Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.05.1999, Blaðsíða 25
í fyrsta þætti var fjallað um fornleifarannsóknir og uppgreftrinum að Hofsstöðum í Mývatnssveit gerð góð skil. - Var síðan hver þáttur unn- inn sérstaklega? „Það er ekki hægt að taka upp einn þátt og láta hina al- veg eiga sig. Oft þurfti að nýta ferðir, t.d. út á land, til að taka fyrir fleiri en einn þátt," segir Ari Trausti og þætir viö að það hafi verið kvikmyndað mun meira efni en notað var í þáttunum. „Við þurftum að fá fólk úr vinnunni heilu og hálfu dag- ana fyrir tökur en úr því komu kannski 20-30 sekúndur í þáttinn." Þriggja til fjögurra tíma efni var tekið upp fyrir hvern þátt, sem síðan þurfti að stytta niöur í hálftíma á þátt. „Þegar handritið er svona fullunnið sparast mikill tími og þá er einnig hægt að pæla í hverri töku fyrir sig, hvernig best er að tengja saman atriði og útfæra," seg- ir Valdimar. - Hvernig voru viðmælend- ur valdir? „í þáttunum er aöallega fjallað um það sem er nýtt! hverri grein og þess vegna var helst rætt við Fornleifa- stofnun íslands í fyrsta þætt- inum, því þar er vaxtarbrodd- urinn í fornleifafræðinni. í þættinum um lyfjarannsóknir var Kristín Ingólfsdóttir lykil- maöur, því hennar rannsóknir eru mjög víötækar og að þeim koma margir vfsinda- menn úr ýmsum greinum. En aðrar rannsóknir eru einnig kynntar. Það var einfaldara að velja viðmælendur í stjörnufræöinni því þeir eru í raun og veru aðeins tveir hér- lendis sem starfa að slíkum rannsóknum," segir Ari Trausti brosandi. „Það var mjög þægilegt að vinna með öllu þessu fólki og allir voru fúsir til að hjálpa til. Það komu mjög margir að gerð þáttanna sem gáfu vinnu slna," segir Valdimar. MIÖG ÍSLENSKT EFNI - Verða þættirnir sýndir er- lendis? „Efni íslenskra heimilda- mynda er yfirleitt ekki til þess fallið að sýna erlendis. Það er einfaldlega of !s- lenskt," segir Ari Trausti. „Miðað við heimildamynda- gerð á mörgum erlendum sjónvarpsstöðvum erum við með aðeins örlítinn hluta af því fé sem þar er sett í slfka vinnu. Oft hefur vantað metn- aöinn og fagmennskuna í heimildamyndagerð hér á landi en við teljum okkur hafa náð ágætum árangri við gerð þessara þátta," segir Valdimar og bætir við að ís- lenskar heimildamyndir séu margar hverjar aðeins löng fréttainnslög á erlendan mælikvarða. „Ef svona þættir væru gerðir úti væri Ari með nokkra menn að leita heim- ilda fyrir sig, við værum með Ijósamann, sminku og að- stoðartökumann en í raun vorum við bara fjórir. Við Ari, Snorri Kristjánsson hljóðmaö- ur og Óskar Einarsson." Ari Trausti bendir á að ef slíkur liðsauki sé fýrir hendi megi framleiða vandað efni sem seljist um allan heim og skili íslenskar rannsóknir á óravíddum alheimsins eru settar fram á myndrænan hátt. Lyfjarannsóknir byggjast á aldagamalli íslenskri hefð. að lokum arði. „Hér vantar hins vegar fjárfestana. Það sem helst gæti bjargað ís- lenskri heimildamyndagerð væri að fá erlenda fjárfesta til aðstoðar." - Verða gerðir fieiri þættir? „Til stendur að gera a.m.k. þrjá þætti í viðbót nú ! sum- ar. Einn verður um þær veður- farsupplýsingar sem hægt er að lesa úr Grænlandsjökli. Annar verður um mælitækni, sem felst í því að litlir nemar eru festir á lifandi fiska og sjávarspendýr sem skrá stðan margvíslegar upplýsingar um umhverfið og hegðun dýr- anna. Síðan fjöllum við um verkefni sem hlaut nýlega Umhverfisverðlaun Norður- landaráðs þar sem m.a. ástand jarðvegs og gróður- lendis á öllu landinu var kort- lagt og rof kannaö. Svo erum við með fleiri efni f pípunum, það er af nógu að taka," seg- ir Ari Trausti. - Hvernig var efni þessara þðtta þá valið? „Upp að vissu marki í sam- ráði við Rannís, þ.e. við tók- um verkefni sem þeir hafa veriö að styrkja undanfarin ár. Einnig hafði áhugi okkar líka áhrif. Ég hef kennt stjörnu- fræði og því lá beint viö að fjalla um það, einnig hef ég lengi haft áhuga á fornleif- um," segir Ari Trausti. „Lyfja- fræðin var valin því við héld- um að hún myndi höfða til al- mennings. Við þurftum að hafa ákveðna breidd og fjöl- breytni í þessu líka." Aðspurðir um útkomuna segjast þeir félagar ánægðir. „Þættirnir eru vandaðir og gæðin mikil miðað við það fé sem við höfðum milli hand- anna," segir Ari Trausti að lokum. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.