Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 27

Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 27
Þráinn og Helgi Svavar. Rokkarar með óvingjarnlegt viðmót. að verja mína menn, almenn- ingur hefur ákveðna ímynd af tónlistarmönnum sem erfitt er að komast undan.“ Helgi Svavar telur nýjar ímyndir fylgja nýrri tónlist. „Það er mjög margt í gangi í dag og breiddin er mikil. Margir ieita til fortíðar í tón- listinni og það hefur sitt að segja um hvernig ímyndirnar þróast." Örlygur hefur þó litla trú á að glysrokkararnir eigi aftur- kvæmt. „Það munu eflaust aftur koma upp tónlistarbylgj- ur með útblásiö „sjóv" eins og þeir T Sþinal Tap voru með en búningarnir hafa kvatt fyrir fullt og allt.“ MISHEPPNAÐAR SVIÐSMYNDIR Ýmislegt hendir þá félaga í Spinal Tap á sviðinu og utan þess sem er helst til neyðar- legt. En þegar óhöpp koma upp er um að gera að láta sem ekkert sé og halda ótrauöur áfram. „Við erum meö stórt auglýsingatjald sem hangir á bak við trommusettiö á tónleikum," segir Hreimur. „Svo einu sinni þegar við vor- um að spila á Akranesi var Biggi í góðri sveiflu og þá datt tjaldið beint ofan á hann svo hann sá ekki neitt á meöan hann var að spila, sat og trommaöi með lak yfir sér," rifjar Hreimur upp og hlær. „Það var mjög skondið." Þráinn segir að Klamedía-X sé ekki með nógu góðar sviösmyndir yfir höfuð til að þær geti klikkað en er hann var í hljómsveitinni Moon- boots, sem flutti aðallega tónlist níunda áratugarins, kom ýmislegt upp á. „Við klæddum okkur og máluðum T anda tónlistarinnar sem við fluttum," segir hann. „Eitt sinn þegar við vorum að spila í Tunglinu kom svakalegur reykur inn á sviðiö. Við fórum að spá í hver væri með reyk- vél, þær voru nú vinsælar á árum áður. En allt T einu sá- um við slökkviliösmenn á dansgólfinu sem komu okkur T skilning um að það væri kviknaö í húsinu. Við urðum Hreimur: „Forverar okkar í tón- listinni sköp- uðu ákveðna ímynd sem erfitt er að brjóta nióur." Örlygur: „Allir tónllst- armenn geta fundið eltt- hvað t Splnal Tap sem á viö þá.“ Þráinn: „Það er oft barátta milli gítarleikara og söngvara um athygli." því að koma okkur út strax og fyrir utan Tunglið þurftum við að húka í fáránlegum glimmerbúningum og stTfmál- aðir. Þá fengum við ákveðið augnatillit frá fólki sem átti leiö hjá.“ Helgi man ekki eftir að stórvægileg óhöpp hafi átt sér stað á sviöinu hjá Funk Master. „Sviðsmyndir eru orðnar svo mikið aukaatriði í dag. íslensk tónlistarhús bjóða heldur ekki upp á sprengingar og brjálaðar sviðsmyndir." En þannig var nú rokkið: sprengingar, reykur, glansgall- ar og þröngar buxur. í hinni tilbúnu heimildarmynd um skrautlegu hljómveitina Spinal Tap er fjallað um þetta allt; konurnar, samvinnuna og hinn óvenjulega kraft tónlist- arinnar, því magnarinn þeirra kemst upp í ellefu. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.