Morgunblaðið - 06.06.1999, Side 4
4 E SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRA ,
UMSOKN
TIL
ATVINNU
Leiðin til betra starfs
Fæst í bókabúðum
SJÚKRAHÚS
REYKJ AVÍ K U R
■ ■
Oldrunarsvið
Öldrunarlækningadeild B-4 Fossvogi sinnir
bráðaþjónustu aldraðra, greiningu, mati og
meðferð. Mjög virk endurhæfing er í gangi og
sinnir deildin einnig á hverjum tíma endurhæf-
ingu sjúklinga eftir lærbrot. Unnið er eftir skipu-
lagsformi einstaklingshæfðrar hjúkrunar og
er lögð rík áhersla á teymisvinnu og heildræn
vinnubrögð. Starfsaðstaða er með ágætum.
Aðstoðardeildarstjóri
Laus er staða aðstoðardeildarstjóra. Stjórnun-
arheild deildarinnar mynda deildarstjóri og
tveir aðstoðardeildarstjórar sem skipta með
sér stjórnunar- og þróunarlegum verkefnum.
Launakjör eru samkvæmt framgangsmati
hjúkrunarfræðinga.
Hjúkrunarfræðingur
Laus er staða hjúkrunarfræðings á næturvökt-
um frá 1. júlí. Vinnutími er frá kl. 23.00—8.30.
Sjúkraliðar
Lausar eru stöður sjúkraliða á allar vaktir nú
þegar og frá 1. september. Vaktafyrirkomulag
og starfshlutfall samningsatriði.
Sumarafleysingar — Vantar enn fólk í sumar-
afleysingar. Hentar vel hjúkrunar-, sjúkraliða-
og læknanemum. Mörg námstækifæri bjóðast
á deildinni og eru viðfangsefni í umönnun
sjúklinga okkar afar fjölbreytt.
Nánari upplýsingar um starfsemi og
launakjör hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur
deildarstjóra í síma 525 1536 og Önnu
Birnu Jensdóttur hjúkrunarframkvæmda-
stjóra í síma 525 1888.
Lyflækningasvið
Sviðsstjóri hjúkrunar
Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra lyflækningasviðs Sjúkra-
húss Reykjavíkur. Hjúkrunarframkvæmda-
stjóri er sviðsstjóri sviðsins og myndar
ásamt forstöðulækni sviðsstjórn.
Lyflækningasvið þjónar sjúklingum með
meltingarfærasjúkdóma, innkirtla- og efn-
askiptasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, lung-
nasjúkdóma, smitsjúkdóma, blóðsjúk-
dóma, krabbameín og hjartasjúkdóma.
Barnadeild sjúkrahússins tilheyrir lyf-
lækningasviði.
Sviðsstjóri hjúkrunar ber ábyrgð á að
hjúkrun á lyflækningasviði sé í samræmi
við hugmyndafræði hjúkrunar á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur, í samráði við hjúkrunar-
deildarstjóra. Sviðsstjórar stjórna rekstri
lyflækningasviðs og vinna að heildarskip-
ulagi og samhæfingu starfseminnar. Þeir
sjá jafnframt um að allar rekstrarákvarð-
anir séu í samræmi við áætlanir hverju
sinni.
Sviðsstjóri hjúkrunar stuðlar að ákjósan-
legum skilyrðum fyrir rannsóknir og
kennslu í samráði við fræðslu-, rannsókna-
og gæðasvið og hjúkrunardeildarstjóra
viðkomandi deilda.
Æskilegt er að viðkomandi hafi masters-
menntun í hjúkrun eða á öðru sviði sem
nýtist innan heilbrigðisstofnana. Mikil-
vægt er að viðkomandi hafi stjórnunar-
menntun og víðtæka reynslu af stjórnun-
arstörfum. Starfið er veitt frá og með
1. ágúst 1999 eða eftir nánara samkomu-
lagi.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri í síma 525 1220, netfang sigs@shr.is
Umsóknum skal skilað á skrifstofu hjúkrunar-
forstjóra fyrir 15. júlí 1999 og skal þeim fylgja
upplýsingar um menntun, rannsóknir og fyrri
störf.
Fræðslu-, rannsókna- og gæðasvið
Sviðsstjóri hjúkrunar
Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra Fræðslu-, rannsókna- og gæða-
sviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri er sviðsstjóri sviðsins og mynd-
ar ásamt forstöðulækni sviðsstjórn.
SHR er kennslusjúkrahús, sem starfar í nánum
tenglum við Háskóla íslands, Háskólann á
Akureyri og aðrar menntastofnanir. SHR tekur
virkan þátt í þjálfun og kennslu þeirra sem
stunda nám í heilbrigðisvísindum.
Fræðslu-, rannsókna- og gæðasvið hefur um-
sjón með endurmenntun, fræðslu og nám-
skeiðahaidi fyrir alla starfsmenn sjúkrahússins.
Jafnframt veita sviðsstjórar ráðgjöf við vís-
indavinnu, útgáfu fræðsluefnis fyrir sjúklinga
og annað það efni sem heyrir undir rannsóknir,
fræðslu- og gæðamál.
Æskilegt er að viðkomandi hafi doktorsmennt-
un og reynslu af klínískum rannsóknum.
Mastersmenntun í hjúkrun eða á öðru sviði
sem nýtist innan heilbrigðisstofnana áskilin.
Starfið er veittfrá og með 1. ágúst 1999 eða
eftir nánara samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunar-
forstjóri í síma 525-1220, netfang
sigs@shr.is.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu hjúkrunar-
forstjóra fyrir 15. júlí 1999 og skal þeim fylgja
upplýsingar um menntun, rannsóknir og önnur
vísindastörf.
Yfirfélagsráðgjafi
Laus er til umsóknar starf yfirfélagsráðgjafa
við öldrunarsvið SHR, Landakoti. Hér er um
að ræða fjölbreytt og áhugavert starf þar sem
öldrunarþjónustan er í stöðugri þróun.
í starfinu felst umsjón og skipulagning á fé-
lagsráðgjafaþjónustu á öldrunarsviði SHR,
Landakoti. Unnið er í þverfaglegri teymisvinnu
við greiningu, meðferð og stuðning við
aldraða. Einnig er ráðgjöf og stuðningur við
aðstandendur. Stafið gerir kröfur um skipu-
lagshæfileika og hæfni til samvinnu. Ráðið
er í starfið frá 1. september 1999.
Umsóknarfrestur er til 28. júní 1999.
Allar nánari upplýsingar veitir Jóna
Eggertsdóttir, forstödufélagsrádgjafi, í
sfma 525 1000 eda 525 1545.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra
og viðkomandi stéttarfélags.
ÍSAFJARÐARBÆR
Grunnskólar
ísafjarðarbæjar
Við bjóðum betur - miklu betur!
ísafjarðarbær vard til við sameiningu sex
sveitarfélaga á norðanverdum Vestfjörð-
um 1. júní 1996. Hér hefur myndast öflugt
sveitarfélag með 4.500 íbúum þar sem
lögð er áhersia á menntun og uppbygg-
ingu skóla. í bænum eru fjórir skólar og
eru þeir allir einsetnir. í bæjarfélaginu er
margháttuð þjónusta og atvinnustarf-
semi, auk þess sem Vestfirðir eru þekktir
fyrir sérstæða náttúru og fjölbreytt tæki-
færi eru til útivistar og íþróttaiðkana.
Skólarnir hafa afnot af góðum íþróttahús-
um og í nágrenni bæjarins er eitt besta
skíðasvæði landsins.
ísafjörður
I Grunnskólanum á ísafirði eru 550 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn
var einsettur haustið 1998. Menntamálaráðuneytið hefur veitt skólan-
um styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla skólaárið 1999/00 til að vinna
að þróunarverkefni á yngsta stigi, sem hlotið hefur heitið „Saman
í takt, heimili og skóli". Einnig er skólinn aðili að Comeniusar-verkefni
á vegum Evrópusambandsins sem m.a. tekur til gagnkvæmra heim-
sókna kennara. Áhersla er lögð á endurskipulagningu stærðfræði-
kennslu og tölvu-og upplýsingatækni.
Við óskum eftir að ráða hugmyndaríka og metnaðarfulla kennara
sem eru tilbúnir til að leggja tíma og orku í samstarf innan árganga.
Næsta skólaár vantar til starfa við skólann: Tónmenntakennara, sér-
kennara, þroskaþjálfa, verkgreinakennara og bekkjarkennara á yngsta
og miðstigi. Skólastjóri er Kristinn Breiðfj. Guðmundsson, vs.
456 3044, netfang krbg@isafjordur.is. Aðstoðarskólastjóri er Jónína
Ó. Emilsdóttir, netfang jonín@isafjordur.is.
Suðureyri
Nemendur í skólanum eru 56 í 1. — 10. bekk. Næsta vetur vantar til
starfa tvo kennara. Meðal kennslugreina eru: Heimilisfræði, saumar,
tónmennt, sérkennsla og almenn bekkjarkennsla á miðstigi. Skóla-
stjóri er Magnús S. Jónsson, s. 456 6129 (skóli), 456 6120 (fax) og
456 6119 (heima), netfang: msj@snerpa.is.
Þingeyri
(skólanum eru 70 nemendur í 1. —10. bekk. Aðeins vantar íþróttakenn-
ara í 2/3 til starfa við skólann næsta vetur. Skólastjóri er Guðmundur
Þorkelsson, s. 456 8106 (skóli) og 456 4494 (heima)
Netfang: gth@snerpa.is.
Önundarfjörður
Nemendur skólans eru 62 i 1.—10. bekk. Tvo kennara vantar til starfa
næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: Enska, mynd- og handmennt,
danska, heimilisfræði, tónmennt, íþróttir og sérkennsla. Skólastjóri
er Sigrún Sóley Jökulsdóttir, s. 456 7670 (skóli) og 456 7755 (heima),
netfang: sigrun@isafjordur.is. Aðstoðarskólastjóri er Kristrún Birg-
isdóttir, s. 861 8971.
Við bjóðum betur —
hafðu samband sem fyrst!
Umsóknarfrestur er til 15. júní 1999.
Einholtsskóli auglýsir:
Einholtsskóla vantar kennara í fullt starf
á næsta skólaári.
Einholtsskóli er sérskóli fyrir unglinga á aldrin-
um 13—16 ára. Æskilegt er að viðkomandi hafi
tveggja ára framhaldsnám í sérkennslu og ekki
kemur til greina að ráða leiðbeinanda.
Starfið er mjög krefjandi en jafnframt mjög
gefandi fyrir kennara, sem hefur gaman af að
vinna með unglingum í nánu samstarfi við
aðra kennara. Kennarinn þarf að geta kennt
sem flestar bóklegar greinar, þó er sérstaklega
leitað að kennara með góða þekkingu á tölv-
um, stærðfræði eða samfélagsfræðigreinum.
Viðkomandi þarf að vera þolinmóður og tilbú-
inn að taka þátt í félagslegum athöfnum nem-
enda.
Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Gestsdóttir,
skólastjóri, í símum 562 3711 og 552 4634.