Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 C 9 VIÐSKIPTI byggingamarkaði hagi seglum eftir vindi og byggi sína starfsemi á þeim verkefnum sem bjóðast á hverjum tíma. Þegar markaðstæki- færi bjóðast sem gefa kost á verk- um á eigin vegum, svo sem íbúðar- byggingar og bygging skrifstofu- og verslunarhúsnæðis, hafa fyrir- tæki snúið sér að slíkum fram- kvæmdum, en þegar aðstæður á markaði fyrir íbúðir og atvinnuhús- næði eru slakari, eða sóknarfæri eru á tilboðsmarkaði, taka fyrir- tækin gjarnan að sér byggingar fyrir opinbera aðila, eða taka jafn- vel þátt í virkjanaframkvæmdum, byggingu stóriðju og annarri mann- virkjagerð," segir Jón. Armannsfell hf. og Álft- árós ehf. hafa að hans sögn í megindráttum hagað starfsemi sinni á liðnum árum á þennan hátt. Bæði fyrirtækin hafi byggt talsvert af íbúðum sem hafi verið viss kjölfesta í starfsemi félaganna, en jafnframt hafi þau sinnt bygg- ingu verslunar- og skrifstofuhús- næðis. Þá hafi þau bæði sinnt al- mennum tilboðsmarkaði og sinnt verkum svo sem byggingu skóla, sundlauga, íþróttahúsa, stærri bygginga fyrir opinbera aðila, mannvirkjagerð á borð við virkjan- ir, byggingu brúa og annarra sam- göngumannvirkja, sorpflokkunar- stöðvar, útvarpshúss, verksmiðju- húsnæðis o.fl. Þá hafi félögin bæði sinnt endurbyggingum á eldri hús- um og viðhaldsverkefnum. Ársvelta á byggingamarkaði 60-80 milljarðar króna Jón segir að með vísan í upplýs- ingar frá Samtökum iðnaðarins og Hagstofu íslands megi áætla að byggingamarkaðurinn á íslandi velti árlega 60-80 milljörðum króna. Út frá þeim upplýsingum megi áætla að markaðshlutdeild Ár- mannsfells hf. og Álftáróss ehf. sé samtals milli 3 og 4%. ÍAV telji því að fyrirhuguð samþjöppun þessara fyrirtækja leiði alls ekki til mark- aðsyfirráða í skilningi 18. gr. sam- keppnislaga, dragi verulega úr samkeppni, né að hún sé andstæð markmiðum samkeppnislaga. Málið snúist um að nýta betur þá þætti sem fyrir eru og auka möguleika á útrás á innlendan og erlenda mark- aði. Helstu keppinautar Ár- mannsfells hf. og Álft- áróss ehf. eru að sögn Jóns AHA-byggingar, ístak, Mótás, Járn- bending, BYGG, Húsvirki, Viðar, Sveinbjörn Sigurðsson, Eykt, Fjarðarmót, Byrgi, Hörður Jóns- son, Arnarfell, SS-byggir og Foss- virki, auk margra smærri fyrir- tækja og byggingameistara. Þá tek- ur hann sérstaklega fram að flestir af stærstu verktökum á Norður- löndum taki þátt í útboðum á öllum stærri verkefnum á íslandi, einir sér eða í samstarfi við innlenda að- ila. Erfitt að bera ÍAV og ístak saman Af fyrrnefndum keppinautum Ár- mannsfells hf. og Álftáróss ehf. er ístak hf. stærsta fyrirtækið en það hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og undanfarin ár hefur það starfað á öllum verktakamarkaðnum og tekið að sér stór sem smá verkefni allt frá húsaviðgerðum til virkjana. Að sögn Páls Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra ístaks hf., eru íbúðabyggingar það eina sem fyrir- tækið hefur ekki að neinu ráði tekið að sér, en Páll segir að ístak hf. hafi ekki talið þann markað fýsilegan og kannski álitið að aðrir geti sinnt honum betur en Istak. Páll segir að erfitt sé að bera ístak hf. og íslenska aðalverktaka hf. saman. „Við erum búnir að starfa hér í 30 ár í harðri samkeppni, en þeir koma úr vernduðu umhverfi og þurfa kannski nokkurn tírna að venjast þeim harða heimi. Ég vona hins vegar bara að þeim vegni vel, en ég hef ekkert á móti því að það verði aukin samkeppni ef hún er á jafn- ræðisgrundvelli," sagði Páll. SPENNANDI NÁMSTEFNA FYRIR STJÓRNENDUR • ÖRFÁ SÆTI LAUS • SKRÁÐU MG í DAG Fáðu beint í æð, frá fremsta fyrírlesara heims á þessu sviói, hvemig framsæknustu fyrírtæki heims nota þekkingarauð sinn til að sigra f nútíma samkeppnisumhverfi, þar sem þekking er orðin mikilvægasta auðlind efnahagslifsins og aðaluppspretta allrar verðmætasköpunar. Þessi námstefna er einstæður viðburður sem þú skalt ekki láta fram hjá þér. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. SKRÁÐU ÞIG í DAG! RKJUN PEKKINGARAUÐS TIL BYLTINGARKENNDRAR MÆTASKÖPUNAR INTELLECTUAL CAPITAL THE NEW WEALTH OF ORGANIZATIONS NÁMSTEFNA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM - • ÞRIÐJUDAGIN^ 1 II. MAÍ 1999 • KL 08:30 TIL 12:30 INNRITUN ER HAFIN • TAKMARKAÐUR FJÖLDI PÁTTTAKENDA • SKRÁÐU MG í DAG Fyrirlesari er THOMAS A. STEWART, hjá bandaríska viðskiptatímaritinu FORTUNE og höf undur metsölu- bókarinnar INTELLECTUAL CAPITAL, The New Wealth of Organizations, en hann er talinn fremsti fræðimaður og fyrirlesari heims á þessu nýja sviði. Námstef nan er haldin í samstarfi við Nýsköpunarsjóð, Fjárfestingarbanka atvinnulffsins, Landssímann, Opin Kerfi hf. og Viðskiptaháskólann f Reykjavík. Aþessari hnitmiðuðu og hagnýtu námstefnu fjallar Thomas A. Stewart, fremsti fræðimaður og fyrirlesari heims á þessu sviði um það hvemig þú getur virkjað þekkingarauð þfns fyi irtækis og/eða stofnunar til auk- innar verðmætasköpunar og hvemig þú getur virkjað þá meginstrauma sem knýja framfarir þekkingarþjóöfélagsins. Á námstefnunni sem er aðeins hálfur dagur mun Thomas A. Stewart m.a. fjalla um: ¦ Stöðugt stærrí hluti þess sem við kaup- um og seljum er kunnátta og þekking. ¦ Þekkingareignin (Intellectual Capital) er orðinn mikilvægari þáttur en áþreifanleg verðmæti eða fjármunir. ¦ Hvernig þú getur komið auga á og korl- lagt þekkingarauðinn í þfnu f y rirtæki. ¦ Þekkingarfyrirtæki gera kröfur um nýja og breytta stjórnunai hætti. Áskorunarefni nútímans er að fyrirtæki um- breytist í raunveruleg þekkingarfyrirtæki, sem skila framúrskarandi arðsemi vegna þess að starfsemin gengur út á sjálfa kunn- áttuna, sem ein og sér er dýrmætasti þáttur allrar framleiðslu og þjónustu í nútíma rekstrarumhverfi fyrirækja og stofnana Thomas A. Stewart mun leiða þátttakendur til aukins skilnings á raunverulegu hlutverki þekkingarfyrirtækja og hvernig þátttak- endur geta byrjað á því verkefni að um- breyta sínum eigin fyrirtækjum og/eða stofnunum nú þegar ný öld er í augsýn. Thomas A. Stewart er í rítstjórn bandaríska viðskiptatímaritsins FORTUNE (Board of Edítors). Hann skrifar dáik undir yflrskriftinni Jhe Leading Edge', sem er lesinn af 870 þusund manns. Hann útskrifaðist frá Harvard með hæstu ágæt isei nk- unn (summa cum laude) áríð 1970. Thomas A. Stewart er brautryðjandi í umfjöllun um þekkingarauð (Irrtell- ectual Capital) og hefur áunnið sér þann heiður að vera talinn fremsti fræðimaður heims á þessu sviði, með röð merkra greina í FORTUNE. Bók hans Intellectual Capital: The New WeaHh of Organizations, kom út f Bandarikjunum fyrir skömmu. Hún hefur hlotið eindæma lof sem framúrskarandl fróðlegt ogyfirgrips- mikið fræðirit sem er skrifuð á afar læsilegu, skýru og skemmtilegu máli. Thomas A. Stewart hefur kannað ný svið á borð víð rafræn viðskipti, áhrif netvæðingar á við- skiptalfflð, og stjómunar- og efna- hagsleg áhrif Upplýsingabyltingar- innar og fjallað um þau í forsíðu- greinum í F0RTUNE kManaging in a Wíred World* og „Managing in an Era of Change") auk þess sem hann hefur skrifað um þá meginstrauma sem mótað hafa þróun viðskiptaKfs sfðustu árin. Thomas A. Stewart býr í New York með konu sinni og tveimur bömum þeirra hjóna. Stewart mun fjalla um fjóra grundvallar- þætti þekkingarfyrirtækja: ¦ Breytt vöruframboð: Fyrirtæki sem framleiðir og selur þekkingarvörur. ¦ Nýjaráherslurístjómun: Fyrirtæki sem stjómar með þekkingarverkefnum. ¦ Breytt stjórnskipulag: Fyrirtæki sem starfar á grunni þekkingarferla. ¦ Breytt hugarfar: Fyrirtæki sem nálgast heiminn frá þekkingarsjónarhorni. Itarlegri upplýsingar er að finna á vefslóðinni: www.vegsauki.is VIÐ ABYRGJUMST FULLKOMNA AN/EGJU ÞÍNA MEÐ ÞREFALDRI ABYRGÐ: 1. Skráning á námstefnuna felur ekki í sér neina skuldbindingu um mætingu af þinni háifu. Ef þú kemst ekki eða getur ekki sent annan í þinn stað þarftu ekkert að greiða. 2. Ef þú ert ekkl fullkomlega ánæg(ður) meö námstefnuna, af hvaða ástæðu sem er, þarftu aðeins að láta okkur vita í námstefnulok (við innritunarborð), skila námstefnugögnum og þú þarft ekkert að greiða. Þú heldur samt bókinni fyrir ómakið. 3. Ef þér finnst innan árs að námstefnan hafi ekki skilað þér fjárfestingunni við að sækja hana eða ef þú ert ekki fullkomlega ánægð(ur) með árangurinn, getur þú fengið nám- stefnugjaldið endurgreitt hvenær sem er innan 12 mánaða frá námstefnulokum. Þannig viljum við tryggja að þú hagnist örugglega á þvf að mæta. Áhætta þín er engin! BOKIN FYLGIR FRITT Skráning með tölvupósti: vegsaukí@simnet.is Skráningarsími: 552-8800. Heimasfða: www. vegsauki.is Námstefnugjald: kr. 18.900,- (Bókin fylgir FRÍTT). Innifalið: Bókin Intellectual Capital, eftir Thomas A. Stewart, vönduð námstefnugögn og kaffiveitingar. HÓPAFSLÆTTIR; 3+1 FRÍTT (25% afsláttur) VEGSAUKl 7+3 FRÍTT (30% afsláttur). KIIIIUIUIIHI vitinu meirí! NAMBTEFNAN ER HAL.DIIM I SAMSTARFI VIQ: OPIN KERH HF Æ NÝSKÖPUNÁRS)ÓÐUR Ncw Business Vonturc Fund m^ HEWLETT PACKAfiD SÍMÍNK HÚf!í!í»iCÍILPAtiH ATVINNULlíSÍMS Hí VIDSKtPTAHÁSKbLINN I REVKJAViK L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.