Morgunblaðið - 13.06.1999, Page 32

Morgunblaðið - 13.06.1999, Page 32
32 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR LANDSMONNUM leizt ekki á blikuna, þegar upplýst var að hækkun á iðgjöldum af bíla- tryggingum í kjölfar nýrra skaðabótalaga mundi leiða til þess að vísitalan hækkaði um 0,6 prósentustig. Þess vegna kom það mjög á óvart, þegar upplýst var, að þessi hækkun yrði ekki nema 0,18 prósentu- stig. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að Hagstofa Islands hafði tekið upp nýjar aðferðir við útreikninga á vísitölu. Fyrsta hugsun margra hefur vafalaust verið sú, hvort í upp- siglingu væru nýjar deilur um vísitöluútreikninga eins og urðu á síðasta áratug, þegar þeim var beinlínis breytt, en þá var vakin athygli á því að allar slík- ar breytingar mundu draga úr trú manna á verðtryggingu, sem mælikvarða í viðskiptum, sem hægt væri að treysta á. Nú er hins vegar komið í ljós, að Hagstofan hefur sterk rök fyrir sínu máli. I Morgunblað- inu í gær var rifjað upp, að á ár- inu 1997 tók gildi nýr grunnur vísitölu neyzluverðs. Þá var tekið upp það nýmæli að taka tillit til gæðabreytinga við mat á verðhækkunum með skipuleg- um hætti. í þeim efnum sé stuðst við þróunarvinnu á veg- um hagstofu ESB. Og ennfrem- ur að verið sé að taka upp nýtt samræmt verklag við útreikn- inga neyzluverðsvísitalna á Evrópska efnahagssvæðinu. Síðan segir í frásögn Morgun- blaðsins: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. „Ef vara eða þjónusta hækk- ar í verði vegna þess, að gæði hafa aukizt, er ekki um verð- lagshækkun að ræða, þar sem hærra verð endurspeglar meiri gæði. Ef hins vegar sami hlutur breytist í verði milli tveggja tímapunkta er um réttnefnda breytingu á verðlagi að ræða og það eru slíkar verðlagshækkan- ir, sem vísitöluútreikningar miða að því að fylgjast með. Til þess að greina þarna á milli hef- ur Hagstofan beitt gæðaleið- réttingum á undanförnum miss- erum í nokkrum tilvikum til dæmis hvað varðar nýjan búnað í bifreiðum, hvað varðar inn- flutning á stærri og öflugri tölv- um, svo eitthvað sé nefnt, en nýjasta dæmið er hækkun á ið- gjöldum lögboðinna ökutækja- trygginga.“ Það er augljóst, að þessi rök Hagstofunnar eru sterk og raunar verður ekki um þau deilt. Þau sýna jafnframt hvað útreikningar vísitölu fyrr á ár- um hafa verið vanþróaðir með öllum þeim afleiðingum, sem það hefur haft í vísitölutengdu þjóðfélagi. Hins vegar vekja þessar reikningsaðferðir óneitanlega ýmsar spurningar. Hvað um húsnæði? Hefur íbúðarhúsnæði ekki verið að batna stöðugt að gæðum? Er tekið tillit til þess í útreikningum vísitölu? Það má spyrja sömu spurningar varð- andi benzín. Olíufélögin öll halda því fram, að þau selji gæðameira benzín en áður. Hef- ur verið tekið tillit til þess í vísi- töluútreikningum? Margar spurningar vakna vegna hinna nýju reikningsaðferða Hagstof- unnar. En það fer ekki á milli mála, að rökin eru fyrir hendi. STÓRIÐJA Á AUSTURLANDI FYRIR tveimur árum skýrði Morgunblaðið frá því, að rússneskir og bandarískir aðil- ar hefðu lýst áhuga á að byggja olíuhreinsunarstöð á Austur- landi. Bæði Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, og Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra, staðfestu, að viðræður hefðu farið fram. Þegar frá leið virtist sem áhugi á þessu verkefni hefði minnkað. A fimmtudags- kvöld hafði einn af þingmönnum Framsóknarflokksins, Olafur Orn Haraldsson, formaður um- hverfísnefndar Alþingis, orð á því í sjónvarpsþætti, að þessi möguleiki kynni enn að vera fyrir hendi og það var staðfest af Þórði Friðjónssyni, ráðu- neytisstjóra í iðnaðarráðuneyti, hér í blaðinu í gær. Það er því ekki lengur verið að ræða um einn stóriðjukost á Austurlandi. Eftir heimsókn fulltrúa Columbia Ventures, eiganda Norðuráls á Grundar- tanga, er augljóst, að tveggja kosta er völ í sambandi við upp- byggingu álvers á Reyðarfirði og fleiri kosta í tengslum við stóriðju. Nú virðist einnig raunhæfur möguleiki á að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í sam- bandi við uppbyggingu olíu- hreinsunarstöðvar. Slíkt stór- iðjuver hefur þann kost, að ekki þarf að reisa mikla virkjun á Austurlandi af þeim sökum, og þar með mundum við losna við þær hörðu deilur, sem fyrirsjá- anlegar eru vegna hugsanlegra virkjana norðan Vatnajökuls. A hinn bóginn mundu margir hafa áhyggjur af mengun vegna olíu- hreinsunarstöðvar og þá ekki sízt af siglingum olíuskipa með mikið magn af olíu um verðmæt fiskimið. Engu að síður er full ástæða til að þessi möguleiki verði kannaður nánar. VÍSITÖLUR OG GÆÐI Skáldin grugga vötn sín til að þau virðist djúp [Saraþústra] HELGI spjall Ég lít til himins eins og fugl sem fer með fögnuð sinn og gleði hingað út og vorið þitt og veröld fylgir mér og vötn sem gjálfra enn við lítinn fót. Ég sé þig enn í sólskinsgrænum kjól og sumarblærinn strýkur augu þín, þau gárast eins og geisli snerti skel og gleðin kalli nýjan dag til sín. En úthaf mitt er annað dýpra haf en öll þau stóru vötn sem fylgja þér samt ferðu enn minn söknuð sólarstaf er sortinn leggst sem hagl að auga mér. Og brosið þitt er grænt sem golan þíð og gagnsætt vatnið spegill eins og nú og jörðin vex til himins enn um hríð og hverfult tunglið laufgað eins og þú. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 12. júní UPPLÝSINGAR af margvíslegu tagi eru nú aðgengilegri íyrir fólk en áður var. Þar kemur bæði til breytt afstaða til miðlunar upplýs- inga, þ.e. að það þykir sjálfsagt að almenningur hafi að- gang að upplýsingum, sem áður voru á til- tölulega fárra höndum og svo, að tölvu- tæknin auðveldar mjög aðgengi að upplýs- ingum. Gagnvart hinum almenna borgara er það ekki sízt Netið, sem þar á hlut að máli. Netið auðveldar almenningi að afla sér upplýsinga. Gott dæmi er álitsgerð samkeppnisráðs um málefni Landssímans. Umfang hennar er slíkt, að það var óhugs- andi að birta hana í heild í Morgunblaðinu í gær, föstudag. Blaðið birti á átta dálkum kjamann úr álitsgerðinni en skjalið í heild má finna á Morgunblaðinu á Netinu. I ljósi þess hve upplýsingar eru nú að- gengilegar íyrir þá, sem hagsmuna eiga að gæta eða hafa áhuga á, er miður að ekki hefur enn tekizt samkomulag um að öll dagblöð á Islandi séu aðilar að upplagseft- irliti og ekki bætir úr skák, að svo virðist sem samstarf dagblaða og auglýsingastofa um könnun á lestri blaðanna sé í uppnámi. Þetta er neikvæð þróun, sem æskilegt er að snúa við. Leynd um raunverulegt upplag blaða hefur verið regla á íslandi í a.m.k. hundrað ár. Það var ekki fyrr en Morgunblaðið ákvað einhliða að veita upplagseftirliti Verzlunarráðsins aðgang að gögnum blaðsins um þetta efni, að eitt dagblað á íslandi fór í upplagseftirlit. Og eru upplýs- ingar um upplag blaðsins birtar tvisvar á ári. Fyrr á árum, þegar stjórnmálaflokkar höfðu ýmist mikil áhrif á útgáfu blaðanna eða gáfu þau beinlínis út hefur það sjálf- sagt verið talið óheppilegt frá pólitísku sjónarmiði að fela óháðum aðila að upplýsa um raunverulegt upplag blaðanna. Stjórn- málaflokkarnir hafa talið, að það yrði álits- hnekkir fyrii- þá, ef upplýst væri um upp- lag sumra blaðanna. Þó voru sum þeirra gefin út með myndarlegum hætti um skeið. Nú á dögum er hins vegar æskilegt og nauðsynlegt fyrir auglýsendur að hafa svo víðtækar upplýsingar, sem kostur er um notkun þeirra fjölmiðla, sem þeir auglýsa í. Frá þeirra sjónarmiði er það skiljanleg afstaða. Auglýsingar eru dýrar og þess vegna er það eðlileg krafa auglýsenda, að þeir hafi aðgang að upplýsingum, sem auð- velda þeim að meta hvar auglýsingafé þeirra er bezt varið. Tölur um upplag blaða og breytingar á því eru einn þáttur í þessum upplýsingum. Það er ekki nóg að blöðin sjálf gefi upp upplag sitt. Það er eðlilegt, að óháður aðili sannreyni hvert selt upplag þeirra er. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um annað en að upplýsingar sem þessar séu opin bók í öllum nálægum löndum og engin rök fyr- ir því, að annað eigi við hér. A síðustu ár- um hefur ný röksemd komið til sögunnar um upplagseftirlit. Vaxandi umræður um að einstök útgáfufyrirtæki dagblaða fari á markað eins og það er kallað hljóta að kalla á, að væntanlegir hluthafar séu upp- lýstir um raunverulegt selt upplag blað- anna. Það eru einfaldlega upplýsingar, sem væntanlegir fjárfestar eiga rétt á að fá upplýsingar um. Auk upplagseftirlits, sem Morgunblaðið eitt blaða er nú aðili að, hafa fjölmiðlar ásamt auglýsingastofum staðið að reglu- legum könnunum á lestri dagblaða, hlust- un á útvarpsstöðvar og áhorfi á sjónvarps- stöðvar. Þessar upplýsingar eru einnig og ekki síður verðmætar fyrir auglýsendur, þegar þeir vega og meta, hvar þeir vilja auglýsa. Auglýsingastofurnar hafa smátt og smátt verið að byggja upp nýja tækni á grundvelli þessara upplýsinga til þess að geta sagt viðskiptavinum sínum hvar í við- komandi fjölmiðli sé æskilegast að aug- lýsa. Hvort þessi síða í dagblaði sé betri en hin, hvaða tími í sjónvarpsstöðvum eða út- varpsstöðvum henti hagsmunum hans bezt o.sv. frv. Nú orðið geta auglýsendur pant- að ákveðna staði í Morgunblaðinu, sem er mikil og um leið sjálfsögð breyting frá þeim tíma, þegar þeir vissu ekki hvar í blaðinu auglýsingin mundi birtast fyrr en það kom út. Þótt ekki liggi fyrir nákvæmar tölur um hve mikið fé er veitt í auglýsingar á ári hverju er talið að það geti numið um fimm milljörðum króna og eru þá einhverjir þættir í auglýsingastarfsemi ekki taldir með. Þetta eru miklir fjármunir og eðlileg og sjálfsögð krafa þeirra, sem taka að lok- um ákvörðun um hvar þeim skuli varið, að þeir hafi 1 höndum allar tiltækar upplýs- ingar um þá auglýsingamiðla, sem um er að tefla. I ljósi þessa er æskilegt, að nýtt átak verði gert í því að ná samkomulagi um að- ild allra dagblaða að upplagseftirliti og að komið verði í veg fyrir, að samstarf um fjölmiðlakönnun fari út um þúfur. Að vísu er auðvelt að kanna lestur dagblaða, hlust- un útvarpsstöðva og áhorf sjónvarpsstöðva án þess, að viðkomandi miðlar taki þátt í slíkri könnun. En æskilegast er, að alhliða samstarf geti tekizt um kannanir og upp- lagseftirlit enda er hér engu að leyna. Fjölmiðlafyrirtækin á Islandi hafa eflzt mjög á undanförnum árum. Það er staðið myndarlega að útgáfu þeirra þriggja dag- blaða, sem hér koma út og ekki síður að rekstri útvarps- og sjónvarpsstöðva. ítar- legar upplýsingar fyrir viðskiptavini aug- lýsingadeilda fjölmiðlafyrirtækjanna er því allra hagur og ætti að vera þeim öllum metnaðarmál. Síðasta fjöl- miðlakönnun I SIÐUSTU fjöl- miðlakönnun, sem fram fór í aprílmán- uði og upplýst var um nú fyrir skömmu var niðurstaðan sú, að meðallestur á hvert tölublað Morgun- blaðsins hafði aukizt um nær 6 prósentu- stig, úr 57% í október á síðasta ári í 62,7% nú. Á sama tíma hafði meðallestur á hvert tölublað DV minnkað um tæp 2 prósentu- stig, var 42% í október en 40,2% nú og meðallestur Dags hafði lækkað úr 13 pró- sentustigum í 11 prósentustig. Mikill munur er á meðallestri á hvert tölublað Morgunblaðsins á milli lands- hluta. Þannig var meðallestur á höfuð- borgarsvæðinu og nærliggjandi byggðar- lögum 73,5% en 40,7% á landsbyggðinni. Það er ekkert nýtt, að svo mikill munur sé á lestri Morgunblaðsins eftir landshlutum. Hins vegar er blaðið mest lesna blaðið hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Meðallestur á hvert tölublað DV á höf- uðborgarsvæðinu og nærliggjandi byggð- arlögum var 40,5% en 39,8% á landsbyggð- inni. Það er því ljóst, að yfirburðir Morg- unblaðsins eru miklir á suðvesturhorninu en staðan er mun jafnari á landsbyggðinni. Ástæðurnar fyrir jafnari stöðu á lands- byggðinni geta verið margvíslegar. I sum- um byggðarlögum getur dreifingartími DV hentað fólki betur en dreifingartími Morgunblaðsins. Þegar horft er yfir lengri tíma er auðvitað ljóst, að víða um landið er gömul hefð fyrir lestri annarra blaða en Morgunblaðsins, að sumu leyti af pólitísk- um ástæðum en þar kemur einnig fleira til. Þetta er þó augljóslega að breytast enda fjölmargir staðir á landinu, sem fá Morg- unblaðið nú samdægurs og sums staðar er það borið út að morgni með sama hætti og á suðvesturhorni landsins. Blaðið hefur í nokkur ár verið keyrt að næturlagi til Akureyrar en það þýðir um leið dreifingu að morgni í þeim byggðarlögum, sem eru á þeirri leið. Morgunblaðið er samkvæmt síðustu fjölmiðlakönnun mest lesna dagblaðið í öll- um aldursflokkum. Það er því rangt, sem stundum hefur verið haldið fram, að unga fólkið lesi ekki Morgunblaðið. Af einstök- um blöðum er Morgunblaðið langmest les- ið á sunnudögum. Þann dag les 71% allra landsmanna blaðið og á höfuðborgarsvæð- HUGAÐ AÐ BLÓMUNUM. Morgunblaðið/Arnaldur inu hvorki meira né minna en 81,4% en 50,2% á landsbyggðinni. Athygli vekur að veikastur er lestur dagblaða í aldursflokknum 20-24 ára og á það við um öll blöðin. I sjálfu sér þarf þetta ekki að koma á óvart. Á þessum aldri er fólk oft að byggja upp heimili sín og fjölskyldur og hefur einfaldlega minni tíma til þess að lesa blöð. Lestur blaðanna eykst svo strax í næsta aldursflokki á eftir. Heildarmyndin skv. þessari síðustu fjöl- miðlakönnun er sú, að það dregur sundur með Morgunblaðinu og keppinautum þess. Þó ber þess að geta að í þessum könnun- um eru alltaf einhverjar sveiflur og æski- legt að hægt væri að bera þær saman við upplag hjá fleiri blöðum en Morgunblað- inu. En jafnframt er ljóst af niðurstöðum fjölmiðlakönnunarinnar, að af hálfu keppi- nauta Morgunblaðsins er haldið uppi öfl- ugri útgáfustarfsemi. Það er fagnaðarefni enda nauðsynlegt fyrir samfélagið, að fjöl- breytni sé á blaðamarkaðnum ekki síður en á öðrum sviðum þjóðlífsins. Forræðis- hyggja sam- keppnisráðs í ÁLITSGERÐ samkeppnisráðs um Landssímann, sem birt var í heild á netútgáfu Morgun- blaðsins sl. fimmtu- dag og ítarlegur kafli úr í Morgunblaðinu í gær, föstudag, er m.a. fjallað um stöðu neytenda á þeim nýja símamarkaði, sem er orðinn til og þar segir m.a.: „Njóti eitt fyrirtæki hins vegar rekstrariegs forskots í formi ríkisaðstoðar er það til þess fallið að hamla gegn því að virk samkeppni ríki á markaðnum. Við það skaðast neytendur, þótt þeim kunni að virðast, þegar litið er til skamms tíma, að þeir njóti lægra verðs og bættra kjara í viðskiptum við hið ríkis- styrkta fyrirtæki. Ef ríkisstyrkurinn hrek- ur keppinauta út af markaðnum eða kem- ur í veg fyrir að nýir keppinautar festi rætur mun það fyrr eða síðar leiða til hærra verðs en ella og slakari þjónustu og skaða neytendur þegai- til lengri tíma er litið.“ Oumdeilt er, að ríkisstyrkur hefur þau áhrif, sem samkeppnisráð lýsir hér. Þannig hefur Morgunblaðið margsinnis bent á, að ókeypis úthlutun kvóta til út- gerðarfyrirtækja jafngildir ríkisstyrk til þeirra og skapar þeim fyrirtækjum, sem byggja fyrst og fremst á slíkri kvótaeign verulegt forskot umfram þau fyrirtæki, sem byggja rekstur sinn aðallega á keypt- um kvóta. Það er svo annað mál, hvort samkeppnisráð hefur rétt fyrir sér í mati þess á því, að verðmat á eignum Lands- símans hafi í raun falið í sér ríkisstyrk til fyrirtækisins. Þetta er endurskoðenda að segja til um eins og bent er á í forystu- grein Morgunblaðsins í dag, laugardag. Hins vegar virðist ofangreind tilvitnun í álitsgerð samkeppnisráðs benda til þess, að það telji neytendum fyrir beztu að bíða eftir verðlækkunum, þangað til nýr keppi- nautur Landssímans hefur byggt sig svo mjög upp, að hann eigi í fullu tré við Landssímann og þá fyrst eigi verðlækkanir að koma til skjalanna. M.ö.o. samkeppnis- ráð ætlar að hafa vit fyrir neytendum, sem krefjast verðlækkana strax með fyrirheiti um, að þær verði þeim mun meiri síðar. Þetta er fáránleg afstaða. Allir vita, að millilandasamtöl hafa árum saman verið seld á okurverði. Þetta hefur ekki verið séríslenzkt vandamál heldur alþjóðlegt. Símafyrirtækin tóku sig saman um þetta, þótt Póstur og sími mótmælti því harðlega fyrir allmörgum árum, þegar Morgunblað- ið vakti fyrst athygli á þessari okurstarf- semi. En jafnframt er ljóst, að Landssím- inn hafði óheyrilegan hagnað af GSM-sím- tölum á síðasta ári. Sá hagnaður var svo mikill, að það jaðrar við þjóðarhneyksli, vegna þess að hann sýndi, að þar fór fram okurstarfsemi ekki síður en á millilanda- samtölunum á sínum tíma. Hið erlenda símafyrirtæki, sem hóf starfsemi hér á vegum Tals hf. gerði það af fúsum og frjálsum vilja. Það vissi að hverju það gekk. Það er fráleitt að krefj- ast þess, að íslenzkir neytendur greiði fjárfestingarkostnað fyrirtækisins með því að halda áfram að borga okurverð fyrir GSM-símtöl. En það er í raun krafa samkeppnisráðs, sem nú tilkynnir, að Landssíminn skuli fella niður magnaf- slátt af slíkum símtölum til svokallaðra stórnotenda og sl. haust mæltist til þess við Landssímann að hann héldi að sér höndum um frekari lækkanir á GSM-sím- töl. Þeir sem vilja keppa á þessum markaði verða að sjá um sínar fjárfestingar sjálfir. Þeir geta ekki gert kröfu til þess, að neyt- endur geri það nema þá að þeir afhendi þeim hlutabréf í fyrirtækjunum í staðinn. Islendingar hafa orðið að greiða okurverð fyrir millilandasamtöl og GSM-símtöl ár- um saman. Það er skýlaus krafa fólks, að þessi kostnaður lækki og sá var tilgangur- inn með samkeppninni að knýja Lands- símann til lækkunar. Þau markmið með samkeppninni hafa náðst að töluverðu leyti en betur má ef duga skal. Samkeppnisráð telur, að ríkisstyrkir getið hrakið keppinauta út af markaði. Það er rétt. En það á bersýnilega ekld við á símamarkaðnum. Tal hf., keppinautur Landssímans eflist og sækir fram. Lækk- anir Landssímans á símagjöldum hafa greinilega ekki orðið til þess að hrekja þann keppinaut út af markaðnum nema síður væri og nýr aðili, Íslandssími, er að koma til sögunnar og telur greinilega, að rúm sé fyrir fleiri á fjarskiptamarkaðnum. Forræðishyggja samkeppnisráðs er óþörf og beinlínis til skaða. „f ljósi þessa er æskilegt, að nýtt átak verði gert í því að ná sam- komulagi um aðild alira dagblaða að upplagseftirliti og að komið verði í veg fyrir, að sam- starf um fjölmiðla- könnun fari út um þúfur... Fjölmiðla- fyrirtækin á fs- landi hafa eflzt mjög á undanförn- um árum. Það er staðið myndarlega að útgáfu þeirra þriggja dagblaða, sem hér koma út og ekki síður að rekstri útvarps- og sjónvarpsstöðva. Itarlegar upplýs- ingar fyrir við- skiptavini auglýs- ingadeiida fjöl- miðlafyrirtækj - anna er því allra hagur og ætti að vera þeim öllum metnaðarmál.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.