Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verðlagning hlutabréfa á íslenskum hlutabréfamarkaði „Sagan dæm- ir hvort verð- ið er rétt" Verðlagning hlutabréfa hefur verið áber- andi í opinberri umræðu á seinustu vikum. Sverrir Sveinn Sigurðarson ræddi við nokkra aðila á ýmsum vettvangi um efnið, og innti þá eftir viðhorfum þeirra. ÞEIR sem fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja vilja sjá góðan árangur af fjárfestingu sinni. Þar skiptir ekki minnstu það verð sem greitt var fyrir bréfið í . upphafi, en aðrir þættir sem árang- ur fjárfestinga er mældur eftir eru sve arðgreiðslur sem eigandinn fær af bréfi sínu, og verðþróun hluta- bréfsins eftir að fjárfest hefur verið í þeim. Hvað er rétt verð á hlutabréfi? Er það verðið sem reiknað hefur verið út samkvæmt tilteknum mats- aðferðum, eða er það verðið sem ákvarðast á markaði í samræmi við framboð og eftirspurn? „Virði hlutabréfs er það verð sem einhver annar er tilbúinn til að • greiða fyrir það, þegar það er boðið til sölu," segir Helgi Tómasson, dós- ent í tölfræði og hagrannsóknum við Háskóla Islands, og bætir við að það verð sé ekki að jafnaði vísbend- ing um hvað myndi kosta að kaupa allt fyrirtækið, en Helgi rannsakar nú verðþróun á íslenskum hluta- brefamarkaði og vinnur að þróun stærðfræðilegs líkans sem ætlað er að skýra verðmæti hlutabréfaeigna við strjál viðskipti. „Það sem ég lít á sem rétt verð- mat á hlutabréfum í ákveðnu fyrir- tæki er þegar maður horfir fram í tímann og álítur að fyrirtækið muni skila hagnaði, þannig að hlutabréfin verði til langs tíma betri fjárfesting ¦ heldur en vextir af bankabók," segir Ólafur Jóhann Ólafsson, forstjóri Advanta fjármálafyrirtækisins í Bandaríkjunum. Fræðílegt verðmat hlutabréfa En hvernig er þá rétt að fara að við verðmat á fyrirtæki? „Það er til þrenns konar hug- myndafræði um það hvernig meta beri verð á hlutabréfum," segir Agnar Hansson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Viðskiptaháskólans í Reykjavík. „í fyrsta lagi eru það þeir sem oft eru nefndir tækni- greiningarmenn, en þeir meta verð- þróunina út frá verðferlum sem koma t.d. fram á línuritum og velta fyrir sér út frá slíku hvort verð muni hækka eða lækka." „Önnur aðferðafræði og sú sem mest er stunduð á íslandi núna gengur aðallega út á það að meta fyrirtækið sem slíkt og fínna raun- virði út frá núvirtu greiðsluflæði og endurmetnum eignum," segir Agn- ar. „Hérna þarftu einnig að leggja mat á ýmsar óefnislegar eignir eins og viðskiptavild og eitthvað slíkt." I þessari aðferð, sem mjög al- gengt er að nota, er metinn framtíð- ar hagnaður eða önnur gerð sjóð- streymis, og virði fyrirtækisins metið út frá þeirri ávöxtun sem fjár- festirinn vill hafa af fjárfestingunni. Almenna reglan er sú að krafist er meiri ávöxtunar eftir því sem rekst- ur fyrirtækisins er talinn áhættu- samari, eða líkur eru taldar á að fyrirtækið skili ekki æskilegum hagnaði. Ef talið er að fyrirtæki ^ muni skila 100 milljóna króna hagn- aði og fjárfestir vill fá 14% vexti af fjárfestingunni, er fyrirtækið metið á 100/0,14 = 714,3 milljónir, sem er það verð sem talið er viðunandi að fyrirtækið gangi kaupum og sölum á. í þessari gerð greiningar kemur fram hið vel þekkta V/H hlutfall, sem sýnir virði fyrirtækis á móti hagnaði, og er V/H hlutfall í þessu tilviki 7,14, sem segir fjárfestinum í þessu tilviki að það muni taka 7,14 ár að greiða upp fjárfestinguna ef hagnaður upp á 100 milljónir muni ganga eftir á komandi árum. „Þriðja aðferðin er sú sem ég al- mennt trúi mest á, og veitt hafa ver- ið fyrir Nóbelsverðlaun í hagfræði, það er þessi aðferðafræði sem byggist á því að horfa á hvernig verð mismunandi hlutabréfa þróast í samhengi við hvert annað eftir þróun markaðarins," segir Agnar Hansson. „Hér er málið farið að snúast um svokallað beta-hlutfall, sem segir hvernig verð hlutabréfa sveiflast í tengslum við þróun mark- aðarins. Málið er að ekki er hægt í raun að spá fyrir um tekjustreymi frá ein- stökum bréfum og þeim þætti fylgir alltaf ákveðin áhætta. En með þess- ari þriðju aðferð er hægt að minnka áhættuna sem tengist tekjustreymi frá hlutabréfum með því að velja þau rétt saman í hlutabréfasafni. Þannig geta stórir sjóðir valið sam- an hlutabréf í sitt safn, minnkað sína áhættu og komið henni niður á þolanlegt stig," segir Agnar Hans- son. Rétt verð á hlutabréfinu? „Menn meta fyrirtæki eftir mis- munandi forsendum. Stundum verða ákveðin fyrirtæki „heit" og önnur verða „köld", og það er svo í raun sagan sem segir til um hvort menn hafi haft rétt eða rangt fyrir sér," segir Frosti Bergsson, stjórn- arformaður Opinna kerfa. En skyldi vera til eitthvað sem kalla má fræðilega rétt verð á hluta- bréfi og reiknað er með viðurkennd- um fræðilegum aðferðum sem fjár- festar hafa gagn af, eða ræðst það aðeins af þeim öflum sem móta markaðinn? „Það er misjafnt eftir því hvernig fjárfesta er um að ræða hvað á við. Sumir eru stilltir inn á skammtíma- þróun hlutabréfaverðs, og það þýðir ekki að tala við þá um fræðilega rétt verð. Framboð og eftirspurn er það sem ræður. En ef þú ert með lang- tímafjárfesta, þá á þeim að vera nokkuð sama þó að tímabundið framboð og eftirspurn sé í ójafn- vægi. Þegar fræðilega verðið er ekki það sama og verð á markaði, þá skapar það þeim tækifæri til að auka verðmæti eignasafnsins með kaupum og sölu," segir Óttar Guð- jónsson hjá Skandinaviska Enskilda bankanum í London. Hlutabréf í nýsköpunarfyrirtækj- um í tæknigeiranum vekja oft meiri athygli en önnur, og dæmi eru um miklar hækkanir slíkra fyrirtækja. „Verðlagning nýsköpunarfyrir- tækja fylgir dálítið öðru ferli en hjá V/H hlutfall skráðra íslenskra félaga á VÞÍ ftajúm 97 70 60 50 40 30 20 10 19 9 8 19 9 9 JJÁS0NDJFMAMJJÁS0NDJFMAM V/H hlutfall samanburður % Verðbréfaþing íslands Dow Jones 58,90 27,38 Standard & Poor 500 Nasdaq FTSE 100 (London) 33,99 106,21 28,15 DAX (Frankfurt) 38,82 CAC-40 (París) 27,79 Nikkei (Tokyo) 567,88 fyrirtækjum sem komin eru í fullan rekstur, en nýsköpunarfyrirtæki fara oft ekki að skila hagnaði fyrr en eftir mörg ár," segir Gísli P. Pálsson, sem starfar hjá Silicon Valley Bank og stjórnar áhættulán- um til nýstofnaðra fyrirtækja í líf- tækniiðnaði á Seattle-svæðinu í Washington-fylki Bandaríkjanna, en áður vann hann m.a. hjá Fuji Bank við lánveitingar til hátækni- fyrirtækja. „Það ferli sem fyrirtæk- ið þarf að fara í gegn um frá hug- mynd til rekstrar er brotið upp í nokkur stig. Fjárfestir lætur síðan af hendi ákveðinn hluta þess fjár- magns sem þarf til þegar hverjum áfanga er náð. Um leið og áfanga er náð aukast líkur á að dæmið gangi upp, áhættustuðullinn lækkar og verðmæti fyrirtækisins hækkar um leið," segir Gísli. Staða íslensks hlutabrófamarkaðar ' Margir af viðmælendum blaða- manns töldu sig ekki geta fellt salómonsdóm yfir verði hlutabréfa á f slandi, en þó mátti á ýmsum heyra að V/H hlutfall væri orðið heldur hátt. í töflu má sjá að vegið meðaltal V/H hlutfalls á íslenska markaðnum er 58,9 samkvæmt útreikningum Verðbréfaþings íslands, en þar er miðað við seinasta 12 mánaða sögu- legan hagnað og nýjasta mark- aðsvirði. Þar er rétt að geta þess að sex fyrirtæki af þeim 57 sem eru með reiknað V/H virði, en slíkt virði er ekki reiknað ef tap hefur verið af rekstri, eru með V/H hlutfall yfir 100. Þar af eru þrjú fyrirtæki með hlutfallið yfir 450 sem er gífurlega hátt og endurspeglar væntanlega að rekstur þeirra er í járnum meðan verð þeirra hefur haldist nokkuð hátt og sýna þau m.a.s. ekki mestu verðlækkunina þá vikuna. Séu þessi sex fyrirtæki tekin út úr meðaltal- inu kemur út vegið V/H hlutfall 21,3 sem er mun nær sögulegum tölum á íslandi sem sést á grafinu. „Það er ekki til neitt gáfulegt svar við spurningunni um verðlagn- ingu á íslenskum hlutabréfamark- aði. En sum hlutabréf eru klárlega of há að mínum dómi, og ég myndi ekki vilja kaupa þau þó ég ætti pen- ingana. Hins vegar fer ég ekki að deila við markaðinn," segir Helgi Tómasson. „Þessi V/H meðaltöl segja þér ekki sérstaklega mikið, en auðvitað eru hlutabréf engan veginn ódýr," segir Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka. „Þess vegna er vandasamara að velja þau núna heldur en á tímum þegar verðið hef- ur lækkað í langan tíma eins og var í ársbyrjun 1994. Verðið er hátt núna en það er samt sem áður hægt að finna mjög góð fyrirtæki á vel viðunandi verði hér eins og á öðrum mörkuðum." „Þegar V/H hlutföll á íslandi og í Bandaríkjunum eru borin saman eru oft borin saman epli og appel- sínur," segir Gísli P. Pálsson. „Þau fyrirtæki sem eru með V/H hlutfóll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.