Morgunblaðið - 06.08.1999, Side 41

Morgunblaðið - 06.08.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 41V ÞORSTEINN GUÐLA UGSSON + Þorsteinn Guð- laugsson fædd- ist í Vík í Mýrdai 24. ágúst 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstudags- ins 30. júlí síðastiið- ins. Foreldrar hans voru Guðlaugur Gunnar Jónsson, f. 1894, d. 1984, og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, f. 1892, d. 1938. Þor- steinn fluttist til Reykjavíkur 1961 og bjó þar til dauðadags. Systk- ini hans voru Jakob, f. 1917, d. 1992; Valgerður, f. 1918; Jón, f. 1919; Anton, f. 1920, d. 1993; Guðrún, f. 1922, d. 1999; Guð- finna, f. 1923, d. 1998; Sólveig, f. 1924; Guðlaug Sigurlaug, f. 1926; Einar, f. 1927, d. 1996; Guðbjörg, f. 1929; Ester, f. 1931; Erna, f. 1932; Svavar, f. 1936; Guðlaug Matt- hildur, f. 1938. Þor- steinn kvæntist 16. desember _ 1956 Ingibjörgu Ágúst- dóttur, f. 25 febrúar 1933 og eignuðust þau þrjú börn. 1) Steinunn Ágústa, f. 1956, maki hennar er Grétar Kjartans- son. Börn þeirra eru Ingibjörg Ágústa, Erla og Kjartan Fannar. Ingibjörg á einn son, Breka. 2) Jak- ob, f. 1957, maki hans er Birna Magnúsdóttir. Börn þeirra eru Diana María og Harpa Lind. 3) Berglind, f. 1970, maki hennar er Hallur Eiríksson. Börn þeirra eru Þorsteinn og Stein- unn Sara. _ títför Þorsteins fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, þótt það sé mjög sárt að þú sért farinn frá okkur veit ég að þér líður vel núna. Börnin mín voru svo lánsöm að kynnast góðvild þinni, það voru ófáar ferðimar sem þú sóttir þau í skólann og leikskól- ann og leyfðir þeim að vera með þér. Síðustu árunum eyddir þú í að mæla rafsegulsvið og skildir þú eftir þig mikla visku í þeim málum. Þú máttir ekki heyra á það minnst að þú værir mjög veikur, þegar ég kom inn á Kambsveg eða talaði við þig í síma þá sagðir þú oftast ég hef það fínt, þetta er allt að koma, þótt þú værir mjög veikur. Á ég margar dýrmætar minningar um þig, elsku pabbi minn, sem erfitt er að koma á blað á þessari stundu. Guð blessi þig og varðveiti. Þín dóttir, Berglind. Elsku afi minn, með þessum fáu orðum ætla ég að kveðja þig og þakka þér fyrir allar samverustund- imar okkar. Við áttum margar góð- ar stundir saman á Kambsveginum og einnig hafði ég mikla ánægju af að vera með þér í sumarbústaðnum á Böðmóðsstöðum. Mörg sumrin fórum við í veiðiferðir saman og veiddir þú oftast mest. Minnisstæð- ust er þó ferðin sem við fórum aust- ur í Vík í Mýrdal, þar sem við fórum að tína steina í kubba sem þú notað- ir til að taka rafsvið, sem var þitt hjartans mál og hjálpaðir þú mörg- um með því. Þakka þér innilega fyrir allt. Þinn ástkæri dóttursonur, Þorsteinn. Þegar ég sest niður og minnist tengdaföður míns Þorsteins Guð- laugssonar koma margar góðar minningar upp í hugann. Steini, eins og hann var alltaf kallaður, var ein- stakur maður, ekki gallalaus frekar en aðrir en mörgum góðum kostum gæddur eins og t.d. léttri lund og góðu skapi. Minnisstæðust er mér ferðin sem ég fór með honum austur í sveitina til hennar ömmu í Gröf þegar ég var smápolli. Þá var Steini bflstjóri hjá SS og það gleymist seint þegar hann var að fara yfir gömlu Hólmsárbrúna. Mér fannst enginn geta leikið það eftir honum því oft þurfti að bakka og möndla til flutn- ingabflinn. Og þegar hann missti bflstjórakaskeytið í ána tók ég and- köf. Þá hló hann bara og gerði grín að öllu saman. Mér varð oft hugsað til þessarar ferðar og talaði oft um hana við hana móður mína. Nú get- ur hún sagt honum frá því þegar þau hittast á þessum tímamótum og ég veit að hún mun taka vel á móti honum því þau voru gamlir vinir síðan hann var í sveit í Hlíð. Síðan lágu leiðir okkar saman aft- ur þegar ég kynntist dóttur hans og það hefur mér alltaf fundist skemmtileg tilviljun. Steini var ein- staklega bamgóður maður og man ég þegar þau Ingibjörg og hann voru að passa dóttur okkar Ingi- björgu, hvað hann reyndi með öllum ráðum að vinna hug og hjarta fyrsta bamabamsins síns sem ekki vildi þýðast alla. Þá er komið að þeim kafla þegar hann bað okkur hjónin að stofna Pottbrauð ásamt Jakobi syni hans. Þar áttum við margar góðar stundir saman og einnig erfiðar en alltaf var hann jafn bjartsýnn og hafði ávallt lausnir á öllum vandamálum sem upp komu. Driftin og kraftur- inn var svo mikill að mér varð oft á orði: „Hvaðan fær hann allan þenn- an kraft?“ Síðan dreif hann okkur í að fara að byggja sumarhús á lóð sem við Steina keyptum þegar við bjuggum á Laugarvatni. Þar áttum við og bömin okkar margar góðar og skemmtilegar samverustundir með honum við smíðar, gróðursetningu og margt fleira og gátum við vart beðið á milli helga að komast þang- að. Síðust en ekki síst er minningin um það þegar hann fór að mæla raf- svið með prjónum. Þá hélt ég að hann væri alveg orðinn bandvitlaus. En viti menn, hann bjargaði heilsu minni því ég var alla daga að farast úr ofnæmi sem læknar kölluðu þrá- látt kvef en var óþol við rafsviði og símasviði ásamt FM-bylgjum og höfum margoft pælt í þessum mál- um sem áttu hug hans allan fram á síðasta dag. Eflaust gæti ég setið í allan dag og skrifað um það sem við gerðum og töluðum um þvi hann var ekki bara tengdapabbi heldur einnig góður vinur og mun ég geyma minninguna um hann í hjarta mínu. Eg kveð þennan einstaka mann, Steina Guðlaugs, og bið Guð að blessa minningu hans. Grétar Kjartansson. Segja má að lífinu megi líkja við leikrit. Hvert og eitt okkar fæðist inn í sitt eijgið leikrit með ólíkum persónum. I upphafi er manni út- hlutað ákveðnum persónum en með aldrinum fer maður sjálfur að velja sér persónur og spinna sitt lífsleik- rit. Þorsteinn Guðlaugsson er ein af þeim persónum sem ég fékk við fæðingu úthlutað í mitt lífsleikrit þar sem hann var kvæntur Ingi- björgu frænku minni og einn af bestu vinum hans pabba. Steini byrjaði líka strax að setja sig inn í hlutverkið og varð fljótt góður vinur enda sérstaklega barngóður. Enda var það svo þegar mér bárust þær sorglegu fréttir að hann Steini væri dáinn að ég fylltist tómleikatilfinn- ingu og söknuði, líkt og ég væri að horfa á leikrit eftir skáldsögu þar sem einni uppáhaldspersónunni hef- ur vépð kippt út úr handritinu til styttingar. Steini var mikill heimilisvinur á mínu æskuheimili á Hlíðarvegi 3 á Hvolsvelli og aufúsugestur enda kom hann oft við þegar hann átti leið um. Var þá margt skrafað og gjaman boðið upp á kjötsúpu. Ekki var kjötsúpan ofarlega á mínum vinsældalista en nærvera Steina og hans létta lund vógu kjötsúpuna upp og gott betur svo að ég lét mér það vel líka að sitja yfir kjötsúpunni með körlunum. Margt fleira var brallað með Steina Guðlaugs. Marg- ar af mínum skemmtilegri æskuminningum tengjast þeim mörgu Botnlangalónsferðum þar sem ég pjakkurinn fékk að fljóta með pabba og Steina. I þessum ferðum var Steini fremstur meðal jafningja og hélt uppi fjöri jafnt hjá bömum sem fullorðnum og sinnti veiðiskap jafnt sem eldamennsku. Upplifði ég mig jafnan sem mildl- vægan ferðafélaga og aflakló í þess- um ferðum þótt ekki væri ég hár í loftinu. Alltaf var jafn gaman í Botnlangalóni og aldrei leiddist neinum þar sem Steini var. Eftir að okkar fóstu Botnlanga- lónsferðir lögðust af höfum við feðg- ar þvælst á aðrar slóðir til fjalla, bæði saman á bfl eða hvor á sínum við annan farþega. Oft hefur far- þegasætið hjá pabba verið frátekið fyrir Steina og hann verið látinn vita af fyrirhuguðum ferðum enda betri ferðafélagi vandfundinn. AUtaf var það ánægjuefni þegar Steini birtist með góða skapið efst í far- angrinum ásamt fjallaferðabindi. Þykir okkur feðgum nú skarð fyrir skfldi og vandfyllt í farþegasætið. Víst er að Steina og fjallaferðabind- isins mun verða sárt saknað í fjalla- ferðum í framtíðinni. Eitt af einkennum Steina var hve úrræðagóður hann var. Útsjónar- semi var honum í blóð borin og nýtt- ist honum oft og margar sögur heyrðust af ferðum hans sem bfl- stjóra og tvísýnum aðstæðum. Alitaf rataði Steini rétta leið og bjargaði sér út úr ótrúlegustu vandræðum. Oftar en ekki nýtti hann sér þó þessa einstöku útsjónarsemi öðrum en sjálíúm sér til framdráttar. Hann var ávallt boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd og varði í það miklum tíma. Var t.a.m. aðdáunar- vert hve hjálplegur hann var tengda- foreldrum sínum, afa og ömmu á Kambsveginum, í gegnum árin. Ef eitthvað bjátaði á, hvort heldur það var hjá afa og ömmu eða öðrum, var Steini kallaður til. Virtist hann jafn- an hafa ráð undir rifi hverju. Langan tíma mun taka að venjast þeirri staðreynd sem nú er orðin. Efst í huga er þakklæti okkar fjöl- skyldnanna á Hlíðarvegi 3 og Urð- arbakka 10 fyrir vináttu og hlýju liðinna ára sem hefðu átt að verða miklu fleiri. Ingibjörgu frænku minni, börnum þeirra, bamaböm- um og bamabamabami vottum við okkar samúð og biðjum góðan Guð um að styrkja þau því að þeirra er missirinn mestur. Aðalsteinn Ingvason. Eyði og tómt er í afgrunns hyl, þótt allt þangað dragi hinni rammi taumur. Að ósi þar falla öll uppsprettu skil, - en alltaf er dauðinn jafn snauður og naumur. Hver ævi og saga, hvert aldabil fer eina samleið sem hrapandi straumur. - Eilífðin sjálf, hún er alein til. Vor eigin tími er villa og draumur. Þessar ljóðlínur eru úr Einræð- um Starkaðar Einars Benedikts- sonar. Hér em þær í rauninni slitn- ar úr samhengi með því að birta þessar ljóðlínur einar og sér. En ljóðið allt sem slíkt er einhver stór- brotnasta lýsing hugsunar manns með mikla lífsreynslu. Það má eflaust túlka þessar ljóð- línur á ýmsa vegu. Efahyggjumanni eins og mér gæti hætt til að túlka þetta þannig, að Guð sé ekki til og ekkert líf eftir dauðann. Það er þó ekki skoðun hins lífsreynda skálds, ef Einræður Starkaðar eru skoðað- ar í heild. Þorsteinn Guðlaugsson, vinur minn, er horfinn úr þessu jarðlífi, algjörlega ótímabært. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir krabbameini eins og svo margir aðrir. Þorsteinn hafði aðra og meiri trú, a.m.k. var hann ekki í vafa um að líf væri eftir dauðann. Stundum fannst mér, að hann væri í nánu sambandi við lífið hinum megin eða líf í annarri vídd, eins og líklega er rétt- ara að orða það. Hæfileikar hans að skynja eða leita svara með prjónum voru furðulegir og stundum óskilj- anlegir. Þetta eru samt þekktar staðreyndir og hafa prjónar verið notaðir í þúsundir ára til þess að leita að vatni og málmum og öllu mögulegu öðru og jafnvel fá svör við ýmsum spumingum. Um þessa einkennilegu hluti hafa verið skrif- aðar margar bækur á ýmsum tungumálum („dowsing" á ensku). Svo óvenjulegir voru hæfileikar Þorsteins að skynja rafgeislunar- svið, að hann þurfti ekki að fara á staðinn til þess að finna hvemig raf- geislunin var á ákveðnum stað langt í burtu. Það er þó á vissan hátt unnt að skflja rafgeislun frá efni í nálægð þess. En það hlýtur að koma annað til þegar um órafjarlægðir er að ræða. Maður hlýtur því að velta fyr- ir sér, hvort M-svið þekkingarinnar sé til og öllum aðgengilegt, sem vflja og tfl þess hafa þjálfað sig, eða höfum við aðgang að þekkingunni í gegnum þá sem famir em inn á aðr- ar víddir? Þannig held ég að Þor- steinn hafi skilið þetta. Þorsteinn lagði sig svo mikið fram við að finna lausn á þessum skelfilegu vandræðum svo margra, sem eiga við rafgeislunaróþol að stríða. Hann lagði svo hart að sér og gekk því allt of nærri sinni eigin orku. Hér eiga vel við brot úr ljóði Þor- steins Erlingssonar, „Ef æskan vill rjetta þjer örvandi hönd“: Ef byggir þú, vinur, og vogar þjer hátt, og villt að það skuli ekki hrapa: þá legðu þar dýrustu eign, sera þú átt, og alt, sem þú hefur að tapa. Og stansaðu aldrei, þó stefnan sje vönd og stórraenni heimskan þig segi; Fyrir fjómm árum mynduðum við þrír, Bergur Öm Eyjólfs, sem lézt í árslok 1996, einnig úr krabba- meini, Þorsteinn og ég, vinnuhóp, til þess að rannsaka óþol vegna raf- sviðs, rafsegul- og rafgeislunar- sviðs. En Þorsteinn hafði um tíma fengist við að mæla rafgeislunarsvið og aðstoða fólk, sem þjáðist vegna slíkrar mengunar, sem er vaxandi vandamál um allan heim og ekki sízt á Islandi. Saman gerðum við þrír margar furðulegar uppgötvanir. Okkur varð fljótlega ljóst að við vomm komnir út fyrir hinn þekkta ramma eðlis- fræðinnar, þó ekki lengra en það, að margir vísindamenn hafa rannsakað áhrif rafmagns á lifandi vemr og fundið órækar sannanir fyrir heiisutjóni, sem þær valda mönnum og dýmm. Þessum vísindamönnum hefur hins vegar orðið lítið ágengt í baráttunni við yfirvöld, þar sem rannsóknirnar em oftast kostaðar af stómm iðnaðarfyrirtækjum, raf- orkuframleiðendum og raforku- dreifingaraðilum. Rökrétt er þó sú hugsun, að tæknin okkar sé enn á frumstigi. Flugið er ekki orðið 100 ára og tölvan aðeins rúmlega 50 ára. Það er því auðvelt að halda því fram, að margar mikilvægar tækni- uppgötvanir eigi eftir að koma í ljós á næstu ámm, t.d. ný tegund orku, og þráðlaus orkuflutningur. Þaí** sem er þó mikflvægast í þessu, að líkamir manna og lifandi vera stjómast meira og minna af marg- víslegum rafboðum. Öll utanaðkom- andi rafsvið hljóta því að hafa áhrif á allar lifandi verur. Eftir lát Bergs Amars skfldi leið- ir okkar Þorsteins á þann hátt, að hann hélt ótrauður áfram að reyna að laga rafgeislunarsvið á heimilum og í fyrirtækjum, en ég fór alfarið í það að þreifa á þeim lögmálum, sem valda mestu um rafsviðsóþolið og smíða tilraunatæki. Við hittumst— reglulega og bámm saman bækur* okkar. Allt bar þetta að sama bmnni, að til er annað rafmagn eða nánar tiltekið önnur tegund af hleðslum, sem fyrst og fremst hafa áhrif á líkami manna og lifandi vera. Það sem okkur sárnaði mest var, að fjarskiptafyrirtækin skuli leyfa sér að setja upp allan þennan skóg af hátíðniloftnetum eins og farsíma- loftnetum á íbúðarháhýsi, sjúkra- hús, elliheimili, hjúkmnarheimili og önnur stórhýsi. Rafgeislunarsviðið fer inn í jámabindingu þessara húsa og veldur ómældri vanlíðan og heflsutjóni íbúanna. Um þetta hefur verið skrifaður mikill fjöldi vísinda- greina. Umhverfisvemdaraðilar og*» stjómvöld hafa ekki gefið þessu neinn gaum, þó er þetta sú mengun, sem er með þeim hættulegustu og veldur sennilega mestu heilsutjóni. Svo miklir fjármunir em í húfi fyrir vissa aðila og þá virðist heilsa manna engu máli skipta. Ég set þetta hér fram, því þetta var Þorsteini með réttu slíkt hjart- ans mál og hann lagði svo mikið á sig til þess að koma þessu á fram- færi, en talaði því miður fyrir dauf- um eyram ráðamanna, sem halda því fram, að rafmagn og fylgisvið'' þess hafi engin áhrif á heilsu manna. Þessi félagsskapur okkar þriggja var svo frjór og kom svo ótrúlegu í verk. Við Þorsteinn vomm eins og vængbrotnir fuglar þegar við misst- um Berg Öm, en við gáfumst ekki upp. Áfram var haldið með rann- sóknimar á sviðum utan hinnar hefðbundnu eðlisfræði og alltaf færðumst við nær markmiðum okk- ar. Við hittumst eins og áður segir reglulega til þess að ræða niður- stöður og ótrúlegan árangur Þor- steins í fjölda tflfella og af því vom dregnar ályktanir, sem vörðuðu leiðina til þeirrar tilgátu, að til er annað rafmagn og segulsvið jarðar^ er ekki eins og sýnist. Horfinn er af sjónarsviðinu góður maður, góður vinur og félagi. Ég sakna Þorsteins sárt og svo munu fjölskylda hans og vinir gera. Ég hlýt að halda því fram, að Bergur Öm og Þorsteinn muni halda áfram að vinna að þessum sérstöku málum hinum megin frá. Það liggur þegar fyrir fjöldi atriða, sem styður þá fullyrðingu. Kæri vinur, ég þakka þér sam- fylgdina og bið allar góðar vættir að standa með þér og fjölskyldu þinni. Kári Einarsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, sonar, fóstursonar og bróður, GUNNARS ELDARS KARLSSONAR, Auðbrekku 2, Kópavogi, Ragna Jóhannesdóttir, Matthfas Þór Gunnarsson, Karl Eldar Gunnarsson, Jóhannes Örn Gunnarsson, Ágúst Fannar Gunnarsson, Kristensa Valdís Gunnarsdóttir, Reynir Ástþórsson, Þórunn Gunnarsdóttir, Hallfrfður Matthíasdóttir, Bima Matthíasdóttir, Kolfinna Matthíasdóttir, Þórir Erlendsson, Matthías Björnsson, Vilborg Matthiasdóttir, Steingerður Matthíasdóttir, Soffía Matthfasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.