Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 4
12. maí - 25. maí SJONVARP ......623 ÚTVARP.......30-43 Ýmsar stöðvar . .30-43 Krossgátan .....44 Þrautin þyngri . . . .45 íþróttir Spenna framundan í íslensku knattspyrnunni ............16 Ríkissjónvarpið sýnir „Vísindi í verki" Eru vísindi stóriðja framtíðarinnar? _ _ _ .24-25 Raddir paddnanna í Bug’s Life Svipbrigði leikaranna í andlitum skordýranna.............27 Morgunblaðið á netinu www.mbl.is Morgunblaðið / Dagskrá Útgefandi Árvakur hf. Kringl- unni 1 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 5691100 Auglýsingan 5691111. Dagskrá: beinn sími: 5691259 Woody Allen í viðtali hjá BBC Drjúg í Breska leikkonan Alex Kingston verður drjúg t daðr- inu á næstunni í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Leikkonan hefur unniö hug og hjarta Bandaríkjamanna T hlutverki sínu f Bráðavaktinni og nú hef- ur heyrst aö leikkonan eigi aö fara að daðra við lækninn Mark Greene, sem leikinn er af Anthony Edwards í þátt- unum. Eins og sást hérlendis var persóna hennar í þáttun- um í sambandi við Benton lækni, svo eitthvað er víst í uppsiglingu í ástamálum þátt- arins. Ekki er þar með daður leikkonunnar úr sögunni því um þessar mundir er hún að leika í kvikmyndinni Essex Boys í Bretlandi og þar fer hún með hlutverk konu sem vílar ekki allt fyrir sér í ásta- málunum heldur. daðrinu Neitaði að svara í fyrsta sjónvarpsviðtali sem leikstjórinn Woody Allen hefur gefið í Bretlandi t 35 ár sakaöi hann spyrilinn Michael Parkin- son hjá BBC um að hafa sjúk- legan áhuga á einkalífi stnu. Þrátt fyrir að Allen ræddi op- inskátt um hjónaband sitt og Soon-Yi, hinnar 28 ára gömlu fyrrverandi fósturdóttur hans, sagöist hann ekki hafa hug á að ræða aöra hluti einkalífs síns fyrir framan sjónvarpsvél- arnar og neitaði að svara spurningum Parkinson um for- ræðisdeilu sína og Miu Farrow yfir tveimur börnum þeirra. eimsisnci n ■ hoioámika i ■ etmioici; - nmeiiiMi ■ i/wntisiuii íf ■ nmneóru n Parkinson benti Allen á að opinber forræðisdeila þeirra Farrow hefði vakið athygli al- mennings á einkalífi hans og Allen ætti frekar að líta á sjónvarpsviðtalið sem sitt tækifæri til að lýsa sínum sjónarmiðum, en Allen tók ekki undir þau rök. Eftir að viötalinu lauk krafð- ist Allen þess að allar spurn- ingar sem á einn eða annan hátt vísuðu í ástarsamband hans viö Soon-Yi yrðu teknar út úr hinum 50 mínútna langa þætti. nFólk Vinur á leiksviði • Leikarinn Dav- id Schwimmer úr vinsælu sjón- varpsþáttunum „Friends" mun leika í nýju leikriti Warren Leight, „The Glimmer Brothers", sem sýnt verður í júlí á Williamstown leikhúshá- tíðinni. Leikritið fjallar um tvo bræður sem hafast ólíkt að. Annar er djasstónlistarmaður en hinn býr í úthverfi stórborg- ar og á velgengni að fagna í starfi. Bræðurnir reyna að ná sáttum þegar nemandi djass- arans veröur ástfanginn af dóttur úthverfisbúans. Vinurinn David Schwimmer fer með hlutverk ástsjúka nemandans. —★★★— Sjórwarps- stjarna í kvikmynd • Doug Funnie, barnastjarnan úr þáttunum vinsælu „Doug“ á ABC-sjónvarpsstöðinni, skýt- ur upp kollinum á hvíta tjald- inu í mars. Þættirnir hafa vak- ið slíka lukku að eftir þeim hafa verið gerðar bækur. —— Seinfeld á svið aftur • Jerry Seinfeld hefur lítið komið fram undanfarið en nú verður breyting á því. í ágúst mun hann troða upp á litl- um skemmti- stöðum í Bandaríkjunum f með alveg nýja skemmtidag- skrá. Jerry hélt upp á 45 ára afmæli sitt í Los Angeles og hélt veislu fyrir karlpeninginn í vinahópnum. Meðal þeirra sem komu í veisluna voru George Shapiro, George Cloo- ney og Garry Shandling. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.