Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÚR uppsetningunni á „Tanker“, í Kanonhallen nú fyrir stuttu. Það sem skiptir máli er rétta augnablikið LEIKARINN og leikstjórinn Krislján Ingimarsson, eða Neander, eins og hann kýs að kalla sig í Danmörku. íslenskur leikhúsmaður, Kristján Ingi- marsson, hefur að undanförnu vakið at- hygli í Danmörku sem allt í senn - höfund- ur, leikstjóri og leikari. Hefur Kristján m.a. verið tilnefndur fyrir einleikssýningu sína, Mike Attack, tilReumert-verðlaun- anna, helstu leiklistarverðlauna Dana. Þórhallur Magnússon segir frá ferli Krist- jáns og ræðir við hann. EGAR komið var inn í Kanonhallen í Kaup- mannahöfn á Junge Hunde-leikhússhátíðinni nú á dögunum, blasti við heljar- innar sviðsmynd þar sem hrúgað var saman eldhústækjum eins og ofnum, þvottavélum, eldavélum, þurrkurum og meira að segja sturtuklefa. Sviðsmyndin var hrá og það voru hljóðeffektamir líka þegar leikari kemur inn á sviðið, sest niður við eldhúsborðið, en sit- ur ekki lengi, því að það er eins og ósýnileg hönd rífi í hann og hendi honum til og frá um sviðið. Ahorf- endur flissa, leikarinn sest niður aftur, en aftur er rifið í hann og nú breytist flissið í innilegan hlátur. Verið var að sýna verkið Tanker eftir íslenska leikarann Kristján Ingimarsson sem einnig leik- stýrði. Kristján hefur búið í Dan- mörku í sjö ár, fyrst við nám í leik- list en svo sem atvinnuleikari. Það liggur beint við að fullyrða að fer- ill Kristjáns sé að blómstra um þessar mundir, því hann er nú að vinna að sýningu eftir sjálfan sig, undir heitinu Poodle, sem verður frumsýnd í haust og fékk hann til þess veglegan styrk frá danska leikhússjóðnum. I apríl var Krist- ján tilnefndur fyrir einleikssýn- ingu sína Mike Attack til Reu- mert-verðlaunanna, en það eru helstu leiklistarverðlaun Dana. Auk þess mun hann í haust verða hreyfi- og danshöfundur í sýning- unni Nurnberg, sem leikstýrt er af Rolf Heim. Nú í sumar og fram á haust mun hann hinsvegar verða á ferðalagi með einleikssýningu sína í Noregi, Svíþjóð og Þýska- landi. Eftir eitt ár í Dramaskolen og annað í The Comedia School, hóf Kristján nám við The School of Stage Arts í Vordingborg, 100 km suður af Kaupmannahöfn. Skólinn er rek- inn af tilraunaleikhópnum Canta- bile 2, sem er eitt af fremstu og þekktustu tilraunaleikhúsum í Danmörku. í þeim skóla er lögð mikil áhersla á líkamsbeitingu og dans, raddþjálfun og almenna sköpunargleði. Kennarar koma frá öllum heimshornum og halda nám- skeið í ólíkum sviðum leiklistarinn- ar. Þessi víðafeðma reynsla auk þjálfunar í ítölsku Commedia dell Arte-hefðinni, hefur hjálpað Krist- jáni að mynda sér sterkan stíl með afdráttarlausum höfundar- eða persónueinkennum. -En hvað varð til þess að þú leggur látbragðsleik fyrir þig? „Það var aldrei spuming um annað. Myndræn, líkamleg leiklist hefur alltaf heillað mig. Þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér frá því að ég byrjaði í áhugamanna- leikhúsum uppi á íslandi, en þá fór ég að sjá fyrir mér sterka, líkam- lega leiklist, þar sem dans, bar- dagalist, látbragðsleikur og allt mögulegt annað blandast saman. Þegar ég kom svo hingað til Dan- merkur sá ég mikið af evrópskum leikhópum og tilraunaleikhúsum sem komu með ferska strauma, auk þess sem ég kynntist Canta- bile 2 leikhópnum." - Voru þetta allt látbragðsleikar- ar sem léku hér íKanonhallen? „Nei, nei, í Tanker voru leikarar sem ég þekki úr ýmsum áttum og ég vissi að myndu passa vel inn í þetta stykki. Þetta var í fyrsta skipti sem ég leikstýrði á atvinnu- grundvelli og það var gífurlega spennandi að vinna með þessu fólki. Við leyfðum okkur að rekast á mörk hins mögulega til að sjá hvaða aðferðir virka. Senurnar voru byggðar mikið upp í kringum æfingar þar sem við prófuðum ým- is form og hreyfingar sem ég kom með handa þeim, en við vinnuna spruttu svo sífellt upp hugmyndir frá leikurunum sem oft urðu með í verkinu. Leikritið gerist í eldhúsi. Ég bað leikarana að skrifa niður allar þær hugsanir sem þeir fengu þegar þeir vakna á morgnanna og eru fyrir framan spegilinn eða í eldhúsinu að búa til kaffi. Mér fundust þetta skemmtilegir textar og ég fór að ýkja hið skondna og sérviskulega við hvert þeirra og vinna með það. Ég held reyndar að þau hafi verið meðvituð um að ég væri að þessu. Niðurstaðan varð mjög skemmti- legar og kómískar fígúrur sem höfðu yndisleg persónueinkenni og hittu virkilega í mark.“ Kristján hlær við tilhugs- unina um skopstælingu leikaranna, framkallaða af þeim sjálfum. „Mér þykir mjög mikilvægt að halda hlutunum opnum, gefa þeim eigið líf og láta þá þróast með sjálfum sér. Svo má vinna með þá og breyta þeim, en fæðingarfasinn, þegar sköpunarorkan blómstrar og rífur alla með sér, það tímabil er heilagt og má ekki hefta niður eða trufla. - Leikritið er nán- ast án orða, með sterkum form- um og fremur ofbeldisfull- um hreyfingum; er einhver sér- stakur boðskapur í Tanker? „Boðskapur? Það er enginn beinn boðskapur í sjálfu leikritinu, heldur er aðalatriðið þær myndir og þau form sem koma fram, að tímasetningin sé rétt, að það myndist spenna í loftinu og að leik- urinn gefi áhorfendum eitthvað. Ég valdi mjög opið svið, hug- myndaheiminn, í þessa sýningu. Leikritið er í raun hugsanir per- sónanna, mest einnar, en þær hugsanir margfaldast út og öðlast sínar eigin hugsanir, það myndast fullkomin óreiða sem svo birtist í stjómlausum, ósjálfráðum hreyf- ingum persónanna. Það em í raun hugsanir þeirra sem birtast á lík- ömunum, þær fá einskonar ósýni- lega efnislega tilvist og þær stjaka við, rífa í, toga og berja hina raun- verulegu efnislegu líkama. Það er á vissan hátt verið að rjúfa skil hugs- unar og heims, anda og efnis. Það er ekki aðeins sterkur leikur sem birtist í stjómleysi líkamans, rofi í hreyfingum og nánast geð- klofa hátterni, heldur undirstrikar ágjörn tónlist Rúnars Þórs Magn- ússonar, þmngin vissri skemmdar- verkafagurfræði, einstaklega vel þá framandgervingu sjálfsins við líkamann sem leikaramir túlka. Þegar við hugsum um aðra per- sónu, þá emm við eiginlega að nota hana eins og við viljum hafa hana. Við höfum vissa ímynd í höfði okk- ar af persónunni og þannig vörpum við hugsunum okkar á fólk sem er í raun allt öðmvísi. Við emm öll not- uð í höfðum annars fólks, þar lifum við í annarri tilvist og það er tilvist sem við stjórnum ekki sjálf. Það mætti kalla þetta einskonar nauðg- un. Ileikritinu er ein persónan til dæmis að baka morgunbrauð- ið þegar hún er tekin ófrjáls og notuð í annars hugsanir. Einn er að reyna að lesa blaðið þegar hann er rifinn upp, sleginn og bankaður en svo sest hann niður aftur og heldur áfram að lesa. Mað- ur veit hinsvegar aldrei hver hugs- ar hvaða hugsanir og hvar skil hugarheims og raunvemleikans mætast." - Látbragðsleikur er ævagöm- ul hefð í Evrópu og varð með- aI annars áberandi i þöglu kvik- myndunum á fyrri hluta aldarinn- ar. Hverjir eru helstu áhrifavald- arnir? „Áhrifin koma úr öllum áttum, málið er bara að vera opinn, að nota það sem hægt er að nota, en það er ekkert eitt, enginn einn, sem mótar mann frekar en annar. Látbragðsleikurinn er notaður á svo mismunandi vegu. Við þekkj- um öll Marcel Marceau, þennan með blómið og regnhlífina, en hann vinnur með mjög hlutlægar og ljóð- rænar myndir og maður veit alltaf hvað verið er að segja. Etienne Decroux hefur allt annan stíl. Hann einangrar hreyfingarnar, gerir þær abstrakt og úr verður einskonar skúlptúr. Corporal mime er það kallað. Sem látbragðsleikari er ég undir áhrifum frá báðum, en mest frá alls kyns öðmm hlutum. Það mætti fremur segja að þeir hafi búið til vissa tækni, visst tungumál, sem ég síðan notfæri mér. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.