Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verðbréfafyrirtækið Burnham International opnað á íslandi Allt hlutaféð seldist upp JON Burnham, forstjóri og stjórnarformaður Burnham Securities í New York, er stjórnar- formaður verðbréfafyrirtæksins Burnham International á íslandi sem stofnað hefur verið á grunni Handsals, en félaginu var gefið nafn á föstudaginn í síðustu viku. Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfa- miðlari hjá Burnham Securities, er jafnframt aðstoðarstjórnarformaður og forstjóri hins ís- lenska félags. Guðmundur Franklín segir að laun nýrra verðbréfamiðlara hjá hinu nýja fyrirtaeki verði byggð á árangri. I gær klukkan fjögur lauk útboði í hlutafjár- aukningu Burnham International, þar sem eldri hluthafar Handsals gátu tilkynnt hvort þeir hygðust nýta sér forkaupsrétt í hinu nýja félagi, en þeir höfðu rétt til að kaupa á sama gengi og Guðmundur Franklín keypti hlut sinn í Handsali á. Morgunblaðið/Þorkell Jon Burnham og Guðmundur Franklín Jóns- son: Laun nýrra verðbréfamiðlara hjá hinu nýja fyrirtæki verða byggð á árangri. Guðmundur Franklín upplýsir að þrír af eldri hluthöfum í Handsali hafi skrifað sig fyrir nýju hlutafé og muni þeir verða með 8,82% hlut í Burnham International samtals. Hinir eldri hluthafarnir, sem eru 52 talsins, nýttu sér ekki forkaupsréttinn, og munu samanlagt verða með 5,93% hlutafjár í Burnham International á íslandi. Hlutafé í útboðinu var 90 milljónir króna og gekk það allt út, en hlutafé í Burn- ham International er samtals 120 milljónir króna eftir þetta. Stjórn Burnham International á íslandi hefur verið skipuð, og sitja í henni auk Jons Burnham og Guðmundar Frankh'n Jónssonar þau Hannes Smárason hjá íslenskri erfðagreiningu, Bjarni Benediktsson lögmaður, Guðmundur Pálmason lögmaður, Einar Jónsson kaupmaður og Ásdís Árnadóttir, eiginkona Guðmundar Franklín. Formaður alþjóða ráðgjafarráðs Burnham, sem á ensku nefnist international advisory committee, er Jón Birgir Jónsson sem vinnur hjá Chase Manhattan í New York. Búist er við að Burnham International á ís- landi hefji starfsemi fjórða júní næstkomandi. Tap Kælismiðjunnar Frosts hf. tólf milljónir króna á síðasta ári ^ Kælismiðjan Frost hf Ur ársreikningum árið 1998 '%¦ Rekstrarreikningur 1998 1997 j Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 480,7 638,7 -25% Afskriftir 16,1 : 14,2 í +13% Rekstrargjöld 483,7 697,7 -31% Rekstrarafkoma f. fjárm.kostn. (3.0) (59.0) -95% Hreinn fjármagnskostnaður (8,9) (6,5) +37% Tap fyrir skatta - (2,4) i Tap ársins (11,9) (63,1) -81% Efnahagsreikningur 1998 1997 Breyt. I Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 173,5 254,5 77,8 -32% -9% Fastafjármunir 70,7 Eignir samtals | Skuldir og eigið fé: Skammtímaskuldir 244,1 163,7; 332,4 214,7 -24% -24% Langtímaskuldir 22,1 48,2 69,4 -54% -16% Eigið fé 58,4 Skuldir og eigið fé samtals 244,1 322,4 -24% Mun minna tap en árið á undan TAP á rekstri Kælismiðjunnar Frosts hf. nam tæpum 12 millj- ónum króna á síðasta ári. Miðað við árið 1997 er um talsverðan rekstrarbata að ræða, en þá varð rúmlega 63 milljóna króna tap á rekstri Kælismiðjunnar. Rekstrartekjur félagsins námu rúmum 480 milljónum króna á síðasta ári en rekstrar- gjöld voru rúmlega 483 m.kr. Rekstrartap án fjármagns- kostnaðar nam því rúmum 3 milijónum króna. í apríl sl. keypti fyrirtækið öll hlutabréf í Landssmiðjunni hf., sem nú er rekin sem dótturfélag Kælismiðjunnar. Fyrirtækin eru rekin undir sameiginlegri yfirstjórn. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu átti upphaflega að sameina félögin, en vegna frávika í fjárhagsstöðu Lands- smiðjunnar, sem sýndu að stað- an var nokkru verri en haldið var, var horfið frá því. Lítil viðskipti á millibankamarkaði VIÐSKIPTI á millibankamarkaði eru enn lítil og hafa viðskipti með bankavíxla nær horfið, að því er ^ segir í' morgunkorni FBA í gær. I apríl námu heildarviðskipti á Reibor-markaði um 25 milljörðum króna og svarar það til að meðaltali 1200 milljóna á dag en í gær námu viðskipti á markaðinum einungis 700 mill jóuiiiu króna. Aftur á móti jókst velta í endur- hverfum viðskiptum lánastofhana við Seðlabankann í gær en þá var tekið við tilboðum fyrir 6 milljarða króna og til innlausnar voru 4,4 milljarðar. Seðlabankinn á nú útistandandi um 15,7 milljarða i endurhverfum verðbréfasamning- um, að því er fram kemur í morg- unkorni FBA. Thorarensen-Lyf ehf. hef- ur keypt J.S. Helgason ehf. THORARENSEN-Lyf ehf. hefur keypt innflutningsfyrir- tækið J.S. Helgason ehf. sem m.a. flytur inn vörur frá Ba- yersdorf, t.d. Nivea vörur, Tesa límbönd og Hansa plast. Að sögn Stefáns Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Thorarensen-Lyf ehf., verður J.S. Helgason rekið sem dótt- urfélag Thorarensen-Lyf ehf. Þar starfa 11 manns og fram- kvæmdastjóri er Friðrik Ein- arsson, en hann hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins síðastliðin þrjú ár. Thorarensen-Lyf ehf. myndaðist þegar Stefán Thorarensen hf. og Lyf hf. sameinuðust árið 1996 og hef- ur fyrirtækið að mestu annast markaðssetningu á lyfjum og hjúkrunarvörum. Dreifingu á vörum fyrirtækisins annast Lyfjadreifmg hf. sem Thorarensen-Lyf ehf. eiga hlut í. Stefán Bjarnason sagði að J.S. Helgason ehf. hefði aðal- lega annast innflutning á vör- um sem seldar eru í matvöru- búðum, en hingað til hefði Thorarensen-Lyf ehf. ekki verið mikið á þeim markaði. „Við sjáum því meiri mögu- leika í framtíðinni fyrir þær vörur sem við erum með og J.S. Helgason ehf. er með vórur passa ágætlega inn í okkar dreifingarkerfi í apó- tekum og á spítölum," sagði Stefán. SHARP AL-840 • Tengjanleg vio tölvu ¦ Tvaer törvur í einu (tvö tölvutengi innifalin í verði) Fast frumritaboro Stækkun - minnkun 50%-200% 250 blaða pappírsbakki Lágmúlo 8 • Simi 533 2800 Rekstrarbati hjá Vaka - fiskeldiskerfum hf. verulegur Spáð mun betri afkomu SAMKVÆMT óendurskoðuðu þriggja mánaða uppgjöri hátækni- fyrirtækisins Vaka - fiskeldis- kerfa hf. varð rúmlega 900 þúsund króna tap á rekstri fyrirtækisins samanborið við 6 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Hermann Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Vaka kveðst ánægður með uppgjörið, enda um 5 milljóna króna rekstarbata að ræða hjá fyrirtækinu. „Við erum mjög ánægðir með þessa afkomu, ekki síst ef litið er til þess að fyrstu þrír mánuðirnir eru jafnan verstir hjá okkur. Tekjurnar eru mestar á seinni hluta ársins," segir Hermann. Hann segir helstu ástæðu batans vera meiri veltu og að hag- ræðing hafi skilað sér í því að rekstrargjöld stóðu í stað milli ára. Vaki - fiskeldiskerfi var skráð á vaxtarlista Verðbréfaþings Is- lands í gærmorgun en engin við- skipti urðu með bréf félagsins í gær. I hlutafjárútboði þar sem 10 milljónir króna að nafnvirði seld- ust allar til forkaupsréttarhafa, var útboðsgengi 4,5. Stuðningsyfirlýsing Hermann segist túlka niður- stöðu útboðsins sem stuðningsyf- irlýsingu við stefnu félagsins. „Þessi hlutafjáraukning er mjög jákvæð fyrir okkur og staðfestir að hluthafar eru samþykkir þeirri stefnu sem félagið hefur." Rekstrartekjur móðurfélags Vaka jukust um tæp 20% að því er fram kemur í uppgjöri félagsins, eða úr rúmri 31 milljón eftir fyrstu þrjá mánuði síðasta árs í tæpa 37 milljónir nú. Rekstrar- gjöld stóðu nánast í stað. Samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu er útkoma tímabils- ins samkvæmt áætlunum en þar er gert ráð fyrir að heildartekjur félagsins aukist um 20% og að hagnaður ársins fyrir skatt verði nálægt 20 milljónum króna, eða um 14-15 m.kr. eftir skatta. í fyrra var hagnaður fyrirtækisins eftir skatta um 8 milljónir króna. Dótturfélag Vaka í Noregi hef- ur gengið samkvæmt áætlun fyrstu þrjá mánuði þessa árs og er reksturinn þar í járnum. Ekki var gert uppgjör fyrir dótturfélag fyrstu þrjá mánuði ársins en gert verður endurskoðað 6 mánaða uppgjör samstæðu, samkvæmt tikynningunni frá félaginu. STUTTFRETTIR 83 milljóna við- skipti með Samherja • Viðskipti á Verðbréfaþingi ísiands í gær námu alls 1.050 milljónum króna, mest með húsbréf fyrir 384 milljónir króna, með hluta- bréf fyrir 254 milljónir og með spariskírteini fyrir 154 milljónir króna. Mest viðskipti með hlutabréf einstakra fé- laga voru með bréf Samherja, 83 milljónir króna, íslandsbanka, 50 milljónir, og Jarð- borana 20 milljónir króna. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði í gær um 1,40%. Mest hækkaði verð hlutabréfa Þor- móðs ramma - Sæbergs hf.. eða um 6,3%. Verð hlutabréfa í Skeljungi hf. hækkaði um 4,9%, í Síldarvinnslunni hf. um 4,4%, Jarð- borunum hf. um 4,1%, Haraldi Böðvars- syni hf. um 4,0% og Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankinn hf. um 4,0%. Nesradíó í nýtt húsnæði • Nesradíó, sem sérhæfir sig í þjón- ustu við bíleigendur svo sem ísetningar á hljómtækjum, þjófa- vörnum og farsímum, hefur flutt starfsemi sína í Síðumúla 19 í Reykjavík. Guðmundur Ragnarsson í Nesradíói segir að nýja húsnæðið geri eigendum Nesradíós kleift að veita viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu, aðkoma hefur batnað og bílastæð- um hefur fjölgað margfalt, að hans sögn. Hjá Nesradíói starfa 15 manns. ii m*w AT&T og Comcast skipta MediaOne á milli sín • Comcast Corp. og AT&T hafa samþykkt að skipta kapalrisanum MediaOne Group Inc. á milli sín. Samkomulag náðist eftir þriggja daga við- ræður og með því verður komið í veg fyrir verðstríð milli fjarskiptarisanna. Comcast fær 1,5 milljarða dollara og marga nýja áskrifendur samkvæmt samkomu- laginu. AT&T kemst hjá því að þurfa að verja kaup sín á MediaOne fyrir 58 milljónir dollara. Comcast fær tvær milljónir kapalðskrifenda frá AT&T, MediaOne og Lenfest Commu- icatíons, sem AT&T keypti 4. maí. Comcast greíðir 9,2 milljarða dollara fyrir hina nýju áskrifendur. Áskrifendum fyrirtækis- ins mun fjölga um þriðjung í 8 milljónir á þremur árum. Upphæðin er mun lægri en 48 milljarðar dollara, sem Comcast bauð fyrir MediaOne í marz. AT&T verður að ganga frá samningi þeim sem fyrirtækið hefur gert um að kaupa Medi- aOne fyrir 58 milljónir dollara. ^uppBH NIÐUR^ HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA • Miklar lækkanir einkenndu íslenskan hlutabréfamarkað í síðustu viku og lækkaði gengi flestra félaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands. mv KEA 2,45 2,45 4,3% SR-mjöl 3,66 3,40 3,4% Hraðfr.st. Þórshafnar 2,00 2,00 3,1% ÍS 1,70 1,68 1,2% Olíufélagið 7,55 7,50 0,7% VIL úun > Hraðfr.h 4S Eskifjarðar 6.80 6,00 -9,9% Pharmaco 13,0 12,25 -9,3% Nýherjl 14,8 13,00 ¦-8,7% Bgnarhaldsf. Alþ.b. 1,83 1,73 -8,5% Tryggingamiðstoöin 37,5 36,0 -6,4% ^UPpBfiNHMJffMfr ERLENDAR HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR ..... jjJjJ 23.04.99 30.04.99 •»/-% CAC-40 4.262,43 4.405,35 X-DAX 5.195,42 5.360,44 FTSE100 6.428,00 6.552,20 DowJones 10.689,67 10.789,04 3,35 3,18 1,93 0,93 iSMí Nasdaq 2.590,30 2.542,86 S&P500 1.356,80 1.335,18 -1,83 -1,59 1r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.