Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 28
□ Þættir Þáttur á Stöð 2 Kóngur í ríki sínu Mike Judge skaust upp á stjörnuhimininn þegar sköp- unarverk hans „Beavis and Butthead" varö eitt umtalaö- asta sjónvarpsefni á MTV- stööinni. Þættirnir fjölluðu um tvo teiknaöa iöjuleys- ingja sem einstaka sinnum fóru út fyrir hússins dyr og gerðu einhvern ósóma af sér en oft- ast sátu þeir fyrir framan sjónvarps- tækiö og leituðu að tónlistarmyndbönd- um til aö svala heiladeyfö sinni. Judge fékk brátt leióa á þessum þáttum og vildi fást viö eitthvaö metnað- arfyllra og þrosk- aöra, en hann hélt sér samt viö teikni- myndamiöilinn. „King of the HiII“ er afraksturinn af þroskakipp Judge og gerast þættirnir í hinum ímyndaða bæ Arlen í Texasfylki. LITRÍK FJÖLSKYLDA Hill-fjölskyldan eru aöalpersónur þátt- anna og er fjöl- skyldufaöirinn Hank Hill (rödd: Mike Judge) holdgerving Texasbúans, hann er hávaxinn og spil- aöi amerískan fótbolta í menntaskóla, hefur kennt hafnabolta, og síðast en ekki síst selur hann próp- angas. Ástríöa hans fyrir própani leiðir oft til þess aö fólk heldur sig í örlítilli fjar- lægö frá honum. Peggy er kona Hanks (rödd: Kathy Najimy). Hún er fyrirmyndar eiginkona og móöir, sem hlaut titilinn Að- stoöarkennari ársins 1996 I Arlen, fyrir spænskukennslu stna. Peggy er meó risastóra fætur sem gera skókaup hennar vandasamari. Sonur þeirra, Bobby (rödd: Pamela Segall) er gerólíkur fööur sfn- um, hann er lítill og þéttvax- inn og hefur áhuga á allt öörum hlutum sem veröur stundum til þess aö rígur skapast á milli meölima fjöl- skyldunnar. Bobby reynir þó aö feta í fótspor fööur síns og gerir oft heiðarlegar en oftast misheppnaðar tilraun- ir til þess. Einnig býr Luanne (rödd: Brittany Murphy), hin myndarlega frænka Peggy, hjá þeim, en móöir hennar haföi stungið eiginmann sinn meö gaffli þegar þau voru að rífast um bjór. Luanne stundar nám viö föröunar- og hárgreiösluskólann og finnst námiö helst til krefjandi. SAMSÆRISKENNINGAR OG FRAMHJÁHALD Nágrannar Hill-fjölskyld- unnar eru mjög skemmtileg- ur hópur ólíkra einstaklinga. Dale (rödd: Johnny Hard- wick) og Nancy Gribble (rödd: Ashley Gardner) búa viö hliöina á Hank og er Dale óöur í samsæriskenn- ingar og er hann á móti hvers kyns stofnunum fyrir utan amerísku tóbaksstofn- unina. Kenningar Dale koma úr öllum áttum en þó er hann sá eini sem er blindur á aö konan hans heldur fram hjá honum meó nuddar- anum sínum, sem er indíáni. Sonur Dale, Jos- eph, er hálfur indíáni og er hann besti vinur Bobby. Bill Dauterive (rödd: Stephen Root) býr á móti Hank og er hann liösforingi í hernum og sér um aö klippa nýja her- menn. Hann hefur litlu afrekaö síðan konan hans skildi viö hann fyrir utan aö þenja bjórvömb- ina og safna skeggi. Boomhauer (rödd: Mike Judge) er kvennabósinn í Arlen, en hann vinn- ur í gaddavírsverk- smiðju. Boomhauer talar mjög óskýrt og einungis hans nán- ustu vinir skilja hvaö hann segir. SÉÐ FRÁ SJÓN- ARHORNI KÍMN- INNAR Á Netinu eru nokkrar heimasíóur þar sem spakmæli Boomhauers hafa veriö sett á læsilegt form. Síöar meir f fyrstu þáttarööinni kemur nýr nágranni f hverfiö, sem heitir Kahn Souphanousinphone og er hann ættaður frá Laos. Koma fjölskyldu Kahns veldur því aó Hill verður aö breyta sínum þröngsýna suöurríska hugsunarhætti töluvert. Þótt þættirnir um Hank Hill séu teiknaðir eru þeir hvergi nálægt því eins ýktir og „Simpsons" heldur leitast þeir viö aö taka á alvarlegri málefnum, en grínið er aldrei langt undan og sjá hinar lit- rfku persónur Arlen um dá- góöan hluta af því. 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.