Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 35
LISTIR
>
Islenski dansflokkurinn frumsýnir þrjú ný íslensk verk í Borgarleikhúsinu í kvöld
Blanda af
spennu, hraða
o g húmor
Þrjú ný íslensk dans- og leikverk við frum-
samda íslenska tónlist verða frumflutt í
------------------------7-----
Borgarleikhúsinu í kvöld á vegum Islenska
dansflokksins. Ragna Sara Jdnsdóttir leit
inn á æfíngu, þar sem dramatík, húmor,
hraði og spenna voru áberandi, og spjallaði
við höfunda verkanna þriggja.
ÍSLENSKI dansflokkur-
inn frumsýnir í kvöld
fyrstu alíslensku sýning-
una frá því árið 1996 þegar
verk Nönnu Ólafsdóttur,
Féhirsla vors herra við
tónlist Jóns Leifs og
Francis Poulenc var sýnt á
Listahátíð. Katrín Hall
listdansstjóri hefur á þeim
þremur árum sem hún hef-
ur gegnt stöðu listræns
stjómanda dansflokksins
fengið til liðs við sig fjölda
þekktra erlenda danshöf-
unda til þess að bæði semja
og setja upp eldri verk fyr-
ir flokkinn. Nú breytir Kat-
rín yfii' í algerlega íslenska
sýningu þar sem sköpun ís-
lenskra listamanna fær að
njóta sín.
I kvöld verða frumsýnd
þijú verk, eftir íslenska
danshöfunda. Eitt verk-
anna er þó ekki einungis
byggt á dansi heldur er þar
um að ræða dansleikverk sem flokk-
urinn Pars pro toto stendur að. Verk-
ið Æsa: ljóð um stríð, er samvinna
Láru Stefánsdóttur danshöfundar,
Þórs Tulinius leikstjóra og Guðna
Franzsonar tónskálds. Hugmyndin
að verkinu kviknaði upphaflega út frá
sögunni um Tyrkja-Guddu og þeim
hörmungum sem þeir 400 Islending-
ar sem numdir voru á brott í Tyrkjar-
áninu árið 1627 þurftu að þola. Þau
voru slitin frá sínum nánustu og flutt
tíl framandi lands þar sem þau voru
hneppt í þrældóm. Aðeins um 35
manns áttu afturkvæmt til Islands en
lítíð sem ekkert er vitað um örlög
hinna.
„I verkinu tengjum við Tyrkjarán-
ið við það sem er að gerast í heimin-
um í dag,“ segir Lára Stefánsdóttír
danshöfundur og Þór Tulinius leik-
stjóri bætir við. „Þetta er saga svo
margra á ólflcum tímum. Þetta er
ekki bara sagan um það hvemig fór
fyrir Islendingunum í Tyrkjaráninu
heldur einnig um svipaða atburði sem
eiga sér stað í dag. Það er stríðsást-
and svo víða en það má segja að
Tyrkjaránið sé það næsta sem ís;
lenska þjóðin hefur komist stríði. I
verkinu skoðum við hvemig Tyrkjar-
ánið snertir okkur í dag.“
Leitín að sannleikanum
Þór, sem skrifar sögu verksins,
segir að helstu útgangspunktar sem
hópurinn hafi unnið útfrá hafi verið
ofbeldi, menningar- og trúabragðaá-
rekstrar og aðskilnaður einstaklinga
við sinn eigin menningar-
heim.
Guðni Franzson tón-
skáld segir að verldð sé
mjög dramatískt og í því
eigi sér stað átök hins
sanna og hins rétta:
„Gmndvallarhugmynd
verksins snýst um spurn-
inguna: hvað er sannleik-
ur? I ólíkum menningar-
samfélögum og hjá ólíkum
trúarhópum þrífst ólíkur
sannleikur. Sannleikur
sem er sannur á einum
stað er rangur á öðrum
stað og það er þess vegna
sem við sjáum stríðsástand
víða.“
Verkið Æsa: ljóð _ um
stríð er dansleikverk. I því
em fjórir dansarar og tveir
leikarar. Það blandar sam-
an nútímadansi, leiklist,
texta og tónlist en er þó
ekki hin hefðbundna
blanda listformanna eins
og þekkt er í hinu evrópska dansleik-
húsi, að sögn þremenninganna. Verk-
ið er fimmta sýning Pars pro toto
flokksins sem stofnaður var árið 1985
og starfað hefui’ með hléum síðan.
Guðni Franzson semur og leikur
tónlistina. Hann leikur á fjölda hljóð-
færa, þar á meðal hljóðfæri sem not-
uð em í löndum Norður-Afríku. Þá
notar hann elektrónísk hjjóð, líka-
mshijóð og söng. Tónlistin verður
gefin út á sérstökum geisladiski en
verkið era rúmlega klukkustundar
langt.
Skárren ekkert fær liðsauka frá
Quarashi
Katrín Hall listrænn stjómandi ís-
lenska dansflokksins setur upp sitt
fyrsta dansverk á sýningunni í kvöld.
Verkið NPK er unnið í samvinnu
hennar og hljómsveitarinnar Skárren
ekkert. Nafri verksins vekur upp
spumingar, en það er nafn á áburði
sem Aburðarverksmiðjan framleiðir.
NPK, eða Nitur - Fosfór - Kalíum,
örvar vöxt plantna en á einfaldan hátt
má breyta honum í mjög kröftugt
sprengiefhi. Katrín fæst við hlið-
stæðu þessarar verkunar áburðarins
í verkinu.
„NPK er næring fyrir gróður. Við
manneskjumar þurfum jafnframt
næringu en það er spuming hvemig
við ætlum að næra sálir okkar. Er
það með einhveiju veraldlegu eða
einhveiju andlegu,“ segir Katrín og
heldur áfram. „Gmnnhugmyndin að
baki verkinu er togstreita okkai-
Að verkinu Æsa: ljtíð um stríð standa
Guðni Franzson, Lára Stefánsdóttir,
og Þór Tulinius.
gagnvart því hvemig lífi við ætlum að
lifa. Ætlum við að njóta augnabliksins
eða ætlum við að sogast inn í hraða
lífsgæðakapphlaupsins?"
Verldð reynir mikið á þol og styrk
dansaranna og segist Katrín jafn-
framt vera að prófa sig áfram með
hreyfingar og form, og tengsl tónlist-
ar og hreyfingar. „Danshöfundar em
að hugsa svo ótrúlega margt og ég
verð ánægð ef áhorfendur koma auga
á, þó ekki sé nema eitthvað af því sem
ég er að velta fyrir mér.“
Hljómsveitín Skárren ekkert fer
áður ótroðnar slóðir í tónlistinni að
þessu sinni. Tónlistín byggist bæði á
umhverfishljóðum úr Aburðar-
verksmiðjunni meðal annars og tölv-
utónlist, en einnig er hlutí tónlistar-
innar spiluð lifandi af hljómsveitinni á
sviðinu. Skárren ekkert hefur fengið
til liðs við sig Sölva Blöndal, trommu-
leikara úr hJjómsveitinni Quarashi
sem einnig spilar með þeim á sviðinu.
Maðurinn er ávallt einsamall
Þriðja verk sýningarinnar er eftir
Olöfu Ingólfsdóttur og kallast Maður-
inn er alltaf einn. Upphaflega samdi
Olöf verkið fyrir danshöfundasam-
keppni íslenska dansflokksins sem
haldin var fyrir ári síðan. Nú hefur
hún lengt verkið og og er það í kring-
um 20 mínútur. I verkinu bregður
Ólöf upp mynd af sérstöðu hvers ein-
staklings og því að aðrir öðlast aldrei
fullan skilning á upplifunum hans í líf-
inu.
„Verkið Qallar um þann hluta
mannlegrar tilvera að maðurinn er
alltaf einn. Engir tveir einstaklingar
upplifa sama hlutinn eins, upplifun
þeirra byggist alltaf á annarri reynslu
þeirra. Engii- tveir era eins hið innra
jafhvel þótt það sem utan frá séð virð-
ist vera eins. í verkinu eru fimm
dansarar sem hver dansar sinn eind-
ans og saman mynda þeir eina heild.
Þeir gera sama Mutinn en hver á sinn
hátt og það endurspeglar þá stað-
reynd að engir tveir eru eins. Þörfin
fyrir samskipti sprettur út frá þessari
sértæku upplifun einstaklinga og þótt
við öll þrífumst á samskiptum við
aðra munu aðrir aldrei skilja okkur til
fulls,“ segir Ólöf. Tónlistin er eftír
Hall Ingólfsson og er hún trumsamin
fyrir þetta verk. Tónlistin verður gef-
in út á geisladiski ásamt tónlist Skár-
ren ekkert við verkið NPK.
Auk þess sem öll dansverkin sem
ftmmsýnd verða í kvöld era frumsam-
in af íslenskum höfundum, er tónlistin
einnig frumsamin af íslenskum tónl-
istarmönnum og búningar og leik-
mynd eru eftír íslenska hönnuði. Því
er hér um að ræða allstóran viðburð í
íslensku menningarlífi.
Garðlj
Garðljósin eru
komin aftur.
• 4 í pakka
• Spennubreytir
• Perur fylgja
• Framlengingarsnúra
OS
Tilboðsverð
5.990 kr.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
3D Stiidio Max
Grunnatriði þrívíddarfon itsins 3D Studio Max
20 stunda námskeið -► Skráning í síma 568 5010
T
rí
GRUNNUR
t k
RAFIÐNAÐARSKÓLINN
Skeifan 11b, sími 568 5010, skoli@raf.is, www.raf.is