Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 23
Nýr liðsstjóri t... Petta helst
Sérstakt að
koma fram í
eigin persónu
.Spurningaþátt-
urinn ... Þetta
helst hefur veriö
á dagskrá Sjón-
varpsins tvo síö-
astliðna vetur
við miklar vin-
sældir áhorf-
enda. Leikurinn
verður endurtek-
inn f vetur með
svipuöu sniði og
er umsjónar-
maður þáttarins
sem fyrr Hildur
Helga Sigurðar-
dóttir. í fyrra
hafði Hildur
Helga sér til fulltingis liðsstjór-
ana Björn Brynjólf Björnsson
kvikmyndagerðarmann og
Ragnhildi Sverrisdóttur blaöa-
mann og fengu þau til sín nýja
keppendur í hverjum þætti
sem spreyttu sig á fréttaget-
raun og slógu á létta strengi.
Nú hefur nýr liðsstjóri tekið við
af Ragnhildi, þar sem hún er
farin utan til náms, og er það
leikkonan góðkunna, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir.
FYRSTA UPPTAKAN
PRÓFSTEINN
„Þetta leggst vel f mig en
ég er frekar kvíðin," viðurkenn-
ir Steinunn Ólína. „Fyrsta upp-
takan verður á morgun [6.
októþerj og hún verður próf-
steinn á hvort það veröur það
síðasta eða hvort ég fæi að
halda áfram," bætir hún við
og hlær.
í fyrra sem í ár var þátturinn
á dagskrá á fimmtudagskvöld-
um en þá var Steinunn Ólína
oft upptekin á leiksviöinu og
missti því gjarnan af þættin-
um. „Svo gæti einnig farið í
vetur," segir hún. „En ég hef
rennt yfir eldri þættina og haft
ansi gaman af."
- Nú fetar þú í fótspor
Ragnhitdar Sverrisdóttur.
„Nei, ég feta nú varla í fót-
Steinunn Olína verður á sjón-
varpsskjánum á fimmtudög-
um í vetur.
spor hennar.
Við verðum
aldrei eins og
ég hef heldur
ekki hugsaö
mér að reyna
að leika
hana," segir
Steinunn
Ólína og
hlær.
- Spurt er
um frétta-
tengt efni í
þættinum,
fylgist þú vel
með fréttum?
,,Já, ég
reyni að gera það. Ég les
Moggann og önnur blöð sem
ég kemst í á morgnana en oft
safnast þetta upp og ég ligg í
þessu um helgar. Það fer allt
eftir því hvað ég hef mikinn
tíma. En núna verð ég að gefa
mér góðan tíma á hverjum
degi til að lesa blöðin."
FALIÐ SIG Á BAK
VIÐ LEIKINN
- Hvernig líst þér á aö veröa
vikulegur gestur í stofum
landsmanna?
„Það verður svolítið sér-
stakt þvf að í minni vinnu hef
ég yfirleitt getaö faliö mig á
bak við það að vera að leika
en í þættinum mun ég koma
fram I eigin persónu sem er
allt annaö mál. Ég er lítið
reynd á því sviði."
Steinunn Ólína er fastráðin
við Þjóðleikhúsiö og leikur þar
í nokkrum sýningum í vetur.
Frá fyrra leikári eru það Sjálf-
stætt fólk og söngleikurinn
Rent sem leikhúsgestir geta
séð hana í og um þessar
mundir er hún að æfa nýtt
leikrit eftir Hrafnhildi Hagalfn,
Hægan Elektra, sem verður
frumsýnt í janúar. Að auki fer
Steinunn Ólína með hlutverk í
Gullna hliðinu sem erjólasýn-
ing leikhússins.
Maggie hefur tilfinningar til samstarfsmanns sfns, Richards.
Kona á krossgötum
Þættimir „Maggie" fjalla um
eiginkonu og móður sem kemst
að þvf að hún laðast að öörum
manni. Þeir sýna hugarheim
hennar, sem hún opinberar fyrir
sálfræðingnum sínum, og dag-
legt líf. Maggie Day (Ann
Cusack) nálgast fertugt og svo
virðist sem 19 ára hjónaband
hennar sé að liðast í sundur fyr-
ir augunum á
henni. Átján ára
dóttir hennar, Am-
anda (Morgan Na-
gler), hlustar
aldrei á hana;
hún er á leiöinni í
sitt fyrsta starf
sem dýralæknir
og hún er aö
hugsa um að
halda framhjá
manninum sínum.
Eiginmaöurinn, Arthur (John
Getz), er mjög framarlega á
sviði æöasjúkdóma en hann er
of upptekinn af sínum eigin
frama til að taka eftir þörfum
eiginkonu sinnar. Dóttirin á í
platónsku ástarsambandi við
listamanninn, Reg (Todd Gliben-
man), sem hefur nýlega tekið
þá ákvörðun að vera hýr vegna
þess að honum finnst að allir
bestu listamennirnir séu það.
Eini vinur Maggie er sú sem sér
um móttökuna á dýraspítalan-
um, Amy Sherwood (Melissa
Samuels). En maðurinn sem
Maggie telur sig vera að falla
fyrir er einmitt einn af dýralækn-
unum á spítalanum, Richard
Meyers (John Slattery).
Ann Cusack hefur leikið í
myndum eins og
„League of Their
Own", „Malice"
og „Grosse Point
Blank" og þáttum
á borð viö „From
the Earth to the
Moon". John
Getz lék í Oliver
Stone-myndinni
„Born on the Fo-
urth of July"
ásamt öðru.
Melissa Nagler hefur komið
fram í þáttunum „Falcon Crest"
og „Punky Brewster". Á bakviö
tjöldin er leikstjórinn Pamela
Fryman en hún hefur leikstýrt
mörgum af vinsælustu gaman-
þáttarööum sem sýndar hafa
verið eins og „Friends", „Frasi-
er“, „Suddenly Susan", „Just
Shoot Me" og nú sfðast „The
Norm Show".
Samband Maggie við dótt-
urina er ekki sem best.
ciihsáshci n ■ Hícmnti* i ■ ctiotrotci 1 ■ hihcihhhi ■ ÁHtHtnsrim is mmtcóui u
23