Morgunblaðið - 14.10.1999, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 14.10.1999, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvað segir Ríó-sáttmálinn? Kjarnorkuspreng- ingarnar I Hiroshima og Nagasaki árið 1945 mörkuðu lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Eftir það fór almenn- ingur um allan heim að átta sig á því, að nú hafði maðurinn eignast mátt til þess að eyða lífsskilyrðum sínum á jörðinni. Aukin athygli beindist einnig að því, sem áður var vitað, að maðurinn aðhefst margt, sem rýrir lífs- skilyrði hans, þótt ekki leiði beint til tortíming- ar. Stokkhólmsráð- stefnan 1972 var haldin til þess að fjalla um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og skýra þau. Síðan hefur orðið umhverfi feng- ið víðari merkingu en áður: um- hverfi mannsins að honum sjálfum meðtöldum, huglægt og hlutlægt. Umhverfi er ekki hið sama og nátt- úra. Umhverfisvernd er ekki hið sama og náttúruvemd, þótt saman kunni að fara. Umhverfismál hafa fengið á sig sterkan siðferðilegan svip, að því er varðar skyldur ein- staklingsins gagnvart samfélaginu og skyldur samfélagsins gagnvart komandi kynslóðum. Umhverfis- mál takmarkast ekki af landamær- um einstakra ríkja. Aukin umhverfisvitund manna er áberandi einkenni á síðustu ára- tugum tuttugustu aldar. Það er viðurkennt víðs vegar um heim. Ráðstefnan í Ríó de Janeiro 1992 var haldin til þess að vinna frekar úr fyrrgreindum málum og komast að fjölþjóðlegu samkomu- lagi um markmið og hvernig standa skuli að úrlausn einstakra umhverfismála. Árangurinn er Ríó-sáttmálinn, einn markverðasti gjörningur á alþjóðavettvangi, m.a. vegna ótvíræðs siðferðisgildis, svo og vegna þess, hversu mörg ríki undirrituðu hann, væntanlega með það í huga að fylgja honum. I Ríó urðu menn sammála um markmið í umhverf- ismálum, sem nefnt hefur verið sjálfbær þróun. Það nafn hef- ur fengið mjög víð- tæka merkingu. Enn fremur voru sam- þykktar nokkrar meginreglur (prins- íp) um réttindi og skyldur aðila á sviði umhverfismála, sem Einar B. ríki heims voru Pálsson hvött til að taka einnig upp í um- hverfíslöggjöf sinni. Frá þessu segir í bæklingi, sem umhverfís- ráðuneytið gaf út í júní 1997 undir heitinu „Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi". Þáverandi umhverfis- ráðherra, Guðmundur Bjarnason, ritaði formála og hvatti landsmenn til dáða við framfylgd Ríó-sáttmál- ans. Meginreglurnar eru þessar Upplýsinga- og aðildarregla (environmental rights principle). Sérhver einstaklingur skal eiga rétt á upplýsingum um umhverfið og einnig rétt til þátttöku í ákvörð- unum, sem snerta nánasta um- hverfi hans. Varúðarregla (precautionary principle). Regla um varúð við undirbúning framkvæmda vegna hættu á skað- legum umhverfisáhrifum. Reglan býður, að ef óttast er að fyrirhug- aðar framkvæmdir eða starfsemi valdi skaðlegum umhverfisáhrif- um, skuli ekki ráðist í þær fyrr en sýnt er að svo sé ekki. Mengunarbótaregla (polluter pays principle). Regla um bótaskyldu vegna mengunar. Reglan kveður á um að sá sem mengar eða spillir umhverfi af ásettu ráði eða gáleysi greiði Umhverfismál íslensk stjórnvöld virð- ast ekki eiga aðra kosti nú á grundvelli Ríó- sáttmálans, segír Einar B. Pálsson. Forræði þeirra var skert, þegar þau undurrituðu hinn fjölþjóðlega sáttmála. kostnað við að bæta skaðann og kostnað vegna aðgerða til þess að koma í veg fyrir umhverfistjón. Reglan felur einnig í sér að þeir sem hyggja á framkvæmdir, sem geta haft mengun eða umhverfis- spjöll í för með sér, greiði kostnað við mat á umhverfisáhrifum og umhverfiseftirlit. Nytjagreiðsluregla (user pays principle). Regla um greiðslu kostnaðar við verndun og viðhald náttúruauðl- inda. Reglan kveður á um að þeir, sem nýta auðlindirnar, skuli greiða kostnað við verndun og viðhald þeirra. Til viðbótar skal hér greint frá reglu, sem ekki er getið í greinar- gerð umhverfisráðuneytisins. Samvinnuregla (cooperation principle). Regla um að jafna ágreining í umhverfismálum með þátttöku all- ra, sem málið varðar. Kappkosta skal að ná tilteknu umhverfis- markmiði með samningum, þar sem m.a. er gætt gagnkvæmrar hófsemdar af fúsum vilja, frekar en að ríkisvald þurfi til að koma. Með meginreglunum er stefnt að samræmingu á sjónarmiðum, réttindum skyldum og stjórnsýslu á sviði umhverfismála. Því fylgir nokkur skerðing á sjálfræði ríkja um meðferð einstakra mála. Slíkt Fátækt í skugga fimmtán milljarða ÞÁ ER fjárlagafr- umvarpið blessað fram komið og eins og alltaf áður eru menn upp- teknir þessa dagana að ræða hinar ýmsu hlið- ar þess að vonum. Mest ræddu tíðindin eru áætlaður tekjuafg- angur upp á 15 millj- arða og ekki laust við að sumir séu dálítið upp með sér yfir ára- ngrinum. Auðvitað eru það hin ánægjulegustu tíðindi hjá öllum búum þegar afgangur verður og eins er það með blessað þjóðarbúið okkar Helgi Seljan ástæður í augum uppi, of lágar tekjur til hins brýna lífsframfæris al- gengasta orsökin. Og þá er að merg málsins komið. Fjölmennir þjóðfélagshópar fá litlu eða engu ráðið um afkomu sína. Hér á ég við þá lífeyrisþega þessa lands sem eiga afkomu sína að mestu eða öllu leyti undir rammatölum fjárlag- anna, í órofatengslum við ákvarðanir stjóm- valda um upphæðir bóta á hverri tíð. I ein- allra. Ekki er það fyrirheit heldur ama- legt að greiða eigi niður skuldir, skuldir eru skelfilegar í eðli sínu hvar sem á þeim örlar, því meiri því skelfilegri. En minnkun skulda þjóðarbúsins svo ágæt sem hún er kallar óneitanlega á umhugsun um aðrar skuldir sem sannanlega eru að aukast og enn sér ekki fyrir upp- gjörsendinn á en þar á ég við skuld- ir heimilanna, fjölskyldnanna - ekki þessara fjórtán - heldur svo alltof margra annarra fjölskyldna. Afgan- gurinn í fjárlagafrumvarpinu nú er m.a. til kominn vegna þessara skulda, vegna umframeyðslu fólks, þótt ástæður skuldanna séu enn fleiri og ílóknari. Vissulega eiga þessar skuldir að vera okkur öllum áhyggjuefni, en enn meira áhyggju- efni er mér sú fátækt sem of víða liggur í landi í skugga hinna 15 milljarða. Orsakir fátæktar geta j^vissulega ýmsar verið, við sumar ^verður ráðið en alltof víða liggja lægni er spurt og ætlast til svara: Þykir mönnum í raun ástæða til að Lífskjör Er ástæða til að raupa af milljarða tekju- afgangi, spyr Helgi Selj- an, þegar fátækt og allt yfir í hreina neyð er hlutskipti alltof margra? raupa af 15 milljarða afgangi þegar fátækt og allt yfir í hrein neyð er hlutskipti alltof margra þeirra sem allt sitt hald hafa í launagreiðslum frá þeim sama ríkissjóði og á að skila milljörðunum fimmtán í afg- ang? Finnst mönnum í alvöru ekki sem einhverju af marglofuðum afg- anginum mætti verja til að bægja neyðinni frá dyrum þess fólks sem ofan á alltof lágar ráðstöfunartekj- ur býr við erfiða og kostnaðarsama fötlun? Og áleitin spum enn: Finnst mönnum virkilega að af þessum alltof lágu ráðstöfunartekjum ör- yrkjanna sem eru undir öllum lágmarkstekjum á vinnumarkaði og er þó ekki hátt á þeim risið, að af þessum ofurlágu launum sé réttlæt- anlegt að ríki og sveitarfélög hirði til baka drjúgan hlut í beinni skatt- heimtu? Drjúgan hlut segi ég því hverjar þúsund krónurnar sem af þessu fólki eru hirtar eru þeim svo ofurdýrmætar í allsleysi sínu. Mætti ekki huga að ríflegri hækkun skattleysismarka svo slíkar tekjur fengju alla vega í friði að vera? Er einhver goðgá að að færa þessi mörk eitthvað í átt til þess sem þau voru ákvörðuð þegar staðgreiðslan var upp tekin eða er hér um svo ríf- legan hlut að ræða í milljörðunum fimmtán að engu megi um breyta? Eg veit vel að einhver hækkun til öryrkja er ráðgjörð á næsta ári, svona rétt til að mæta verðbólgunni blessaðri sem nú hefur bærilega sagt til sín. Vita skulu stjómvöld það að hvert skref fram á við er metið sem ber en meginskoðun sú að 15 milljarðarnir virld sem hreint háðsmerki meðan ekki má rétta hlut þeirra sem eiga alla sína af- komu undir því að stjómvöld ætli þeim réttlátan lífsskerf í launum. Séra Jón Þorláksson orti um fá- tæktina sem fylgikonu sína. Ætla menn að una því að fátækt fjölda fólks verði „fylgikona“ fimmtán milljarðanna? Höfundur er framkvæmdastjóri Ör- yrkjiibandnhigsins. leiðir oft af fjölþjóðasamningum. Stofnun eða ríkisvald getur ekki skotið sér undan upplýsingar- skyldunni, sem kveðið er á um í fyrstu meginreglunni, og getur heldur ekki synjað um, að mat fari fram á umhverfisáhrifum, ef slíkt mat er forsenda fyrir marktækum upplýsingum. Mat á umhverfisáhrifum af til- tekinni fyrirhugaðri framkvæmd er ekki ætlað til þess að bregða fæti fyrir framkvæmdina, heldur til þess að leiða í ljós, hver og hversu mikil áhrif eru „til góðs og ills“ á umhverfi. Fyrst þegar það liggur fyrir, er hægt að meta gildi sjálfrar framkvæmdarinnar. Þetta er nú gert víðs vegar um heim og þykir ekkert sérstakt. Slíkt mat missir þó marks, ef það er ekki trú- verðugt. Varúðarregla Ríó-sáttmálans er sérstæð. I greinargerð þáverandi umhverfisráðherra Eiðs Guðna- sonar til Alþingis frá mars 1993, er varúðarreglunni lýst svo: „Þegar ástæða er til að ætla, að fram- kvæmdir eða starfsemi kunni að hafa alvarleg eða óbætanleg um- hverfisáhrif í för með sér, skal ekki í þær ráðist fyrr en sýnt er, að svo sé ekki.“ Hið sama er tekið fram í bæklingi umhverfisráðuneytisins 1997 í ráðherratíð Guðmundar Bjarnasonar sem fyrr er getið. Reglan ætti því að vera vel kunn. Þessi regla er efalaust afsprengi bituiTar reynslu í mörgum lönd- um, þar sem ekki var hikað við að breyta umhverfi á varanlegan hátt til þess að koma fyrir stórum verksmiðjum. Langvarandi deilur vegna slíks hafa víða skilið eftir sig sárindi. Nú stendur yfir mesta deila um umhverfismál, sem risið hefur hér á landi. Deilan stendur um áætlun um vatnsaflsvirkjun norðan við austasta hluta hluta Vatnajökuls, svonefnda Fljótsdalsvirkjun, en deiluefnið er einkum, hvort lands- væði á Eyjabökkum skuli lagt und- ir uppistöðulón, ásamt breytingum á farvegum straumvatna. Ekki leikur vafi á, að um varanlegar breytingar er að ræða. Ekki er heldur neinn vafi á því, að margir eru mjög andvígir þessum áætlun- um og telja, að um umhverfisslys yrði að ræða. Þá er komin upp sú staða, sem er forsenda þess, að skylt sé að beita varúðarreglu Ríó-sáttmál- ans. Samkvæmt því á ekki að ráð- ast í virkjunarframkvæmdir nema önnur lausn finnist, sem ekki yrði talin hafa alvarleg eða óbætanleg umhverfisáhrif í för með sér. Islensk stjórnvöld virðast ekki eiga aðra kosti nú á grundvelli Ríó- sáttmálans, þegar á reynir í fyrsta sinn. Forræði þeirra var skert, þegar þau undirrituðu hinn fjöl- þjóðlega sáttmála. Það skal tekið fram, að hér er eingöngu fjallað um aðferðir á sviði umhverfismála í þeirri deilu, sem risin er um Fljótsdalsvirkjun. Af- staða er ekki tekin til virkjunar- innar að öðru leyti. Höfundur er prófessor emiritus og formaður orðanefndar bygginga- verkfræðinga. Byggingariðnaður í brennidepli HINN 14. október ár hvert er haldið upp á alþjóðlega staðladag- inn. I ár er dagurinn tileinkaður byggingar- iðnaði undir yfirskrift- inni „Byggt á stöðl- um“. Þrenn alþjóðasamtök standa fyrir deginum; Alþjóða staðlasamtökin ISO, Alþjóða raftækniráðið IEC og Alþjóða fjarsk; iptasambandið ITU. í sameiginlegu ávarpi forseta samtakanna segir að aldrei verði gerður staðall fyrir fal- lega hönnun. „En til að leggja grunn að hugvitssamlegu Staðladagurinn Alþjóðlegur staðall um tiltekið efni verður tíl, segir Hjörtur Hjartar- son, með samkomulagi allra sem hagsmuna eiga að gæta og vilja taka þátt í gerð hans. tónlistarhúsi eða flóknum innviðum borgarskipulags þurfa sérfræðingar á margvíslegum sviðum að nota staðla við dagleg störf sín.“ Hér er ekki aðeins átt við staðla sem aug- ljóslega tengjast byggingum heldur einnig staðla sem varða fjarskipti, raflagnir, rafeindatækni, netkerfi og tilheyrandi öryggisstaðla. Dýrmæt þekking og reynsla Alþjóðlegur staðall um tiltekið efni verður til með samkomulagi allra sem hagsmuna eiga að gæta og vilja taka þátt í gerð hans. Leitast er við að fá fram sjónarmið sem flestra, atvinnulífs, neytenda, stjómvalda, rannsóþnastofnana og prófunar- stofa. I staðli er því dregin á einn stað reynsla og þekking mismun- andi hagsmunahópa sem hafa sam- mælst um hvemig best sé að haga hlutum eða leysa og framkvæma tiltekin verkefni. Alþjóðlegir staðlar tryggja þannig að allir tali sama mál - og þeir eru sprottnir af þörf. Staðlar gera framleiðendum og birgjum kleift að eiga snurðulaus samskipti við verkfræðinga, hönnuði og seljendur hvar sem er í heimin- um. Auk þess snýst al- þjóðlegt staðlasam- starf um almannaheill Hjörtur og áhrif vöru og þjón- Hjartarson ustu á umhverfið. „Ef byggja á varanlegar byggingar, skynsamlega, alþjóðlega og ódýrt, þá eru alþjóðlegir staðlar lykilatriði,“ segja forsetar alþjóða- samtakanna þriggja. Staðlar fyrir alla Að koma sér þaki yfir höfuðið er meginstef i lífshlaupi flestra og byggingariðnaður hefur fylgt mann- kyninu um þúsundir ára. Það er því ekki að ófyrirsynju að alþjóðlegi staðladagurinn er notaður til þess að minna á mikilvægi staðla í þeirri grein. Nær allir njóta alþjóðlegs staðlasamstarfs í byggingariðnaði með einhveijum hætti, allir sem hafa húsaskjól eða koma að bygg- ingu og umsýslu húsa eða annarra mannvirkja á einhvem hátt. Alþjóð- legir staðlar í byggingariðnaði eru einnig forsenda tækniframfara og aukinnar hagkvæmni, ekki síst þeg- ar umhverfi efnahags og viðskipta verður æ alþjóðlegra. Starf ISO, IEC og ITU miðast að því að þjón- usta og vörur komi alls staðar að til- ætluðum notum óháð því hvaðan þær eru komnar. Hér heima hefur Byggingarstaðl- aráð (BSTR) unnið gagnmerkt starf á vegum Staðlaráðs Islands og er vettvangur fyrir þá sem vilja gæta hagsmuna íslensks byggingariðnað- ar í alþjóðlegu staðlasamstarfi og taka þátt í gerð séríslenskra bygg- ingarstaðla. Höfundur er kynningarstjóri I\já Staðlaráði íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.