karlaveldið í viðskiptaheiminum séð með augum dugandi konu sem sér að hún kemst hvorki lönd né strönd á Wall Street uppá eigið for- dæmi. Stofnar fyrirtæki með tilbúnum karlmeðeigenda - (hún sjálf) - og allt gengur í haginn um sinn. Eli Wallach, Diane Wiest. Bíórásin, 17.04. Pappírsflóð - The Paper Chase, (73) U Stórskemmtileg blanda drama * og gamanmyndar um sam- skiptaörðugleika nýliða (Timothy Bott- oms), við lagadeild Harvardháskóla og prófessorsins hans (John Houseman). Þeir lagast ekki þegar nemandinn kemst að því að kærastan hans er dóttir lærimeistarans. Vel skrifuð og leikin (Houseman fékk Óskarinn), gæðamynd. Stöð 2,18.04. Þú tekur það ekki með þér - You Can't Take It W'rth You, ( 38) jt, Mynd mánaðarins er sextug en 9 sígild og síung gamanmynd sem hlaut Óskarinn sem besta mynd ársins, ásamt Frank Capra fyrir leik- stjórnina. Segir af viðskiptum Vander- hof-fjölskyldunnar (höfuð hennar leik- ur Lionel Barrymore), er elsta dóttirin (Jean Arthur) fellur fyrir syni (James Stewart), auðmanns sem ásælist eigur hinna sérvitru Vanderhofa. Bíórásin, 20.04 PENNUMYNDIR Berserkurínn Demolition Man, ('93) U Stallone leikur * löggu sem legið hefur í frystirnum í 36 46

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.