Morgunblaðið - 15.09.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 15.09.1999, Síða 47
láglaunin með peningaflutningum fyrir Ordell (Samuel L. Jackson), smákrimma sem vill vera stórlax. Löggan grunar hana, einnig skil- orðsgæslumaðurinn Louis (Robert Forster). Við söguna koma hjásvæfa Ordells, hin gufuruglaða og bólgraða Melanie (Bridget Fonda), og seinheppinn smákrimmi (Robert De Niro). Allir reyna að snúa á alla, en aðeins einn stendur uppi að lok- um, með fúlguna í höndunum. Prýðileg skemmtun, glórulaust of- beldið sem einkenndi fyrri myndir Tarantinos nánast horfið, nema sem nauðsynlegt krydd í þessa grá- glettnu jaðartilveru. Er á mörkum þess að drukkna í hömlulausri lengd. QT hefði betur sleppt nokkrum blaðsíðum úr bók Leon- ards. Robert De Niro er óborganleg- ur sem einskisnýtur aulabárður og gaman að sjá Forster og Grier, smá- stjörnurfrá sjöunda áratugnum, í fullri reisn. Bíórásin, 24. september. í hita næturinnar - Heat ('95) j/ Ómissandi, þó ekki væri nema 9 til að grípa það einstaka tæki- færi að sjá þá saman stórleikarana Pacino (löggan) og De Niro (krimm- inn). Pacino reynir að handsama hinn útsmogna De Niro, stórrán er í gangi, og því miður ónauðsynleg ástamál. Spennuatriðin eru hrikaleg í öruggum höndum Michaels Mann (Síðasti móhíkaninn). Jon Voight og Tom Sizemore eru flottir. Stöð 2, 24. september. San Francisco ('36) ij. Grípandi blanda drama og w spennumyndar. Einstæð per- sónuskoðun, byggð á frábæru handriti leikstjórans og handritshöf- undarins Johns Huston. Glæpamað- ur (Sterling Hayden), nýkominn úr fangelsi, setur saman hóp skálka til að framkvæma „síðasta ránið“. Meðal leikaranna er Marilyn Mon- roe, undurgóð, í einu sínu fyrsta hlutverki. TNT, 27. september. Leifturhraði - Speed ('92) 11. Besta hasarmynd seinni ára W segir af löggunni Kaeanu Reeves sem fær Söndru Bullock í lið með sér við að hafa uppi á brjáiuð- um fjárkúgara (Dennis Hopper), sejm hótar að sprengja farartæki þe irra (strætisvagn, fullan af farþeg- un), upp í heiðið hátt, ef ekki verð- ur gengið að kröfum hans eða vagn- in í fer hægar en á 80! Æsispenn- ar di frá upphafi, stórkostlegar brell- ur góður Reeves og Hopper, frum- le,<ur, vel útfærður söguþráður, mjistaralega leikstýrtaf Jan De Bont. Sýn, 19. september. Maraþonmaðurinn - The Marathon Man (76) j/ Einn skemmtilegasti tryllir átt- ír unda áratugarins segir frá hvernig ungur námsmaður (Dustin Hoffman) flækist inn í leynilegar að- gerðirervarða demantaflutninga og gemlan nasistaforingja (Laurence Olivier) í S-Ameríku, sem kemur úr fe um þegar sending fer úrskeiðis. Ofbeldisfullur og Ijótur á köflum en spennandi, hraður og grípandi. Handrit Williams Goldmans gott, þóttþað sé heldur þokukennt í er durliti til bernsku Hoffmansper- scnunnar. Leikurinn er afbragð, sér- staklega Oliviers í óhuggulegri sadistarullu. Roy Scheider, William Devane. RÚV, 17. september. Serfræðingurinn - Tlie Specialist ('94) / Sylvester Stallone og Sharon Stone eru ósköp vond í lélegri hcsarmynd þar sem enginn er verri er Eric Roberts og Rod Steiger sem fe 5gar í glæpum sem eiga óupp- ge rð mál við frú Stone. Hún ræður fyi rverandí leyniþjónustumanninn op sprengjusérfræðinginn Stallone til að klekkja á þeim. Góðar brellur o{, James Woods, sem gamall félagi Stallone, eru einu Ijósu punktarnir fyiir utan sólskinið á Miami Beach. RljJV, 18. september. BARNfl- OQ FJOLSKYLDUMYNDIR I Búálfarnir - The Borrowers ('97) jj Álfarnir eru vin- 9 ir litla manns- ins í bráðskemmti- legri mynd með hugvitssamlegum leiktjöldum og munum og stórum og slæmum John Goodman sem ill- yrmið lögfræðingurinn. Vel leikstýrt af Peter Hewitt. Bresku áhrifin leyna sér ekki í óvenju vönduðu handriti. Bíórásin, 25. september. Georg í skóginum - George of the Jungle ('98) jj Brendan Fraser er með skárri 9 ærslaleikurum samtímans og heldur þessu Tarsangríni gangandi. Or verður sannkallað fjölskyldugrín, vitlaust og uppbyggilegt fyrir svefn- inn. Stöð 2, 24. september. HROLLVEK/UR Barn Rosemary - Rosemary's Baby ('68) U/ Kynngimagn- W aðasta hroll- vekja síðustu áratuga segir af ung- um og ástföngnum hjónum (Mia Farrow og John Cassavetes), sem taka íbúð á leigu í fjölbýlishúsi á Manhattan. Hann er að reyna en gengur illa að komast áfram á leik- listarbrautinni, hún verður þunguð. f næstu íbúð er ekki allt með felldu hjá undarlegum eldri hjónum (Ruth Gordon og Sydney Blackmer). Far- row kemst að því sér til skelfingar að þau eru djöflatrúar og maður hennar er genginn í söfnuðinn til að komast áfram í starfi. Gjaldið: Lífið sem hún ber undir belti og enginn trúir henni eða er í söfnuðinum. Ekki orð um það meira, þetta er hrikalega vel gert allt, undir vökulu auga Romans Polanskis og myndin sannkölluð klassík. Ómissandi. Stöð 2, 18. september. Bræðumir - The Other (72) jj Leikarinn Tom Tryon sneri sér 9 að ritstörfum og þessi hroll- vekja um tvíbura sem heldur því fram að látinn bróðir sinn standi fyr- ir óhugnanlegum atburðum var hans besta. Myndin er vitsmuna- legri en unglingafóðrið á markaðn- um og Uta Hagen er góð sem amma drengjanna, sömuleiðis tón- listin hans Jerrys Goldsmith og leik- stjórn Roberts Mulligans. Sýn, 16. september. Ógnvaldurinn - American Gothic ('88) ^ Strandaglópar á eyju undan r norðvesturströnd Bandaríkj- anna komast að því að þau hafa verið óheppin með lendingarstað- Þar ríkja Ma og Pa (Rod Steiger og Yvonne De Carlo). Snargeggjuð, með manndráp sem aukabúgrein. Dý jsti öldudalur gömlu stórleikar- an ía. Sýn, 21. september. Silfurkúlan - Silver Bullet ('85) ^ Blóðlítil kvikmyndagerð var- r úlfssögu frá S. King, sem hef- ur oftast gert betur. Gary Elwes og Gay Busey, stjörnur myndarinnar, skíta ekki beinlínis heidur. Sýn, 24. september. D71NS- OQ SÖNQVAMYNDIR Kryddpiumar - Spice World ('98) / Eldhressarog 9 kynþokkafullar heilla þær unglinga dagsins upp úrskónum og öllu öðru ef út í þá sálma væri farið. Tónlistin er tyggigúmmí, vinsæl og lífieg, myndin ekki neitt til að tala um en Victoria er geggjuð. Stöð 2. 17. september. Mambókóngarnir - The Mambo Kings ('92) jj Hann gneistar af þeim 9 rómanski sjarminn, Armande Assante og Antonio Banderas, í hlutverkum landflótta kúbverskra bræðra og tónlistarmanna. Þeim gengur upp og ofan að ná frægð og frama. RÚV. 25. september. Skallapopp - This Is Spinal Tap ('84) ji. Gamanmynd um hljómleika- W ferðalag þungarokksgrúppu til Bandaríkjanna er fyrir langa löngu orðin ein kunnasta költmynd sög- unnar. Byrjandaverk Robs Reiners er þrungið lífskrafti, mannskapurinn leikur óborganlega og tónlistin stendur fyrir sfnu. Gerð íheimildar- myndastíl. Sýn, 24.september. Sæbjörn Valdimarsson 47

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.