Morgunblaðið - 06.06.1999, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ
,16 E SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999
Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands
óskar eftir að ráða skipstjóra /skipstjórnar-
kennara við sjávarútvegsskóla Namibíu í
Walvis Bay. Viðkomandi þarf að hafa farmann-
apróf, helst skipstjórnarpróf 4. stigs og reynslu
af skipstjórnarstörfum.
Góð enskukunnátta er nauðsynleg og einhver
kennslureynsla. Reiknað er með að viðkom-
andi hefji störf í september nk. og að ráðning-
artími sé til ársloka árið 2001. Laun eru skv.
launakerfi Sameinuðu þjóðanna.
Umsóknir skulu berast fyrir 20. júní nk. til skrif-
stofu ÞSSÍ, Rauðarárstíg 25,105 Reykjavík,
s. 560 9980, fax 560 9982, netfang:
iceida@utn.stjr.is.
Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar.
MÝRDALSHREPPUR
Mýrarbraut 13. 870 Vík í Mýrdal
Mýrdalshreppur
auglýsir
Kennarar, íþróttakennarar, leikskóla-
kennarar, þroskaþjálfar
Kennara vantar við Grunnskóla Mýrdalshrepps
næsta skólaár. Meðal kennslugreina: Kennsla
yngri barna, íþróttir, handmennt, tungumál,
tölvukennsla og sérkennsla.
Launauppbót, húsnæðisfríðindi og flutnings-
styrkur.Tveggja klukkustundar aksturfrá Rvík.
Upplýsingar gefa skólastjóri Kolbrún Hjör-
leifsdóttir, vs. 487 1242 og hs. 487 1287, og
sveitarstjóri Hafsteinn Jóhannesson, sími
487 1210 og hs. 487 1174.
VINNUEFTIRUT RÍKISINS
Administratíon of occupational safety and health
Bíldshöföa 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík
Fulltrúi á skrifstofu
Aðalskrifstofan í Reykjavík óskar eftir starfs-
manni til að annast símvörslu, afgreiðslu og
almenn skrifstofustörf.
Viðkomandi þarf að vera vanur/vön vinnu við
tölvur. Starfið er fjölbreytt og vinnustaðurinn
er reyklaus.
Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagrún
Þórðardóttir, skrifstofustjóri, í síma 567 2500.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal skila fyrir 25. júní nk. til Vinnu-
eftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík.
Konrektor
Starf konrektors/aðstoðarskólameistara við
Menntaskólann í Reykjavík er laust til umsókn-
ar. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skóla-
meistara og vinnur með honum við daglega
stjórn skólans og rekstur.
Aðstoðarskólameistari er ráðinn til fimm ára
frá 1. ágúst nk. Laun eru skv. kjarasamningi HÍK.
Umsóknarfrestur er til 28. júní.
Nánari upplýsingar veitir rektor í síma 551 4177.
Rektor.
Sjúkraþjálfunarstöðin
Háteigsvegi
Óskum eftir að ráða sjúkraþjálfara sem fyrst
eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 551 4646, Ásdís, Laufey
eða Ragnheiður.
CJflLDORFSKÓLl'NN
t
I
L/EKÖ/IRBOTNUM
er sjálfstæður skóli í nánum tengslum við
óspillta íslenska náttúru. Hann hefur sérstöðu
í íslensku skólaflórunni vegna ytri aðstæðna
og þeirra leiða, sem farnar eru í innra starfi.
Uppeldisfræði Rúdólfs Steiners er grundvöllur
skólastarfsins, þarsem hugsun, tilfinningar
og viiji barnsins eru lögð að jöfnu.
Við óskum eftir kennurum, dugmiklu jákvæðu
og skapandi fólki, sem hefur áhuga á að taka
þátt í uppbyggingu skólans.
Upplýsingar í síma 587 4499 milli kl. 10 og 12,
einnig hjá Sigfúsi í síma 897 0065 og Lóu í
síma 699 3630.
Samfélagsgreinar
— húsbóndi
Við Framhaldsskólann á Laugum vantar okkur
kennara í samfélagsgreinum.
Einnig er laust til umsóknar starf húsbónda
á heimavist.
í skólanum eru um 100 nemendur. Boðið er upp á almenna
námsbraut auk félagsfræðibrautar til stúdentsprófs og náms í íþrótt-
um og íþróttafræðum. Langflestir nemendur búa á heimavist.
Á Laugum er jafnframt grunnskóli, tónlistarskóli, leikskóli og heilsu-
gæsla. Þar er einnig ýmis þjónusta eins og kjörbúð, bókaverslun,
pósthús og sparisjóður.
Laun skv. kjarasamningum fjármálaráðuneytis,
HÍK og SFR.
Umsóknarfrestur er til 19. júní.
Nánari upplýsingar gefur skólameistari, Hjalti
Jón Sveinsson, í símum 464 3112 og 464 3113
eða Sverrir Haraldsson, áfangastjóri, í símum
464 3330 og 464 3126.
Sölumaður
— sjávarútvegur
Fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða sölumann
til að annast sölu á vörum til útgerðar.
Viðkomandi þarf að vera röskur, geta unnið
sjálfstætt, koma vel fyrir, hafa létta lund og
ánægju af samskiptum við fólk. Hann þarf að
þekkja vel til í sjávarútvegi, helst með reynslu
í sjómennsku, einkum skipstjórn eða útgerð.
í starfinu felst bæði skrifstofuvinna/afgreiðsla
og ferðalög um landið með daglegum sam-
skiptum við útgerðar- og skipstjórnarmenn.
Um er að ræða framtíðarstarf fyrir réttan aðila.
Umsækjendur eru beðnir að gera grein fyrir
sér í skriflegri umsókn, merktri: „Sölumaður
— sjávarútvegur — 8116", og senda hana til
afgreiðslu Mbl. fyrir 15. júní nk.
Skólastjóra vantar
Laus er til umsóknar staða skólastjóra og ein
kennarastaða við Litlulaugaskóla í Reykjadal.
í skólanum eru 35 nemendur í 1, —10.bekk.
Vegna sveigjanlegra kennsluhátta í fámennum
skóla er um fjölbreytilega kennslu að ræða en
æskilegar kennslugreinar eru enska, stærð-
fræði og raungreinar. Þá er æskilegt að um-
sækjendur séu vanir tölvunotkun. Umsóknar-
frestur er til 20. júní nk.
Skólinn erað Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu
en þar er einnig leikskóli, tónlistarskóli og
framhaldsskóli. Til Húsavíkur er 40 km akstur
og til Akureyrar 60 km. Veðursæld er óvíða
meiri. Ódýr húsaleiga og kynding.
Nánari upplýsingar gefur Angantýr Einarsson
skólastjóri í síma 464 3167 og Sverrir Haralds-
son formaður skólanefndar í síma 464 3126.
Sendiráð Frakklands
leitar að starfsmanni
Skrifstofustarf er laust til umsóknar í sendiráði
Frakklands. Áhugasamir eru beðnir um að
senda inn yfirlit um reynslu og fyrri störf til
Bernard Cocquebert, Sendiráði Frakklands,
Túngötu 22, B.P. 1750, 121 Reykjavík.
Skilyrði fyrir ráðningu er góð frönsku-
og íslenskukunnátta. Staðan er laus nú þegar.
Frá Menntaskólanum í Reykjavík
Varðstjóri
Slökkvilið Hafnarfjarðar
Hér með er auglýst laus staða varðstjóra hjá
Slökkviliði Hafnarfjarðar frá og með 1. ágúst
1999. Laun eru samkvæmt kjarasamningum
við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar.
Leitað er eftir einstaklingi með reynslu og
menntun á sviði brunamála og slökkvistarfa.
Viðkomandi þarf að hafa stjórnunarhæfileika.
Skrifleg umsókn, ásamt greinargerð um aldur
menntun og fyrri störf, berist undirrituðum
fyrir 1. júlí nk.
Slökkviliðsstjórinn í Hafnarfirði.
Blaðberar
Blaðbera vantar í Vatnsendahverfi. Þarf að
hafa bíl
^ | Upplýsingar gefnar í síma 569 1122
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaóið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Skólastjóri og kennari
óskast að Laugagerðisskóla á
Snæfellsnesi.
Staða skólastjóra Laugagerðisskóla er laustil
umsóknar. Umsóknarfrestur ertil 13. júní nk.
Skólinn er um 120 km frá Reykjavík, nemendur
eru um 45, allir í heimanakstri. Kennsluaðstaða
er góð, vel búnar rúmgóðar kennslustofur,
íþróttahús og sundlaug. Skólastjórabústaður
er einbýlishús með frírri hitaveitu.
Ennfremur vantar kennara í hlutastarf í hand-
og myndmennt og heimilisfræði.
Upplýsingar veita Sigrún Ólafsdóttir í síma
435 6631 og Guðbjartur Alexanderson í síma
435 6685.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Hljóðdeild
Starfsmaður óskast í tímabundið starf í hljóð-
deild Þjóðleikhússins, þ.e. frá 1.9. nk. til 30.6.
árið 2000. Æskilegt er að umsækjandi hafi ein-
hverja reynslu í hljóðvinnslu og almennri við-
haldsvinnu hljóðtæknibúnaðar.
Um er að ræða vaktavinnu.
Laun fara eftir kjarasamningi RSÍ við ríkissjóð.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrir störf berist skrifstofu Þjóðleikhússins,
Lindargötu 7, fyrir 21. júní nk.
Grunnskólinn
í Grindavík
Lausar kennarastöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður:
Bekkjarkennsla í 1.-8. bekk, kennsla í kjarna-
greinum í 9. bekk og myndmennt.
Grindavík er blómlegt bæjarfélag með 2200 íbúa í aðeins 50 km fjar-
lægð frá höfuðborginni. Nemendur eru um 390 í 1.-10. bekk. I skólan-
um er unnið framsækið starf af áhugasömu starfsliði. Yfirstandandi
eru miklar byggingaframkvæmdir við skólann og verður hann einset-
inn að þeim loknum. Grindavíkurbær greiðir 10% álag á föst laun
kennara sem búa á staðnum.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri í síma 426 8555 (vs), 426 8504 (hs) og
426 8363. Umsóknarfrestur er til 16. júní.
Skólastjóri.