Morgunblaðið - 15.09.1999, Qupperneq 23
□ Þættir
Qeðlæknir t
kreppu
Eftir að hinum ofurvinsælu
þáttum „Cheers" lauk fóru
flestir úr leikarahópnum í sína
áttina hver. Kelsey Grammer,
sem lék eina af vinsælustu
persónum þáttanna,
geðlækninn Frasier Crane,
fékk hins vegar tilboð um að
flytja persónu sína til Seattle
og byrja í nýrri þáttaröð sem
snerist um Frasier sjálfan og
fólkið í lífi hans. í fyrsta þætt-
inum sem ber
nafnið „The
Good Son“
kynnir hann sig
á þessa leið
fyrir hlustend-
um útvarþs-
þáttarins, sem
hann stjórnar,
og um leið
áhorfendum:
„Fyrir sex mán-
uðum bjó ég í
Boston. Konan
mín hafði yfirgefið mig sem
var mjög sársaukafull upplif-
un, síðan kom hún aftur til
mín sem var óbærilegt. Ekki
bætti það úr skák að þaö hall-
aöi undir fæti hjá sálfræði-
stofu minni og félagslíf mitt
snerist um það aö hanga á
sama barnum kvöld eftir
kvöld. Ég hélt dauöahaldi í líf
sem gekk ekki upp lengur og
ég vissi að ég varö að gera
eitthvaö, hvað sem er. Svo ég
batt enda á hjónabandið,
pakkaði niður í töskur og flutti
aftur hingað til fæöingarstaðar
míns, Seattle. Áfram Sea-
hawks!" Strax í fyrsta þættin-
um kynnumst við þeim per-
sónum sem verða undirstaða
næstu sex ára að einni mest
verölaunuðu og vinsælustu
gamanþáttaröö sem gerðar
hefur verið. Má sem dæmi
nefna að þættirnir hafa unniö
5 ár f röð Em-
my-verðlaunin
fyrir bestu
gamanþátta-
röð. Þótt
mörgum finn-
ist Frasier
vera hroka-
gikkur og
menningar-
snobbari
kemur í Ijós
að yngri bróö-
ir hans, Ni-
les, sem leikinn er stórkost-
lega af David Hyde Pierce, er
litlu skárri. Bræðurnir eru sí-
fellt að reyna að metast um
hvor þeirra sé fremri f
geðlæknar og menningunni og
eru samtöl þeirra uppfull af
tvíeggja svörum og hárbeittri
kímni. Algjör andstæöa viö
bræðurna er faóir þeirra, Mart-
in, leikinn af John Mahoney,
en hann er fyrrverandi lög-
reglumaður sem hætti störf-
David Hyde Pierce og Kelsey Grammer
um vegna skots sem hann
varð fyrir. Besti vinur hans er
hundurinn, Eddie, og uppá-
haldsstaðurinn er gamli hæg-
indastóllinn hans. Þegar Mart-
in flytur inn til Frasiers ákveð-
ur sonurinn að þaö þurfi ein-
hvern til þess að sjá um
gamla manninn og ræöur til
þess Daphne, sem leikin er af
Jane Leeves. Daphne hefur
skrftnar skoöanir á heiminum
og er oft á öndverðum meiði
við heimspekilegar vangaveltur
Crane-bræðranna, en Niles
veröur á svipstundu ástfang-
inn af henni en í þau ár sem
þættirnir hafa gengiö hefur
hún ekki tekiö eftir neinu, þótt
hún segist vera skyggn. Aörar
persónur í þáttunum eru Roz,
leikin af Peri Gilpin, en hún er
framleiöandi þáttanna sem
Frasier sér um. Roz er
vergjörn kona og hefur ákveðn-
ar skoöanir á samskiptum
kynjanna sem fara oft í taug-
arnar á Frasier, en þau eru
ávallt til staöar fyrir hvort ann-
að og þegar líður á þættina
kemur Roz meira og meira inn
í fjölskylduna en bara sem vin-
ur. Síðastan ber aö nefna Bull-
dog, leikinn af Dan Butler, og
er hann stjórnandi íþróttaþátt-
ar sem kemur á eftir þætti
Frasiers í dagskránni. Bulldog
er eins og margar persónur
þáttanna gott mótvægi við
hroka Frasiers og er hann
holdgervingur karlhormónsins,
á meðan Frasier leitar á slóöir
hinna sfgildu elskhuga. Ríkis-
sjónvarþið er nú að hefja sýn-
ingar á sjöttu þáttaröðinni um
geölæknirinn og endaði sú
síöasta á að Frasier var rekinn
úr starfi sínu á útvarpsstööinni
og fjalla næstu þættir mikiö
um tilraunir hans til að hefja
nýtt Iff án frægöarinnar sem
hann hafði búið við svo lengi.
23