Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 11

Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 11
Sjónvarpið hefur nú tekið til sýninga síöustu þáttaröðina um lögregluforingjann Derrick, félaga hans Klein og þá kyn- legu kvisti sem verða á vegi þeirra þegar þeir leysa hverja morðgátuna á fætur annarri. Fyrstu þættirnir um Derrick voru gerðir árið 1974 og var síöasta þáttaröðin, sú sem sýnd verður í sjónvarpinu nú, gerð f fyrra og voru þættirnir því framleiddir í 24 ár sam- fleytt. En nú er sagan um Derrick öll og ástæða þess er sú að aöalleikara þáttanna, Horst Tappert, fannst mál til komið að kalla þetta nóg. Tappert er oröinn 76 ára gam- all og átti hann við nokkur veikindi að stríða um tíma en mun hafa náð sér sæmilega af þeim. Þættirnir um Derrick hafa náð mikilli útbreiöslu og vin- sældum út um allan heim og eru líklega allra þekktustu þýsku sjónvarpsþættirnir utan Þýskalands, en þeim er dreift til nær hundrað landa. Það hefur komið Þjóðverjum heidur á óvart hversu góðar viðtökur Derrick aftur í sjónvarpinu þættirnir hafa fengið erlendis og finnst þeim í raun sniðugt að sú mynd sem mjög margir útlendingar hafi af mannlífi í Þýskalandi sé dreginn upp af aöstandendum þáttanna um Derrick. Gerður var sjónvarps- þáttur í Þýskalandi um vin- sældir og útþreiðslu Derricks. Þar voru sýnd brot úr Derrick Horst Tappert er íslandsvin- ur, en hann hefur kom- Ið í frí hing- að til lands. Hér er hann heima hjá sér með konu sinni, Ursulu. ira.is Á NETINU FRÁ --- REYKJAVÍK meö japönsku tali og fjallað um aðdáendaklúbba hans í Brasilíu og víðar. Þættirnir hafa líka þó nokk- uö gildi fyrir þýskukunnáttu fólks og hafa þættirnir verið sýndir í kennslustundum í þýsku, meöal annars T fram- haldsskólum hér á landi. Þó aö Derrick og Klein búi og starfi í Múnchen þar sem aðal- lega mun vera töluð bæverska, þá tala þeir og flestir sem verða á vegi þeirra þýsku sem auðvelt er að skilja og finnst mörgum þættirnir vel til þess fallnir að viöhalda og auka við þýskukunnáttuna. Er það ekki amalegur kaupbætir, þó að sumum aödáendum hins geðþekka og ráðagóða lögregluforingja finnist stund- um kannski nóg um hversu „glæpalegur" þýskur orðaforði þeirra sé orðinn. BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOG! Sfmi: 554 6300 Fax: 554 6303 •X<v° > OPID 11:00-02:00 sunnud - fimmlud 58 12345 11:00-05:00 www.daminas.is föslud. - taugmi 1969-1999 30 ára reynsla Hert gler Öryggisgler GLERVERKSMIÐJAN Sawi/c/*k Eyjasandur 2 • 850 Hella ® 487 5888 • Fax 487 5907 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.