Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Alheilaga meyjan EG SEGI stundum að það hafi kostað heila heims- styrjöld að ég kom í heiminn,“ segir hún og hlær. Þar tekur hún Guðrún Niel- sen full stórt upp í sig að mati blaða- manns - jafnvel þótt hún hafi fæðst í upphafi fyrra stríðs, þann 7. ágúst 1914. Hún kom hins vegar ekki er- indisleysu í heiminn, hún átti eftir að færa íslandi einn allrabesta teiknara sem þar hefur fæðst og þótt víðar væri leitað. Sjálf hefur hún verið listfeng í besta lagi, tálgað merkilega gripi þótt ekki hafi hún öðlast sess í íslenskri listasögu á við son sinn, myndlistarmanninn Alfreð Flóka, sem orðið hefði sextugur á síðasta ári, hefði hann lifað. Hún tal- ar um son sinn með eftirsjá þess sem mikið hefur misst. „Við vorum alla tíð svo náin,“ segir hún. Það er ekki að kynja þótt þau mæðginin hafi sýnt mikilfenglega tilburði á listasviðinu - þau eiga ættir að rekja til listamanna. Guðmundur Helga- son frá Miðfelli, faðir Guðrúnar og afi Flóka, var bróðursonur Einars Jónssonar frá Galtafelli, sem var einn helsti brautryðjandi í stétt ís- lenskra myndhöggvara, sjálfur þótti Guðmundur mikill hagleiksmaður, smíðaði m.a. skeifur svo góðar að menn gerðu sér erindi langa vegu til þess að kaupa þær af honum. Guðrún Nielsen er fædd á Syðri- Reykjum í Mosfellssveit. Faðir hennar átti þá Reyki og hafði byggt þar stórt hús. Guðrún fæddist því beint inn í nýja tímann sem árið 1914 var að ryðja sér til rúms á ís- landi í byggingum, vegagerð, brúar- smíð, bílaeign og fleiru. Móðir henn- ar, Ingibjörg Jónsdóttir frá Utverk- um á Skeiðum, hafði þá þegar fætt í þennan heim þau Jón, Helgu, Helga og Ingveldi. Yngri en Guðrún var Stefán Þórir. „Öll systkini mín eru nú dáin, líka Stefán sem við kölluð- um Lilla. Ég sé mikið eftir honum, hann lifði þeirra lengst og var mér jafnan svo hjálplegur í öllu,“ segir Guðrún. Hún var á fjórða ári þegar hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni að Eskihlíð í Reykjavík. Þar hófu foreldrar hennar rekstur kúabús og seldu líka hey. „Túnin voru stór í Eskihlíð. Pólarnir voru þar fyrir neðan. Þar bjuggu mörg fátæk börn. Ég man þegar tekin voru slát- ur, þá komu þau og horfðu á þegar tekið var upp úr pottunum og svo fengu þau blóðmör. I hópnum voru líka aðventistasystkini, þau máttu ekki fá blóðmör af trúarástæðum. Mamma sagði við þau: „Ykkur er al- veg óhætt að fá ykkur blóðmör, bara ef þið látið engan sjá það, farið þið með hann þarna bak við vegg- inn,“ - og þau gerðu eins og hún sagði og varð ekki meint af. Mamma var ekki ofstækisfull í trúmálum, en hún hafði gaman af að fara á anda- trúarfundi, fór t.d. til Láru miðils, einkum seinni árin. Heimili foreldra minna var mannmargt, þar voru oft- ast fimmtán til tuttugu manns í heimili. Það hlýtur stundum að hafa verið þröngt en maður fann það ekki, það var svo gaman á þessum árum. Ég átti mjög góða foreldra. Þau létu allt eftir okkur krökkun- um, ég þurfti t.d. ekki annað en biðja um fatnað þá fékk ég það sem ég bað um. Ég var talsverð íþrótta- manneskja, var í handbolta í KR - vildi alltaf vera að vasast í ein- hverju.“ Guðrún var ekki nema átján ára þegar hún giftist Vagni Jóhannssyni gjaldkera hjá Mjólkur- félagi Reykjavíkur. „Ég áttaði mig fljótlega á því að við áttum ekki samleið og við skildum, en eignuð- umst áður saman dótturina Ingi- björgu, sem mikið var hjá móður minni á sínum uppvaxtarárum - ég flutti með hana á Óðinsgötuna til foreldra minna þegar hún var smá- barn. Faðir minn seldi Eskihlíð þeg- ar ég var ellefu ára og fékk lóð á Óð- insgötu 4, þar sem hann byggði fjögurra hæða hús sem hann leigði út talsvert af. Hann fékk að velja á milli þessarar lóðar og lóðarinnar þar sem Þjóðleikhúsið stendur nú. Honum leist betur á sig við Óðins- götuna - hin lóðin var í Skugga- hverfinu sem ekki þótti fínt þá. Hann lét gera smiðju úti í porti og þar smíðaði hann skeifur. Mamma gat fylgst með tímanum með því að líta út um gluggann á dómkirkju- klukkuna, húsin í kring voru ekki há. Krossarnir þrír Við vorum rétt við Hegningar- húsið. Erlingur lögregluþjónn var mikill vinur okkur. Við krakkarnir vorum ekki að þvælast við Hegning- arhúsið nema eitthvað sérstakt væri um að vera. Þar var stundum fólk af Kleppi. Einn úr þeim hópi var Valdimar nokkur sem kallaður var Valdi sómi. Hann var mikið hjá Erl- ingi. Krakkar voru hræddir við Valda. Ég kynntist honum þannig að ég var að hjálpa konunni hans Erlings, hún lá á sæng. Allt í einu kom Valdi inn og náði í elstu stelpuna, hann ætlaði að hræða hana, hún hafði eitthvað verið að stríða honum. Hann grípur stelpuna, dregur hana að tunnu og mundar sig þar til að skera hana með sveðju mikilli. Hann var sann- arlega agalegur. „Valdi, láttu hana vera,“ segi ég og tek á öllu sem ég á til. Hann gegnir mér engu heldur reiðir upp sveðjuna. „Heyrðu, ég er að fara að laga fisk, láttu mig fá hnífinn," segi ég mynduglega. Þá lét hann sveðjuna síga og fékk mér hana, ég var ekki sein á mér að hlaupa með hana inn. Ég ætlaði ekld að láta skera stelpuna meðan ég stæði í lappimar. Éftir þennan at- burð vorum við Valdi vinir. Valdi var kaþólskur og kom eitt sinn til mín með þijá krossa. Þeir voru gamlir og hann sagði að einn þeirra væri með lækningamátt en vissi ekki hver þeirra það væri. „Það eru ekki vandræði að komast að hver þeirra það er, bara að láta reyna á lækningamáttinn," sagði ég. Valdi taldi ýmis tormerki á að það gengi en bað mig að reyna að komast að hver krossanna hefði lækningamátt- inn. „Ég lána þér krossana í viku, svo kem ég að sækja þá,“ sagði hann. Hann kallaði mig alltaf al- heilögu meyjuna. Ég komst ekki að hver krossanna gæti læknað og þar kom að Valdi hringir og segist vera að leggja af stað til að sækja kross- anna. Hann var þá búinn að biðja Erling um frí svo hann gæti heim- sótt „alheilögu meyjuna“. Friið fékk hann og lagði af stað. En þegar hann var kominn upp í stiga og var að fara í eitthvað utan yfir sig þá datt hann niður dauður. Mér vai' svo sagt að hann væri dáinn og ég vildi láta krossana fara í kistuna hans. „Nei, þeir hafa verið þér ætlaðir," sagði Erlingur og krossana á ég enn. Ég hef komist að því hver þeirra hefur lækningamátt. Frænka mín ein sem var veik bað mig að lofa sér að vera við þá. Svo tók ég eftir því að einn þeirra var horfinn. Hún hafði þá nappað honum með sér og ætlaði að reyna þá hvern fyrir sig. Þegar ég kom til að sækja krossinn þá var hún orðin alheilbrigð. Hún hafði hitt á rétta krossinn. Sá er lang elstur og minnstur. Ég hef þá hangandi fyrir ofan mig á vegg, ég hugsa helst að ég verði eilíf ef ég gæti þess alltaf að hafa þá hangandi fyrir ofan mig.“ Lungun féllu saman „Eftir að við Vagn skildum fór ég eins og fyrr sagði aftur heim til for- eldra minna með Ingibjörgu litlu. Skilnaðurinn tók ekki á mig - síður en svo. Við Vagn áttum alls ekki samleið, hann hafði gaman af að skemmta sér, þótti það mun skemmtilegra en mér. Ég var svo ógift í nokkur ár þar til ég kynntist Alfreð Nielsen. Hann var sonur Karls Nielsen, sem var danskur, og konu hans, sem Guðlaug Ólafsdóttir hét. Fyrsta bam okkar Alfreðs var Alfreð Flóki. Flóki minn var fæddur 19. desember 1938. Ég var nærri dáin þegar hann fæddist. Ég fékk Flóki virðir fyrir sér konumynd sem hann hafði þá nýlega iokið við, óskaplega lungnabólgu rétt áður en hann fæddist og mér versnaði mikið við fæðinguna. Skömmu eftir að drengurinn fæddist var ég flutt á spítala og þar var ég í sex mánuði en mamma hugsaði irni barnið. Ég var mjög veik, það kom vatn inn á lungun, annað lagðist alveg saman og hitt til hálfs. Þetta voru ekki berklar heldur afleiðing mikillar áreynslu. Ég hef ekki getað notað nema helming vinstra lungans síðan og hið hægra var algerlega ónot- hæft. Þetta háði mér þó svo sem ekki mikið fyrr en núna seinni árin, þegar ég tók að eldast. Ég hef aldrei reykt síðan ég fékk lungnabólguna - hef ekki verið svo vitlaus. Eg var svo veik af lungnabólgunni að ég hafði varla rænu á að sakna ný- fædda bamsins, ég vissi líka að það væsti ekki um drenginn hjá mömmu, hann var alla tíð í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Það var gaman að Flóka strax sem litlu bami. Hann var svo „gammelklog“. Hann var ekki allra en eignaðist þó marga vini. Frá upphafí var hann duglegur að læra það sem hann vildi læra.“ Botnlanginn enn í spíritus „Veikindin tóku mikið á mig en ég náði mér þó vel á strik er frá leið. Matthías læknir sagði að ég væri ein allra harðasta manneskja sem hann hefði þekkt á sínum læknis- ferli. Þegar ég vai' átta ára man ég eftir að ég kúrði mig um tíma mikið saman og fannst ég oft vera með svo mikinn verk í maganum. Ég treysti mér t.d. ekki í síðastaleik með krökkunum og mamma vildi gefa mér pípu, hún hélt að ég þjáðist af hægðatregðu. Loks varð ég svo veik að fenginn var læknir. Hann sagði að ég væri með botnlangabólgu. Ég var tekin upp á spítala og skorin. Þar var tekinn úr mér botnlanginn og hann er enn geymdur í spíritus. Hann var sprunginn en hafði áður rifnað eftir endilöngu og hafði gróið saman aftm’. Matthías sagði að þetta væri dæmi um hve hörð ég væri - það hefur hjálpað mér mikið um dagana. Ekki það að ég ætti sér- lega erfitt líf, ég átti svo góðan mann, foreldra og systkini og naut mikillar hjálpar þeirra frá upphafi og meðan þau lifðu.“ Fékk nafn sitt úr fornsögum „Flóki öfundaði mig mikið sem krakki að vera fædd á svo söguleg- um tíma sem í upphafi heimsstyrj- aldar en lét huggast þegar ég benti honum á að fæðingardagur hans væri ekki fjarri upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Annars hafði afmælið hans tilheigingu til þess að hverfa í amstri jólanna og það þótti honum leiðinlegt. Við hjónin ákváð- um eftir nokkrar bollaleggingar að gefa drengnum nafn föður síns en vildum hafa annað nafn með. Okkur kom hins vegar ekki saman um hvaða nafn það ætti að vera. Við rif- umst dálítið um hvað hann ætti að heita og ég spurði pabba hvort hann vildi fá sitt nafn á strákinn? Nei, hann vildi það ekki, sagði að Guð- mundur og Nielsen væru ekki góð nöfn saman. Loks sagði ég við Al- freð að það væri einmitt verið að ► Guðrún Nielsen á yngri árum. Guðrún Nielsen Unglingurinn Alfreð Flóki. Móðir og sonur ræða málin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.