Morgunblaðið - 13.06.1999, Page 41

Morgunblaðið - 13.06.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 41. MINNINGAR THORE FOSS + Thore Foss fæddist í Stein- kjer í Noregi 15. ágúst 1916. Hann lést á hjúkrunar- heimili í Voss 6. júní síðastliðinn. Ungur kynntist hann verðandi eig- inkonu sinni, Ruth, og gengu þau í hjónaband 29. mars 1952. Þau eignuð- ust eina dóttur, Sigrid, f. 20. janúar 1954, sem búsett hefur verið á Is- Iandi síðan 1976. Eiginmaður hennar er Guðmundur Jónsson, f.29.júlí 1956. Börn þeirra eru Laufey, f. 4. októ- ber 1985, Steinunn Ruth, f. 14. desem- ber 1987, Þór, f. 13. október 1990, og Jón Foss, f. 10. jan- úar 1997. Thore var mennt- aður mjólkurverk- fræðingur og varð mjólkurbússtjóri við mjólkurbúið í Voss árið 1958. Hann lét af störfum þar árið 1982. Thore var jarðsunginn frá Voss-kirkje 11. júní. í faðmi eiginkonu og einkadóttur kvaddi Thore Foss þessa jarðvist. Við vinir fjölskyldunnar og nábúar til margra ára söknum vinar í stað. Thore varð mikill Islandsvinur eftir að dóttir hans, Sigrid vinkona okkar, fluttist til íslands með eigin- manni sínum, Guðmundi. Heim- sóknir þeirra hjóna hingað til lands voru ófáar og við sem nábúar og vinir einkadóttur þeirra og tengda- sonar fengum hlutdeild í þeim heim- söknum og nutum vinskapar við þau heiðurshjón. Það varð að venju þeirra hjóna, Thore og Ruth, að verja jólahátíðum á íslandi eftir að Sigrid flutti hingað til lands. Það voru því mikil viðbrigðin um sl. jól þegar Thore vantaði í hópinn. Þá hindruðu veikindi hans að hann fengi notið jólanna á Islandi. Við hjónin og bömin okkar nutum þess mörg undanfarin ár að verja með þeim Thore, Ruth, Sigrid, Guð- mundi og bömum þeirra Þorláks- messukvöldi við glens og gaman. Ekki efum við að margir Hafn- firðingar könnuðust við þau hjón, því gönguferðir þeirra um bæinn urðu ófáar. Hér þekktu þau orðið mörg kennileiti og þótti vænt um bæinn. Hann var fastagestur í Suð- urbæjarlauginni og þreyttist aldrei á að dásama heitu pottana - hita- veituvatnið okkar íslendinga væri auðæfi sem hann öfundaði okkur af. Þau hjón höfðu orðað það að hingað vildu þau flytjast, en því miður gripu örlögin í taumana. Thore var mikill maður að vöxt- um og hraustur allt fram á síðasta haust er hastarleg veikindi gerðu vart við sig. Hann var með afbrigðum bam- góður og nutu barnabörnin hans hér á íslandi þess svo sannarlega. Ekki efum við það að hann hefði viljað vera oftar og meira samvist- um við þau en áður nefndar jólahá- tíðir og venjubundnar ferðir elstu dótturdætra hans til Voss á sumri hverju undanfarin ár bættu það upp. Ekki fóm börnin okkar varT hluta af bamgæsku „morfar" (eins og hann er alltaf kallaður á okkar heimili) og sakna þau nú vinar í stað. Þótt tungumálið væri þeim fjötur um fót gengu samskiptin vel fyrir sig og hlýlegt bros og gagn- kvæm væntumþykja leystu hefð- bundið tungutak af hólmi. En það voru ekki bara bömin héma í Hafnarfirði sem sóttu í Thore. Börnin í hverfinu hans í Voss hafa litið á hann sem einn af þeim og ekki stóð á honum. Hann varði mörgum stundum með þess- um börnum í leik, gönguferðum eða bara spjalli. Thore hafði alltaf næg- an tíma. Ekkert aumt mátti hann sjá. Því lá nánast beint við að hann legði þeim lið sem minna máttu sín. Það sýndi hann í verki til margra ára með því að fara reglulega með fólk úr þeim hópi í gönguferðir og aðstoða það á margan hátt. Thore var vel kynntur í sínum heimabæ, ekki síst eftir farsæl störf sem mjólkurbússtjóri, en sennilega fyrst og síðast sem mikill mannvin- ur. Að leiðarlokum þökkum við Thore fyrir kynnin og ógleymanleg- ar samverustundir í gegnum tíðina. Ruth sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hún hefur verið vakin og sofin yfir manni sínum í veikindum hans og kveður nú lífs- förunaut sinn og besta vin. Elsku Siggu okkar sendum við okkar bestu kveðjur og biðjum þess að þær fógru minningar sem hún á um pabba sinn ylji henni og styrki í söknuðinum sem er henni svo sár. Guðmundur, Laufey, Steinunn Ruth, Þór og Jónsi Utli kveðja nú yndislegan tengdafóður og afa. Við vitum að Sigga og Ruth munu hafa stuðning af ykkur. Guð blessi ykkur öll. Blessuð sé minning Thore Foss. Hann hvflí í friði. Jóna Dóra, Guðmundur Árni og Hildur, Heimir, Fannar Freyr og Brynjar Ásgeir. ÞORSTEINN SIGURÐSSON + Þorsteinn Sigurðsson fædd- ist í Reykjavík 3. desember 1926. Hann lést 30. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 4. júní. Með fáum orðum langar okkur að kveðja góðan og tryggan fjöl- skylduvin, Þorstein Sigurðsson, sem allt frá fyrstu kynnum sýndi okkur vinsemd og tryggð af fölskvalausu og hlýju hjarta. Minn- ingar frá gömlum samverustundum streyma fram að leiðarlokum þegar löng og sársaukafull sjúkdómslega er að baki og þráð hvíld er fengin. Við minnumst ferðalaganna með þeim austur í Skaftafellssýslu og vestur á Snæfellsnes og þegar hringferðin var farin og gist var í „Ástarásnum“. Alltaf var Steini hinn forsjáli og fyrirhyggjusami foringi, næmur á fegurð náttúr- unnar og glöggur á litadýrð lofts og lagar. Við fundum öryggi og frið í návist hans og fylgdum leiðsögn hans í byggð og óbyggðum óhikað og efalaust. Það var sama sagan í þau skipti, sem leiðir okkar lágu saman til annarra landa. Hann hafði glöggt auga fyrir lífinu og til- verunni og mannlífið var honum alltaf opið viðfangsefni. Þá má ekki gleyma samverustundum okkar í sumarbústöðum, þar sem fjölskyld- urnar voru saman komnar og nutu samveru á góðum stundum. Á vin- áttu þeirra hjóna til okkar bar aldrei skugga og mikið var hann skilningsríkur og góður vinur Ómars okkar, á meðan hann lifði og naut þess að blanda geði við hann. Steini var góður heimilisfaðir og þau Hanna samhent í lífsbarátt- unni og er missir hennar mikill. Þar sem við erum stödd erlendis eigum við þess ekki kost að fylgja honum síðasta spölinn. En við söknum vinar í stað. Við biðjum Guð að blessa Hönnu minningam- ar og sefa söknuðinn. Við biðjum börnum þeirra og afkomendum allrar blessunar og sendum þeim samúðarkveðjur. Megi góður Guð blessa minningu góðs manns og trausts vinar. Með þökk fyrir ljúfar minningar frá liðnum stundum. Guðrún og Ólafur. Blómastofa Friðfinns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. LEGSTEINAR > i Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista Ií&éélJ t MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET LÚÐVÍKSDÓTTIR, fædd Bettý Lau, Fannborg 1, Kópavogi, lést þriðjudaginn 25. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-7 SHR og lyflæknisdeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Guðrún Jónsdóttir, Pálmi Sveinbjörnsson, Regína Bettý Hansdóttir, Eyjólfur Þór Kristjánsson, Valgerður S.K. Hansdóttir, Guðmundur Matthíasson, barnabörn og langömmubarn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Öldugötu 18, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 15.00. Trausti Ó. Lárusson, Elín Sigurðardóttir, Steinunn Lárusdóttir, Halldór Steinsen, Svala Lárusdóttir, David L.C. Pitt, barnabörn, barnabarnabörn, og barnabarnabarnabarn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR JÓHANNA ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Lyngbrekku 7, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Ólöf H. Sveinsdóttir, Stefán Stefánsson, Jófríður Ragnarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, sonar, föður, stjúþföður, bróður og afa, SIGURÐAR ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR, Skólagerði 14, Kópavogi. Ingibjörg Aradóttir, Marta Sveinsdóttir, Marta R. Sigurðardóttir, Stefán Vilbergsson, Dagný M. Sigurðardóttir, Jón Þórðarson, Guðmundur Sigurðsson, Helga S. Eiríksdóttir, Ari H. Richardsson, Elín Gunnarsdóttir, Ævar Guðmundsson, Sigrún F. Óladóttir, Sveinn Guðmundsson, Sigurveig Sigmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Kjartan Jóhannesson, Jörundur Guðmundsson, Jakobína Þórðardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, áður til heimilis á Álfaskeiði 37. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hana síðustu æviárin og léttu undir með henni. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd vandamanna, Kristjana Marteinsdóttir, Björn Marteinsson, Þórður Arnar Marteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.