Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 4^*
um að aldri var það fátæktin, alls-
leysið og hörð baráttan við að hafa
í sig og á. Slík kjör settu á Helga
mark til lífstíðar, hann varð sann-
færður sósíalisti, jafnaðarmaður í
þess orðs bestu merkingu. Sama
má segja um Jóhönnu eftir að hún
flutti til Húsavíkur. Þótt þau störf-
uðu mikið að félagsmálum tengd-
um lífsviðhorfum þeirra, hann í
Verkalýðsfélagi Húsavíkur, sem
formaður til fjölda ára, og Jóhanna
í bæjarstjórn Húsavíkur og ýmsum
nefndum, þá var birtingarform
þessarar jafnaðarhugsunar e.t.v.
ekki svo glöggt þar heldur miklu
fremur í því sem ekki fór hátt og
lítið bar á, þ.e. hvernig þau reyndu
að greiða götu þeirra sem minna
máttu sín og stóðu höllum fæti í
grimmu, íslensku neyslusamfélagi.
Fyrir utan fjölskylduna og vel-
ferð hennar var það þrennt sem
einkum átti hug Helga síðustu ár-
in; íþróttafélagið Völsungur, lax-
veiðin í Laxá og annar veiðiskapur,
en hálfa hugsun hans átti samt
uppbygging Safnahússins á Húsa-
vík og einkum þó væntanlegs sjó-
minjasafns. Á þeim vettvangi hafði
hann starfað meira og minna síð-
ustu 20 ár og áhugi hans aldrei ver-
ið meiri en síðustu árin er nálgaðist
að sjóminjasafnið yrði að veruleika.
Hann var í byggingarnefnd síðustu
10 ár og jafnframt vakinn og sofinn
í því að safna munum til safnsins,
upplýsingum, taka viðtöl við sjó-
menn svo upplýsingar glötuðust
ekki o.fl. í þeim dúr. Hann gantað-
ist oft með það að drífa yrði í þess-
ari byggingu svo honum auðnaðist
að sjá þetta allt saman vera orðið
að veruleika áður en hann burtkall-
aðist. En skjótt skipast um margt,
m.a. vistaskipti við landamæri lífs
og dauða. Þessi stórkarlalegi,
margsamsetti frændi minn, sem þó
var svo næmur og viðkvæmur,
kemur ekki framar til mín í Safna-
húsið á Húsavík. Ég mun ekki
framar hlusta á eggjunarorð hans
eða yfirlýsingar um hvað þurfi að
gera og í hvað þurfi að ráðast. Fyr-
ir samvinnuna á þessum vettvangi
er mér ijúft að þakka. Helgi leit á
það sem verkefni sitt að halda mér
gangandi þegar tómlæti um mál-
efni Safnahússins var á stundum
að draga úr mér alla starfslöngun.
Hans verður nánar minnst í næsta
Safna, riti Safnahússins á Húsavík.
Jóhönnu, Aðalsteini, Kristjönu,
Bjarna Hafþóri, Helga, Ingibjörgu
og aðstandendum öðrum sendi ég
samúðarkveðjur.
Guðni Halldórsson.
Þegar maðurinn með Ijáinn
heggur kemur það alltaf jafn mikið
á óvart þótt þetta sé eitt af lögmál-
unum sem enginn fær breytt.
Þegar mér var tilkynnt andlát
Helga Bjarnasonar, mágs míns,
varð mér mikið um því hann og
systir mín voru búin að vera í
heimsókn fyrir skömmu og þá var
hann hress og glaður og lék á als
oddi eins og hann var vanur.
Það fyrsta sem kom upp í hug-
ann var: „Helgi dáinn, maður á
besta aldri.“ Ég fór að rifja upp
hve gamall hann hefði verið og átt-
aði mig á því að hann hafði verið
kominn á áttræðisaldur. Ég hafði
ekki leitt hugann að því að hann
væri orðinn þetta gamall.
Sumir hafa þannig útgeislun að
þeir eru alltaf á besta aldri, hvar
sem þeir eru staddir í lífshlaupinu.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Helga vel. Við virtumst
alltaf ná vel saman, enda held ég að
við höfum litið svipuðum augum á
lífið og samfélagið, en hann hafði
þann sérstaka eiginleika að sjá
alltaf skemmtilegu hliðarnar á til-
verunni eins og hún kom fyrir
hveiju sinni.
Ég minnist sérstaklega þess
tíma þegar hann var með útgerð
sína á Suðurnesjum, en þá vann ég
hjá honum nokkrar vertíðir.
Það var á þeim tíma þegar menn
unnu meðan eitthvað var að gera,
en hvfldu sig þegar tími gafst til.
Þetta voru strangar tarnir og oft
mikið að gera ef vel fiskaðist. Þá
var staðið við þar til gert hafði ver-
ið að öllum afla og hver einasti fisk-
ur saltaður og kominn í stæðu.
Ég minnist þess þegar von var á
bátnum með mikinn fisk að það
gekk oft mikið á að hafa allt klárt
til að taka á móti aflanum og þá
þurfti helst að gera allt í einu. Þá
gekk Helgi Bjarnason um og hug-
aði vandlega að því að allt væri í
lagi og púaði ein þrjú fjögur vind-
stig og við hinir smituðumst af
þessum krafti og áhuga og allir
unnu saman sem einn maður.
Svo var tekið til við vinnuna og
enginn sló slöku við. Allir unnu af
kappi. Það var einn sérstakur eig-
inleiki sem íylgdi Helga Bjama-
syni; hjá honum unnu allir vel.
Hann hikaði ekki við að taka menn
í vinnu þótt þau ummæli fylgdu
þeim að þeir væru óduglegir og
ekki mikils virði á vinnumarkaði.
Það varð yfirleitt þannig að þessir
menn unnu ekki verr en aðrir þeg-
ar þeir voru komnir undir hans
stjórn, eða öllu heldur í hans fé-
lagsskap, því hann var félagi allra
sinna starfsmanna og vann ætíð við
hlið þeirra án nokkurra verka-
skiptinga.
Þegar tömin var orðin löng og
menn vom farnir að þreytast kom
það oft fyrir að hann tók aðeins hlé
og kom með einhverjar skemmti-
legar athugasemdir, eina litla sögu
eða eitthvað sem kom mönnum til
að hlæja og 50% af þreytunni hurfu
eins og dögg fyrir sólu. Allir íyllt-
ust af nýjum krafti og góðu skapi
og allt gekk betur.
Þegar komið var heim í verbúð
eftir svona tarnir greip hann oft
gítarinn og söng með sinni sér-
stöku mjúku bassarödd nokkur
sjómannalög, við tókum undir og
þreytan leið hægt og hægt úr lík-
amanum og tónarnir byggðu okkur
upp fyrir átök næsta dags.
En nú er hann farinn frá okkur
og ég sakna hans og þeirrar smit-
andi kímnigáfu sem hann átti svo
mikið af og gat á augabragði hrifið
hvern sem var upp úr öldudal leið-
indanna og fyllt umhverfið af gleði
og bjartsýni.
Ég kveð Helga Bjarnason og
sendi systur minni og fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Hákon Aðalsteinsson, Húsum.
Ég kveð nú í hinsta sinn Helga
Bjarnason, fyrrverandi tengdaföð-
ur minn, sem er látinn á 74. ald-
ursári. Það leita á hugann minning-
ar um margar góðar stundir sem
við áttum saman. Mér er það
ógleymanlegt að hafa fengið tæki-
færi til að vera með Helga við veið-
ar á bökkum Laxár í Aðaldal. Þar
kenndi Helgi mér að veiða en hann
var mikill og kunnur laxveiðimaður
og var eftirsóttur leiðsögumaður
við ána. Mér er minnisstætt hvað
Helgi var í rauninni mikill veiði-
maður og ég dáðist að því hvað
hann þekkti ána vel, vissi hvar best
væri að renna agninu og hvar lax-
inn lægi. Það var sérstaklega
ánægjulegt að sjá hvað Helgi bar
mikla virðingu fyrir náttúrunni. Að
öðrum ólöstuðum tel ég að Helgi
hafi verið einhver mesti veiðimaður
sem stundað hefur veiðar við Laxá
þegar hann var upp á sitt besta. Þó
að heilsan væri farin að gefa sig
síðustu árin var áhuginn enn mik-
ill.
Ég var alltaf velkominn í Grafar-
bakka til Helga og Jóhönnu og þar
varð engin breyting á þó leiðir mín-
ar og dóttur þeirra hafi skilið. Það
var mikið lán og heiður að hafa
fengið að kynnast og verða sam-
ferða Helga Bjarnasyni. Hann var
réttsýnn og drenglyndur maður,
ávallt glaðlyndur og skemmtilegur
í kynnum og ég mun sakna hans
sterku persónutöfra.
Ég sendi Jóhönnu, börnum
þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Páll Friðriksson.
• Fleiri mianingargreinar um
Helga Bjarnason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
EMELIA MARGRET
GUÐLA UGSDÓTTIR
+ Emelía Margrét
Guðlaugsdóttir
fæddist á Blönduósi
11. september 1911.
Hún lést 29. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
Emelíu Margrétar
voru Rakel Þorleif
Bessadóttir, f. 18.9.
1880, d. 30.10. 1967,
að Ökrum í Fljótum
og Guðlaugur
Sveinsson, f. 27.2.
1891, d. 13.10. 1977,
á Ægisíðu á Vatns-
nesi. Systkini Emel-
íu Margrétar: Þor-
lákur Húnfjörð, f. 26.8. 1912;
Jóhanna Guðrún, f. 30.12. 1913,
d. 13.3. 1998; Vésteinn Bessi
Húnfjörð, f. 21.4. 1915; Kári
HúnQörð, f. 3.7. 1918, d. 29.10.
1952; Einar Þorgeir Húnfjörð,
f. 30.3. 1920; Bergþóra Heiðrún,
f. 5.11. 1922.
Fyrstu mánuði ævi sinnar
dvaldi Emelía Margrét á Ytri-
Ey en fluttist ásamt foreldrum
sínum að Þverá í Norðurárdal,
Austur-Húnavatnssýslu. Hún
í foreldrahúsum þar til á
er
til
var
unglingsárum
hún fór í vist
læknishjónanna
Guðrúnar og Krist-
jáns Arinbjarnar.
Emelía Margrét var
einn vetur á Hólum
í Hjaltadal er hún
var 18 ára. Að því
loknu fór hún aftur
í vist til læknishjón-
anna, með þeim
dvaldi hún m.a. eitt
ár í Kaupmanna-
höfn. Emelía Mar-
grét vann síðar á
saumastofu þar til
hún, 1954, réðst sem ráðskona
til Snorra Hjartarsonar skálds.
Hjá honum starfaði hún til
fjöfda ára eða þar til Snorri
lést. Emelfa Margrét bjó í Furu-
gerði síðustu árin en flutti að
Elli-og hjúkrunarheimilinu
Grund í febrúar sl.
Utför Emelíu Margrétar fer
fram frá Fossvogskirlqu í dag
og hefst athöfnin klukkan
10.30. Jarðsett verður í
Höskuldsstaðakirkjugarði,
Austur-Húnavatnssýslu.
Látin er á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund, föðursystir mín,
Emelía Margrét Guðlaugsdóttir,
Magga frænka, eins og hún var
alltaf kölluð innan ættarinnar.
Stærsti hlekkurinn í stórfjölskyld-
unni er brostinn. Magga frænka var
sú sem allir áttu, allir báru um-
hyggju fyrir og allir voru í sam-
bandi við. Hjá Möggu frænku feng-
um við fréttir af stórfjölskyldunni.
Hvemig unga fólkinu vegnaði,
stækkun fjölskyldunnar, heilsu ætt-
mennanna, erfiðleika og gleði.
Magga hélt utan um okkur öll.
Þetta var stórt hlutverk sem henni
var kært og fór með af nærgætni,
trúnaði og hlýju.
Magga frænka var mikill fagur-
keri og hafði ótrúlega innsýn í
frumskóg mynd- og ritlista. Á góð-
um stundum hafði hún yfir fyrir
mig mörg kvæðin og þulumar og
eyddum við oft drjúgum stundum í
að öðlast skilning á dýrt kveðnum
vísum. Þær vora ófáar ferðirnar
okkar á myndlistasýningar sem í
boði hafa verið í gegnum árin. Þetta
vora ómetanlegar stundir og okkur
báðum jafndýrmætar og gáfu tilefni
til margra súkkulaðidropa og
djúpra samræðna.
Állir sem umgengust Möggu
minnast skellihlátursins sem gat
komið af minnsta tilefni, og við
lærðum líka fljótlega að minnast
ekki á pólitík, því þá hvessti all
svakalega í minni og ef minnst var á
heilbrigðismál og -menn, varð fyrst
svart. Þá gat tekið drjúga stund að
fá Möggu til að taka gleði sína á ný.
Magga átti erfitt á lokasprettin-
um en nú er þessi litla, teinrétta og
kvika frænka mín búin að yfirgefa
svæðið. Eftir sitja ljúfsárar minn-
ingar. Ég er þakklát fyrir samvera-
stundir okkar og bið Guð að blessa
þessa einstöku frænku.
Auður Bessadóttir.
Nú er komið að kveðjustund
Möggu frænku. Heldur vora síðustu
ár henni erfið þegar hún gat ekki
farið ein sinna ferða án þess að vera
upp á aðra komin. Þessi litla kvika
kona sem alltaf var að flýta sér. En
ef hún komst á listsýningar gat mín
eytt tímanum þar, enda var hún
mikill listunnandi, sérstaklega er
varðaði gömlu meistarana. Létti
Auður systir henni lífið síðari ár
með því að fara með hana á þær
sýningar er hún hafði löngun til.
Eins vora ljóð henni hugleikin, enda
var ekki langt að sækja þann and-
ans blæ, þar sem hún var ráðskona
hjá Snorra Hjartarsyni skáldi til
fjölda ára, eða þar til hann lést.
Mörg eru minningarbrotin sem
tengjast Möggu föðursystur. Ég
kom oft í heimsókn á Eiríksgötu þar
sem Magga réð ríkjum, og þá var
dengt í mann súkkulaði og kökum,
og alla tíð síðan hefur súkkulaði-
drykkurinn verið kenndur við
Möggu frænku. Og jafnvel eftir að
heilsan fór að bila og hún komin í
Furagerði var búið til súkkulaði.
Hafðu þökk fyrir allt, Magga mín.
Hvíl þú í friði.
Far þú í friði, jt
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Rakel Bessadóttir.
Ég fékk þær fréttir fimmtudags-
morguninn 29. júlí að Magga
frænka væri dáin. Það kom mér í
rauninni ekkert á óvart þvi þú varst
orðin gömul og þreytt og eflaust
hvíldinni fegin.
Ég man alltaf eftir þér, Magga
mín, sem lítilli, smá hjólbeinóttri og
gjafmildri konu sem mér þótti ein-
staklega gaman að heimsækja sem
krakki. Ég man þegar ég píndi ofan
í mig blönduðu ávextina bara af því
að Magga frænka var að gefa mér
þá og allar heimatilbúnu jólagjafirn-
ar sem þú gerðir handa mér þrátt
fyrir háan aldur, en þetta ásamt
öðram minningum þakka ég fyrir í
dag því minningar eru eitt af því
dýrmætasta sem við eigum í lífinu,
þær getur enginn tekið frá okkur!
Ég þakka fyrir stundimar sem ég
átti með þér, Magga, en þakklátust
er ég þó fyrir það að hafa getað
kysst þig á ennið og kvatt þig í síéW*>-
asta sinn.
Elsku Magga, vonandi hefur þú
það sem allra best á nýju tilvera-
stigi og megi Guð geyma þig og
varðveita.
Hvfl í friði.
Birna.
+
Okkar ástkæri
KRISTINN SIGFÚS KRISTJÁNSSON,
Lyngbrekku 13,
Kópavogi,
varð bráðkvaddur í Thailandi laugardaginn
24. júlí. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 10. ágúst kl. 15.00.
Margrét Örnólfsdóttir,
Kristján Eyjólfsson,
Örnólfur Kristjánsson,
Eyjólfur Kristjánsson,
Árni Kjalar Kristjánsson,
Sigurður Ármann Halldórsson,
Anna Ragnhildur Halldórsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson,
Árni Kjartansson,
Ásdís Halldórsdóttir,
Helga Steinunn Torfadóttir,
Guðrún Eysteinsdóttir,
Erla Kristófersdóttir,
Ragnheiður Kristjánsdóttir,
Hlíf Árnadóttir,
Kristján Torfi Örnólfsson,
Eysteinn Eyjólfsson,
Guðný Margrét Eyjólfsdóttir.
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson,
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SOFFÍA LÁRUSDÓTTIR,
Egllsbraut,
Þorlákshöfn,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 4. ágúst. Útförin verður auglýst
síðar.
Lárus Sæmundsson,
Birgir Sæmundsson,
Grétar Sæmundsson,
Brynjar Sæmundsson,
Hildur Sæmundsdóttir,
Ómar Sæmundsson,
Erling Sæmundsson,
Ellen Jónasdóttir,
Hulda Magnúsdóttir,
Þórður Sigurvinsson,
Anna Fía Ólafsdóttir,
Ragnar Karlsson,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín,
BJÖRG ANDREA MAGNÚSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Gerði, Fáskrúðsfirði,
verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju
laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Róbert Dan Jensson.