Morgunblaðið - 06.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.06.1999, Blaðsíða 24
"24 E SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hnútaþrautir og russrútur Arviss vorboði á Islandi er dimmisjón framhaldsskólanna. Hópar útskriftar- nema í grímubúningum setja svip sinn á götulífíð og minna á að senn lýkur _____skólum og sumarið er í nánd._ * Helga Dís Sigurðardóttir segir að í Noregi minni útskriftarnemar fram- haldsskólanna einnig á sig á vorin, en með mun meira umstangi. ÓMISSANDI er að bleyta aðeins í sér 17. maf og þessar ungmeyjar munaði ekki um að taka lagið Iíka og nokkur dansspor með. I | r i RUSS“ er orðið sem notað er yfír dimmisjón norskra nema. í stað þess að láta sér nægja að klæðast grímubún- ingum í einn dag klæðast Norð- mennirnir sérstökum russgöllum, sem eru yfirleitt smekkbuxur eða heilir samfestingar ásamt russhúfu í stíl, og fagna lokum skólagöngu í *Jieilan mánuð samfleytt! Russið hefst reyndar strax í byrj- un síðasta skólaárs fyrir lokapróf, með reglulegum fundum og uppá- komum fyrir russnema. Það eru russnemarnir sjálfír sem skipuleggja allt russstarfið og í hverjum skóla er kosin svokölluð russnefnd. Yfir öll- um russnefndunum er svo ein russ- stjórn, skipuð fulltrúum margra skóla. Russið skiptist í tvo hópa, rauðruss sem eru nemendur í al- mennum fógum og bláruss sem eru nemendur úr viðskipta- og verslun- ^rskólum. Sums staðar er einnig talið með svokallað svartruss, sem munu vera nemendur iðngreina, en svartrussið, sem og aðrir htir sem heyrst hafa nefndir, er tiltölulega nýtilkomið og ekki almennt viður- kennt. Hlaupa af sér hornin Sjálft orðið „russ“ er að öllum lík- indum komið úr latínu, en heimildum ber ekki saman um af hvaða latneska orði það er komið. Alfræðiorðabæk- ur gefa upp orðið „depositurus" sem mun þýða að hlaupa af sér homin. Raunar þekkjum við afar sambæri- legt orð úr íslensku máli frá því fyrr á árum. Þá var ekkert verið að skafa ^útan af því og tekið heiti annarrar þjóðar, Rússa. Að vísu skilur á milli að íslenskur rússi er skrifaður með litlum staf og fyrirbærið birtist síðar á skólagöngunni heldur en hjá Norð- mönnum dagsins í dag - íslenskur rússi með litlum staf var „stúdent í háskóla á fyrsta ári eftir stúdents- próf‘, eftir því sem orðabókin segir. Og er þó ekki allt talið: Danir eiga líka sitt russ, nema það eru nemar á fyrsta ári í framhaldsskóla, ekki síð- asta eins og í Noregi. Svo við skulum halda okkur við þann aðgreining að hafa norska russið með u en ekki ú. Formlega byrja nemendur að klæðast russgöllunum 1. maí, en fáir geta beðið svo lengi og byrja um leið -i)g þeir fá gallana, um 1-2 vikum fyrr. Eftir 1. maí hefja svo russnem- arnir að leysa svokallaðar hnúta- þrautir af miklum móð. Russstjómin ákveður hvemig þrautimar em hvert ár, og hve marga hnúta skal veita fyrir hveija þraut. Hnútana sem um ræðir skal svo hnýta í „skúf ‘ russhúfunnar og er markmið hvers og eins að fá svo marga hnúta að skúfurinn verði sem stystur, helst bara lítill hnúskur uppi á kolli húf- unnar! Áður fyrr tíðkuðust stúdentshúfur svipaðar og við þekkjum á íslandi, ^n msshúfan er ýmist með rauðum eða bláum kolli eftir úr hvaða lit hver mssar, og löngum skúf. Russhúfan var fyrst notuð í Ósló árið 1905 en vinsældir hennar jukust jafnt og þétt eftir því sem leið á öldina, samhliða því sem umstangið í kringum mssið jókst með hveiju ári. í byrjun átt- unda áratugarins lagðist stúdents- uúfan loks endanlega af. Fyrir 30-40 árum kepptust russnemar um að RUSSSVEINN flettir sig klæðum í blíðunni 17. maí. Ekki lítur út fyrir að hann hafi fengið marga hnúta á skúfinn sinn. NOKKURdæmi um rauðrusskort. at W5U fOm fntmStamm fjAshhs> oc dAíhilo Partíbæli á hjólutn mála bæinn í sínum eigin russht, semsagt ýmist bláan eða rauðan. Veggir, grindverk, styttur og annað sem á vegi varð var þá tekið í gegn í viðleitni russnemanna við að minna á sig. Uppátækið var þó mjög óvinsælt hjá yfirvöldum, ekki síst þar sem russnemar sátu um að komast inn í almenningsgarða til að skilja eftir ummerki sín á frægum styttum. Á tímabili tíðkaðist meira að segja að skella sér til Kaupmannahafnar með málningardósirnar, Dönum til mikill- ar armæðu. En þó að penslamir séu að mestu lagðir á hilluna nútildags hafa út- skriftamemar í nógu öðru að snúast. Hnútaþrautirnar sem áður var minnst á em af ýmsum toga, og sem dæmi má nefna að kyssa löggu, snæða morgunverð á hringtorgi, dorga í göturæsi, vaka heila nótt og svo framvegis. Annað ómissandi fyrirbæri em mssrúturnar. Nokkrir nemar taka sig þá saman um að kaupa gamlan sendiferðabíl eða rútu sem svo er breytt í partíbæli á hjólum, oft með ótrúlegustu þægindum inn- anborðs. Russökutækin em síðan notuð óspart, dag og nótt, þær vikur er rassið stendur í hámarki. Til að draga úr slysahættu af sökum partíglaðra mssnema í umferðinni koma lögregla og umferðareftirlit með sérstaka fyrirbyggjandi um- ferðarfræðslu og fyrirlestra inn í skólana, áður en mssökutækin em tekin í notkun. Ekki má gleyma rasskortunum, en hver og einn rassnemi fær sér- prentuð „nafnspjöld", sem hann út- býtir svo á báða bóga á síðustu vik- um mssins. Vinsælt er meðal yngri nema, allt frá fyrstu bekkjum gmnn- skóla og upp í yngri bekki fram- haldsskólanna, að safna rasskortum. Algengt er að böm flykkist á eftir Ljósmyndir/Helga Dís Sigurðardóttir hópum rassnema, sem eiga það til að fleygja upp í íoftið bunkum dýr- mætra rasskorta, áhangendum sín- um til handa. Fleira má nefna sem einkenni rassins. Margir verða sér úti um bambussprota sem nota má í ýmsum tilgangi, helst þó til að framkalla há- vaða og kalla á athygli. Og þó að rassnemar máli ekki lengur bæinn rauðan, eða bláan, gefst þeim fjöldi RAUÐRUSS og bláruss spóka sig saman í miðborg Óslóar 17. maí. VEL ÚTBÚIN russdama, í út- krotuðum galla, með russkort og vitanlega sólgler- augu í stíl. tækifæra til að veita listrænum hæfi- leikum sínum útrás. Allt sem tengist russinu er tekið í gegn og krotað í bak og fyrir. Russrúturnar era þakt- ar slagorðum, eiginhandaráritanir samnema, slagorð og teikningar þekja russbúningana, húfan, töskur, skór og annað sem rassnemendur koma höndum yfir fær sömu útreið. Á skyggni russhúfunnar er auk þess ritað „viðurnefni" þess sem hana ber, valið af samnemendum. Formlega lýkur russinu ár hvert á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí. í Ósló er russskrúðgangan, sem samanstendur af gangandi rassnem- um og akandi rassrátum, fastur liður í hátíðahöldunum. Hjá rassnemun- um taka prófin þá við, fyrsta próf oftast 19. maí. Margir rassnemar halda þó áfram að klæðast rassgöll- unum, allt til útskriftardagsins sem er jafnan á Jónsmessu. Svartar hliðar russins Ekki era allir sammála um ágæti rassins. Russnemar drekka mikið og djamma nær sleitulaust síðasta mán- uðinn. Umferðarslys af völdum drakkinna rassnema sem detta af, eða út úr, rassrátum era árviss fylgi- fiskur, þrátt fyrir fræðslu, sem og annars konar slys, oft tengd óhóf- legri drykkju. I rassútilegum sem farnar era síðustu vikurnar eru nauðganir ekki óalgengar, enda oft auðveld fórnarlömb á meðal tuga sauðdrakkinna unglingsstúlkna, bæði fyrir óvandaða skólabræður þeirra, en þó ekki síst fyrir utanað- komandi aðila sem vitað er að sækja sérstaklega í russútilegurnar af þessum sökum. Önnur neikvæð hlið er ólæti af völdum rassnema, þegar bekkjar- ferðk eða samkomur fara úr böndun- um. Áður hefur verið minnst á ferðir til Danmerkur, en ekki er síður vin- sælt meðal útskriftarnema að bregða sér yfir til Svíþjóðar. Svíar era hins vegar ekki alltaf jafn ánægðir með þessar árvissu heimsóknir frænda sinna og er skemmst að minnast þess að í ár var 150 manna hópi norskra rassnema vísað frá Svíþjóð fyrir óspektir í Gautaborg. Stundum kemur upp ósamkomu- lag á milli russnefndar og skólayfir- valda, en nemar mæta í skólann til venjulegrar kennslu allt fram til 17. maí. Russgleðin getur haft áhrif á einbeitingu nemendanna, og gert kennuram erfitt fyrir. Venjan er þó að allt samstarf gangi með prýði og sýna kennarar russinu jafnan skiln- ing og mikla þolinmæði, enda hafa flestir þeirra russað sjálfir og þekkja spenninginn. Sömu sögu er að segja um almenning, margir hafa russað sjálfir og taka látunum í rassnemun- um með mikilli ró. Sumum finnst þó fullmikið af því góða til dæmis þegar ekki fæst svefnfriður um nætur vegna tónlistar og hávaða frá rass- rátum í íbúðahverfum, og svo finnast þeir sem finnst russið og allar þær venjur og reglur er þvi fylgja vera tákn um yfirborðsmennsku og jafn- vel snobb. En þó að sitt sýnist hverjum og ýmislegt gangi á er Ijóst að rassið er útskriftamemum nær ómissandi og mun að öllum líkindum halda sessi sínum um ókomin ár. HSfundur starfar í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.