Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart ÞORGEIR Ástvaldsson, talsmaður undirbúningshóps fyrir stofnun samtakanna „Verndum Laugardalinn", kynnir málefni hópsins á fyrir- huguðum byggingarreit í Laugardal í gærdag. , Á myndinni eru (f.v.) Örn Andrésson framkvæmdastjóri, frá íþróttabandalagi Reykjavíkur, Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Islands, Þorgeir Ástvaldsson, Árndís Þórðardóttir, Andrés Pétur Rúnarsson, Sigrún Thor-Iacius, rekstrarstjóri Húsdýragarðsins, Þorgrímur Þráinsson og Skúli Víkingsson. EFRI myndin sýnir annars vegar 14 þúsund fermetra og hins vegar 6 þúsund fermetra byggingar á ætluðum byggingarstað f Laugardal. Það er hús Húsgagnahallarinnar sem sett hefur verið inn á byggingarreitinn á tölvuunninni mynd og hlutföllum verið breytt í samræmi við fyrirhugaðar byggingar. Á neðri myndinni sér yfir Laugardalinn frá sama sjónarhorni eins og þar er umhorfs nú. Undirbúningsnefnd að stofnun samtak- anna „Verndum Laugardal" lét gera myndirnar og var þeim dreift á kynningarfundinum í gærdag. Samtökin „Verndum Laugardalinn“ í burðarliðnum Mótmæla fyrirhuguðu atvinnusvæði í Laugardal Samfylkingin gagnrýn- ir húsnæðislöggjöfina UNDIRBÚNINGSHÓPUR fyrir stofnun samtaka sem mótmæla fyr- irhugaðri byggingu Landssímahúss og fleiri byggingum í Laugardag hélt fund undir berum himni síðdeg- is í gær á fyrirhuguðu byggingar- svæði. Á fundinum var tilkynnt um væntanlegan stofnfund samtakanna sem skulu kallast „Vemdum Laug- ardalinn“ en til hans verður boðað á næstu dögum. Á fundinum, sem um fjörutíu manns sóttu, skýrði talsmaður und- irbúningshópsins, Þorgeir Ástvalds- son, frá ástæðum mótmælanna og aðdraganda að stofnun samtakanna. Fram kom í máli Þorgeirs að hóp- urinn hefði það að markmiði að koma í veg fyrir byggingaráform í austurhluta Laugardalsins. í því sambandi er m.a. bent á að Laugar- dalurinn sé „virkasta útvistar- og íþróttasvæði borgarinnar", eins og segir í fréttatilkynningu hópsins. Hópurinn telur að fyrirhugaðar byggingar breyti Laugardalnum úr þvi að vera grænt svæði í atvinnu- svæði sem komi í veg fyrir áð dalur- inn fái „að vaxa í takt við fjölgun borgarbúa og auknar áherslur á úti- veru og hreyfingu". Atvinnusvæðið verði einnig til þess að bflaumferð um dalinn aukist verulega og það eitt og sér hafi neikvæð áhrif á alla aðra starfsemi á svæðinu. Þorgeir sagðist óttast að fólk gerði sér almennt ekki grein fyrir því hve fyrirhugaðar byggingar væru umfangsmiklar. Fyrirhuguð bygging Landssímahússins, um 14.000 fm, og fyrirhugað kvik- mynda- og veitingahús, um 6.000 fm, væru samtals að fermetrafjölda álíka og Álfheimablokkimar átta, allar til samans, en þær eru um 22.000 fm. Þorgeir benti á að eðli málsins samkvæmt yrði erilsamt í kringum fyrirhugaðar byggingar, mikil um- ferð og stór bflastæði. „Það er alveg sama hvaða fögru orð fylgja þessum byggingum, um að það eigi að að- laga þessa starfsemi fjölskyldu- garðinum og uppbyggingu íþrótta hér í Laugardalnum; eftir situr að við felum ekki 20 þúsund fermetra byggingar," sagði Þorgeir. Hann lagði áherslu á að í fyrir- hugðum samtökum yrði fólk úr öll- um flokkum. Hann minnti á að und- irskriftasöfnun sú, sem farið hefði fram á bensínstöðvum að frum- kvæði Stefáns Aðalsteinssonar, hefði gengið vel og að þegar hefðu 5 til 6 þúsund manns skrifað nöfn sín á lista. Varðandi hugsanlegar aðgerðir kvað Þorgeir samtökin ætla að halda fram máli sínu með „vitræn- um hætti“ og sagðist vonast til að hægt væri „að fá menn að minnsta kosti til að staldra við“. ÞINGFLOKKUR Samfylkingar- innar hefur sent frá sér yfirlýsingu um húsnæðismál þar sem lýst er yfir fullri ábyrgð á hendur stjórn- völdum vegna þess ástands sem skapast hefur í kjölfar breytinga á húsnæðislöggjöfinni um síðustu áramót. Ekki hafi verið mætt auk- inni þörf fyrir íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu sem skapast hafi vegna fólksflutninga af lands- byggðinni. „Þær aðvaranir sem stjómarand- staðan setti fram í aðdraganda breytinga eru nú allar að koma fram, en þær hafa leitt af sér langan biðtíma fyrir íbúðarkaupendur með miklum tilkostnaði, sprengt upp íbúðar- og leiguverð og teflt fjár- málum margra heimila í tvísýnu. Jafnframt hafa afleiðingar verið aukin verðbólga og þrýstingur á vaxtastigið í landinu.“ Leiga hækkar mikið Þingflokkur Samfylkingar bendir á að á leigumarkaðinum séu nú ná- lægt 1.500 fjölskyldur á biðlista eft- ir leiguhúsnæði. Námsmenn á biðlista eftir leiguhúsnæði séu í kringum 350 og hafi fjölgað um 60% frá síðasta ári. Verðsprenging hafi orðið á fasteignamarkaði og leiguverð tvöfaldast á skömmum tíma. Algengt leiguverð fyrir tveggja herbergja íbúð sé 50-60 þúsund á mánuði. „Þingflokkur Samfylkingar telur nauðsynlegt að þegar í stað verði gripið til aðgerða til að auka fram- boð á leiguhúsnæði. Lýsir þing- flokkurinn sig reiðubúinn til sam- starfs við stjórnvöld í því efni og telur að rikisvaldið í samráði við sveitarfélögin, verkalýðshreyfing- una og lífeyrissjóði eigi sameigin- lega að grípa tU ráðstafana tU að fjölga leiguíbúðum og efla leigu- markaðinn. Jafnframt telur þingflokkurinn að endurskoða þurfi frá grunni þá húsnæðislöggjöf sem tók gfldi um sl. áramót, tU að spoma gegn nei- kvæðum afleiðingum vanhugsaðrar húsnæðislöggjafar," segir í ályktun þingflokks Samfylkingar. Alþjóðleg ráðstefna, „Vestur um haf“, verður haldin í Norræna húsinu í næstu viku Fjallað um heimildir fyrir landafundum og landnámi Morgunblaðið/Jim Smart Á MEÐAL fyrirlesara á ráðstefnu sem haldin verður í Norræna húsinu frá 9. til 11. ágúst, eru þær Marianne E. Kinkel, prófessor við Illinois- háskóla (t.v.) og Kirsten Wolf, prófessor við Manitoba-háskóla. tílfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, hefur ásamt öðrum séð um undirbúning. ALÞJÓÐLEG ráðstefna um heim- ildir fyrir landafundum og landnámi norrænna manna við Norður-Atl- antshaf hefst i Norræna húsinu á mánudaginn. Á ráðstefnunni, sem hlotið hefur heitið „Vestur um haf‘ munu 23 fræðimenn af hinum ýmsu fræðisviðum halda fyrirlestra. Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun opna ráðstefnuna, en hún stendur fram á miðvikudag. Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, hefur unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt öðrum og sagði hann að sú vinna hefði hafist fyrir um ári og hefði gengið vel, en þegar er búið að skrá um 100 þátttakendur á ráð- stefnuna. Ráðstefnan, sem er styrkt af Landafundanefnd, verður einnig send með sérstökum fjarfundabún- aði til Akureyrar, þannig að fólk þar getur tekið þátt. Viðfangsefnum ráðstefnunnar hef- ur verið skipt upp í þijá hluta: í fyrsta lagi fornleifar og ritheimildir um siglingar norrænna manna, landafundi þeirra og veru fyrir vest- an haf. í öðru lagi hvernig þessar heimildir hafa verið túlkaðar á 19. og 20. öld. í þriðja lagi verður fjallað um stöðu rannsókna í íslenskum fræðum í hinsum enskumælandi heimi, einkum í Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandseyjum. Fólk úr mismunandi fræðigreinum Að sögn Úlfars var lögð rík áhersla á það að hafa ráðstefnuna fjölgreina, þ.e. að safna saman fólki úr mismunandi fræðigreinum, t.d. sagnfræði, bókmenntafræði, tungu- málum, fornleifafræði o.s.frv. Han:i sagði að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að draga betur saman þá þekkingu sem þegar hefði safnast um þessi mál. Hann sagði að fyrirlesararnir kæmu frá 6 lönd- um, þ.e. Danmörku, Engiandi, ír- landi, Bandaríkjunum, Kanada og Islandi. Þær Marianne E. Kalinke, pró- fessur við Illinois-háskóla í Urbana í Bandaríkjunum og Kirsten Wolf, prófessor við Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada, halda fyrirlestra á ráðstefnunni, en þær hafa dvalið hériendis í sumar við rannsóknir. íslensk fræði mikilvæg Kalinke, sem er fædd í Þýskalandi en hefur búið í BandaiTkjunum frá 10 ára aldri, hefur oft dvalið á íslandi á sumrin, en á ráðstefnunni mun hún fjalla sérstaklega um stöðu íslenskra fræða í Norður-Ameríku. I samtali við Morgunblaðið sagði hún að staða fræðanna væri nokkuð góð, a.m.k. væri áhugi mikill. Hún sagði hinsvegar, að fyrir utan Manitoba-háskóla, væri enginn há- skóli í Norður-Ameríku með sér- staka íslenskudeild, þar sem tiltölu- lega fáir legðu stund á slík fræði og þess vegna þyrftu kennara, sem sér- hæfðu sig í þeim, einnig að kenna aðrar greinar. Hún sagði hinsvegar að ef háskóiar vildu standa framar- lega í þýskum eða enskum fræðum þyrftu þeir einnig að bjóða upp á kennslu í íslenskum fræðum, vegna þess hversu tengslin væru sterk þarna á milli. Forníslenskan vinsæl í Kanada Daninn Kirsten Wolf er eini pró- fessorinn í íslenskum fræðum í Norður-Ameríku, en hún hefur kennt við Manitoba-háskóla í 12 ár. í samtali við Morgunblaðið sagðist hún ætla að fjalla um Vínlandssög- urnar á ráðstefnunni, eða nánar til- tekið hvernig Leifur heppni hefði verið notaður af vestur-íslenskum höfundum, skáldum og í vestur-ís- lensku menningarlífi. Wolf, sem kennir forn-íslensku, sagði að þó nokkur áhugi væri fyrir henni í Kanada og að um 50 til 60 nemendur legðu árlega stund á forn- íslenskuna en aðeins um 10 til 15 á nútíma íslenskuna. Hún sagði að vit- anlega væri áhuginn mestur hjá Vestur-íslendingunum, en um heim- ingur nemenda hennar eru Vestur- íslendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.