Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Porkell
Um 2.000 íbúar í hverfinu hafa skrifað undir beiðni um göngnbrú yfir Miklubraut til móts
við Framheimilið.
Hafnar eru framkvæmdir við nýja göngubrú yfir Miklubraut til móts við Hagkaup, en um-
ferðarhraði hefur aukist inn í borgina eftir að brúin við Skeiðarvog var tekin í notkun og
umferðarljósin felld þar niður.
Krafa um göngubrú til móts við Framheimilið
Málið í athugun hjá
borgaryfírvöldum
Reykjavík
BORGARYFIRVÖLD eru
enn að kanna hvort byggja
eigi göngubrú yfir Miklu-
braut til móts við Framheim-
ilið en um 2.000 íbúar hverfis-
ins skrifuðu undir beiðni um
brú fyrr á árinu. Að sögn
Stefáns Hermannssonar
borgarverkfræðings mun nið-
urstaða fást í vetur.
Borgarverkfræðingur benti
á að framkvæmdir væru
hafnar við göngubrú yfir
Miklubraut til móts við Hag-
kaup í Skeifunni. Rökin fyrir
þeirri brú væru þau að eftir
að ljósin voru felld niður við
Skeiðarvog væri meiri hraði á
umferðinni inn í borgina að
fyrstu ijósum við Grensásveg.
Sagði hann að í þeim tillögum
sem fyrir lægju væri ekki
gert ráð fyrir göngubrú til
móts við Framheimilið.
„Við höfum ekki mótmælt
því að aðgengi gangandi úr
Hvassaleiti í undirgöngin við
Kringluna er ekki gott,“ sagði
hann. „Það var því ákveðið að
skoða þetta aftur þegar er-
indi barst um það en þá var
búið að binda framkvæmdir
þessa árs og næsta árs í vega-
áætlun.“
Fjölskylduráðgjöfín Efling starfar í Hafnarfírði
Margar fj ölskyldur
hafa leitað aðstoðar
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Georgía Kristmundsdóttir sálfræðingur og starfsmaður
Eflingar.
Hafnarfjörður
FJÖLSKYLDURÁÐGJÖFI
N Efling hefur verið starf-
rækt hjá Hafnarfjarðarbæ
í tæp tvö ár. Markmið
hennar er að veita fjöl-
skyldumeðferð fyrir fjöl-
skyldur í vanda með það
fyrir augum að efla sam-
heldni þeirra og hæfileika
til að leysa úr vandamálum
sfnum. Að sögn Georgíu M.
Kristmundsdóttur sálfræð-
ings hefur fólk leitað tals-
vert til Eflingar og aðsókn
farið stigvaxandi.
Georgía er eini starfs-
maður Eflingar og hóf
störf þar í mars 1998, en
starfsemin hófst nokkrum
mánuðum fyrr. Tæpur
helmingur þeirra sem leita
til Eflingar kemur eftir til-
vísun frá félagsráðgjöfum
og um fjóröungur eftir til-
vísanir frá skólum í Hafn-
arfírði. Einnig getur fólk
leitað til Eflingar að eigin
frumkvæði og er íjöldi
þeirra um fimmtungur af
hcildarfjölda þeirra sem
leitað hafa til Eflingar frá
upphafi. Frá skólunum
koma aðilar allt frá leik-
skóla upp í framhaldsskóla
til meðferðar.
Að sögn Georgíu er í
flestum tilfellum um að
ræða fjölskyldumeðferð
vegna vandamála á heimil-
um sem oft verða vegna
samskiptaerfiðleika. Hún
segir meðferðina byrja
þannig að gerður sé samn-
ingur á milli hennar og
viðkomandi fjölskyldu, sem
m.a. snerti mætingar og
þagnarskyldu. „Það sem
rætt er hér innan veggja
er alfarið á milli mín og
skjólstæðinganna," segir
Georgía. Einnig eru sett
meðferðarmarkmið sem
farið er yfir að meðferð
Iokinni og athugað hvort
þau markmið hafi náðst. Ef
niðurstaðan er sú að þau
hafi náðst er meðferðinni
lokið, en að öðrum kosti er
það metið hvort skjólstæð-
ingarnir haldi áfram vinnu
hjá Eflingu eða sé vísað til
annars meðferðaraðila.
Meðferðin gengur einnig
út á það að fólkið sé sjálft
virkt á milli viðtalstíma og
fá fjölskyldurnar þá ýmis
verkefni til að takast á við
heimafyrir.
Georgía telur að um 160
fjölskyldur eða einstakling-
ar hafi leitað til Eflingar
frá upphafi og það sé mun
meiri fjöldi en hún hafði
reiknað með í upphafi. Hún
segir að fólk virðist kunna
vel að meta þessa þjónustu
og að eftirspurnin hafi far-
ið stigvaxandi. Georgía
segir það sjálfsagt fyrir
fólk, sem telur að einhverj-
ir erfiðleikar séu til staðar
á heimilinu, að hafa sam-
band við sig. „Segja má að
því fyrr sem fólk leitar sér
aðstoðar, þeim mun auð-
veldara verður að leysa
vandann og það er betra
að takast á við vandamálið
áður en það nær að grafa
sig of djúpt í fjölskyldulíf-
ið.“
Að sögn Georgíu kemur
fólk til hennar með marg-
vísleg vandamál sem til
verða innan fjölskyldunn-
ar. Samskiptaörðugleikar
og vissir erfíðleikar við að
setja sér mörk eru þó oft
undirrót vandans. Hún seg-
ir það misjafnt og einstak-
Iingsbundið hversu fólk
eigi auðvelt með að stíga
það skref að leita sér að-
stoðar.
„Mér finnst góð reynsla
af þessu starfi og tel að
náðst hafi verulegur ár-
angur,“ segir Georgía. Hún
hvetur alla þá sem eru að
hugleiða að leita sér að-
stoðar að hafa samband
fyrr en síðar, enda hafi
reynslan frá því í fyrra
sýnt að eftir því sem líður
á veturinn hafi aðsóknin
aukist til muna. „Þessi
þjónusta er fyrir bæjarbúa
og sjálfsagt fyrir þá að
nýta sér þessa þjónustu,
sem er rnjög dýr sé leitað
til sérfræðinga sem starfa
sjálfstætt," segir Georgía.
Fram að þessu hefur ekki
verið tekið gjald fyrir
þessa þjónustu, en til
stendur að sefja á gjald-
skrá á næstunni, sem vænt-
anlega verður þó viðráðan-
leg fyrir fjölskyldur sem
þurfa að leita til Eflingar.
Fyrsta húsið rís á nýju hafnarsvæði
Morgunblaðið/Ásdís
Hafnarfjörður
FYRSTA húsið á nýja hafn-
arsvæðinu við Hafnarfjarð-
arhöfn er nú að taka á sig
mynd. Það er skipasmíða-
stöðin Ósey hf. sem er eig-
andi hússins. Framkvæmdir
hófust seinni hluta ágúst-
mánaðar þegar byrjað var
að grafa fyrir sökklum húss-
ins. Grindin er nú öll risin og
eru menn byrjaðir að klæða
húsið. Byggingin er 3.600
fermetrar og 38.000
rúmmetrar að stærð. Braut-
arskálinn er 20 metra hár,
50 metra langur og 22 metra
breiður. Hallgrímur Hall-
grímsson, framkvæmda-
stjóri Óseyjar, segir að verk-
ið sé komið vel af stað, en
reiknað er með að húsinu
verði skilað fullbúnu 20. des-
ember næstkomandi.
Hallgrímur sagðist þó
reikna með að fyrirtækið
hefji þar starfsemi eitthvað
fyrr, enda sé þó nokkur tími
sem reiknaður er í ýmiskonar
frágang. Hann segir að nú
standi á veitumálum á nýja
svæðinu, það vanti bæði heitt
og kalt vatn, rafmagn og
síma. Verið er að vinna í þeim
málum, en að sögn Hallgríms
er verkið ekki ennþá komið í
útboð, og finnst honum að
menn séu nokkuð seinir varð-
andi framkvæmd veitumála á
nýja svæðinu. „Þetta er eins
og að byggja í eyðimörk, ekk-
ert öðruvísi," segir Hallgrím-
ur.
Að sögn Hallgríms eru
næg verkefni fyrirliggjandi
hjá Ósey og smíðar á nýju
skipi hófust í síðustu viku
sem á að afhenda næsta vor.
Það skip verður fyrsta ný-
smíði í nýja húsinu. Byrjað
er að smíða hluta af skrokkn-
um í Póllandi og reiknað er
með að það sem smíðað verð-
ur þar komi tU landsins um
áramót. Það fer þá beint inn í
húsið og klárast þar.
Nýtt
30 km
hverfi
Hafnarfjördur
SAMÞYKKT hefur verið á
fundi skipulags- og umferð-
amefndar Hafnarfjarðar að í
íbúabyggðinni suðaustan við
Suðurbraut verði sett á 30
km hverfi rneð tilheyrandi
aðgerðum. Á fundinum voru
lögð fram erindi frá íbúum
við Móabarð og Þúfubarð
sem kvörtuðu undan of mikl-
um hraða í hverfinu og bentu
á að 50 km hámarkshraði
væri of mikUl miðað við að-
stæður.
í ályktun nefndarinnar
segir að stefnt sé að fjölgun
svokallaðra 30 km hverfa í
bænum og að þetta hverfi sé
mjög vel til þess fallið. Þarna
sé um að ræða tiltölulega
einsleita íbúðabyggð þar sem
ekki séu tU staðar nein
stærri fyrirtæki eða verslan-
ir og leikskóli sé í útjaðri
hverfisins. Aðkomur að
hverfinu eru þrjár og engar
almenningssamgöngur eru
innan þess.