Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 26

Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 26
Skallapopp á Sýn 24. september Stríð á hendur stöðluðum ímyndum tón- listarheimsins Allir sem elska, eóa hata, rokktónlist eiga eftir að hafa gaman af grín-heim- ildarmyndinni This is Spinal Tap, eóa Skallapopp. Sunna Ósk Logadóttir ræddi viö íslenska poppara um glys- rokkara og úreltar ímyndir. I Skallapoppi er fylgst með hljómsveitinni Spinal Tap á tónleikaferðalagi. Myndin Skallapopp var gerð árið 1984 og fjallar um út- brunna, breska rokkara sem við upphaf poppbylgunnar berj- ast við að halda vinsældum. Myndin er háðsleg ádeila á hinar stööluðu, klisjukenndu ímyndir rokkheimsins og lýsir á gamansaman hátt samskiptum hljómsveitarmeðlima, valdabar- áttu og vafasömu líferni. En hvað skyldu ungir, ís- lenskir tónlistarmenn í dag hafa að segja um þessar ímyndir? Ætli þeir þurfi að hrista af sér ímynd hins hroka- fulla, skapstóra og treggáfaða tónlistarmanns, sem lifir í eig- in heimi og er reiður og bitur út í kerfió? HLUTVERK HVERS OG EINS „Við í Landi og sonum erum mjög langt frá þeirri ímynd sem dregin er upp af tónlistar- mönnum í myndinni," segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari og hlær. „Við reynum að vinna fagmannlega og erum góðir félagar og það eru ekki til prímadonnustælar í okkur eins og þeim í Spinal Tap.“ Hljómborðsleikari Klamedíu- X, Örlygur Benediktsson, er ekki alveg á sama máli. „Ég er viss um að allir tónlistarmenn geta fundið eitthvað í myndinni sem á við þá," segir hann. „En auðvitaö er þar dregin upp mjög ýkt mynd af öllu, þess vegna er myndin svona sprenghlægileg." hjómsveitarinnar út á við,“ segir Hreimur, „en Biggi trommari [Birgir Nílsen] er okkar verkstjóri og sér um ým- islegt bak viö tjöldin." Helgi Svavar Helgason er trommuleikari hljómsveitarinn- ar Funk Master 2000 og er auk þess í öðrum hljómsveit- um og þekkir hlutverk ýmissa hljóðfæraleikara. „Trommuleik- arar eru lítið áberandi, bæði á sviði og í viðtölum. Ég leik á slagverk í annarri hljómsveit, þar er ég fremst á sviðinu og talaö um að maður sé skraut- legur," segir Helgi. „Þaö eru aöallega gítarleikarar sem hafa orðiö í viðtölum, ég veit ekki af hverju, kannski minnimáttarkennd?" spyr hann hlæjandi. „Á síðasta áratug var reynt aö færa hljómborðsleikara framar á sviðiö og gera þá sýnilegri með gítarhljóm- borðum," seg- ir Örlygur. ,Það einhvern veginn gekk ekki upp." í Skallapoppi kemur fram að söngvarinn og gítarleikarinn hafa verið lengi saman í bransanum og eru „nánari en bræður" þótt ann- að slagið slettist upp á vin- skapinn. „Það er oft barátta milli gítarleikara og söngvara um athygli," segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Kla- medíu-X. „En ef þeir vinna saman eru þeir brjálað teymi, hver man ekki eftir Wham?" LÍFERNI TÓNLISTAR- MANNA Þær stöðluðu ímyndir sem rokkararnir á sjöunda og átt- unda áratugnum sköpuðu veröa seint kveðnar í kútinn og enn eru margir sem trúa að líferni tónlistarmanna sé skuggalegt og tengist forboðn- um ávöxtum. „Ég er vafasamur á allan hátt," segir Helgi Svavar glettnislega og hlær. „Reyndar hef ég lagt það í vana minn að kynna mig sem djass- trommuleikara og það hljómar kannski vel í eyrum fólks." Hreimi finnst sorglegt að í gegnum árin skuli eiturlyf og tónlist hafa fylgst að f umræð- unni. „Forverar okkar sköpuðu þessa ímynd og hana er mjög erfitt að brjóta niður. En það sem maður getur gert er að vera samkvæmur sjálfum sér," segir hann ákveðinn. „Ég reyni aldrei að vera ein- hver annar en ég er til að þóknast öðrum." Síðhærðu rokkararnir klæddust rifnum gallabuxum og voru haröir í horn að taka. Nú er öldin önnur. „ímyndin í dag er eins misjöfn og hljóm- sveitirnar eru margar," segir Hreimur. „En það er alveg sama hversu mikið ég reyni I Spinal Tap eru trommuleik- arinn og hljóm- borðsleikar- inn ekki áberandi og fá lítið að tjá sig. „Ég er andlit Svavar: „Eg er vafasam- ur á allan hátt.“ 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.