Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leitum að ljúka Morgunblaðið/RAX Nokkrir söluaðilar í Grindavík kvarta til Fjármála- eftirlits vegna endurkröfu kortafyrirtækis Kunni aðferð til að snið- ganga heimildarnúmer Uppgjöri lokið við skipverja HLUTAFÉLAG það, sem Véla- verkstæðið Gjörvi ehf. stofnaði um kaup á lettneska togaranum Od- incovu, lauk fullnaðaruppgjöri við áhöfn togarans í gær og er reiknað með að skipverjarnir fari til síns heima með flugi á morgun, föstu- dag. Að sögn Borgþórs Kjærnested, fulltrúa Alþjóðasambands flutn- ingaverkamanna hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, fékk áhöfnin, sem í eru 13 Lettar auk skipstjórans sem er kanadískur ríkisborgari, tæpar 13 milljónir króna útborgað- ar eftir frádrátt. Odincova hefur legið við Reykja- víkurhöfn síðan um miðjan febrúar og er þetta í fyrsta skipti sem áhöfnin fær laun greidd síðan þá. -------------- Harður árekstur á Miklubraut UMFERÐARSLYS varð á gatna- mótum Háaleitisbrautar og Miklu- brautar um klukkan 21 í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að bíll, sem ekið var um Háaleitisbraut, keyrði í veg fyrir annan bíl á gatna- mótunum. Farþegi í bílnum, sem ekið var á, var fluttur með sjúkrabfl á slysadeild en meiðsl hans reynd- ust ekki alvarleg. Ökumaður bflsins og annar farþegi óku hins vegar sjálfir á slysadeild. Á Sæbraut ók ökumaður á um- ferðarljós og síðan á kyrrstæða bif- reið eftir að hann hafði misst stjórn á bifreið sinni í bleytu. FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra telur ekki nauðsynlegt að sinni að gera frekari ráðstafanir til að stöðva aukningu verðbólgunnar. Eins og fram kom í blaðinu í gær hækkaði vísitala neysluverðs um 0,8% frá októberbyrjun til nóvem- berbyrjunar og hækkun vísitölunn- ar síðustu þrjá mánuði samsvarar 8,3% verðbólgu á ári. Finnur segir að ríkisstjómin hafí lagt áherslur sínar í fjárlagafrum- varpi næsta árs. Telur hann ekki ástæðu til að breyta frumvarpinu með tilliti til nýjustu verðbólgutalna en eftir sé að sjá hvað gerist í með- förum Alþingis. Finnur tekur fram að hann telji líkur á að úr verðbólg- unni muni draga þegar í næsta mánuði. Byggir hann skoðun sína á því að það hljóti að draga úr hækk- un fasteignaverðs og bensínverðs. ENN er verið að smala fé í sveitum landsins þó sláturtíð fari senn að ljúka. Bóndinn færir sér nútímatækni í nyt og hvílir lúin bein á skotti bflsins sem notaður er við smölunina. Bfllinn nyakast áfram meðan féð hleyp- ur áfram eftir veginum skammt frá Olkeldu á Snæfellsnesi. Verulegar hækkanir komu fram á flutningum í lofti, 4,5%, og fatnaði, 4,7%, við útreikning vísitöluverðs að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu Islands hækkuðu flugfargjöld á ákveðnum leiðum til útlanda en innanlandsfargjöldin breyttust ekki að þessu sinni. Hagstofan getur ekki veitt upplýsingar um það hvaða leiðir er um að ræða. Hækk- anir á fatnaði stafa af því að verð er að færast til fyrra horfs eftir sum- arútsölur, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Verð á fatnaði lækk- aði verulega við útreikning vísitöl- unnar í ágúst, vegna þess að þá voru útsölur, og hefur síðan verið að ganga til baka. Verð á fötum er enn undir því verði sem fram kom við útreikning vísitölunnar í júlí- byrjun. VEITINGAMAÐUR í Grindavík hefur fyrir hönd nokkurra fyrir- tækja í bænum kvartað til Fjár- málaeftirlitsins vegna þess að Europay Island hafnar færslum á fjöida úttekta einstaklings á veltu- kort frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Korthafinn virðist hafa kunnað aðferð til að sniðganga notkun heimildarnúmers og skuldar margfalda heimild sína. Endur- greiðslukrafan nemur liðlega 400 þúsund krónum. Framkvæmda- stjóri Europay Island segir að við- komandi söluaðilar hafi ekki farið að skflmálum og verði því sjálfír að innheimta skuldina. Árni Björn Björnsson, veitinga- maður í Hafur-Birni í Grindavík, kvartaði til Fjármálaeftirlitsins fyr- ir hönd sex fyrirtækja í Grindavík. Hann segir að posamir hafi stund- um beðið um heimildarnúmer þeg- ar viðkomandi einstaklingur notaði veltukort sitt. Þá hafi korthafinn beðið afgreiðslufólkið að stimpla inn tveggja stafa tölu og síðan fyrstu stafina í kortanúmerinu og við það hafi færslan gengið í gegn. Árni Bjöm segist ekki hafa áttað sig á því að með þessu væri hann að taka ábyrgð á úttektinni enda ekk- ert um slíkt getið í handbók. Segist hann standa í þeirri trú að posinn eigi ekki að samþykkja annað en rétt heimildamúmer og synja út- tekt að öðrum kosti. Telur Árni Söluaðilar innheimti skuld- ina sjálfír Bjöm útlit fyrir að þarna sé gat í tölvukerfinu og vill ekki sætta sig við að þurfa að borga tjón sem af því hlýst. Upphæðirnar verða dregnar af viðkomandi fyrirtækjum nema Fjármálaeftirlitið grípi inn í. Ámi Bjöm á allt eins von á því að fá fleiri bakreikninga því korthafinn hafi notað kortið fram í september. „Ég sætti mig ekki við að greiða upp- hæðina og mkka viðkomandi ein- stakling sjálfur. Ef ég fer yfir á mínu korti, synjar kerfið um úttekt- ina en segir ekki já eða kannski," segir Árni Bjöm og bætir því við að verði endurgreiðslukrafan ekki dregin til baka verði hann að hætta að taka greiðslukort, að minnsta kosti Eurokort. Skilmálar ekki virtir Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Europay ísland, seg- ir að viðkomandi söluaðili hafi ekki farið að skilmálum fyrirtækisins. Segir hann að þegar tölvan gefur ekki heimild til úttektar á kort, eins og stundum komi fyrir, eigi söluaðil- inn að leita heimildar í síma. Það hafi ekki verið gert í þessum tilvik- um, heldur hafi korthafinn verið af- greiddur með öðram hætti. Þar sem ekki hafi verið farið að skilmálum séu úttektimar Europay óviðkom- andi. Segir Ragnar að málið komi upp vegna þekkingarleysis starfs- manna eða óvandvirkni. En vonandi sé það ekki alvarlegra en svo að söluaðilinn þurfi sjálfur að standa í innheimtunni og viðskiptavinurinn greiði skuld sína. Aðspurður hvort tilvik sem þessi séu algeng, segir Ragnar að tækni- lega séð geti söluaðili afgreitt við- skiptavini án þess að fara að reglum Europay. Hann segir allt of algengt að það sé gert, til dæmis að undir- skrift sé ekki borin saman við kort og mynd á korti ekki skoðuð. Hvet- ur hann söluaðila til að huga betur að þessum málum. Tókút 1.200 þúsund I kvörtun Árna til Fjármálaeftir- litsins kemur fram að viðkomandi korthafi er nítján ára gamall. Hann fékk veltukort hjá SPRON í vor, með 300 þúsund kr. heimild, sam- kvæmt upplýsingum Árna, án þess að hafa ábyrgðarmann, og náði að koma sér í 1.200 þúsund króna skuld á kortinu áður en því var lok- að. Segir Ámi það umhugsunarefni hvernig þetta geti gerst. Og þegar í óefni sé komið beri kortafyrirtækið og bankinn enga ábyrgð heldur reyni að koma henni á söluaðilann. Viðskiptaráðherra telur að verð- bólgan muni hjaðna Ekki frekari ráðstafanir Sérblðð í dag fHfrglwMltifrÍfo Xt> BLAÐINU í dag fylgir aukablað um stækkun Kringlunnar. Atli Eðvaldsson með tilboð frá KR-ingum / C1 Jafntefli í nágrannaslagnum í Hafnarfirði / C3 Fylgstu með nýjustu fréttum Sérblad mn vibskiþti/atvinnulíf www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.