Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 B 15 _______ERLENT______ Blair hafnar breyt- ingum hjá skozkum ríkisþingmönnum London. Morgunblaðið. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað hugmynd- um um breyttan hlut skozkra þing- manna í Westminster í kjölfar sjálfstjórnarþings Skota í Edin- borg. Skozka þingið hefur lögsögu í skozkum málum, sem til þess heyra, og hafa enskir þingmenn í Westminster ekkert um þau að segja, en skozkir þingmenn sitja áfram í London með atkvæðisrétt í enskum málum. Enskir þingmenn, einkum úr röðum íhaldsmanna, hafa bent á, að þetta sé engan veg- inn réttlátt og fynr kosningarnar var sagt, að íhaldsflokkurinn myndi leggja fram frumvarp um breytta stöðu skozkra þingmanna á ríkisþinginu þannig að þeir gætu ekki haft áhrif á gang sérenskra mála. í The Daily Telegraph er sagt, að Blair hafi nú tekið af skar- ið og til að undirstrika þá skoðun sína, að skozkir þingmenn hefðu áfram sitt að segja um ensk mál- efni sem skozk, hefur hann skipað Helen Liddell, sem var ráðherra í Skotlandsmálaráðuneytinu, sam- gönguráðherra. íhaldsþingmaður- inn Cheryl Gillan hefur bent á, að bak við hvem skozkan þingmann í London standi 52 þúsund kjósend- ur meðan 100 þúsund eru að baki hverjum enskum þingmanni og að með tilkomu skozka þingsins hafi starfsálagið á skozka þingmenn í London minnkað til muna. Þessu svarar Blair á þann veg, að það þjóni hagsmunum brezku ríkis- heildarinnar að dreifa valdinu og það sé réttlætismál, meðan það væri rangt að hafa tvenns konar þingmenn á ríkisþinginu. Blair er í mun að engin breyting verði á stöðu skozkra þingmanna eða ráðherranna fimm, sem frá Skotlandi em og hann hefur frestað fram yfir næstu kosningar að taka til endurskoðunar kjördæmaskipan- ina í Skotlandi, sem gæti leitt til fækkunar skozkra þingmanna í London. í kosningunum 1997 vann Verkamannaflokkurinn 56 af 72 skozkum þingsætum og sterk staða þar í næstu kosningum gæti hjálpað upp á sakimar, ef íhaldsflokkurinn færi að vinna eitthvað á í Englandi. MEÐ GÆÐIN í STAFNI VELKOMIN UM BORÐ RED//GREEN Laugavegur 1 • Sími 561 7760 AÐALFUNDUR Aðalfundur Plastos Umbúða hf. verður haldinn þriðjudaginn 14.júní 1999 í húsnæði félagsins að Suðurhrauni 3. Fundurinn hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt 14.-gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Reikningar félagsins verða afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. fiPlastos Umbúðir hf. SúvefnisvönirN Karin Herzoq ' . .. .. . r:; mm ...ferskir vindar i umhirðu húðar Er húð þín slöpp eða ertu með appelsínuhúð? Grenningarkremið SILHOUETTE verkar djúpt og kröftuglega hvort sem þú ert vakandi eða sofandi. ÞAÐ EINA... sem þú þarft að gera er að bera það á þig. Kynnlngar i vikunni: Þriðjud. 2. júní frá kl. 14—18: Fjarðarkaups Apótek - Hafnarfirði Fimmtud. 3. júní frá kl. 14—18: Lyfja — Grindavík Rima Apótek — Grafarvogi Ingólfs Apótek — Kringlunni Hagkaup Skeifunni Föstud. 4. júní frá kl. 14—18: Borgarnes Apótek — Borgarnesi Húsavíkur Apótek — Húsavík Vesturbæjar Apótek Hagkaup Skeifunni Hagkaup Smáratorgi Laugard. 5. júní frá kl. 13—17: Hagkaup Smáratorgi Kynnlngaialsláttur Á Karin Herzog snyrtistofu á Garðatorgi nærðu jafnvel enn skjótari árangri fyrri sumarið. Hringdu í önnu Maríu í s. 698 0799/565 6520. Tegund: Kontur Verð: 12.990- STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Nýkomin sending > v;u ~ i** r : .* ' - j'*.-'». .nf.* • ■''lý' r- m ... ■ * 'i _ BREIÐHDLTSLAUG Góð fvrír nuddelska - því þar er bubblandi qóður nuddpottui Virka daga Helgar Vetur 6:50-22:00* 8:00-20:00* - því þar Sumar 6:50-22:00 8:00-20:00 i góður nuddpottur Upplýsingasími sundstaða í Reykjavík er 570-7711 Wm - T ílltNU* *CCtfjlNCAJtOM*» fHI. / SÍA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.