Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 24

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Holbrooke sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ Fjórtán þrefí Washington. AFP, AP. EFTIR nærri fjórtán mánaða bið samþykkti bandaríska öldunga- deildin loks í gær tilnefningu Rich- ards Holbrookes í stöðu sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum (SÞ). Staða sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ hafði verið auð vegna baktjalda- makks og tafa á rekstri málsins fyrir öldungadeildinni og voru af- leiðingamar þær að enginn gegndi stöðunni á meðan loftárásir Banda- ríkjamanna og Breta á Irak stóðu yfir í desember sl. eða þegar átökin á Balkanskaga stóðu sem hæst. 81 öldungadeildarþingmaður samþykkti ráðningu Holbrookes á meðan 16 voru henni andvígir. Tók atkvæðagreiðslan aðeins 35 mínútur sem menn telja vera í miklu ósam- ræmi við langan aðdraganda máls- ins. Síðustu hindruninni á leið Hol- brookes að starfinu var rutt úr vegi á miðvikudag er repúblikaninn Charles Grassley féllst á að hætta að tefja málið en hann hefur leitast við að beita bandaríska utanríkis- ráðuneytið þrýstingi vegna óskyldra mála og hafði því ítrekað farið fram á lengri tíma til að undir- búa ráðninguna. „Besti maðurinn í starfið" Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að hún væri „afar ánægð“ með að Hol- brooke tæki við starfinu og Joseph Biden, formaður utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar, sagði að enginn maður væri betur fallinn til starfsins en Holbrooke. Holbrooke hefur verið aðalsamn- ingamaður ríkisstjómar Bills Clint- mánaða lokiö ons í veigamiklum málum á borð við átökin á Balkanskaga. Þá er honum eignaður heiðurinn af Dayton-sam- komulaginu er náðist um lyktir stríðsins í Bosníu. Honum er lýst sem miklum ráðkænskumanni og er mikil virðing borin fyrir honum á al- þjóðavettvangi vegna framgöngu hans í málefnum Balkanskaga. Holbrooke, sem er 58 ára gamall, hefur áður gegnt starfi sem fjár- festingarráðgjafi, sendiherra í Þýskalandi og aðstoðarutanrílds- ráðherra. HEFÐINNI trúir héldu bæði Göran Persson, forsætisráðherra Svía, og Carl Bildt, formaður Hægriflokks- ins og leiðtogi stjómarandstöðunn- ar, sumarræður sínar um helgina. Bildt hefúr verið sænskum fjölmiðl- um kær efniviður undanfarnar vik- ur, því hann hefur enn ekki svarað því hvort hann gefur kost á sér sem formaður nú í haust þegar for- mannstímabilið rennur út og hann lét heldur ekkert uppi um það nú um helgina. Ræða Perssons þótti ekki efnismikil utan hvað hann lét fastlega að því liggja, að Svíar fengju að greiða atkvæði um aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og gaf ádrátt um skattalækkanir ef efnahagurinn leyfði. í ræðu sinni á laugardaginn skoraði Bildt á Persson að koma með skýrar tillögur um skattalækk- anir, sem væm það brýnasta í sænskum stjórnmálum um þessar mundir. Hann gerði einnig ástandið í Kosovo að umtalsefni og sagði, að enn væri langt í land með frið á svæðinu. Reuters Franskir bændur í ham FRANSKIR bændur standa hér við hlöss af gúrkum og öðru grænmeti, sem þeir dembdu í gær á götur borgarinnar Perpignan, skammt frá landa- mærum Frakklands og Spánar. Um 200 grænmetis- og ávaxta- ræktendur frá héraðinu vildu með þessum aðgerðum mót- mæla innflutningi slíkra afurða frá nágrannalöndunum, verð- lækkun á framleiðslu þeirra og sérstaklega því lága verði sem hún er seld á í verzlunum stór- markaðakeðja. Carl Bildt hefur undanfarna mán- uði verði sérlegur sendiboði Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sa- meinuðu þjóðanna, SÞ, í Kosovo en hann var fulltrúi Evrópusambands- ins, ESB, við Dayton-samkomulagið og síðan við enduruppbygginguna í Bosníu 1995-1997. Hann tók svo þátt í kosningabaráttunni síðastliðið haust þegar Hægriflokkurinn fékk samtals 22,9 prósent, 0,5 prósent meira en 1994 en mun minna en von- ir stóðu til eftir gott gengi í skoð- ankönnunum fram eftir kosningaár- inu. Flokksbræður Bildts ókyrrast I haust rennur kjörtímabil Bildts sem formanns út en hann hefur gegnt embættinu frá 1986 og varð fimmtugur á árinu. Orðrómur hefur verið um, að hann hefði áhuga á að hverfa til starfa erlendis og þótt hann neiti því hefur hann ekki gert það með afgerandi hætti. Það gerði Bildt heldur ekki á laugardaginn, sagðist ekki vilja neitt um málið segja nema að tilnefning hans yrði að fara formlega leið í gegnum kjörstjórn flokksins. Þar Ankara. Reuters. SKÆRULIÐAR aðskilnaðarhreyf- ingar Kúrda lýstu því í gær yfir að þeir myndu verða við tilmælum Abdullahs Öcalans, leiðtoga Verka- mannaflokks Kúrdistans (PKK), um að binda enda á fjórtán ára vopna- skak og draga sig út úr Tyrklandi, en Öcalan, sem var nýlega dæmdur til dauða fyrir rétti í Tyrklandi, setti tilmælin fram íyrr í vikunni. Óvíst er hins vegar hvað gerist yfir- gefi skæruliðar PKK vígi sín í fjöllum Austur-Tyrklands, og hvort hersveitir tyrkneskra stjómvalda myndu gefa nokkum gaum óskum PKK um að þær haldi að sér höndum. Þykir þvert á móti ekki ólíklegt að tyrkneski her- inn veiti þeim eftiríor til felustaða í Norður-Irak og e.t.v. Iran í því skyni að vinna á þeim fiúlan sigur. Tyrknesk stjórnvöld láta sér fátt um finnast I yfirlýsingu sinni lýsti æðstaráð PKK því yfir að Kúrdar ættu heimt- ingu á því að tyrknesk stjórnvöld reyndu að finna lausn á deilum sín- um við Kúrda en yfirlýsingar ýmissa tyrkneskra stjórnmálamanna þykja ekki gefa til kynna að stjórnvöld í Ankara hyggi á samningaviðræður við skæruliðana. Gaf Sulejman Demirel, forseti Tyrklands, til kynna í gær að afstaða stjómvalda yrði óbreytt. Hann sagði að það skipti tyrknesk yfirvöld engu hvernig skipanir skæmliðarnir gæfu frá sér; hvort sem væri að vopnaðri baráttu yrði haldið áfram, eða henni hætt, því markmið tyrkneskra stjómvalda væm eftir sem áður að koma í veg fyrir hryðjuverk, og að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að ná því marki. hafa menn hins vegar kvartað yfir að Bildt hafi enn ekki tilkynnt ætlun sína. Gagmýnin á Bildt hefur farið vax- andi undanfarna mánuði og flokks- menn hans orðið æ opinskárri. Eng- inn frýr honum vits og leiðtogahæfi- leika, en hann þykir einráður, sjálf- stæðar skoðanir em ekki vel séðar í kringum hann og hann þykir ekki góður í að brydda upp á málum, sem höfða til sænskrakjósenda. Þar við bætist svo að það fer í taugarnar á mörgum hve áhugi hans er bundinn alþjóðamálum. Skoðanakönnun í Svenska Dag- bladet nýlega sýnir að vinsældir hans hafa vaxið um tvö prósent und- anfarið ár. Nú hafa 57 prósent kjós- enda mikla eða mjög mikla trú á honum. Hann er þó ekki lengur óskoraður leiðtogi stjórnarandstöð- unnar. Sigurvegari kosninganna í fyrra var Alf Svensson, leiðtogi kristilegra demókrata. Þá höfðu 44 prósent kjósenda trú á honum en nú em það 56 prósent. Vinsældir Persson hraðminnka Göran Persson átti erfitt með að koma með boðskap, sem félli kjós- Skæruliðar PKK kusu Öcalan ný- lega til áframhaldandi forystu jafn- vel þótt Kúrdaleiðtoginn hafi setið í fangelsi á eyju í Marmarahafi síðan í febrúar. Stjórn aðgerða er hins vegar í höndum nokkurra herfor- ingja í Norður-írak og Iran og ekki er fyllilega ljóst hvort þeir hlíta til- mælum pólitískrar yfirstjórnar PKK að binda enda á allan skæru- hernað. ---------------- íhaldsöfl í íran Banna blað umbóta- sinna Tcheran, París. Reuters, AFP, AP. KLERKARÉTTUR í íran hefur lagt bann við útgáfu dagblaðsins Salams næstu fimm árin en það hef- ur verið helsta málgagn umbótaafla í landinu. Þá hefur rétturinn bannað útgefanda blaðsins, Mohammad Musavi Khoiniha, að starfa sem framkvæmdastjóri dagblaðs næstu þrjú árin. Khoiniha var í síðustu viku fundinn sekur af sama rétti um ærumeiðingar og að dreifa röngum upglýsingum. Utgáfa Salams var bönnuð 7. júlí síðastliðinn eftir að skjal um fyrir- ætlanir yfirvalda um að skerða tján- ingarfrelsi fjölmiðla enn frekar var birt í blaðinu. Varð bannið kveikjan að óeirðum námsmanna sem voru þær mestu frá því í byltingunni árið 1979. endum jafnaðarmanna ótvírætt í geð. Hann endurtók fyrri en hik- andi áréttingu um þjóðaratkvæða- greiðslu um EMU en kvað þó hvorki skýrt að orði né kom með ákveðna dagsetningu. Persson sagði ekki fremur en fyrri daginn hvort hann styddi sjálfur EMU-að- ild eða ekki. Aðildin kemur fyrir flokksþing jafnaðarmanna í haust en það er allsendis óvíst að hún verði sam- þykkt þá. Persson virðist ekki telja ráðlegt að binda sig við aðild meðan andrúmsloftið í flokki hans er jafn ótryggt og raun ber vitni. Vinsældakannanir eru Persson varla mikil gleðiefni þessa mánuð- ina. í áðurnefndri könnun um vin- sældir flokksleiðtoganna kemur í ljós, að 41 prósent kjósenda hafði trú eða mikla trú á honum í fyrra en nú aðeins 29 prósent. Þetta tólf pró- senta er rakið til þess, að hann þykir hikandi en um leið einráður og til- litslaus við samráðherra sína. Þetta er ekki góð þróun eftir að flokkurinn tapaði tæpum tíu prósentum í síð- ustu kosningum, þeim fyrstu undir forystu Perssons, fékk þá 36,4 pró- sent. Sem menntamálaráðherra og síð- ar fjármálaráðherra þótti hann hafa hæfileika til að taka óvinsælar ákvarðanir og koma þeim í fram- kvæmd. Nú skortir ekki málin, sem hann tvfstígur frammi fyrir. EMU er eitt málið en einnig skattalækk- anir, ráðstafanir til að ýta undir hagvöxt og breytingar á vinnulög- gjöfinni, en allt eru þetta viðkvæm mál í jafnaðarmannaríkinu Svíþjóð. Það mun ekki skorta hitamálin í sænskum stjórnmálum í vetur en það á líka eftir að koma í ljós hvaða stefnu þeir taka, andstæðingamir Bildt og Persson. Ferðafélag Islands Mörkinni 6 • 108 Reykjavík Sími 568 2533 • Fax 568 2535 o www.fi.is • fi@fi.is Sumarhelgi fjölskyldunnar í Þórsmörk 6.-8. ágúst Léttar göngur / Fimmvörðuháls. Veðurspáin lofar góðu! 7. ágúst * Göngum á Hrúðurkarla og Tjaldfell á Kaldadal 8. ágúst o Gönguferðir á Hrómundartind og um Hengilssvæðið „Laugavegurinn" trússferðir, enn geta nokkrir komist með. Eyjabakkar - Dimmugljúfur - Snæfell Aukáferð 21.-22. ágúst vegna fjölda fyrirspur Munið ágústtilboð til nýrra félaga: j,, Tvær eldri árbækur auk þeirrar nýju! Sumarræður oddvitanna í sænskum stjórnmálum, Carls Bildts og Görans Perssons Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Óljósar yfir- lýsingar - óvissa og hik • • PKK hyggst hlíta tilmælum Ocalans Segjast ætla að hætta öllum skæruhernaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.