Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 33
32 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 33J STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STÓRYIÐSKIPTIN * ASIÐÁSTA áratug settu viðskipti af nýrri stærðargráðu mark sitt á bandarískt viðskiptalíf. Risafyrirtæki voru keypt fyrir gífurlegar fjárhæðir. Hver viðskiptasamningurinn var gerður á fætur öðrum og alltaf urðu upphæðirnar hærri. Tugir milljarða dollara voru lagðir á borðið í þessum viðskiptum og allt var þetta fé tekið að láni með milligöngu verðbréfafyrirtækja, sem í sum- um tilvikum þurftu ekki annað en tilkynna, að þau teldu sig hafa ástæðu til að ætla, að þau gætu útvegað fjármagnið til þess að viðskiptin voru talin tryggð. Einkunnarorð þessa tímabils í bandarísku viðskiptalífi voru að græðgin væri af hinu góða. Um þessa tíma var gerð þekkt kvikmynd, sem nefnist „Wall Street“. Þessir „blómatímar" í bandarísku viðskiptalífi áttu sér aðra hlið, sem var svolítið dekkri. Kaupendur fyrirtækjanna voru ekki að kaupa þau til þess að reka þau og auka umsvif þeirra. Þvert á móti var markmiðið í mörgum tilvikum að leysa fyrirtækin upp, selja eignir þeirra og ná auknum hagnaði út úr viðskiptunum með því að leggja fyrirtækin niður. Eftir stóðu starfsmennirnir atvinnulausir og skildu ekki þessa viðskiptasnilld. Að lokum sprakk biaðran og viðskiptaveldin hrundu til grunna. Afleiðingar þessarar þróunar í viðskiptalífínu urðu m.a. þær að Clinton komst til valda í forsetakosningunum 1992. Reiði al- mennings yfir því að fjármálajöfrarnir skildu eftir sig sviðna jörð út um allt átti verulegan þátt í því, að núverandi Bandaríkjafor- seti náði kjöri á sínum tíma. Á nokkrum undanförnum árum hefur verið mikil grózka í ís- lenzku atvinnu- og viðskiptalífí. Atvinnureksturinn hefur dafnað, viðskiptin hafa aukizt og velmegun fólksins í landinu er meiri en nokkru sinni fyrr. Jafnframt hafa umsvifín í viðskiptalífinu kom- izt á nýtt stig. Milljarðar skipta nú um hendur á ótrúlega skömmum tíma. Nú eru gerðir viðskiptasamningar hér af stærð- argráðu, sem áður var gersamlega óþekkt á Islandi. Það þarf töluvert til að standa undir þeim viðskiptasamningum. Enginn vafí er á því, að viðskiptaþekking og stjórnunarþekk- ing er meiri í landinu en áður var. Ungt og vel menntað fólk hef- ur kynnt ný vinnubrögð og starfshætti, sem hafa áreiðanlega orðið til þess að efla atvinnulífið mjög. Nú er hægt að gera hluti í viðskiptalífinu hér, sem áður voru óhugsandi. Þessi þróun er já- kvæð. Hún hefur haft mikil og góð áhrif á undanförnum árum. Og enginn vafi er á því, að nú um stundir stendur viðskiptalíf landsmanna á traustum grunni. En er hætta á því að við Islendingar séum að ganga of hratt um gleðinnar dyr? Er hraðinn að verða of mikill? Eru viðskipta- samningarnir að verða of stórir? Standa fyrirtækin undir þessum ósköpum? Er verðmatið á hlutabréfum raunsætt? Standa fyrir- tækin undir þessu verðmati? Eða eru pappírsviðskiptin að missa tengslin við raunveruleikann? Fleiri og fleiri spyrja þessara spurninga á tímum, þegar það virðist ekki vera neinum erfiðleik- um bundið að Ijúka samningum um milljarða viðskipti á örfáum dögum. Vonandi eru öll þessi umsvif byggð á traustum grunni. Vel- gengnin í atvinnulífinu er mikil. Það eru ekki fyrirsjáanleg nein sérstök vandamál þegar horft er til næstu missera. Samt sem áð- ur er það svo, þegar horft er til baka, að í kjölfar góðæris komu alltaf erfiðir tímar, annaðhvort aflabrestur á fiskveiðum, verð- lækkun á útflutningsvörum okkar eða erfíðar verðhækkanir á að- föngum. Er líklegt að við lifum nú tíma, þar sem aldrei kemur bakslag í seglin? Er hugsanlegt að þekking þjóða heims á lög- málum efnahags- og atvinnulífs sé orðin svo mikil, að það sé hægt að sigla fram hjá öldudalnum? Það er hugsanlegt. En það kann að vera skynsamlegra að gera ráð fyrir því, að sagan end- urtaki sig. í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að verðlag sjávaraf- urða hefði lækkað frá því í október í fyrra fyrst og fremst vegna lækkunar á loðnuafurðum. Fram kom að þessi verðlækkun mundi þýða fjögurra milljarða tekjutap í útflutningstekjum. Síð- ustu daga hefur benzín enn hækkað í verði. Olíuverð hefur hækk- að á heimsmarkaði í alllangan tíma gagnstætt því, sem margir töldu, að það mundi lækka á ný. Olíuverð hefur mikil áhrif á af- komu þjóðarbúskaparins, útgerðarfyrirtækjanna og heimilanna svo að nokkur dæmi séu nefnd. Það þarf ekki mikið til að efna- hagsþróunin verði lakari en gert hefur verið ráð fyrir. Kvótakerfíð hefur leitt til þess, að útgerðarfélögin berjast hart um kvótann. Sú barátta hefur orðið til þess, að heilu byggðarlög- in sitja eftir með sárt ennið. Þrátt fyrir yfírlýsingar um hið gagn- stæða var mikill kvóti fluttur bæði frá Bolungarvík og ísafirði. Hið sama hefur gerzt í Þorlákshöfn. Nú gerast þau tíðindi, að Höfðahreppur myndar bandalag við stórt eignarhaldsfyrirtæki af ótta við að hið sama muni gerast á Skagaströnd. Þessi þróun er ekki sambærileg við það, sem gerðist í sumum byggðarlögum í Bandaríkjunum á síðasta áratug en ýmislegt er áþekkt. Það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir alla þá, sem hlut eiga að máli, hvort ekki sé skynsamlegt að fara sér hægar en gert hefur verið. Þjóðin býr við góðæri og velmegun. Efnahagskerfí okkar er hins vegar svo lítið að það má ekki við miklum áföllum. Ekki útilokað að hlaup úr Brúarjökli verði stærri í framtíðinni Morgunblaðið/Helgi Björnsson LONIN tvö sem hlaupvatnið kom úr sjást hér vel. Fyrst hljóp vatn úr ldninu sem er fyrir miðri mynd yfir í Hndtulón sem er Qær og til hægri á myndinni. Þaðan fór jökulvatnið í Kverká, Kreppu og Jökulsá á Fjöílum. Fjallið fyrir miðri mynd er Snæfell. HLAUPIÐ KOM UR TVEIMUR LÓNUM Hlaupið úr Kreppu og Jökulsá á Fjöllum kom jarðvísindamönnum nokkuð á óvart þar sem hegðan þess var með öðrum hætti en hlaup úr Brúarjökli til þessa. HELGI Bjömsson jökla- fræðingur telur ýmislegt benda til að breytingar séu að verða á hlaupum úr Brúarjökli og hann útilokar ekki að jökulhlaup sem falla í Kreppu og Jök- ulsá á Fjöllum verði stærri en áður. Ástæðan fyrir því að svo snögg flóð- bylgja kom í árnar um síðustu helgi er sú að ísstífla við lón sem er vestan við Kverkárnes brast og jökulvatn rann úr því í Hnútulón, sem var fullt fyrir. Það varð til þess að ísstífla við Hnútulón brast einnig og jökulvatn braut sér leið með snöggum hætti niður í ámar. Hlaupið í Kreppu og Jökulsá á Fjöllum kom jarðvísindamönnum að sumu leyti á óvart vegna þess að það hagaði sér með öðrum hætti en hlaup úr Brúarjökli hafa yfirleitt gert. Hlaupið hófst mjög snögglega og olli skemmdum á vegum auk þess sem það tók með sér brúna yfír Sandá. Lón að stækka vestan við Kverkárnes Örn Johnson flugmaður flaug yfir Brúarjökul um miðja síðustu viku og tók myndir af nokkuð stóru lóni sem var fullt af ís og augljóst að vatn hafði nýlega rannið úr því. Frá þessu var sagt í Morgunblaðinu sl. laugardag. Helgi, sem var þá fyrst að fá fréttir af lóninu, taldi að mynd- irnar væru af Hnútulóni, en úr því hafa Kreppuhlaup jafnan komið. Helgi skoðaði Brúarjökul og jökul- árnar í fyrradag ásamt Helga Jó- hannessyni, brúarverkfræðingi hjá Vegagerðinni, og sagði eftir ferðina að lónið sem Örn tók myndir af væri lón sem er um 4 km vestan við Hnútulón. Þetta lón, sem enn hefur ekki fengið neitt nafn, hefur verið að vaxa á síðustu árum og er nú að verða nærri hálfur ferkílómetri að stærð, að sögn Helga. Helgi sagði að atburðarásin í síð- ustu viku hefði verið með þeim hætti að ísstíflan við þetta nafnlausa lón hefði brostið og þar með hefði vatn brotið sér leið niður í Hnútulón. Við það hefði Hnútulón snögglega yfir- fyllst sem hefði orðið til þess að is- stíflan við lónið hefði látið snögglega undan. Jökulvatn hefði þá átt greiða leið í Kverká, sem fellur í Kreppu skammt frá Brúarjökli, og þaðan í Jökulsá á Fjöllum. Landverðir í Herðubreiðarlindum urðu varir við aukið vatnsmagn í Kreppu snemma á sunnudag og hlaupið gekk að mestu yfir á innan við sólarhring. Gerðist mjög snögglega Helgi sagði að þetta hefði gerst snöggleg og af miklu meiri krafti en í hlaupum sem þarna hefðu orðið nokkuð reglulega síðustu ár. Af að- stæðum að dæma mætti líkja þessum hamförum við það sem gerðist þegar ísstíflan í Grímsvötnum skemmdist haustið 1996, en þá varð sem kunnugt er gríðarlega mikið flóð sem m.a. stórskemmdi brýrnar á Skeiðarár- sandi. Hann sagði að hlaupið hefði ekki orðið svona mikið ef ekki hefði viljað svo til að Hnútulón var fullt af vatni þegar hljóp úr hinu lóninu. Helgi sagði ýmislegt benda til að breyting væri að verða á hlaupum úr Brúarjökli. Jökullinn væri að hopa á þessu svæði og við það stækkuðu lón- in að flatarmáli. Við hop jökla gerðist það yfirleitt að jökulsporðarnir yrðu þynnri og þar með yrðu ísstíflurnar, sem halda aftur af jökulvatninu, veik- ari. Yfirleitt yrðu jökulhlaupin þá minni og tíðari. Aðstæðurnar við Brúarjökul væra hins vegar með þeim hætti að þetta væri ekki raunin. Þótt ísstíflurnar þynntust munaði meiru um að flatarmál lónanna vex og þar með vatnsmagn. Það mætti því allt eins búast við stóram og snöggum hlaupum úr lón- um við Brúarjökul í framtíðinni. Við áframhaldandi rýrnun gæti þó að lok- um farið svo að ísstíflur eyddust og þá tæki fyrir hlaupin. Ekki væri þó fyrirsjáanlegt að það yrði á allra næstu áram. Samspil þessara tveggja lóna réði hins vegar miklu um hvern- ig hlaupin yrðu. Til að hlaupin yrðu bæði stór og snögg þyrfti að hlaupa úr báðum lónunum samtímis. Vegagerðin skoðar aðstæður Helgi Jóhannesson verkfræðingur sagði að Vegagerðin hefði beðið Helga Björnsson um greinargerð þar sem fram kæmi mat á því hvort vænta mætti stærri hlaupa í Kreppu og Jökulsá. í framhaldi af því yrði tekin afstaða til þess hvort byggð yrðu stærri og öílugri samgöngu- mannvirki í stað þeirra sem skemmd- ust í hlaupinu. Þetta ætti einkum við um brúna yf- ir Sandá. Hún var yfir 30 ára göinul og ekki byggð fyrir öílug hlaup. Helgi sagði að þessa dagana væri unnið við að koma á bráðabirgðavegi yfir Sandá. Áin yrði stííluð í nokkra mán- uði meðan verið væri að meta hversu stóra brú þyrfti að byggja yfir hana. Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum Gleði og hrakfarir í Kreuth Gengi íslenska liðsins á heimsmeistaramót- inu í Kreuth í Þýskalandi var upp og ofan í gær. Valdimar Kristinsson hefur fylgst með því sem fram fer á mótinu og segir hann Loga Laxdal og Sigurbjörn Bárðarson standa í fremstu víglínu í dag. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HINGAÐ til hafa Farsæll og Ásgeir Svan ekki tapað íjórgangi og virð- ist allt stefna í að þegar þeir skilja verði þeir ósigraðir en þeir eru efstir eftir forkeppnina í fjórgangi. OLIL Amble og Kjarkur frá Horni voru með stórgóða sýningu og tryggðu sér annað sætið. f baksýn má sjá stóran skjá sem sýnir hrossin sem eru í keppni hverju sinni en eins og sjá má er hesturinn á skjánum aðeins á eftir í hreyfingu. ALLT gekk ágætlega upp í gæðingaskeiðinu hjá Sigurði og Prins er þeir urðu í öðru til þriðja sæti ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. EFTIR góða niðúrstöðu í fjórgangi fyrri partinn í gær dundi enn eitt áfallið yfir íslenska liðið á heims- meistaramótinu í Kreuth í Þýska- landi þegar Prins frá Hörgshóli, sem Sigurður Sigurðarson keppti á, stökk út úr brautinni þegar þeir höfðu farið rétt tæplega einn og hálf- an hring af fjóram og hálfum sem þeir áttu að fara. Var Sigurður búinn að sýna töltið og rétt hálfnaður með brokkið og stefndi í stórsýningu hjá þeim félögum þegar óhappið dundi yfir. Þegar farið var að skoða hvað hafði gerst kom í ljós að lítill krakki var farinn að nálgast brautina ískyggilega og faðir þess stökk til og kippti því frá áður en hann færi inn á völlinn. Við þessa traflun stökk Pr- ins til hliðar og út af brautinni. Dómarar kváðust aðspurðir hafa gefið Sigurði og Prins frá 7,5 til 8 fyrir tölt og hann hefði stefnt í góðar tölur fyrir brokkið. Ekki er ólíklegt að þeir félagar hefðu farið í fyrsta sætið og er þetta því mikið reiðar- slag fyrir íslenska liðið. Faðir barns- ins sem óhappinu olli gaf sig fram og vottaði íyrir yfirdómara hvað hefði gerst og var atvikið kært en kæran ekki tekin til greina og þar við sat. En það voru góð tíðindi í fjórgangi þar sem þau Ásgeir Svan Herberts- son á Farsæli frá Arnarhóli og Olil Amble á Kjai’ki frá Horni tróna á toppnum. Má mikið út af bera éf keppinautunum á að takast að róta við þeim í úrslitum á sunnudag en Ásgeir er með 7,17 og Olil með 7,03. Næst kemur Unn Kroghen, Noregi, á Hruna frá Snartarstöðum með 6,97. Irene Reber, Þýskalandi, er fjórða á Kappa frá Álftagerði með 6,90 og núverandi heimsmeistari, Styrmir Árnason, á Boða frá Gerð- um er ásamt Sveini Haukssyni sem keppir fyrir Svíþjóð á Hrímni frá Ödmárden með 6,83. í b-úrslit verða Erik Spee Hollandi á Trú frá Wets- inghe með 6,80, Rúna Einarsdóttir Zingsheim á Snerpu frá Dalsmynni er áttunda með 6,73 og jöfn í níunda og tíunda sæti eru Hreggviður Ey- vindsson sem keppir fyrir Svíþjóð á Kjarna frá Kálfsstöðum og Marlies Feldman Austurríki á Nökkva frá Cartze með 6,53. I fimmgangi er staðan þannig að núverandi heimsmeistari, Karly Zingsheim, Þýskalandi, á Fána frá Hafsteinsstöðum trónh- á toppnum með 6,93. Jafnir í öðra til þriðja sæti era Auðunn Kristjánsson á Baldri írá Bakka og Jens Fuchtenschnieder, Þýskalandi, á Reyk frá Kringlu með 6,73. Næst kemur Christine Lund, Noregi, á Hlekk frá Stóra-Hofi með 6,60 og Tanja Gundlach, Þýskalandi, er fimmta á Geysi frá Hvolsvelli með -v. 6,57.1 b-úi’slit verða Els van der Ta- as, Hollandi, á Hilmi frá Skjóðu með 6,40, Guðni Jónsson sem keppfr fyiir Svíþjóð á Álmi frá Lækjamóti með 6,37, Thomas Haag, Sviss, á Frama frá Svanavatni með 6,33, Sigurbjörn Bái'ðarson á Gordon fi-á Stóra-Ás- geirsá með 6,33 og Elke Scháfer, Austurríki, á Blæ frá Minni-Borg með 6,20. í dag hefst dagskrá á forkeppni með tölti en um miðjan dag verða farnir fyrstu tveir sprettirnir í 250 m skeiði. I skeiðinu verður Logi Laxdal í fremstu víglínu en auk þess mun Sigurbjöm Bárðarson reyna að ná góðum tíma í því augnamiði að— tTyggja heimsmeistaratitil sinn í samanlögðu. í töltinu keppa Rúna og Snerpa, Ásgeir og Farsæll, Olil og Kjarkur, Jóhann R. Skúlason og Fengur frá Ibishóli og að síðustu heimsmeistarinn, Vignir Siggeirs- son, og Þyrill frá Vatnsleysu. Minna má á að úrslit mótsins era uppfærð reglulega á fréttavef Morg- unblaðsins meðan á keppni stendur. Rannsókn þýsku tollgæsluiinar á hrossaútflutningi frá fslandi Keppendur yfirheyrðir KEPPENDUR og aðrir íslenskir gestir á heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Kreuth í Þýskalandi hafa ver- ið kallaðir til yfirheyrslu hjá tollgæsl- unni vegna rannsóknar á meintu skatta- og tollasvindli í tengslum við útflutning á íslenskum hestum. Jón Albert Sigurbjömsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir að þetta hafi truflað íslensku keppendurna á heimsmeistaramót- inu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra og Ingimundur Sigfússon sendi- herra, sem staddir era á mótinu, hafa reynt að hlutast til um að yffrheyrsl- unum verði frestað fram til mánudags, þegar mótinu verður lokið. Vonandi fríður það sem eftir er. „Það er búið að ganga heilmikið á, en ég held að það sé allt að komast í lag,“ segii- Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra í símtali við Morgun- blaðið. „Eg talaði við utanríkisráð- herra í gær [miðvikudag] og síðan Ingimund [Sigfússon] sendiherra, því þetta var orðið mjög alvarlegt. Okkur finnst ekki eðlilegt að hér sé verið að taka íslenska ferðamenn sem tengj- ast keppnisliðinu í yfirheyrslu út af tollamálum. Það hefur farið í taug- amar á okkur að verið sé að nota þetta tækifæri tii að beita sér í þess- um rnálum." Guðni segir að í ljós hafi komið að tollskjöl sem varða heste íslensku keppendanna séu í lagi. „Ég vona því að friður verði það sem eftir er af mótinu.“ Neituðu að fresta yfirheyrslum Jón segir að tveir rannsóknarmenn hafi fengið til afnota ski'ifstofu á svæðinu og hafi boðað þangað ís- lenska hestamenn til yfirheyrslu eftir þörfum. Hann segir að þeir hafi neit- að að fresta málinu fram yfir mótið. „Þeir hafa verið að spyija um þá hesta sem fluttir vora til Þýskalands í tengslum við mótið, en einnig um eldri mál. Það er erfitt að vera að gera þetta með þessum hætti, knap- arnir þurfa að vera að hlaupa frá keppnisvellinum tU viðræðna.“ Jón segir að íslensku keppendumir séu mjög óhressir með vinnubrögð Þjóð- verjanna. Forsvarsmenn íslenska liðsins voru kallaðir til yfirheyrslu í fyrradag og aftur í gær vegna tollskjala um þá hesta sem fluttir vora inn í tengslum við mótið. Þröstur Karlsson liðsstjóri segir að niðurstaðan hafi verið sú að‘ ekkert væri athugavert við skjölin. „Þetta er mjög ósmekklegt, að vera að elta uppi keppendur og starfsfólk eftir nafnalistum á miðju heimsmeist- aramóti. Þeir gáfu í skyn að ef menn mættu ekki yrðu þeir einfaldlega sóttir." Þröstur segir að auk forsvars- manna liðsins hafi tveir knapar verið kallaðir tU yfirheyrslu, og einnig Kri- stján Auðunsson hrossaútflytjandi, sem sá um pappírsvinnu vegna út- flutningsins í tengslum við mótið. Þröstur segir að rannsóknarmenn-^ irnir tveir hafi lofað því að síðasta yf- irheyrslan færi fram í gærkvöldi en síðan ætluðu þefr að halda á brott. Hann segir að svo vfrðist sem ís- lenskir hestamenn séu sérstaklega teknir fyrir af þýska tollinum. Hann bendir á að Norðmenn séu einnig ut- an Evrópusambandsins, en ekki virð- ist sem þeir hafi verið yfirheyrðirjr vegna hrossaútflutningsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.