Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 41 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMÞJOPPUN í SJÁVARÚTVEGI * IUMRÆÐUM á Alþingi í fyrradag, gerði Svanfríður Jónas- dóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, að umtalsefni þá þróun, sem er að verða í sjávarútvegþ þar sem sífellt færri og stærri fyrirtæki eignast stærri og stærri hlutdeild í veiðiheim- ildum og varpaði fram þeirri spurningu, hvort fundizt hefði leið til þess að fara framhjá lögum, sem Alþingi hefur sett til að koma í veg fyrir, að of stór hluti veiðiheimilda færist á of fáar hendur. Þingmaðurinn sagði m.a.: „Getur verið, að þrátt fyrir vilja Alþingis og lagasetningu um hámarksaflahlutdeild ein- stakra sjávarútvegsfyrirtækja hafi fundizt annar farvegur til yfirráða á auðlindinni i miklu stærri mæli en einstökum fyrir- tækjum leyfist?" Til skýringar á þessum ummælum benti Svanfríður Jónas- dóttir á, að Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipafélags ís- lands, ætti „umtalsverðan" hlut og stundum „ráðandi hlut“ í fyrirtækjum, sem hafa yfir að ráða yfir 60 þúsund þorskígildistonnum eða um 16% heildaraflahlutdeildar. Þá benti þingmaðurinn á eignarhlut Samherja hf. í Skagstrend- ingi, sem nemur um 37%, sem er að vísu ekki ráðandi hlutur við þær aðstæður, sem ríkja í því fyrirtæki þótt þessi eignarhlut- deild mundi duga til yfirráða í flestum öðrum sjávarútvegsfyr- irtækjum, sem skráð eru á markaði. Burðarás hf. á eins og kunnugt er um 40% í Utgerðarfélagi Akureyringa, sem er augljóslega ráðandi hlutur. Hlutdeild fyr- irtækisins í Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi nemur nú um 27%, sem fer að verða nálægt ráðandi hlut, og um 23% í Síldar- vinnslunni og þarf augljóslega ekki mikla viðbót til þess að þar geti hlutur fyrirtækisins farið að nálgast ráðandi stöðu. Aðrar stórar samsteypur eru Grandi og Þormóður rammi en fyrr- nefnda fyrirtækið á umtalsverðan hlut í því síðarnefnda og jafnframt er að verða mikil sameining í Vestmannaeyjum, sem leiðir til þess að þar verða miklar veiðiheimildir á einni hendi. Það eru ákveðin rök fyrir þessum ábendingum Svanfríðar Jónasdóttur og ekki hægt að horfa fram hjá þeim. Alþingi hef- ur sett lög um hámark veiðiheimilda hjá sama fyrirtæki og ef hægt er með rökum að halda því fram, að þau lög tryggi ekki að markmiði þeirra verði náð þarf Alþingi augljóslega að skoða þá lagasetningu nánar. A hinn bóginn er Ijóst, að það eru líka ákveðin rök fyrir því að með því að útgerðarfyrirtækin verði stærri sé hægt að ná aukinni hagkvæmni í rekstri þeirra. Að vísu hefur ekkert kom- ið fram um það, að Burðarás hf. hafi í hyggju að vinna að sam- einingu þeirra þriggja fyrirtækja, sem hér um ræðir og þegar Samherji hf. keypti stóran hlut í Skagstrendingi var það sér- staklega tekið fram af hálfu forráðamanna Samherja, að mark- miðið væri ekki sameining fyrirtækjanna. Hins vegar má vel vera, að ábendingar Svanfríðar Jónasdóttur og þær umræður, sem skapast í kjölfar þeirra leiði til þess að settar verði enn frekari takmarkanir á magn þeirra veiðiheimilda, sem megi vera í höndum sama útgerðaraðila. Slíkar takmarkanir mundu þá koma til viðbótar þeim takmörkunum, sem nú eru á framsali veiðiheimilda. Það er afar ólíklegt, að umræður sem þessar mundu fara fram, ef útgerðarfyrirtækin greiddu gjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Ef slíkt sanngjarnt og eðlilegt gjald væri greitt, sem rynni í almannasjóði, er mjög sennilegt, að almenn- ingur mundi líta svo á, að þegar það gjald væri greitt væri það mál útgerðanna sjálfra, hvort það hentaði þeim að stunda rekstur í stórum einingum eða smáum. Það má líka telja lík- legt, að almanna stuðningur yrði við það, að útgerðarfélögin ættu að hafa frjálsar hendur um framsal veiðiheimilda eftir því, sem hentaði hagsmunum þeirra hverju sinni. Þau fyrirtæki, sem Svanfríður Jónasdóttir nefndi í ræðu sinni og önnur stór fyrirtæki, sem hafa fjárfest marga milljarða í útgerð, eiga mikilla hagsmuna að gæta að fjárfesting þeirra skili sér og að friður verði um þá atvinnugrein, sem þau hafa lagt svo mikla fjármuni í. Þess vegna væri rökrétt, að málflutn- ingur þingmannsins leiddi til þess að aukinn stuðningur yrði við það innan stóru útgerðarsamsteypanna og annarra þeirra, sem hafa lagt mikið fjármagn í sjávarútveg, að til þess að tryggja bæði frið og frelsi til að ná aukinni hagkvæmni, verði skynsamlegasta leiðin sú, að taka fullan þátt í þjóðarsátt um sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir veiðiréttinn. Með því að taka undir þessi sjónarmið og lýsa vilja til að standa að lausn á þessu mikla deilumáli á þennan veg mundu þau fyrirtæki og þeir aðilar ná meiri árangri í að tryggja að fjárfesting þeirra skili góðum arði en með því að halda áfram þeim deilum, sem staðið hafa á annan áratug. A tímum opinna viðskipta á hlutabréfamarkaði skiptir það meiru en flest annað. Lögreglan gagnrýnir afleiðingar nýs lagaumhverfís í stóra fíkniefnamálinu Morgunblaðið/Júlíus Rannsókn lögreglu á stóra fikniefnamálinu hefur leitt til þess að tíu menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og lagt hefur verið hald á rúmlega 30 kg af fíkniefnum. Þá eru ótalin mikil verðmæti sem komin eru í vörslu lögreglu, sem talið er að hafi verið aflað með hagnaði af fíkniefnaviðskiptum. Sakborningar leitast við að samræma framburði sína Tíu íslendingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á stóra fíkniefnamálinu nú þegar rúmur mánuður er síðan upp komst um málið. Örlygur Steinn Siguijónsson kynnti sér sögu málsins og greinir m.a. frá því að gagnrýni lögreglunn- ar á nýtt lagaumhverfí sem hún vinnur í og telur að spilli rannsókn málsins sé til athugunar hjá dómsmálaráðuneytinu. FYRSTU mennimir sem handteknir voru í þágu rannsóknar málsins hafa lokið ríflega helmingi af gæsluvarðhaldsvist sinni, en þeir voru úrskurðaðir í varðhald til 11. nóvember eftir handtöku lögreglunn- ar hinn 10. september. Fimmti maðurinn, sem var hand- tekinn og úrskurðaður í eins mánaðar gæsluvarðhald, verður látinn laus næstkomandi mánudag, 18. október, nema lögregla leggi fram kröfu um framlengingu á varðhaldi hans og dómari samþykki kröfuna. Auk þess sem lögreglan í Reykja- vík fékk mennina fimm úrskurðaða í gæsluvarðhald, lagði hún hald á nokkrar glæsibifreiðir og mikið magn fíkniefna, sem fannst við upphaf málsins hinn 8. september. Þá fund- ust sjö kg af hassi í tyrknesku leigu- skipi Samskipa við Reykjavíkurhöfn og fáeinum dögum síðar hafði lög- reglan lagt hald á 1 kg af kókaíni, 4 kg af amfetamíni, 24 kg af hassi og 6 þúsund e-töflur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra hóf fljótlega afskipti af málinu og aðstoðaði lögregluna í Reykjavík við að upplýsa fjármálahlið þess. Ekki leið á löngu uns efnahagsbrota- deildin hafði lagt hald á mikil verð- mæti, þ.e. fasteignir, dýrar bifreiðir, lausafjármuni, listaverk og fleira sem talið er að sé afrakstur fíkniefna- gróða í málinu. Lögreglan í Reykjavík handtók síðan sjötta manninn 24. september og fékk hann úrskurðaðan í tveggja mánaða gæsluvarðhald daginn eftir. Tveir Islendingar handteknir í Kaupmannahöfn Jafnhliða því sem rannsókn máls- ins hélt áfram hérlendis höfðu tveir Islendingar verið eftirlýstir í gegnum Interpol og voru að lokum handtekn- ir í miðborg Kaupmannahafnar 26. september en þá höfðu þeir verið eft- irlýstir í Evrópu í hálfan mánuð. Voru þeir fluttir til íslands þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 1. desember. Alls voru því átta menn komnir bak við lás og slá á þeim tæpu þrem- ur vikum, sem liðnar voru frá því lög- reglan haldlagði fíkniefnin og hand- tók fyrstu mennina í málinu. Lögð var mikil áhersla á að rann- saka fjármálahlið málsins af hálfu efnahagsbrotadeildarinnar, en á tæp- um hálfum mánuði hafði deildin lagt hald á eignir og fjármuni að verð- mæti um 70 milljónir króna. Níundi grunaði aðilinn bættist í hóp gæsluvarðhaldsfanga 2. október er hann var úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 8. desember í þágu rannsókn- ar málsins. Nýjasta handtakan var svo gerð þegar efnahagsbrotadeildin handtók karlmann á fimmtugsaldri síðastlið- inn sunnudag og fékk hann úrskurð- aðan í gæsluvarðhald til 19. október. Var það fyrsti sakborningurinn sem efnahagsbrotadeildin fékk úrskurð- aðan í gæsluvarðhald eftir að deildin hóf afskipti af málinu og jafnframt tí- undi sakborningurinn í málinu. Er hann elstur gæsluvarðhaldsfanganna, sem eru undir þrítugu nema einn, sem er 36 ára gamall. Tekist á um rannsóknargögn Mikið hefur gengið á við rannsókn málsins að því er varðar samskipti lögreglunnar og verjenda sakbom- inganna, sem krafist hafa aðgangs að mikilvægum rannsóknargögnum í þeim tilgangi að sýna skjólstæðing- um sínum þau á grundvelli nýs ákvæðis í 43. gr. laga um meðferð op- inberra mála, en lögunum var breytt í vor og tóku gildi 1. maí sl. Fyrir gildistöku breytingai’frum- varpsins sagði í þágildandi ákvæði 43. gr. laga um meðferð opinberra mála, að ekki mætti láta sakborningi í té eintak af endurriti rannsóknargagna eða kynna honum efni þess með öðr- um hætti, þótt verjendur hefðu hins vegar rétt á að fá aðgang að máls- gögnum sem áður. Kom fram hörð gagnrýni á þetta ákvæði m.a. frá lög- mönnum sem töldu að það samrýmd- ist ekki hlutverki þeirra sem verj- enda að halda upplýsingum leyndum fyrir skjólstæðingum sínum. Var 43. gr. laganna því breytt og segii- í nú- gildandi ákvæði 43. gr. laga um með- ferð opinberra mála í 2. mgr. að „Þegar verjandi hefur fengið aðgang að gögnum máls er honum heimilt að láta sakborningi í té eintak af endur- riti eða kynna honum gögnin með öðrum hætti.“ Lögreglan telur hins vegar að laga- ákvæðið leiði til þess að verjendur sakborninganna í stóra fíkniefnamál- inu komist mun fyrr inn í málið en ella hefði orðið og með því að þeim sé heimilt á grundvelli ákvæðisins, að sýna skjólstæðingum sínum gögnin, sé vörnin í málinu komin það framar- lega, að hætt sé við að rannsóknin komist í uppnám. Viðurkennt að óheftur aðgang- ur gæti spillt rannsókn máls Er breytingamar á 43. grein lag- anna voru gerðai' var þó viðurkennt að með óheftum aðgangi sakbornings að rannsóknargögnum væri hætta á að hann gæti spillt rannsókn máls, t.d. með því að hagræða framburði sínum eftir að hafa fengið vitneskju um framburð annama sakborninga eða vitna. Til að koma í veg fyrir það var lögreglu heimilað í 1. mgr. 43. gr. laganna að neita að veita verjendum sakborninga aðgang að einstökum skjölum eða öðrum gögnum í allt að eina viku frá því þau urðu til eða komust í vörslu hennar ef hún teldi að það gæti skaðað rannsókn máls. Einnig var lögbundið að dómari mætti framlengja nefndan vikufrest í allt að þrjár vikur ef lögregla teldi nauðsynlegt að skýrsla yrði tekin fyr- ir dómi af sakborningi, brotaþolum eða öðrum vitnum til þess að upplýsa mál áður en aðgangur að gögnunum yrði veittur. Lögreglan telur á hinn bóginn að þessi málamiðlun komi fyrir lítið enda hafi það sýnt sig í stóra fíkni- efnamálinu að sakborningar hafi kos- ið að þegja í stað þess að tjá sig sjálf- stætt um sakarefnið og bíði þess að fresturinn líði, sem lögregla hefur til að mega synja verjendunum aðgang að gögnunum. I málinu sé komin upp sú staða, að verjendur sakboming- anna sækist efth' gögnum málsins í þeim tilgangi að geta leiðbeint skjól- stæðingum sínum í því hvemig þeir eigi að bregðast við m.a. framburðum annarra sakborninga. Þannig séu sakborningar að leitast við að sam- ræma framburði sína, sem er mjög skaðlegt fyrir rannsóknina. Þetta hefur vakið upp þá spurn- ingu hvort staða lögreglunnar hafi verið það sterk gagnvai’t sakborning- um, að ástæða hafi verið til að setja í ákvæði lög þess efnis að heimila verj- endum sakborninga í sakamálum að sýna skjólstæðingum sínum rann- sóknargögn lögreglu eftir að hafa fengið aðgang að þeim. DómsmálaráðheiTa segir aðspurð- ur um þetta atriði, að sá tímafrestur sem gefinn væri upp í 1. mgr. 43 gr. laganna væri talinn hæfilegur og að talið sé að hann myndi ekki spilla rannsóknarhagsmunum, en tæki jafnframt tillit til hagsmuna sakbom- inga. Þær upplýsingar sem ráðuneytinu berast frá lögreglu um gang rann- sóknarinnar í því lagaumhverfi sem hún telur að skaði rannsóknina, eru engu að síður til athugunar hjá ráðu- neytinu og verður gagnrýni lögregl- unnar þess efnis rædd við réttar- farsnefnd sem starfar á vegum ráðu- neytisins og vonast ráðherra til að niðurstaða úr þeim viðræðum fáist fljótt. Málfundur um jafnvægí kennslu og rannsókna í Háskóla íslands Rannsóknir marka Háskóla Islands sérstöðu meðal skóla á háskólastigi Hlutverk háskóla er að afla þekkingar, varð- veita hana og miðla henni, en hvar er rétta jafnvægið milli rann- sókna og kennslu í starfi þeirra? Birna Anna Björnsdóttir sat málfund í Háskóla -7-------------------- Islands þar sem þessu umhugsunarefni var varpað fram. ÞEGAR menntamálaráðu- neytið og Háskóli íslands sömdu nýverið um kennslu og fjárhagsleg samskipti undirrituðu Björn Bjarnason menntamálaráðhema og Páll Skúla- son, rektor Háskóla Islands, einnig yfirlýsingu þess efnis að þeir muni beita sér fyrir gerð sérstaks samn- ings um rannsóknir við stofnunina í tengslum við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2001. I tilkynningu frá Vöku, félagi lýð- ræðissinnaðra stúdenta, segir að það sé sífellt umhugsunarefni fyrir há- skóla hvemig jafnvægi milli rann- sókna og kennslu skuli háttað. Félag- ið efndi í vikunni til málfundar um þetta efni í hátíðarsal Háskóla Is- lands þar sem Páll Skúlason rektor Háskólans, Sigríður Ólafsdóttir, sér- fræðingur á Raunvísindadeild Há- skólans, og Þórlindur Kjartansson, formaður Vöku, fluttu framsögu og tóku þátt í pallborðsumræðum með Bjarna Armannssyni, forstjóra Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, Sigríði Jóhannesdóttur, þingmanni Samfylk- ingar, og Bimi Bjai-nasyni mennta- málaráðherra. Gæði menntunar eru stærsta hagsmunamál stúdenta Þórlindur Kjartansson, formaður Vöku, sagði í framsögu sinni að mikil- vægt væri að stúdentar tækju fmm- kvæði í því að ræða málefni sem þessi, því gæði menntunar væri stærsta hagsmunamál stúdenta til lengri tíma litið. Hann bendir á að hlutverk Háskólans sé tvíþætt, ann- ars vegar að miðla þekkingu og hins vegar að skapa nýja þekkingu. Hann telur mikilvægt fyrir Háskólann að leggja áherslu á öflugar rannsóknir en við núverandi aðstæður sé það erfitt, meðal annars vegna þess að fjöldi nemenda fari vaxandi og vegna þess að sífellt erfiðara sé að keppa um hæft starfsfólk. Þess vegna hafi Háskólinn ekki efni á öðm en að losa sig við þá sem ekki standi sig. Hann segir þetta mjög flókið og viðkvæmt mál því erfitt sé að finna góða mæli- kvarða á þessu sviði. Þó verði að reyna að setja þá því það sé mjög þýðingarmikið að Háskólinn laði til sín hæft fólk. Þórlindur segist hlynntur því að Háskólinn fái einnig fjármagn frá at- vinnulífinu. Hann segir það vera hræðsluáróður að segja akademískt hlutleysi skólans vera í hættu komi slíkt fjármagn til og bendir á að eng- inn vilji leggja fé í vísindarannsóknir sem skili ekki réttum og hlutlausum niðurstöðum. Skapi Háskólinn sér góðan orðstír í rannsóknum leiði það til þess að aukið fjármagn berist til hans og því sé lykilatriði fyrir Há- skólann að öflugt rannsóknarstarf sé unnið innan hans og að aðstæður til þess séu eins og best verður á kosið í heiminum. Fólk verður aldrei fullnuma Sigríður Olafsdóttir, sérfræðingur við Raunvísindadeild HÍ, sagði í framsögu sinni að með þeim breyt- ingum sem nú ættu sér stað í heimin- Fjöldi nemenda Háskóla Islands kom á málfundinn. Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, og Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, ræðast við á málfundi um jafnvægi kennslu og rannsókna í Háskóla Islands. um yrðu allir að horfast í augu við það að verða aldrei fullnuma og í því samhengi benti hún á hversu mikil- vægt sé að mennta og þjálfa fólk tU rannsókna. Hún segir að aðstaða og umhverfi tU rannsókna í Háskólanum hafa breyst tU hins betra á undan- förnum árum og góðan árangur af þeim breytingum megi merkja á auknum fjölda rannsókna og birtra niðurstaðna. Hún segir brýnt að efla rannsóknir við Háskólann enn frekar og að liður í því sé að efla framhalds- nám við allar deUdir, því rannsóknir séu stór hluti af framhaldsnámi. I rannsóknum felst að skUgreina ný og áður óþekkt viðfangsefni á skipulegan hátt og segir Sigríður grunnrannsóknir oft vera eins og ferð án fyrirheits þar sem forvitni reki fólk áfram. Öll tækniþekking okkar sé tilkomin vegna grunnrannsókna en vandinn við fjármögnun slíkra rannsókna sé sá að enginn viti hversu lengi þurfi að bíða eftir ái-angri þeirra. I Háskólanum fari fram mikl- ar grunnrannsóknir og segir hún að Islendingum beri skylda, sem einni af ríkustu þjóðum heims, til að leggja eitthvað af mörkum í þeirri þekking- arleit sem eigi sér stað í dag. Hún segir brýnt fyrir Háskólann að leggja áherslu á rannsóknir því þær skUi sér í fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum og hjálpi fólki að standa sig á breyttum tímum. Mikilvægt að vítt rann- sóknarsamfélag dafni Páll Skúlason, rektor HI, sagði í framsögu sinni að meginviðfangsefni háskóla, samkvæmt hefbundinni skil- greiningu á hlutverki hans, sé að afla þekkingai', varðveita hana og miðla henni. Hann leggur áherslu á að nemendur séu virkir aðUar í starfi há- skólans og að þeir séu ekki aðeins þar til að taka á móti þekkingu, heldur einnig tU að taka þátt í þekkingarleit- inni. Hann bendir á að sterk tengsl séu á milli rannsókna og kennslu og að nám í háskóla snúist um að beita gagnrýnni hugsun og þjálfa hana. Páll segir rannsóknarþáttinn verða sífellt mikilvægari í háskólanámi, líka í grunnnámi og bendir á þann fjölda lokaverkefna sem byggist á rann- sóknum. Hann segir kröfu tímans vera þá að allt skuli rannsaka og yfir- vega á fræðUegan hátt. Umhverfið kalli á aukna þekkingu og að krafan um fræðUeg vinnubrögð verði æ sterkari. Hann segir að rannsóknarum- hverfið sem háskólar skapi sé mjög mikUvægt og að gagnrýni og eftirlit með rannsóknum hafi mikla þýðingu. TU að stunda fræðirannsóknir verði kunnátta og vald á rannsóknarað- ferðum að vera tU staðar, sem og skUningur á niðurstöðum þeirra. MikUvægt sé að meta gæði rann- sókna stöðugt og á það bæði við innra mat á þeim og mat á gildi þeirra fyrir þjóðfélagið. Hann bendh' á að hvergi gangi fólk undir eins mikla og stöðuga hæfnisdóma og í háskólum. Þetta eigi bæði við um nemendur og kennara og segir hann að eftirlit og mat á hæfni og frammistöðu fræði- manna og kennara sé sífellt að aukast. Páll segir mikUvægt að vítt rann- sóknarsamfélag fái að dafna. Það sé hlutverk Háskólans að stunda grunn- rannsóknir og segir hann samvinnu við annað rannsóknarstarf í landinu, bæði meðal stofnana og fyrirtækja, skipta máli. Hann segir alþjóðleg samskipti einnig hafa mikla þýðingu og ef horft sé á Háskólann sem rann- sóknarháskóla sé mikUvægt að fá mat á rannsóknir hans erlendis frá. Fyrirtæki vilja ekki stýra starfi Háskólans I pallborðsumræðum að loknum framsögum sagði Bjami Ármanns- son, forstjóri FBA, að fyrirtæki í at- vinnulífinu þyrftu á Háskóla Islands að halda. Sá mannauður sem þar byggi væri mikilvægur og að þar skiptu gæði nemenda ekki síður máli en gæði kennara. Hann segir rann- sóknh’ innan Háskólans þýðingar- miklai’ fyrir atvinnulífið og að Há- skólinn væri á réttri braut með því að efla þær. Hann var spurður hvort hann teldi að með styrkveitingu fyrirtækja tU Háskólans gæti þróunin orðið sú að fyrirtækin reyndu að hafa áhrif á það starf sem þar færi fram. Þetta telur Bjarni harla ólíklegt og bendir á að með því að styrkja Háskólann séu fyrirtæki ekki að reyna að stýra því sem þar fari fram. Þau fyrirtæki sem velji það að láta gera rannsóknir inn- an Háskólans séu einmitt að sækjast eftir þeim vinnubrögðum sem þar séu notuð. Stjórnendur þessara fyrir-' tækja geri sér grein fyrir því að rannsóknir krefjist frelsis og þess að hugarflugið fái lausan tauminn. Nauðsynlegt að efla framhaldsnám Sigríður Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, segist telja að Há- skólinn hafi staðið sig vel í rannsókn- um í gegnum tíðina, þrátt fyrir tak- markað fjármagn. Hún segir að frá því að ný lög um Háskólann voru samþykkt hafi horft tU betri vegar og að nýr samningur um fjárhagsleg samskipti ríkis og Háskólans gefi ástæðu til bjartsýni. Hún telur nauðsynlegt að efla rannsóknir við Háskólann enn frekar, þó að vel hafi verið gert hingað tU. Hún segir eflingu framhaldsnáms mikilvægan þátt í því og að æskilegt væri að taka upp doktorsnám í ein- hverjum greinum. Doktorsrannsókn- ir væru oft á tíðum mjög hagnýtar og eftirsóttar í atvinnulífinu. ísland verði í fremstu röð Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að í kjölfar yfirlýsingar sem hann og háskólai’ektor hafi und- irritað, þar sem fram kemur að þeir muni beita sér fyrir gerð sérstaks samnings um rannsóknir við Háskól- ann i tengslum við undirbúning næstu fjárlaga, sé mikUvægt að nota næstu vikur og mánuði í að skUgreina betur þátt rannsókna í starfi Háskólans. Hann telur mikUvægt að skapa þeim sem stunda vísindi, kennslu og rann- sóknir frelsi til að ná árangri og að auknar rannsóknir leiði tU meiri dýpt- ar í námi. Ennfremur skuli setja það markmið að Island verði í fremstu röð hvað rannsóknir varðar og að fyrir- myndarrannsóknarsetur geti orðið hér í ákveðnum fræðigreinum. Menntamálaráðherra tekur fram að rannsóknirnar séu sá hluti há- skólastarfsins sem marki Háskóla Is- lands sérstöðu innan háskólastigsins. Hann bendir á að með tUkomu nýrra skóla hafi miklar breytingar orðið á háskólastiginu á örskömmum tíma. Hann segir mikUvægt að hefja um- ræðu um háskólastigið við þessar breyttu aðstæður, því umræða um hvaða gildi það hafi fyrir þjóðina að eiga öfluga háskóla verði að fara fram. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.