Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sameiginleg heimasíða allra
lögregluembætta landsins
Ætlað að stytta
bilið milli lögreglu
og almennings
SÓLVEIG Pétursdóttir dóms-
málaráðherra opnaði með form-
legum hætti í gær sameiginlega
heimasiðu á vegum ríkislög-
reglusljóra fyrir öll lögreglulið
landsins. Með opnun síðunnar
hefur almenningi verið gert
kleift að skoða öll lögregluemb-
ætti landsins með innbyrðis
tengingum með því að fletta upp
einni sameiginlegri síðu lögregl-
unnar á fslandi.
Veffang heimasíðunnar er
www.logregla.is og
www.police.is og um gerð vefj-
arins sá Hugvit hf. í samvinnu
við starfsmenn tölvudeildar rík-
islögreglustjórans og lögregl-
unnar í Reykjavfk.
Heimasíðan er þannig upp-
byggð að ákveðnar upplýsingar
eru staðlaðar fyrir allt landið.
Má nefna að á aðalsíðu eru m.a.
lögreglufréttir, dagbók lögreglu
og netföng lögreglumanna. Er
gert ráð fyrir að almenningi
verði auðveldaður aðgangur að
upplýsingunum með því að bjóða
upp á áskrift að upplýsingunuin
með tölvupósti.
Með notkun heimasiðunnar
getur almenningur einnig sent
fyrirspurnir til lögregluembætta
í landinu og spurt t.d. um fram-
gang mála sinna hjá lögreglunni
og komið með ábendingar um
fjölmörg málefni, sem almenn-
ingi þykir eiga heima á skjá lög-
reglunnar.
Að sögn Haraldar Johannes-
sen ríkislögreglustjóra leggur
lögreglan áherslu á að heima-
síðan nýtist sem þjónustu-
miðill fyrir almenning og með
tilkomu hennar færist lögregl-
an og störf hennar nær almenn-
ingi.
„Við erum að stytta bilið á
milli hins almenna borgara og
lögreglunnar og leggjum
áherslu á að þeir fái skjót svör
við þeim fyrirspurnum sem þeir
varpa fram, bæði um störf lög-
reglunnar og einstök mál sem
varða þá,“ sagði Haraldur.
Lögreglan vonast til þess að
Morgunblaðið/Golli
Frá formlegri opnun heimasíðu lögreglunnar í gær. Frá vinstri: Árni Albertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn,
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
með notkun heimasiðunnar tak-
ist að virkja almenning til að
auðvelda lögreglunni ýmis
störf, en reynslan af heimasíðu
lögreglunnar erlendis hefur
gefíð ágæta raun í því tilliti,
eins og eftirfarandi saga vitnar
um.
I Halifax týndist lítið barn fyr-
ir nokkru og barst staðarlög-
reglu tilkynning þess efnis. Við
lögreglunni blasti erfið leit á
stóru svæði og greip hún til þess
ráðs að lýsa eftir baminu á
fréttasíðu sinni á Netinu. Einn
fjölmargra áskrifenda lögreglu-
fréttanna sá tilkynninguna og
meðfylgjandi ljósmynd af hinu
týnda barni er hann opnaði
tölvupóstinn á einkatölvu sinni.
Kannaðist viðkomandi við að
hafa séð barnið í verslunarmið-
stöð í borginni og hafði samband
við lögreglu. Við eftirgrennslan
hennar kom í ljós að um var að
ræða hið eftirlýsta barn og
leiddu því upplýsingar borgar-
ans til þess að barnið fannst að-
eins fáeinum kiukkustundum
eftir að það týndist.
Rafiðnaðarsambandið mótmælir hugmyndum
um breytingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Sömu menn leggi heim
æðar og heimtaugar
Banaslys í umferðinni
Atján manns
hafa látist
á árinu
ÁTJÁN manns hafa látist í umferð-
arslysum á þessu ári, samkvæmt
upplýsingum frá Umferðarráði.
Ellefu banatilvikanna urðu utan
þéttbýlis og sjö í þéttbýli eða í
næsta nágrenni við þéttbýli.
í októbermánuði í fyrra höfðu 20
manns látist í umferðarslysum en á
öllu síðasta ári létust 27 manns í
umferðinni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Umferðarráði voru flestir hinna
átján sem látist hafa það sem af er
árinu, á aldrinum 25 til 64 ára, eða
sex manns. Tveir hinna látnu voru
böm undir 15 ára aldri, einn á aldr-
inum 15 til 16 ára, fimm manns á
aldrinum 17 til 20 ára, einn á aldr-
inum 21 til 24 ára og þrír 64 ára og
eldri.
I umdæmi lögreglunnar á Sauð-
árkróki hafa orðið fjögur banaslys á
árinu, þrjú í Reykjavík og jafnmörg
í Hafnarfirði og í umdæmi lögregl-
unnar í Borgarfirði.
HUGMYNDIR eru uppi innan
Orkuveitu Reykjavíkur að þjálfa raf-
virkja sem vinna við að leggja raf-
magnsheimtaugar til að leggja um
leið heimæðar heita vatnsins. Einnig
að bjóða þessi verk út sameiginlega
en gera jafnframt kröfur um að raf-
virkjar verði fengnir til að sjá um
lagningu rafmagns.
Rafiðnaðarsamband íslands hefur
sent Orkuveitu Reykjavíkur opið
bréf þar sem íyrirætlunum Orku-
veitunnar í þessu efni er mótmælt.
„Okkur hefur borist tilkynning um
að Orkuveitan hafi ákveðið að þjálfa
rafiðnaðarmenn og gera þá færa um
að leggja hitaveituæðar. Einnig hef-
ur okkur verið tjáð að samskonar til-
kynning hafi verið send til járniðnað-
armanna sem hingað til hafa starfað
að heimæðum Hitaveitunnar, um að
þeir verði þjálfaðir til þess að leggja
og ganga frá rafmagnsheimtaugum,"
segir meðal annars í bréfinu sem birt
er á heimasíðu Rafiðnaðarsambands-
ins. Er þessum fyrirætlunum mót-
mælt harðlega, sagt að þau séu þver-
brot á gildandi iðnlöggjöf og raf-
magnsreglugerðum og ógni öryggi
starfsmanna Orkuveitunnar og borg-
arbúa. Þá eru boðaðar aðgerðir
starfsmanna og stéttarfélaga þeirra.
Bætt þjónusta
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, sem til varð
með sameiningu Hitaveitu Reykja-
víkur og Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur, segir að hugmyndir um hagræð-
ingu með því að sameina lagningu
heimtauga rafmagns og heits vatns
hafi komið frá þeim starfsmönnum
sem vinna þessi verk. Hugmyndin sé
að bjóða rafiðnaðarmönnum upp á
„ÞETTA voru mistök hjá starfs-
mönnum okkar,“ sagði Gunnar
Skúli Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Dominos, eftir að tólf ára
drengur, sem staðinn var að síma-
ati, var látinn vinna upp í tjónið
eins og greint var frá í frétt Morg-
unblaðsins í gær.
Höfðu gabbað fyrir
um sjö þúsund krónur
Gunnar sagði að þegar hefði ver-
ið haft samband við móður drengs-
ins og hún beðin afsökunar á því
að drengurinn var látinn vinna upp
í skuldina án þess að henni væri
gert viðvart. „Ég held að sættir
suðunámskeið og próf til þess að þeir
geti einnig lagt heimæðar heita
vatnsins. Þá væri rætt um að bjóða
þessi verk út sameiginlega, þegar
þau væru falin verktökum, en jafn-
framt gerð krafa um að menn hefðu
nauðsynleg réttindi, svo sem raf-
virkjun, til að leggja heimtaug raf-
magns.
Guðmundur vísar því á bug að
þessi áform feli í sér brot á reglugerð-
um og bendir í því sambandi meðal
annars á að lagnirnar séu utan húss
og byggingareglugerð taki því ekki til
þeirra. Þá hafi ekki verið krafist iðn-
réttinda til að leggja heimæðar heita
vatnsins. Hann neitar því einnig að
öryggi starfsmanna eða borgarbúa sé
stefnt í hættu. Tilgangur hugsanlegra
breytinga sem feli margt fleira í sér
sé að veita betri og fljótari þjónustu á
sem hagkvæmastan hátt.
hafi náðst,“ sagði Gunnar.
„Það eina sem móðirin var
óhress með var að ekki var þegar
haft samband við hana. Strákarn-
ir gáfu að vísu ekki upp réttan
aldur og sögðust vera 14 ára. Það
er töluvert um símaat og þessir
eru búnir að gabba fyrir um 7
þúsund krónur en í svona tilfell-
um á að hringja beint í lögregluna
og afgreiða málið þannig. Það eru
eðlileg viðbrögð og er yfírleitt
gert þegar við getum rakið sím-
tölin. Þá er hringt beint í foreldr-
ana og þeir hafa komið hingað
með börn og látið þau borga fyrir
símaatið.“
Fangels-
isdómur
fyrir vor-
veiðar
RÚMLEGA tvítugur piltur
hefur verið dæmdur í tveggja
mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að hafa skotið frið-
aða fugla við Hjörleifshöfða í
Vestur-Skaftafellssýslu hinn
1. maí í vor. Pilturinn var
einnig sviptur skotvopnaleyfi
og að auki dæmdur til að
greiða 90 þúsund ki'ónur í
sekt.
Piltinum var gefið að sök að
hafa skotið þrjár gæsir, sex
stokkendur, tvo lóma og tvo
tjalda að morgni hins 1. maí
og brotið þar með lög um
vemd, friðun og veiðar á villt-
um fuglum og villtum spen-
dýrum.
Ákærða var einnig gefið að
sök að hafa skotið að fuglum
úr bifreið sinni í landi
Straums og Vorsabæjar í
Austur-Landeyjum án leyfís
landeiganda síðar um daginn
og játaði ákærði bæði brotin.
Ákærði var ennfremur
fundinn sekur um að hafa
stofnað lífi og heilsu bóndans í
Vorsabæ í hættu er hann ók
með bóndann hangandi utan í
bifreið sinni er bóndinn
reyndi að stöðva för piltsins
er hann hugðist hverfa fyrir-
varalaust af vettvangi. Hafði
bóndinn hringt á lögreglu
vegna háttsemis piltsins en
þar sem hún var langt undan
vildi bóndinn fá piltinn til að
bíða. Pilturinn reyndi hins
vegar að flýja undan bóndan-
um á bifreiðinni og dróst
bóndinn nokkra tugi metra
með henni og hlaut af því mar
og skrámur.
Jón Finnbjörnsson, dómari
við Héraðsdóm Suðurlands,
komst þó að þeirri niðurstöðu
að bóndinn hefði ekki sýnt
sérstaka varúð með fram-
göngu sinni.
Framkvæmdastjóri Dominos
Mistökin lig-gja hjá
starfsmönnunum