Morgunblaðið - 06.06.1999, Side 15

Morgunblaðið - 06.06.1999, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ Garðyrkjustjóri útisvæða Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum, Ölfusi, aug- lýsir stöðu Garðyrkjustjóra útsvæða skólans lausa til umsóknar. Krafist er skrúðgarðyrkju- menntunar, framhaldsnáms í skrúðgarða- tæknifræði og meistararéttinda í skrúðgarð- yrkju. Reynsla í stjórn vinnuflokka áskilin. í starfinu felst m.a. bókleg og verkleg kennsla á umhverfissviði skólans auk stjórn umhirðu útisvæða skólans. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Um fullt starf er að ræða. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamn- ingi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um nám og fyrri störf og öðrum upplýsingum sem umsækjandi vill koma á framfæri sendist til skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi, 810 Hveragerði, fyrir 21. júní nk. sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefurveriðtekin. Umsóknirþar sem umsækjandi óskar nafnleyndar verða ekki teknar gildar. Langar þig að vera umsjónarkennari 7 nemenda næsta vetur ? Við Gaulverjaskóla í Flóa, sem erfámennur sveitaskóli í nágrenni Selfoss, vantargrunn- skólakennara. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, íþróttir og tungumál. Nemendur Gaulverjaskóla verða 17 næsta skólaár og skiptast í tvær deildir. í yngri deild verða 7 nemendur í 1.—4. bekk en í eldri deild 10 nem- endur í 5.-7. bekk. Við Gaulverjaskóla er lögð áhersla á metnaðarfullt skólastarf og samstarf við nágrannaskóla og skóla erlendis. Góður andi og sátt ríkir um skólann í sveitarfélaginu. Rúmgóð 2 herbergja íbúð stendur verðandi kennara til boða í skólahúsinu. Umsóknarfrestur er til 25. júní. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Gauti Jóhannesson í síma 486 3399/486 3405, net- fang gaul@isholf.is. Kennarar Grunnskólinn Hellu auglýsir Erum að leita að áhugasömum kennurum til kennslu í eftirtöldum greinum: Almenn kennsla, sérkennsla, smídar og myndmennt. Hafið samband við undirritaða og fáið upplýsingar um kjör og aðstöðu. Ath. Grunnskólinn á Hellu er einsetinn 140 nemenda skóli sem starfar í 10 fámennum bekkjardeildum. I skólanum er frábær vinnuaðstaða fyrir kennara í nýju og glæsilegu skólahúsnæði. Ódýrt íbúðarhúsnæði er fyrir hendi auk sérsamnings á milli kennara og sveitarstjórnar. Á Hellu er nýtt íþróttahús, góð sundlaug, leikskóli á skólasvæðinu og tónlistarskóli. Einnig er á Hellu góð aðstaða til að iðka hin ýmsu áhugamál svo sem hestamennsku, golf og fjallamennsku. Á svæðinu starfa öflugir kórar og leikfélag. Hella er friðsælt bæjarfélag í aðeins 90 km fjarlægð frá Reykjavik. Upplýsingar má einnig nálgast á heimasíðu skólans: http://rvik.ismennt.is/~hella/ Nánari upplýsingar veita: Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri vs. 894 8422, hs. 487 5943, Helga Garðarsdóttir aðstskólastjóri, vs. 487 5442, hs. 487 5027. Sölumaður Tölvur — jaðartæki Óskum eftir að'ráða nú þegar eða sem allra fyrst röskan og ábyggilegan sölu- og af- greiðslumann. Starfssvið: Sala og afgreiðsla á tölvubúnaði og jaðartækjum. Umsækjandi þarf að hafa góða undirstöðuþekkingu á PC tölvum og tölvuprenturum. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 9. júní, merktar: „Tölvur — 8147". SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA - REYKJAVÍK Lausarstöður Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftirfólki í vaktavinnu á sambýlum við umönnun fatlaðra og til að aðstoða fólk í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða heilar stöð- ur, hlutastörf og helgarvinnu. Æskilegt er að umsækjendur hafi þroskaþjálfamenntun og/eða reynslu af störfum með fötluðum. Nánari upplýsingar um störfin veitir Steinunn í síma 533 1388. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 21. júní nk. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, beristtil Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra, Suðurlandsbraut 24,108 Reykja- vík á eyðublöðum sem þar fást. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Fulltrúi í farandvinnuvéladeild Laust ertil umsóknar starf fulltrúa í farandvinn- uvéladeild Vinnueftirlitsins í Reykjavík. Starf fulltrúa felst m.a í símsvörun, upplýsingagjöf, tölvuskráningu og almennum skrifstofu- störfum. Viðkomandi þarf að vera vanur/vön vinnu við tölvur. Starfið erfjölbreytt og vinnustaðurinn er reyk- laus. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Haukur Sölvason, deildarstjóri, og Bjarni Bentsson í síma 567 2500. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 25. júní '99 til Vinnu- eftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík. Skólaskrifstofa Austurlands Forstöðumaður Laus er til umsóknar staða forstöðu- manns Skólaskrifstofu Austurlands Skólaskrifstofa Austurlands er byggðasamlag 14 sveitarfélaga á Austurlandi. Helsta verkefni skrifstofunnar er sérfræðiþjónusta skv. grunn- og leikskólalögum. Forstöðumaður sinnir fyrst og fremst faglegri stjórnun, ráðgjöf við skóla- stjórnendur og sveitarstjórnir, annast áætlana- gerð, fer með fjármál og mannaforræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist Skólaskrifstofu Austurlands, Búðareyri 4, 730 Reyðar- firði. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Nánari upplýsingar gefa: Einar Már Sigurðar- son, forstöðumaður í símum 474 1211/893 2330 (ems@ismennt.is) og Magnús Guðmundsson, formaður stjórnar í símum 472 1300 vs/472 1467 hs, (mg@simnet.is). Stjórn SKA. Þjónanemar Óskum eftir framreiðslunemum í veitingasal Hótels Holts. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtileg 3 ára nám. Upplýsingar veitir veitingastjóri eftir kl. 11.00 alla virka daga. Bergstaðastræti 37, sími 552 5700. SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999 E 15% Kennarar — kennarar Bekkjakennara vantar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í eftirtalda bekki: í 1. bekk, 15 nemendur, í 2. bekk, 11 nemendur, í 3. bekk, 18 nemendur, í 4. bekk, 5 nemendur, lítil samkennsla, eingöngu í íþróttum, handmennt og tónmennt, í 5. bekk með 18 nemendur. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar er einsetinn og verða nemendur um 140 næsta ár og einn bekkur í árgangi. í skólanum er góð vinnuað- staða fyrir kennara sem tekin var í notkun á þessu ári. Kennarar eru um 13 auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Kennurum er útvegað ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur greiddur. Umsóknarfrestur er til 19. júní 1999. Upplýsingar veitir Hafsteinn Halldórsson skóla- stjóri í síma 475 1244, 475 1159 og 861 1236. Netfang hafhall@eldhorn.is. Skólastjóri. Uppeldis- og stjórn- unarstörf á Þórshöfn Lausar eru kennarastöður við Grunnskólann á Þórshöfn næsta vetur. Annars vegar vantar íþrótta- og sundkennara sem einnig hefði um- sjón með æskulýðs- og tómstundastarfi á staðnum. Hins vegar er um að ræða tungu- málakennslu og almenna kennslu yngri barna. Þá vantar leikskólastjóra og leikskólakennara á leikskólann Barnaból. Aðstæðurtil þessara starfa og almenn þjónusta eru með því besta sem gerist á stöðum sem þessum. Snemma á þessu ári vart.d. glæsilegt íþróttahús með innisundlaug, félagsmiðstöð og öllu tilheyrandi tekið í notkun. Boðið er upp á flutningsstyrk og mjög góð kjör. Nánari upplýsingarfást hjá formanni skólamála- ráðs í símum 460 8111, 468 1213 og 894 0861, skólastjóra Grunnskólans í símum 468 1164og 468 1465, leikskólastjóra í síma 468 1223 og sveitarstjóra Þórshafnarhrepps í síma 468 1275. Hjúkrunarfræðingur til forstöðu nýju hjúkrunarheimili Búðahreppur Fáskrúðsfirði auglýsir eftir hjúkr- unarfræðingi til að taka að sér forstöðu nýs hjúkrunar- og dvalarheimilis á Fáskrúðsfirði. Laun fara eftir kjarasamningi hjúkrunarfræð- inga og ríkisins. Umsjón með rekstri Búðahreppur Fáskrúðsfirði auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf til að hafa umsjón með rekstri nýs hjúkrunar- og dvalarheimilis á Fáskrúðsfirði. Laun fara eftir kjarasamningi FOSA og launanefndar sveitarfélaga. Um er að ræða blandað dvalar- og hjúkrunarheimili með 26 dvalar- rýmum, þ.e. 13 dvalarheimilisplássum og 13 hjúkrunarheimilispláss- um. Dvalarheimilishlutinn var tekinn í notkun fyrir 11 árum en verið er að taka hjúkrunarheimilishlutann í notkun nú síðsumars. Skriflegar umsóknir um framangreind störf sendist skrifstofu Búðahrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði. Umsóknarfrestur er til 21. júní 1999. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Búða- hrepps í síma 475 1220. Sveitarstjóri. LANDSPITALINN ...7 þágu mannúðar og vísinda... Ljósmyndari Ljósmyndastofa Landspítaians óskar eftir Ijós- myndara til starfa. Starfið felst í klínískri Ijósmyndun, almennri Ijósmyndun, úrvinnslu, myndefnis, frágangi í myndasafn og almennum störfum á Ijós- myndastofu. 75% starf kemur til greina. Leikni í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Upplýsingar veitir Halldór K. Valdimarsson í síma 560 1569 — Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjérmálarádherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. ______________________ -7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.