Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 6

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUN BLAÐIÐ Jafnréttislög brotin í V-Eyjafjallahreppi Oddviti gagnrýn- ir úrskurðinn HREPPSNEFND Vestur-Eyja- fjallahrepps hefur ekki ákveðið hvernig hún bregst við þeirri nið- urstöðu kærunefndar jafnréttis- mála að brotin hafí verið jafnrétt- islög við ráðningu sveitarstjóra í hreppnum. Með úrskurði kærunefndarinnar var þess farið á leit við hrepps- nefndina að hún fyndi viðunandi lausn á málinu. Nefndin taldi að ráða hefði átt konu sem var meðal umsækjenda en ekki karl sem ráð- inn var. Hreppsnefnd á eftir að fjalla um málið Sveinbjöm Jónsson oddviti sagði að nefndin myndi væntanlega ræða málið á næsta fundi sínum. Hann sagðist hissa á úrskurðinum og því að verslunarskólapróf kærandans og kennaramenntun og tveggja ára háskólanám þess sem ráðinn var væru lögð að jöfnu. Þá væri farið rangt með staðreyndir í úrskurðin- um, m.a. þegar staðhæft væri að kærandinn hefði verið formaður skólanefndar sveitarfélagsins. 12-14 mál hafa farið til dómstóla Stefanía Traustadóttir, félags- fræðingur á Skrifstofu jafnréttis- mála, sagði í samtali við Morgun- blaðsins að þegar ársskýrslur Jafnréttisráðs væru lesnar sæist að frá 1991 hefði verið leitað með 12-14 mál til dómstóla í framhaldi af kærumeðferð vegna þess að við- unandi lausn hefði ekki fundist eft- ir úrskurð kærunefndarinnar. Nefndin tekur 8-12 mál til með- ferðar á ári en Stefanía sagði að kærunefndin hefði ekki yfirsýn yf- ir það hverju „viðunandi lausnir" mála fælust yfirleitt. Leit að slíkri niðurstöðu væri milli kærandans og hins kærða en ef ekki gengi saman kæmi stundum til kasta dómstóla, fyrir frumkvæði kæru- nefndarinnar, sem þá fæli lög- mönnum úti í bæ málareksturinn en á sinn kostnað. Burnham kaupir í Sfldarvinnslunni LÍFEYRISSJÓÐUR Austur- lands heíúr selt verðbréfafyrir- tækinu Bumham Intemational hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. að nafnvirði 30 milljónir króna sern er 3,41% af heildarhlutafé Síldarvinnslunnar, á genginu 4,3. Tilkynning um söluna barst Verðbréfaþingi íslands í gær. Fyrir átti Lífeyrissjóður Aust- urlands hlutafé í Sfldarvinnsl- unni að nafnvirði rúmlega 52 milljónir króna sem er tæplega 6% af heildarhlutafé, en eftir söl- una á lífeyrissjóðurinn 2,53% af hefldarhlutafé Sfldarvinnslunnar. FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson REYNIR Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir léttklædd í blíðunni ásamt vinnumanninum Ágústi Jónssyni við uppskerustörf. Sæmilegar horfur með uppskeru grænmetis Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. MJÖG heitir dagar hafa verið hér í uppsveitum á Suðurlandi að und- anfömu sem kemur sér vel fyrir hvers konar jarðargróða. Frétta- ritari fór á stúfana og heimsótti garðyrkjubændur að störfum en þeir fagna hitanum mjög. Uppskera grænmetis hér í sveit- inni er mun seinna á ferðinni en í fyrra, segir Reynir Jónsson á Reykási sem er einn garðyrkju- bænda sem stunda útirækt á Flúðasvæðinu. Uppskeran er um þremur vikum seinna á ferðinni en í fyrra en þá var óvenju hagstæð sprettutíð. Kuldarnir og bleytan í júnímánuði hafa haft slæm áhrif og tafið fyrir, sagði Reynir. Hann er farinn að senda á mark- að fyrir nokkru hvítkál, spergilkál, blómkál og gulrófur og svo er um fleiri garðyrkjubændur, auk kína- káls, en uppskera á því hófst fyrir nokkrum vikum. Þá eru komnar á markaðinn kartöflur frá nokkrum bændum og telja þeir að uppskera geti orðið sæmfleg ef góð tíð helst áfram. I næstu viku verður farið að taka upp gulrætur úr heitum görðum. Eftir þessa heitu daga sem verið hafa að undanförnu seg- ir Reynir að spretta grænmetis hafi tekið feikna vel við sér. „Það er nægur raki í jörðinni og það rýkur allur gróður af stað. Það liggur við að maður heyri græn- metið vaxa og vonandi er að þessir hitar haldist áfram sem lengst,“ segir Reynir. FIB-trygg- ingar hafa hækkað um 21% FÍB-tryggingar hafa hækkað ið- gjöld bifreiðatrygginga um 21% að jafnaði í kjölfar breytinga á skaða- bótalögum í vor. Stóru tryggingafé- lögin þrjú hækkuðu iðgjöld sín um 35-40% að jafnaði 1. júní sl. FÍB- tryggingar hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort iðgjöldin verði hækkuð meira. Halldór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegrar miðlun- ar, sem sér um FIB-tryggingar fyr- ir Félag íslenskra bifreiðaeigenda, segir að iðgjöldin hafi hækkað um 10% 1. júní sl. og aftur um 10% 15. júlí sl. „Ætli við séum ekki ennþá um 15-20% lægri en aðrir í bfla- tryggingum," segir Halldór. Hann segir að ákvörðun um það hvort farið verði út í frekari hækk- anir verði tekin síðar. „Við förum aðra leið að þessu en hinir. Það veit enginn hvað þarf að hækka mikið vegna skaðabótalaganna. Hinir hækkuðu strax um hátt í 40%, en við ætlum að sjá hvemig rejmslan verður af þeim tjónum sem koma inn eftir breytinguna, og haga segl- um eftir því.“ --------------- Olíumengun á Seyðisfirði VART hefur orðið við olíubrák í sjónum á Seyðisfirði. Grunur leikur á að mengunin kunni að stafa frá E1 Grfllo sem sökkt var í firðinum á stríðsárunum. Að sögn lögreglu staðarins verður málið kannað nánar í dag. Samartburður á iðgjöldum ábyrgðartryggingar algengs fólksbíls Forsendun Toyota Corolla 1997 með algengustu vélarstærð (milliflokkur). Ökumaður 25 ára og eldri. Innifalið er ábyrgðartrygging, slysatrygging ökumanns og framrúðutrygging. Tryggingataki hefur ekki önnur viðskipti við tryggingafélagið. Tryggingamiðstöðin, VIS og Sjóvá-Almennar bjóða þeim viðskiptavinum afslátt sem einnig hafa aðrar tryggingar hjá félögunum. Samanburður á iðgjöldum ábyrgðartryggingar algengs fólksbíls Forsendur: Toyota Corolla 1997 með algengustu vélarstærð (milliflokkur). Ökumaður 25 ára og eldri. Innifalið er ábyrgðartrygging, slvsatrygging ökumanns og framrúðutrygging. Tryggingataki hefur ekki önnur viðskipti við tryggingafélagið. Tryggingamiðstöðin, VÍS og Sjóvá-Almennar bjóða þeim viðskiptavinum afslátt sem einnig hafa aðrar tryggingar hjá félögunum. Reykjavík lægsta iðgjald (70-75% bónus) Egilsstaðir lægsta iðgjald rtBiXg) # 91 (70-75% bónus) o I.IIO 19.140 irtBÍCg) # ® Reykjavík 30% bónus 100.524 Egilsstaðir 30% bónus FfB(g) # 9! Alþjóðlegur eðlisfræðiskóli á Akureyri ÞRIÐJÚDAGINN 10. ágúst verð- ur settur á Akureyri alþjóðlegur eðlisfræðiskóli þar sem margir þekktir fræðimenn á sviðinu munu halda fyrirlestra. Tilgang- ur skólans er að kynna nýjustu strauma í eðlisfræði en yfirskrift hans er: Quantum Geometry, á ensku, eða Skammtafræðileg rúmfræði. Skólinn er einkum ætlaður eðlisfræðingum sem komnir eru vel á veg með doktorsverkefni en meðal þeirra sem sækja hann eru einnig doktorar og einstaka starfandi prófessorar. Fyrir- lestrar eru þó opnir öllum þeim sem áhuga hafa á efninu. Skóla- hald verður í Menntaskólanum og fyrirlestrar haldnir á sal. Að sögn Lárusar Thorlacius, prófessors í eðlisfræði við Há- skóla íslands, sem ásamt Þórði Jónssyni, H.Í., Paolo di Vecchia frá NORDITA og Andrew Stromingar frá Harvard-há- skóla, skipuleggur skólann, hafa um 60 þátttakendur skráð sig í hann og þar af fjórir íslending- ar. Meðal fyrirlesara eru Jan Arn- bjorn frá Kaupmannahafnarhá- skóla, Paolo di Vecchia frá NORDITA, Þór Jónsson H.Í., J. Jurkewicz frá háskólanum í Ja- gellonian, J. Louis, háskólanum í Halle, Yuri Makeenko frá Moskvu, L. Susskind frá Stan- ford-háskóla, W. Taylor frá MIT, Lárus Thorlacius H.í. og H. Verlinde, Princeton-háskóla. Þeir munu m.a. ljalla um strengjafræði (og ofur-strengja- fræði), fylkjafræði (himnufræði), svartar holur, p-fleti, kvarða- kenningu, þyngdaraflsskammta- fræði; slembifleti og tvíeðli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.