Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingforsetar funda við Svalbarða Ári á undan áætlun með vegarframkvæmd ÚTLIT er fyrir að starfsmenn Hér- aðsverks ehf. á Egilsstöðum nái þeim áfanga að ijúka gerð vegar um Búiandshöfða einu ári á undan áætl- un. Bjöm Bjömsson, verkstjóri hjá Héraðsverki, segir gott útlit fyrir að það takist að ljúka verkinu fyrir 1. október næstkomandi en áætluð verklok vom 1. október árið 2000. Vegurinn er 8,2 km og liggur milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Byggður er nýr vegur mestalla leið- ina með bundnu slitlagi. I veginn fara 350-400 þúsund rúmmetrar af efni, um 67 þúsund bflhlöss. Vegur- inn er í um 100 metra hæð yfír sjáv- armáli. „Við ætlum að reyna að vera bún- ir að koma klæðningu á veginn fyrir 1. október. Við byrjuðum fyrr á verkinu heldur en reiknað var með og gátum unnið í allan vetur. Þetta er fremur sérstakt vegagerðarverk- efni. Efnið í veginn er allt tekið úr skriðu sem vegurinn hggur í gegn- um,“ segir Bjöm. Vegagerðin greiðir flýtifé 26 manns vinna á vöktum við verkið en Héraðsverk hefúr unnið við tvö önnur verk samhliða vega- gerðinni, þ.e. snjóflóðavamir á Siglufirði og vegagerð í Grenivík. Bjöm segir að rætt sé um að Vega- gerðin greiði Héraðsverki 5-6 millj- ónir króna í flýtifé takist þeim að ljúka verkinu fyrir 1. október nk. Sveinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Héraðsverks, segir að fyrir- tækið hafí alltaf lagt mikið upp úr því að ljúka sínum verkum á undan áætlun. Verkið á Siglufirði er ein- um mánuði á undan áætlun og hálfum mánuði á undan áætlun í Grenivík. Samningurinn við Hér- aðsverk hljóðar upp á 185 milljónir króna, sem er um 60% af kostnað- aráætlun. Guðmundur Ingi Waage, eftirlits- maður Vegagerðarinnar, segir Hér- aðsverk öflugt fyrirtæki með góðan vélakost og veturinn hafí verið góð- ur til framkvæmda. Kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á 273 milljónir króna og segir Guðmundur Ingi að heildarkostnaður við verkið stefni í að verða 310-320 milljónir króna. Hann segir ekki algengt að verk séu einu ári á undan áætlun. Kostir framkvæmdahraðans fyrir Vega- gerðina er að snjóléttur og hættu- laus vegur með slitlagi kemst í notkun fyrir veturinn. Mikið klaka- og grjóthrun hefur verið á þessum vegarkafla en þó munu ekki hafa orðið alvarleg slys á mönnum. ÁRLEGUR fundur forseta þinga Norðurlandanna verður að þessu sinni haldinn á óvenjulegum stað, eða á skipi sem siglir um nágrenni Sval- barða. Fundurinn stendur yfir frá 6. til 14. ágúst og er haldinn í boði norska stórþingsins, en forsetar þinga Norðurlandanna hittast einu sinni á ári og funduðu þeir hérlendis í fyrra. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að þingforsetarnir hittist í Nor- egi og haldi síðan norður á bóginn með norska rannsóknarskipinu Lance. Skipið er í eigu Norsku norð- urheimskautsstofnunarinnar. Mikill og vaxandi áhugi „Þessi fundur verður á floti og meðan á siglingunni stendur verða haldnir fyrirlestrar um sögu og nátt- úru Svalbarða. Með fundarboðinu fylgja nákvæmar lýsingar á fatnaði og öðrum búnaði sem við þurfúm að hafa meðferðis fyrir ferð svo norðar- lega,“ segir Halldór. Hann segir að gestgjafar hverju sinni reyni í tengslum við þessa árlegu fundi að sýna starfsbræðrum sínum sérein- kenni landa sinna og annað það sem skemmtilegt kann að virðast. Hann kveðst hlakka til fararinnar og lítast vel á að kanna þessar slóðir. „Það er mikill og vaxandi áhugi nú fyrir samstarfi þjóða á norðurheim- skautssvæðum og svo vill til að öll Norðurlöndin eru þátttakendur í því samstarfi með einum eða öðrum hætti, auk þess sem rannsóknir fær- ast í vöxt eins og stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri ber glöggt vitni,“ segir Halldór. „Þarna hafa þjóðimar líka margvísleg áhugasvið í tengslum við þjóðréttarleg svið og síðast en ekki síst umhverfismál, sem verða æ brýnni." Með Halldóri í för verður skrif- stofustjóri Alþingis, Friðrik Ólafs- son. Lyfíð metaprolol hefur jákvæð áhrif gegn hjartabilun Y er ður notað í vaxandi mæli um allan heim NIÐURSTÖÐUR nýlegrar fjöl- þjóðlegrar rannsóknar staðfesta að lyfið metaprolol, sem m.a. hefur lengi verið notað gegn of háum blóðþrýstingi, hefur jákvæð áhrif þegar það er notað í meðferð við hjartabilun. I rannsókninni lækkaði heildardánartíðni vegna hjartabil- unar um 34% þegar lyfinu var bætt við aðra lyfjameðferð. Skýrt er frá niðurstöðu rann- sóknarinnar í breska læknatímarit- inu Lancet, en að sögn Guðmundar Þorgeirssonar hjartalæknis á Land- spítalanum tóku alls 3.900 sjúkling- ar frá Bandaríkjunum, Norðurlönd- unum, Bretlandi og öðrum löndum Evrópu þátt í rannsókninni. Þar af voru 40 frá íslandi. Rannsóknin stóð yfir í eitt og hálft ár og lauk í október árið 1998. Guðmundur segir í samtali við Morgunblaðið að umrædd rannsókn verði til þess að lyfið metaprolol verði í vaxandi mæli notað í meðferð við hjartabilun víða um heim. Að sögn Guðmundar er hug- myndin um að nota lyfið við hjarta- bilun langt frá því að vera ný af nál- inni og segir hann að hún hafi fyrst komið upp í Gautaborg í Svíþjóð fyrir um 20 árum. „Þá þótti hugmyndin mjög rót- tæk og andstætt því sem menn töldu skynsamlegt vegna þess að talið var að lyf af þessu tagi gætu jafnvel gert hjartabilun verri. Síðan hafa verið gerðar nokkrar minni rannsóknir sem virtust renna stoð- um undir þá hugmynd að lyfið gæti haft jákvæð áhrif á hjartabflaða ein- staklinga, þ.e. einstaklinga sem eru með það langt genginn hjartasjúk- dóm, að hjartavöðvinn hefur veikl- ast og ræður ekki alveg við sitt hlut- verk.“ Hjartabilun er að sögn Guð- mundar vaxandi vandamál m.a. vegna þess að æ fleiri ná háum aldri og lifa af alls kyns hjartaáföll. Þar af leiðandi þurfa æ fleiri að lifa við hjartasjúkdóm. Bætir ekki líðan í einum grænum Að sögn Guðmundar virkar lyfið á þann hátt að það hægir á hjartslættinum, lækkar svolítið blóðþrýsting og minnkar orkukröf- ur hjartans. „Þessi lyfjaverkun virð- ist vera hagstæð jafnvel í hjörtum sem eru veikluð og sjúk. Það hægir á hjartabiluninni, þannig að afdrif sjúklinganna batna og dánartíðnin lækkar verulega." Guðmundur bendir hins vegar á að vandasamt geti verið að gefa þetta lyf m.a. vegna þess að sjúk- lingum geti versnað í byrjun. „Lyfjagjöfin þarf að byrja í mjög litlum skömmtum og fara þarf var- lega í sakirnar,“ segir hann. „Með- ferðin er ekld hugsuð tfl þess að bæta líðan sjúklinganna í einum grænum heldur er hún nokkurs konar forvarnarverkefni, þ.e. gerð til að bæta ástand hjartans til lengri tíma litið og lækka dánartíðni af völdum hjartabilunar." ># Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FJÖLSKYLDAN í Smárahlið með hina risavöxnu jötungímu. Jón Ingi Jónsson og Jóhanna Sveinsdóttir með dótturina Maríu Ösp ásamt vinnukonunni Erlu. Jötungíma finnst í Smárahlíð Hrunamannahreppi. JÓN Ingi Jónsson, bóndi í Smárahlíð, fann nú ný- lega risasvepp undir útihúsvegg hjá sér. Hann veg- ur um 3,4 kg og er 106 cm að ummáli. Á sama stað árið 1994 fannst álíka stór sveppur. Að sögn dr. Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur, sveppafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, nefnist þessi sjaldgæfa líf- vera jötungíma. Hún hefur sest þarna að fyrir all- mörgum árum, sennilega fyrir einum til tveimur áratugum. Kúlan sem upp kemur er aldinið en lik- ami sveppsins er sem þræðir ofan í jörðinni. Þessi tegund er sá sveppur sem myndar stærsta aldin á íslandi. Guðríður Gyða telur að hagstætt tíðarfar þurfi til að sveppurinn geti myndað aldin, góð veðr- átta í fyrrasumar hafi e.t.v. haft mikið að segja. Aðeins hefur á einum öðrum stað á landinu fund- ist svona jötungíma svo staðfest sé. Það er á eyði- býlinu Svíra við bæinn Þríhyrning í Hörgárdal en þar er hún öll gróskumeiri. Sérblöð f dag AFÖSTUDÖGUM Ávextir eru É» . _ Flutningur margra s « U. til framandi meina bót 1 heimsálfu ••••••••••••••••••••••••••••• Björgvin og Omar jafnir eftir fyrsta dag / C4 Einar Karl er kominn í úrslit á EM / C8 Fylgstu með nýjustu f réttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.